17.7.2019 | 13:35
Þingkonur Demókrata ákaflega móðgaðar yfir ummælum Trumps
Ég ætla láta liggja milli hluta hvort ummælin eru -- dæmi um kynþáttafordóma eða ekki, en eftirfarandi sagði Trump:
Donald J. Trump@realDonaldTrump So interesting to see Progressive Democrat Congresswomen, who originally came from countries whose governments are a complete and total catastrophe, the worst, most corrupt and inept anywhere in the world (if they even have a functioning government at all), now loudly......
Donald J. Trump@realDonaldTrump ....and viciously telling the people of the United States, the greatest and most powerful Nation on earth, how our government is to be run. Why dont they go back and help fix the totally broken and crime infested places from which they came. Then come back and show us how....
Ummælum Trumps sjálfsagt ekki síst beint að þingkonunni, Alexandria Ocasio-Cortez
--Trump var að sjálfsögðu að þessu til að egna Demókrata.
--Og þeir auðvitað brugðust við eins og hann vonaðist.
- Þetta eru auðvitað afar ruddaleg ummæli - en hann gerir lítið úr skoðunum þeirra, með því að vísa til erlends uppruna þeirra.
- Ekki beint kynþáttafordómar - þetta er auðvitað ósanngjörn nálgun, að íja að því ef foreldrar þínir komu frá landi - X - þá hafir þú ekki jafnan rétt á þinni skoðun í samhengi Bandaríkjanna á við ríkisborgara Bandaríkjanna þeirra forfeður og formæður hafa búið lengur í landinu.
- Trump ætlar greinilega að nota -- aðstreymi erlends fólks í kosningabaráttunni.
- Hann hefur áður gert lítið úr fólki -- vegna erlends uppruna þess.
--Slíkt tel ég ekki endilega til kynþáttafordóma.
--En gæti flokkast undir útlendinga-tortryggni jafnvel útlendingahatur.
Ilan Omar er sú eina af konunum fjórum sem ekki er fædd í Bandaríkjunum!
Trump auðvitað bregst alltaf við gagnrýni með því að hella meiri olíu á bálið!
Donald J. Trump@realDonaldTrump So sad to see the Democrats sticking up for people who speak so badly of our Country and who, in addition, hate Israel with a true and unbridled passion. Whenever confronted, they call their adversaries, including Nancy Pelosi, RACIST. Their disgusting language.....
Donald J. Trump@realDonaldTrump ....and the many terrible things they say about the United States must not be allowed to go unchallenged. If the Democrat Party wants to continue to condone such disgraceful behavior, then we look even more forward to seeing you at the ballot box in 2020!
--Ég held að Repúblikanar hafi aldrei sjálfir verið feimnir við að gagnrýna þ.s. þeim finnst að innan Bandaríkjanna -- ekki þar með sanngjörn nálgun hjá Trump.
--Repúblikanar og Demókratar hafa einfaldlega um margt sitt hvora nálgunina á hvað sé rétt, og því einnig - hvað sé rangt eða slæmt, því hvað sé leið til hins betra eða verra.
- Ég get því ekki tekið undir það, að gagnrýna eigin ríkisstjórn -- ef þú ert ósammála henni eða ef þú gagnrýnir e-h sem þér finnst að innan landsins; þíði klárlega þú sért á móti Bandaríkjunum.
--Varðandi Ísrael, þá eru Bandaríkjamenn mjög klofnir í skoðunum sínum þar um, ég sé ekki að þeir sem eru móti stuðningi við Ísrael hafi minni rétt á sínum skoðunum - eða séu síðri Bandaríkjamenn fyrir bragðið.
Donald J. Trump@realDonaldTrump We are doing great Economically as a Country, Number One, despite the Feds antiquated policy on rates and tightening. Much room to grow!
- Trump er greinilega að fara af stað með koningabaráttu -- fókus hennar virðist eiga vera á útlendingamál...
- stuðning við Ísrael.
- Og að hagvöxtur sé enn til staðar í Bandaríkjunum, sbr. fræg orð Bills Clinton - it's the economy stupid.
--Spurning hvort það sé líklegt til sigurs að keyra á þau tvö atriði - ef hann verður svo heppinn á sama tíma að hagkerfis-uppgangur viðhelst.
--En einhverntíma fer það niður, þegar Trump tók við hafði hagvöxtur staðið í 6 en fyrstu tvö ár af tíð Obama kom snögg djúp niðursveifla en hæg uppsveifla hófst rétt fyrir lok annars árs valdatíðar hans; þannig að þetta ár eru hagvaxtarárin orðin 9.
--Mér skilst að það geri þetta með lengri samfelldum hagvaxtartímabilum Bandar.
Ég á ekki endilega von á niðursveifla verði Trump að kenna, frekar en það var Obama að kenna kreppa hófst nánst um leið og hann var búinn að sverja embættiseið -- það eru teikn á lofti í bandar. hagkerfinu lánabólur síðast keyrðu hagkerfið á kaf séu að spinnast upp, maður getur þó aldrei fyrirfram nákvæmlega vitað hvenær - toppurinn kemur akkúrat og niðursveifla hefst.
--Hinn bóginn, er það alveg mögulegt fyrir Trump að triggera niðursveiflu, ef hann gengur of langt í tolla-stríðum.
Niðurstaða
Greinilega ætlar Trump að vera Trump - 2016 keyrði hann á gríðarlega harðar aurslettur gagnvart sínum keppinaut, munum slagorðin um að koma Clinton í fangelsi sem forseti í reynd ræður engu um, eða hvort málaferli séu hafin yfir einhverjum tilteknum eða ekki.
--Mér fundust þau slagorð á sínum tíma einkar ruddaleg, ófyrirleitin eiginlega.
Nú virðist stefna í að Trump fari í það far sem virkaði svo vel fyrir hann síðast, þ.e. að ata aur -- stuðningsmönnum hans virðist líka sú aðferð skv. nýjustu fréttum.
--Hinn bóginn vitum við ekki enn hver verður mótherji Trumps.
Hitt virðumst við þegar vita, að hann ætlar að hafa þetta aurslag fyrir sitt leiti.
Og vonast greinilega til þess að Demókratar svari með því sama, m.ö.o. hann virðist líta svo á hann þekki aurslag - skilji aurslag - geti unnið aurslag.
--En í aurslag fara málefnin suður!
Þ.e. kannski snjallara fyrir Demókrata að láta Trump ekki teyma sig í aurslag.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 18.7.2019 kl. 17:21 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þér var nú trúandi til þess, langorði bloggvinur, að gera úr þessu (með fullri virðingu) enn einn "langhundinn", eins og (of)langar fjölmiðlagreinar eru kallaðar.
Læt ég mér fyrst og fremst nægja að lesa upphafið og niðurstöður þínar.
Ekki hefur verið neinn skortur á því, allt frá upphafi Trumps í Repúblikana-flokknum, að hann fengi á sig gusurnar og harðvítuga gagnrýni frá demókrötum. Á sama tíma voru Obama og Hillary að starta stríðum í Líbýu og Sýrlandi, með hörmulegum afleiðingum. Trump kemst ekki með tærnar þar sem þau höfðu hælana!
Jafnframt voru þau ábyrg fyrir morðum á milljónum ófæddra barna, jafnvel allt fram að fæðingu, en Trump hefur skorið á alríkisstyrk til mestu fósturvígssamtakanna, International Planned Parenthood, sem fengu 100 milljónir dollara árlega frá alríkinu (ríkissjóði USA) til fósturvígsstarfsemi um allan heim, jafnvel hér á Íslandi. Ennfremur skipar hann enga fósturvígssinna í Hæstarétt Bandaríkjanna, þvert á móti.
Trump er þannig virkur þátttakandi í þeirri þekkingarbylgju, sem orðin er að staðreynd fyrir hvern, sem sjá vill, þ.e. um hið undursamlega og fullkomlega virðingarverða líf hinna ófæddu í móðurkviði, andstætt ignorantisma fólks eins og nefndra demókrata, pírata eins og Þórhildar Sunnu og fr. Mogensen, Áslaugar Örnu, Guðlaugs Þórs og Framsóknarmannanna sem án undantekningar greiddu fósturvígsfrumvarpinu atkvæði (því róttækasta á öllum Norðurlöndunum, því næstróttækasta í V-Evrópu, ef ekki allri Evrópu).
Það var ekkert "kynþáttaníð" (orðalag Rúvara!) fólgið í orðum Trumps um þessar 3-4 demókratakonur -- ekki eitt orð um kynþátt eða í þá átt, að eitt þjóðerni sé lakara en annað. Hann benti þeim bara á að reyna að vinna að löngum tímabærum umbótum í upprunalöndum sínum og gera ekki lítið úr því landi, sem þær höfðu kosið sér.
PS. Gleymum því ekki, að grófustu ásakanir demókrata á hendur Trump, um meint kosningafals hans og samvinnu um það við Rússa, reyndust tilbúningur einn og engum til svívirðu nema demókrötum sjálfum!
Jón Valur Jensson, 17.7.2019 kl. 14:31
23.3.2016:
"Meirihluti Íslendinga myndi kjósa Hillary Clinton sem næsta forseta Bandaríkjanna ef þeir hefðu kosningarétt í landinu eða 53%.
Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Maskínu.
Rúmlega 38% myndu hins vegar kjósa keppinaut hennar um að verða forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, Bernie Sanders.
Þá myndu 4-5% styðja auðkýfinginn Donald Trump sem notið hefur mests fylgis í forvali Repúblikanaflokksins."
Einungis um 5% Íslendinga myndu kjósa Donald Trump
Þorsteinn Briem, 17.7.2019 kl. 16:05
"Í Kristnum stjórnmálasamtökum eru 15 manns."
Jón Valur Jensson, 9.8.2014
Þorsteinn Briem, 17.7.2019 kl. 16:06
Nei, Steini, í apríl 2017 vorum við í KS orðin 18 talsins. Áfram hefur fjölgað í samtökunum, og með reglulegum kynningarfundum frá hausti 2018 fjölgaði skráðum félagsmönnum upp í 23 einstaklinga í öndverðum desember 2018, en 25 í maí 2019.
Jón Valur Jensson, 17.7.2019 kl. 17:29
Jón Valur Jensson, == Jón, þú veist mæta vel að Sýrlands-stríðið var sjálfs-sprottin innanlands-uppreisn -- að sama gilti um Líbýu.
--Kann ekki við lygar, vona þú gerir betur í framtíðinni.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 17.7.2019 kl. 21:17
Þú ert líka húmoriwsti Einar. Sjálfsprottin innanlandsuppreisn! Kanntu annan!
Guðmundur Böðvarsson, 18.7.2019 kl. 05:38
Obama og utanríkisráðherra hans Hillary ýttu undir "arabíska vorið" í fleiri löndum en aðeins Lýbýu, þar sem hörmulega tókst til, með gríðar-mannfalli og síðan flóttamannastraumi þaðan. Ekki tókst heldur vel til í Egyptalandi, en verst í Sýrlandi, þar sem þessi tvö höfðu ýtt undir "lýðræðishreyfingu" gegn stjórnvöldunum, með borgarastyrjöld sem beina afleiðingu (og studdu nefnda uppreisnarhreyfingu með vopnum), en fleiri hafa látið þar lífið en heildartala allra Íslendinga.
Sízt er ég að reyna að ljúga hér, en þér er velkomið að leiðrétta hvað sem ég hef látið hér frá mér fara. Gerðu það þá með skýrari heimildum en einni saman upphrópun.
Donald Trump ger'ði vel í því frá upphafi að gagnrýna Sýrlands-stríðsþáttöku Obamastjórnarinnar.
Jón Valur Jensson, 18.7.2019 kl. 06:14
Fólk er að verða dauðþreytt á vitleysingum sem hrópa "rasisti" við ekkert tilefni: https://www.rt.com/usa/464431-democrats-squad-poll-unfavorable/
Ásgrímur Hartmannsson, 18.7.2019 kl. 09:23
Fín samantekt á málinu, þó svo að ég sjá niðurstöðurnar aðrar, það verður ekki setið þegjandi undir því þvaðri sem trúðurinn Trump lætur út úr sér. Ælta mætti að stuðningsmenn hans hafi ekki áhyggjur af Internetinu, að allt sem trúðurinn og hans slekti lætur út úr sér verði ekii gert upp í næstu kosningun. Ekki nema að hans stuðningsmenn haldi að þeim verði ekki svarað í sömu mynt.
Auðvitað er svo guðfræðingurinn og pistlainnhringjandinn Jón Valur mættu til að verja trúðinn Trump.
Ég sá í nokkrum viðtölum við samverkamenn Jóns Vals [stuðningsmenn trúðsins] þ.m á CNN þar sem kvartað er undir því að sú umræða sem á trúðnum dynur sé pólitísk og ómálefnaleg.
Munum hvernig hann hamaðist í f.v forseta USA með fæðingavottorð hans og hvernig hann hamaðist í Warren með "pocahontas" ummæling. Já eða hverngi hann gerir grín að fötluðu fólki.
Nóg um það.
Sé að Sögumaðurinn vill ekki meina að ummæli hans [trúðsins] séu ekki fordómar. Kannski er Sögumaðurinn vanur þessu sjálfur, þegar hann mætir íbúum, íslendskum ríkisborgurum sem hafa annað litarhaft en hann sjálfur, að hann sveii þeim aftan og fram og segi þeim að hunksast "heim".
Slík hegðan eru auðvitað fordómar og já kynþáttarníð. Ef e-r sem vill kynna sér málið og ræðir við e-n sem býr í sínu landi en með annað litarhaft og sá hinn sami fær svona "ummæli" yfir sig, þá upplifir sá hinn sami það sem fordóma.
Að halda öðru fram er ekki bara fordómar heldur líka fáfræði.
Það er nú rúmt ár í kosningar í USA og það mun safnast í sarpinn hjá trúðnum Trump, hann mun falla á sitt eigið sverð.
Enda er rannsókn fyrrum FBI forstjóra nægt að mínu mati, trúðurinn ekki hreinsaður þar. Eins hvernig hann mun klúðra bandamönnum sínum einum af einum vegna hótana líkt og má sjá í Íran málinu. Líka hvernig hann gengur um sitt embætti (sem hann fékk milljón færri atkvæði en mótframbjóðandinn fékk) og raðar börnum og venslafólki á jötuna. Eins hvernig hann gagnrýndi f.v forseta fyrir að vera "sífellt í frí" þegar enginn, já enginn kjörinn forseti USA hefur verið jafn oft fjarri í sínu starfi, þá að leika sér í golfi eða með grípa í konur.
En gott að sjá Sögumanninn koma hér fram að endanlega sýna stuðning sinn við kynþáttafordóma. Þeir hljóta að vera springa úr stolti vinir hans [örfáu] í Þjóðfylkingunni
Þakka aftur svo fyrir góða yfirferð á málinu Einar Björn.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 18.7.2019 kl. 13:34
Tapsárir langlokuhundar fróa sér við að kalla Trump forseta trúð. Aumkunarvert.
Guðmundur Böðvarsson, 18.7.2019 kl. 14:52
Íslenska þjóð"fylkingin" fékk 0,2% atkvæða í alþingiskosningunum í október 2016.
Þorsteinn Briem, 18.7.2019 kl. 15:18
Sé að sumir sýta annars rúnkminni. Þeir um það.
Ef einn fer fram með glensi og gerir grín þannig að allir aðrir viðhlægjendur skemmta sér en trúðurinn heldur annað, þá eru það trúðslæti.
Eða eins og Íslensks nútímaorðabók vísar til: "[..]sirkuslistamaður sem skemmtir áhorfendum með ýmisskonar glensi"
Trúður er Trump, trúður skal hann vera.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 18.7.2019 kl. 16:36
Jón Valur Jensson, Jón Valur að sjálfsögðu eru lýðræðislönd í eðli sínu - stuðnings-aðilar fjölda-hreyfinga er berjast fyrir réttindum sinna borgara, enda var arabíska-vor hreyfingin, fyrst og fremst baráttu-hreyfing fyrir auknum áhrifum borgaranna í þessum löndum.
Þannig séð var arabíska vor hreyfingin mjög sambærileg við hreyfingu er reis upp í A-tjalds löndum veturinn 1989 er Kommúnisminn þar hrundi.
--Þú lætur sem að stuðningur við almennar fjölda-hreyfingar fyrir réttindum borgaranna sé e-h rangt í sjálfu sér.
--Ég get ekki verið meira ósammála því ef þ.e. þín afstaða.
------------------
Stríðið í Sýrlandi var ákvörðun einræðisherrans sjálfs -- er gaf fyrirskipun að beita vopnum gegn fjölda-mótmæla-hreyfingu er á þeim punkti enn var óvopnuð. Þegar fólk fór að falla unnvörpum fyrir kúlum einræðisherrans -- braust fólkið inn í herstöðvar í eigu stjórnarhersins og stal þaðan vopnum, og hluti stjórnarhersins gekk samtímis í lið við fjölda-hreyfingu fólksins.
--Viðbrögð einræðisherrans voru loftárásir - stöðug sprengjuhríð og beitin ítrasta afls til að drepa þá sem voru í uppreisn.
**Síðan mættu erlend lönd á leik-sviðið ca. árið eftir átökin hófust.
Í Líbýu, hóf uppreisnar-hreyfingin strax vopnuð átök við einræðisherrann - og stór hluti hers landsins gekk til liðs við uppreisn undir stjórn Haftar hershöfðingja.
--Utanaðkomandi lönd eftir uppreisn var hafin, ákváðu að hjálpa uppreisnaröflunum.
------------------
Varðandi hvað gerðist í Egyptalandi - var ég ósammála gagnbyltingu hersins. Þó svo að múslimaforseti væri við völd, var það að mínu mati ekki þrautreynt að unnt væri að knýja hann til -- eftirgjafar.
--Það voru fjölmenn mótmæli nærri milljón manns á götum, og landið ca. lamað. Landið var í reynd stjórnlaust.
--Það þíðir, forsetinn átti engan möguleika annan - en að semja.
Þar sem herinn neitaði að starfa með honum, og öryggissveitir landsins gerðu það sama.
Ég lít svo á að lýðræðisleg lausn hafi enn á þeim punkti verið möguleg.
En yfirstjórn hersins - hafi notfært sér ástandið til að taka völdin aftur.
Ég lít ekki á byltinguna í Egyptalandi sem mistök, eða slæma ákvörðun að hafa veitt henni stuðning.
--Mundi styðja slíka byltingu aftur.
Ég styð alltaf lýðræði herra Jón Valur.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 18.7.2019 kl. 17:03
Sigfús Ómar Höskuldsson, ég legg til þú lesir þ.s. ég sagði að ofan betur. Ég sagði, sennilega ekki kynþáttafordómar -- síðan, sagði ég - kannski tortyggni eða jafnvel hatur gegn útlendingum. Þú ert e-h að leggja í orð mín síðan sem þarna stendur ekki.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 18.7.2019 kl. 17:04
Eins og gerist oft þegar það virðist að Trump hefur stigið í spinatið veit hann vel hvað hann er að gera. Málið er að honum er sama um hvort menn kalla hann rasista eða þvíumlíkt svo fremi sem hann getur náð fram takmarki sínu. Að þessu leyti er hann mjög óhefðbundinn stjórnmálamaður, en yfirleitt vilja þeir vera elskaðir. Trump vill bara ná áhrifum.
Í þessu tilfelli hefur honum tekist að fá miðstjórn Demokrataflokksins á borð við Nancy Pelosi til að mynda skjaldborg utan um "sveitina" svonefndu (það er að segja þingkonurnar fjórar). Miðstjórn Demokrataflokksins hata Sveitina, enda er miðstjórnin mjög kerfissinnuð og fær mikið af fjármögnun frá auðugu fólki og stórfyrirtækjum, á meðan Sveitin er róttæk. Hafa þessar þingkonur látið ýmis orð falla undanfarið sem margir töldu bera vott um hatur gegn Bandaríkjunum, og var miðstjórn flokksins þess vegna að þagga niður í þeim. Til dæmis: Ilhan Omar nýtur 9% stuðnings í skoðanakönnunum, Occasio-Cortez nýtur 22% stuðnings. Ljóst þótti að ef þessar konur yrðu andlit flokksins gæti það haft neikvæð áhrif í næstu kosningum.
Fréttamenn þar vestra vita þetta, en þeir geta ekki stillt sig við að auglýsa þessi tíst. Það er vegna þess að þeir eru orðnir háðir hneyklisfréttum um mannin, og sá hluti almennings sem hatar forsetann mest krefst þess að fjallað sé um þetta - en þetta er einmitt það fólk skaffar mest af áglápi fréttamanna, og þeir verða að fá ágláp, því þannig fá þeir auglýsingagjöld.
Enn fremur: Trump leiðir í ljós meint hræsni fréttamiðla sem tala um meint hatur forsetans þegar hann segir "ef þær hata BNA, mega þær fara heim til sín" en segja lítið þegar þær fordæma landið þar sem þær búa. En augljóslega eru þrjár þeirra fæddar í BNA, Occasio-Cortes er fædd í New York, þar sem Trump bjó lengi. Hann veit þetta vel, þetta er gert viljandi, eins og þegar hann stafar suma hluti á furðulegan hátt - það eykur líkurnar á að fjallað verði um tístið, og að þess vegna tekst honum að ata mönnum þangað sem hann vill þegar þeir reyna að granda honum. Hann er matadorinn, fjölmiðlar eru nautið, og rauða kápan er Twitter. Trump er konungur tröllana.
Að lokum: eins og matadorum er tamt veifar hann rauðu kápuni ekki bara til að ata nautinu heldur einnig til þess að draga athyglina frá sverðinu. Á meðan þessu stóð hefur Trump innleitt nýja reglugerð um flóttamenn (sem forsetinn má víst gera). Nýju reglurnar segja að flóttamenn sem koma í gegn um örugg lönd fá ekki að teljast til flóttamanna! Þar með er hann búinn að loka á flotamenn frá Afríku og Mið-Ameríku, nema þá sem koma flugleiðina. Sem sagt: þrjár flugur í einu höggi. Nema þá að dómstólar fara að skipta sér af því sem má telja líklegt.
Egill Vondi, 18.7.2019 kl. 21:24
Hér kemu smá viðbót. Ath: ég ætlaði upprunalega ekki að nota þennan miðil, en hann virðist hafa fjallað um þetta nokkuð ítarlega. Bæta má við að Trump hefur hækkað í skoðanakönnunum í kjölfarið á þessum málum.
https://fastnewsassam.com/2019/07/16/house-thrown-into-chaos-after-pelosi-decries-trumps-racist-tweets-on-floor/
House thrown into chaos after Pelosi decries Trump's 'racist' tweets on floor
The House voted along party lines to allow Speaker Nancy Pelosi to call President Donald Trump’s tweets about minority Democratic lawmakers "racist" in the Congressional Record on Tuesday, overriding a parliamentary ruling and GOP objections.
Pelosi’s comments were initially ruled "out of order" on the floor itself, a small victory for the Republicans during a tense day in which both sides exchanged accusations of racism, hypocrisy and indecorous behavior unworthy of Congress or the country.
The drama over Pelosi’s comments, sure to rankle Trump, played out before the House voted 240-187 to condemn Trump’s weekend tweets about four Democratic members of color — . Alexandria Ocasio-Cortez of New York, Ilhan Omar of Minnesota, Rashida Tlaib of Michigan and Ayanna Pressley of Massachusetts. All 235 Democrats were joined by four Republicans and Rep. Justin Amash (I-Mich.) in backing the measure.
House members aren’t allowed to refer to Trump or his tweets as racist when speaking on the floor, even though the resolution they voted on Tuesday said as much. These rules on floor decorum are part of a package the body approved on the first day of current Congress.
That led to a bizarre scene on Tuesday: Only clerks reading the resolution aloud were allowed to say the resolution condemned Trump’s "racist tweets," demonstrating once again how different lawmaking is from real life.
The chaotic dispute began when Pelosi went to the floor to bash Trump over his tweets about "the squad," as the four freshman lawmakers refer to themselves.
Trump said the four Democrats should "go back and help fix the totally broken and crime infested places from which they came," after incorrectly stating they were originally from other countries. Three of the lawmakers — Ocasio-Cortez, Tlaib and Pressley — were born in the United States, while Omar was born in Somalia and became a U.S. citizen two decades ago when she was 17.
Trump’s tweet caused an immediate uproar throughout Washington, and lawmakers in both parties objected. House Democrats quickly drafted a resolution decrying Trump’s "racist tweets."
Yet House rules prevent a member from referring to the president or any of his statements as racist on the floor. Democrats warned each other to be careful and follow the rule during a closed-door meeting Tuesday morning.
Pelosi, however, decided to push the limits.
"Every single member of this institution, Democratic and Republican, should join us in condemning the president’s racist tweets," Pelosi said during her floor speech. "To do anything less would be a shocking rejection of our values and a shameful abdication of our oath of office to protect the American people."
Republicans immediately objected. Rep. Doug Collins (R-Ga.) asked Pelosi to "rephrase" her statement, and when she refused, he sought to have the words stricken from the official record.
No speaker has had their words "taken down," as the process is referred to, in 35 years, and even challenging a speaker’s comments is considered a serious breach of etiquette. Collins’ request led to a nearly two-hour delay in the floor proceedings.
Rep. Emanuel Cleaver (D-Mo.), a member of the Congressional Black Caucus who was sitting in the speaker’s chair for the dispute, didn’t want to be part of it when it became clear Pelosi was going to lose via a ruling by the House parliamentarian over whether her comments would be allowed.
While Rep. Marcia Fudge (D-Ohio) urged Cleaver to ignore the parliamentarian’s ruling — a huge risk for a chamber that religiously follows precedent — the Missouri Democrat decided to "abandon the chair," a shocking move that left it empty for a moment.
As Cleaver stormed off the floor, several Democratic members could be heard gasping. Others turned to each other with confused looks.
“This whole day, we haven’t gotten anything for the American public," Cleaver later told reporters. "And at the center of this is just one man, all this is based on one man’s words.”
Democrats then scrambled to find someone to take Cleaver’s place. Members of the Congressional Black Caucus, several of whom were on the floor for the debate, refused, not wanting be the one to strike the speaker’s comments. Rep. G.K. Butterfield (D-N.C.), a former CBC chairman, briefly stepped in, followed by House Majority Leader Steny Hoyer, who read a parliamentary ruling when announcing that Pelosi’s comments were "out of order."
When asked whether Cleaver’s abandonment of the chair was unprecedented, Hoyer said, “I’ve not seen it before."
There was a lengthy delay after Collins’ request, during which leadership on both sides of the aisle, the parliamentarian, and various members involved in the debate consulted. That led to Hoyer’s announcement and a party line vote. That vote allowed Pelosi’s remarks to remain in the Congressional Record as part of the official debate, even though members still can’t call Trump a racist on the floor.
Afterward, Collins said the House prizes decorum and he hopes “we recover that confidence soon and more forward with respect for the American people who sent elected officials, including the president, to represent them in Washington.”
Pelosi, however, remained defiant.
“I stand by my statement,” Pelosi told reporters as she walked back onto the House floor. “I’m proud of the attention that is being called to it, because what the president said is completely inappropriate against our colleagues."
Egill Vondi, 18.7.2019 kl. 21:50
Nú þegar ég kem hér aftur tek ég eftir því að þessi pistill fyrir ofan er miklu lengri en ég áttaði mig á. Ég ætlaði ekki að koma með svona langloku. Biðst velvirðingar á því.
Egill Vondi, 18.7.2019 kl. 23:19
Ég nenni ekki að anza þínum sérvizkusjónarmiðum hér, Einar Björn, ef þér er það lífsins ómögulegt að sjá, hvílíkar hörmungar hafa hlotizt af Bandaríkjanna í Lýbíu og Sýrlandi. Jafnvel flóttamannavandinn í Evrópu er að stórum hluta tilkominn vegna þessara fávíslegu aðgerða, sem hafa ekki þjónað tilgangi sínum, nema hann hafi verið sá helztur að auka gróða bandarískra vopnasala.
Burtséð frá öllum illa grunduðum bjartsýnisdraumum þínum og annarra um lýðræði í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum, var engin raunsæispólitík á bak við þessi afskipti Obama og Hillary, enda hvernig áttu þau að hafa vit á því, sem þarna gæti gerzt?
Jón Valur Jensson, 19.7.2019 kl. 04:29
... hvílíkar hörmungar hafa hlotizt af inngripum (og innrásum) Bandaríkjanna í Lýbíu og Sýrlandi.
Jón Valur Jensson, 19.7.2019 kl. 04:31
Jón Valur Jensson, Assad sjálfur ákvað að það yrði stríð, hann greinilega ber alla ábyrð á því þar urðu meiriháttar hörmungar, m.ö.o. hefði ekki annars orðið stríð -- Líbýa, enginn getur mögulega vitað hver hefði orðið útkoman þar, ef enginn hefði skipt sér af þeim átökum er hófust --> Þitt tal getur einungis talist, getgátur.
--Endurtek, styð lýðræði og ég vona að þú sért ekki að lísa yfir nettri andstöðu við það.
Endurtek, Bandar. eru ekki ábyrgi aðilinn í Sýrlandi - enginn veit hvað hefði gerst ef enginn utanaðkomandi hefði gert neitt í Líbýu, sé ekki tilgang að velta fyrir mér -- hvað hefði hugsanlega getað gerst, þ.s. engin sála getur mögulega vitað.
Hinn bóginn, berjast einræðisöfl oft gegn lýðræðisöflum í sögulegu samhengi, þú virðist mjög nærri því að segja -- baráttu fyrir lýðræði e-h rangt í sjálfu sér, ef þú veit fyrirfram einræðisöflin munu líklega rísa upp.
--Skv. þessu t.d. var það rangt af íbúum Bandar. að rísa upp gegn Bretum - eiginlega allar byltingar fortíðar ranglátar ef þær leiddu til átaka við einræðisöfl sem áfram vildu stjórna.
Emdurtek aftur, ég styð lýðræði - veit vel að það sögulega mætir gjarnan andstöðu þeirra sem styðja fámennisstjórn einræðisafla. En slíkar stjórnir eru alltaf einræði fárra yfir fjöldanum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.7.2019 kl. 13:32
Ég styð hvorki einræði í Kína né í múslimaríkjunum, en það ber að gæta þess að raska ekki um of, á hættulegan hátt, jafnvægi í alþjóðamálum, eins og gert var bæði í Líbýu og Sýrlandi (og þótt víðar væri leitað, eins og hér í álfunni SA-verðri).
Þú ert EKKI, Einar, í neinni hugar-samhljóman við algengustu viðhorf hér á landi gagnvart loftárásum Breta og Frakka á Líbýu (með hjálp NATO og Össurar þar) og freklegum afskiptum Obama-stjórnarinnar, sem lauk með aftöku Ghaddafis og mannskæðri borgarastyrjöld í landinu. Menn telja almennt hér, að í Líbýu hafi verr verið af stað farið en heima setið, og því miður hefur þetta frumhlaup NATO dregið úr stuðningi við það varnarbandalag. Og auðvitað voru Bandaríki Obama meðvirk í ákvörðun NATO.
Jón Valur Jensson, 19.7.2019 kl. 13:46
Jón Valur Jensson, enginn getur mögulega vitað hvernig málum hefði lyktað í Líbýu án afskipta. Öll umræða um það hvað hefði getað gerst - eru getgátur. Eina sem vitað er -- ca. helmingur hers Líbýu hafði risið upp með Haftar hershöfðingja og þá var Haftar í bandalagi með þeim fylkingum sem hann nú berst við.
--Rökrétt án afskipta hefði það bandalag þá viðhaldist skv. því gamla óvinur óvinar míns er vinur minn. Menn sem gefa sér einræðisherrann hefði unnið geta ekki mögulega vitað að þannig hefði farið -- bendi á að í Sýrlandi reyndi einræðisherra að hafa sigur einn síns liðs lengi vel en tókst ekki, varð því sjálfur að fá aðstoð utanaðkomandi aðila þ.e. Írans og Rússlands til þess að hafa betur.
--Það eru sennilega ágætar líkur á að í stað sigurs Gaddhafi hefði þróast pattstaða milli loyalista með Gaddhafi og uppreisnarfylkinga, landið væri einnig klofið en þá með öðrum hætti -- einnig stríð.
**En það er einnig hugsanlegt hann hefði einnig tapað í því samhengi, einungis tekið lengri tíma.
Á endanum er það áfellidsómur yfir Gaddhafi sjálfum -- að sjálfssprottin innanlandsuppreisn sem var þetta víðtæk hafi skollið á.
--Endurtek, þetta er allt saman getgátur hjá þér.
--Þ.s. til að vita hvort þau voru mistök, þarftu vita hvernig hefði farið -- annars, þ.s. sú vitneskja er ómöguleg; er rökrétt ómögulegt einnig að fullyrða að NATO hafi gert mistök.
Allt þetta tal eins og ég bendi á - er í formi getgáta.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.7.2019 kl. 14:53
Þú ert nú sjálfur í getgátunum Einar. Princípið ætti að vera að hefja enga íhlutun í innanríkismál annarra ríkja nema í algerri neyð.
PS. Svo er aldrei neitt að marka Sigfús þegar hann talar eða skrifar um mig, þvílíkur falsmæla-óvildarmaður sem hann er, þegar ég á í hlut, ofurmæli hans sízt svaraverð.
Jón Valur Jensson, 19.7.2019 kl. 17:14
Jón Valur Jensson, en hvernig veistu hvort þú átt að skipta þér af eða ekki?
Slíkar ákvarðanir eru alltaf byggðast miklu leiti á ágiskunum, þ.s. engnn getur vitað fyirfram nákvæmlega hvað gerist.
Hafðu í huga, að skipta sér ekki af er einnig slík ákvörðun - þ.s. þú getur ekki heldur vitað hvað gerist í staðinn, ef þú skiptir þér ekki af.
Svo síðan, hvað er -- neyð? Emgin leið var fyrir utanaðkomandi að forða stórfelldum blóðsúthellingum. Ljóst þær mundu eiga sér stað, hvort sem menn skiptu sér að eða ekki. Ein skilgreining á neið -- er einmitt ef stórfelldar blóðsúthellingar eru fyrirsjáanlegar.
--Höfum í huga, að menn gátu reiknað með flóttamannabylgju, enda stutt yfir til Möltu síðan Ítalíu.
Menn horfa á stöðuna -- taka síðan eitthvert gísk um, hvað þeir telja líklegt að gerist. Síðan taka ákvörðun út frá því.
Vegna þess slíkar ákvarðanir eru alltaf stórum hluta gísk -- er ekki undra að hending ráði stórum hluta hvort hún er góð eða slæm ákvörðun.
Þú ert því aldrei öruggur fyrirfram um að gera rétt -- einnig ef þú ákveður að gera ekkert.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.7.2019 kl. 19:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning