30.6.2019 | 15:10
Deila Trumps og Xi Jinping virðist standa í ca. jafntefli eftir G20 fundinn - síðan hélt Trump til fundar við Kim Jong Un í N-Kóreu fyrstur forseta Bandaríkjanna!
Af hverju segi ég jafntefli í deilu Trumps og Xi? Það sem vekur athygli er, að Kína samþykkti rétt fyrir fundinn að kaupa mikið magn af soijabaunum frá Bandaríkjunum. Á móti, aflétti Trump á fundi þeirra tveggja banni á Huawei m.ö.o. sölu bandarískra fyrirtækja á hugbúnaði og tölvubúnaði til þess fyrirtækis.
--Þannig, báðir bökkuðu skref - sem ég kalla stöðulegt jafntefli þessa stundina.
US and China to resume trade talks after Trump-Xi meeting
Báðir samþykktu að hefja viðræður að nýju!
Trump var keikur að vana og sagði:
The quality of the transaction is far more important to me than speed, <sem er fullkomlega rökrétt hugsun> I am in no hurry, but things look very good! <vandi hann segir svo oft e-h sé gott, við skulum ekki gleyma er hann sagði 2017 er Xi kom í opinbera heimsókn til Bandar. - að hann væri vinur Xi og Xi væri vinur hans - en áður en því ári var lokið hafði hann hafið viðskiptaátök við Kína>
--Manni finnst og Trump segja þ.s. hann hugsar þá stundina - sem þarf ekki endilega vera góður spádómur um það, hvað hann hugsar á morgun.
- Trump talar um hann hafi nægan tíma, kannski finnst honum 1,5 ár sem er ca. hvað eftir er af kjörtímabilinu, langur tími.
--En mig grunar, Xi sem ekki þarf að standa frammi fyrir eigin þegnum, finnist sá tími ekki mikill. - Mig grunar, að bæði Xi Jinping og Kim Jong Un, séu að tefja og þæfa - þar til kjörtímabili Trumps er lokið.
Sem auðvitað varpar upp þeirri spurningu hvað Trump er að gera í Norður-Kóreu?
Donald Trump meets Kim Jong Un and crosses into N Korea
Donald Trump invites Kim Jong-un to US after entering North Korea
Donald Trump - ...not looking for speed. Were looking to get it right. <Trump segir að samþykkt hafi verið að starta viðræðum að nýju.> We are going to have teams, they are going to meet over the next weeks, they are going to start a process and we will see what happens. At some point during the negotiation things can happen, <Trump sagði refsiaðgerðir halda áfram en hugsanlega gætu samingar leitt til afléttingar þeirra> I think meeting here, two countries that have a hostile past, we are showcasing to the world that we have a new present and we have a positive meeting going forward, <sem í sjálfu sér segir ekki mikið> We have a very good relationship, the two of us, <Trump að tala um Kim> I want to say hello. Lets see what happens It will be very short but thats OK. A handshake means a lot. <Ég held það megi rífast um það - hvort það að hittast og heilsast í sjálfu sér hafi djúpa merkingu. En sannarlega hefur enginn Bandaríkjaforseti áður farið til Norður-Kóreu.>
Donald Trump: North Korea and South Korea are both in much better places than they were two and a half years ago, -- Its day and night.
Þetta finnst mér íkjukennt - en það eina sem hefur breyst, er að spenna er minni í samskiptum -- hinsvegar hefur hún reglulega verið breytileg, þ.e. áður hafa komið tímabil lágspennu -- sannarlega hefur áður verið reynt að semja, og það hefur meira að segja verið samið áður.
Donald Trump: Lots of good things are happening with North Korea, -- US would have been at war with North Korea...
--Trump hélt því fram, að stríð hefði verið óhjákvæmilegt - ef einhver annar hefði verið forseti.
--Það finnst mér merkileg fullyrðing, þ.s. margir forsetar hafa áður setið og NK hefur verið viðvarandi spennusvæði alla tíð síðan 1953.
Ég kem eiginlega ekki auga á - af hverju stríð væri svo augljóst. Enda ekki eins og NK hafi ekki verið stöðugt þrætu-epli síðan Kóreustríði lauk 1953.
--Bendi á, með stríði mundi bandaríkjaforseti hætta á stríð við Kína -- þess vegna hef ég þvert á móti álitið stríð, óhugsandi.
--Þvert á móti held ég, enginn Bandaríkjaforseti hefði hafið stríð, allavegna enginn þeirra sem áður hafa setið ef maður ímyndaði sér einhver þeirra enn á lífi byði sig fram aftur og fengi að gera slíkt og næði kjöri.
**Út af áhættunni, þ.s. stríð gæti leitt til dauða milljóna tuga Bandaríkjamanna.
Ég held að enginn forseti það brjálaður sé líklegur!
Er því ósammála ummælum Trumps um þetta tiltekna efni.
Hvað forseti Bandaríkjanna gerði í NK -- sem sagt:
- Kim og Trump samþykktu að hefja viðræður aftur.
- Trump bauð Kim til Bandaríkjanna.
- Ekki liggur fyrir hvað akkúrat leiddi til sinnaskipta Kim - er hafði slitið viðræðum, og í ræðu fyrir nokkrum mánuðum gaf DT til áramóta að koma fram með - ásættanlegt samningstilboð.
- Þ.e. freystandi á álykta að Trump hafi - tekið slíka ákvörðun.
--Þess vegna samþykki Kim að hefja viðræður að nýju.
Ekki liggur þó fyrir í hverju - hugsanlegt stórt bakk DT liggur.
- Bendi á að Kórea hefur boðið samkomulag með tilteknum hætti.
- Sem ríkisstj. Bandar. hafði hafnað.
Einn möguleiki væri að Trump hafi sætt sig við samningamódel það sem Kim hefur verið að bjóða.
Ef svo er, væri það stórfelldur samningasigur fyrir Kim Jong Un!
--Það að ekkert er sagt um útlínur hugsanlegs samkomulags gæti þítt, að ágískun mín gæti verið rétt.
En ef Trump hefði náð fram - sigri, hefði hann grobbað um hann!
Að hann segir ekkert um það - hverslags samkomulag verði rætt, geti bent til þess að DT hafi ekki metið það sér í hag að ræða það opinskátt.
--Sem gæti bent til þess, að samnings-sigurinn sé norður-kóreanskur.
Hvaða samningsmódel á ég við? Að núverandi staða væri fryst. Kim hefur boðið bandar. að þeirra skoðunarmenn gætu reglulega komið og tékkað á því að - innsigli hefðu ekki verið rofin.
--Þetta væri sama módel, og er Bill Clinton gerði samkomulag við NK fyrir mörgum árum.
Þetta væri að sjálfsögðu stórfelld eftirgjöf af hálfu DT ef hann gengist inn á það módel sem var að baki hinu gamla samkomulagi Bill Clinton við NK á sínum tíma.
Niðurstaða
Jafntefli eins og stendur í deilu Trumps og Xi Jingping - virðist mér staðan.
Meðan mig grunar, að stefni í sögulegan samningssigur Kim Jong Un í samningum hans við Trump.
- Þegar ríkisstj. Trumps hóf að beita NK þrýstingi 2017, var hátt farið með þá skoðun að Bandaríkin yrðu að læra af því - sem rætt var sem mistök fyrri tíðar.
--Einn mest umræddi punkturinn var sá, að þvinga yrði fram fullkomlega eftirgjöf gagnvart NK.
--Áhugavert hvernig það tónar við stefnuna gagnvart Íran. - Fyrir nokkrum mánuðum, hafði greinilega slitnað upp úr viðræðum - það fóru fram hörð orð milli aðila - Kim í ræði kvartaði yfir því sem hann kallaði ósanngjarna afstöðu Bandar.stjórnar og hvatti Donald Trump til að sína hugrekki - eins og hann kallaði það.
- Fyrir skömmu síðan lísti Kim því yfir, að hann hefði fengið dásamlegt bréf frá Trump -- meira var það ekki.
- Síðan, hittast þeir tveir - Kim og Trump, og samþykkt er að hefja viðræður aftur.
Það er mjög freystandi að álykta að Trump hafi fallið frá kröfunni um - full denuclearification - sem hafði verið haldið fram stíft alla tíða síðan Donald Trump komst til valda.
- Málið er að ég sé ekki að Kim sé líklegur til að hafa gefið eftir - því hann meti greinilega kjarnavopnin forsendu framtíðar hans ríkis.
- Bendi á, að Kim hlýtur að hafa dregið - lærdóm af ákvörðun Pútíns leiðtoga Rússlands, að ræna landi af Úkraínu og senda her inn fyrir landamæri Úkraínu. En Úkraína hafði gert samkomulag í tíð Jeltín sem átti að gilda ævarandi - þ.s. forseti Rússlands veitti Úkraínu tryggingu að landamæri landanna yrðu virt ævarandi.
--Kim hlýtur að draga af þessu lærdóm, því Rússland hefði aldrei þorað þessu - ef Úkraína væri enn kjarnorkuveldi árið 2015. - M.ö.o. eina leiðin til að tryggja öryggi ríkisins sé að halda kjarnavopnunum.
Árásir Rússlands á Úkraínu eru auðvitað miklu mun áhugaverðari punktur - Líbýa var einungis með kjarnorkuprógramm en ekki kjarnasprengjur, kjarnorkuprógramm eitt og sér - engar sprengjur, veitir ekkert öryggi. Einungis það að eiga sprengjur!
--Úkraína átti sannarlega sprengjur, sennilega meira af þeim en NK - að auk mun fullkomnari og öflugari slíkar, en mikið af bestu vopnum Sovétríkjanna urðu eftir í Úkraínu.
Þó einhver hugsanlega segi að ég hati Pútín -- er Úkraína algerlega skírt varnaðardæmi.
--Að Bandaríkin séu ósanngjörn við Íran - þíðir ekki að jafn ósanngjörn meðferð Rússlands á Úkraínu sé ásættanleg, sbr. two wrongs don't make a right.
Við höfum tvö stórveldi -- sem ítrekað sögulega beita smærri lönd ofríki.
Bendi á að innan Rússlands búa margar þjóðir enn -- allar þeirra voru sjálfstæðar í fortíðinni, og allar þeirra glötuðu því sjálfstæði er þær voru beittar hervaldi -- sannast sagna grunar mig að ef einhverntíma kæmi aftur upplausn í Rússlandi, gætu margar þeirra gert tilraun til að lísa yfir sjálfstæði - mig grunar að einungis styrkur hers Rússlands tryggi þau yfirráð.
--Þess vegna stundum nefni ég Rússland -the last European empire.-
--Samanburður ég hef í huga, er ríki sbr. Austurríki/Ungverjaland.
Annað ríki sem haldið var saman af hervaldi!
Ég hef velt því fyrir mér af hverju Rússland hefur mun fjölmennari her, en það þarf í raun til að verja ytri landamæri:
Svarið sé sennilega, til að tryggja innra öryggi, m.ö.o. viðhalda nægum ótta inn-á-við.
Bendi á þegar Pútín kramdi með miklu blóði uppreisn Téténa ca. 2000, þá einnig sendi hann með því skilaboð til annarrs smærri þjóða er búa innan Rússlands undir hæl rússn. hersins.
Skilaboð, að eins yrði farið með þær, skilaboð sem mig grunar að hafi skilist mæta vel.
- Ef Rússlands veikist snögglega einhverra hluta vegna, væru innlendar uppreisnir afar sennilegar - grunar mig.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 3
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 857481
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú veltir fyrir þér stærð Rússneska hersins.
Þú virðist halda að landamæri séu einhverskonar fasti. Eitt stykki landamæri.
Landamæri eru hinsvegar mis löng og það vill svo til að Rússnesku landamærin eru þau lang lengsu í heimi,sem mundi væntanlega kalla á langstærsta her í heimi,ekki satt.
Rússar hafa hinsvegar ekki langstærsta her í heimi,hann er töluvert minnii til dæmis en hjá smáríki á borð við Bandaríkin sem hefur mjög stutt landamæri.
Í annan stað skiftir máli hvað er hinumegin við landamærin.
Á mest öllum suður landamærum Rússlands er afar ótryggt ástand svo ekki sé meira sagt.Rússlandi stafar mikil ógn úr suðri,þó að ástandið í Kasakstan hafi orðið stöðugra á síðari árum.
Á vesturlandamærunum hafa þeir svo Evrópu sem hefur ítrekað gert árás á Rússland ,þar af tvisvar á síðustu öld. Þar eru ríki sem sýna Rússlandi fullann fjandskap.
.
Rússneski herinn er því frekar lítill miðað við lengd landamæranna og ástandsins handan þeirra.
Það er lítill vafi að ef ekki væri fyrir kjarnorkuógnina væri NATO búið að gera árás á Rússland.Það er alveg augljóst miðað við talsmátann sem þaðan kemur. Reynslan sýnir þetta lika.
Uppsögn gagneldflaugasáttmálans voru gælur við að gera kjarnógnuógn Rússa óvirka.
Þetta leiddi svo af sér vopnakapphlaup sem Rússar gjörsigruðu mjög óvænt.
.
Nú er það okkar gæfa að Rússland hefur afar hófstilltann og friðsamann forseta og þannig verður það í nokkur ár í viðbót.
Það er alveg sama hvernig ráðamenn á vesturlöndum baknaga hann,uppnefna hann og bölva honum og hóta,hann missir aldrei kúlið.
Hann bíður bara rólegur eftir að þetta lagist. Hann er bjartsýnin uppmáluð og segir að einhverntíma hljóti að síast einhver vitglóra inn í þetta fólk.
Ég get ekki sagt að ég deili þessari bjartsýni hans. Þegar hagur fólks í Evrópu fer að dala enn frekar mun þörfin á að kenna Rússlandi um fara vaxandi.
.
Evrópa er nú um stundir undir vaxandi áhrifum öfgafólks sem knýr fram ritskoðun,fólk er ofsótt fyrir skoðanir sínar og það fara fram opinberar "grýtingar" á fólki sem ekki fylgir hinum kórrétta protókol rétttrúnaðarins. Þetta eru völd án ábyrgðar.
.
.
Þú gælir stöðugt við að Rússland sé að liðast í sundur.
Líklega mun það gerast einhverntíma í framtíðinn,en í dag eru engin merki þess.
Vinsældir Putins eru mestar á jaðarsvæðunum,með einstaka undantekningum.Líklegt er að í kjölfar gríðarmikillar uppbyggingar í Siberiu muni vinsældir hans vaxa þar.
Vinsældir hans eru hinsvega næstmestar í Téténíu á landsvísu
Mestar eru þær á Krímskaga.
Þetta ætti að segja þér eitthvað. Maður sem er í stríði við einhverja þjóð er yfirleitt ekki vinsæll á meðal þeirrar þjóðar.
Þú verður að læra að lesa í það sem er að gerast á jörðinni,ekki bara styðjast við öskhyggju þeirra sem vildu að hlutirnir væru öðruvísi.
Vissulega vinna Vesturlönd stöðugt að því að klúfa upp Rússneka ríkið með því að reyna að koma á þíðernishreyfingum,en árangurinn hefur látið á sére standa.
Téténar eru þakklátir Putin fyrir að losa þá við öfgaliðið sem píndi þá og plagaði ,og borgin þeirra Grosny er orðin ein glæsilegasta borg í Muslimska heiminum.
Borg sem áður var full af dauða og kúgun ofstækismanna.
Borgþór Jónsson, 3.7.2019 kl. 10:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning