24.6.2019 | 23:30
Verður -- Libran, framtíðargjaldmiðill Íslands - ekki evran eða krónan?
Eins og örugglega einhver hefur heyrt ætlar FaceBook að standa fyrir stofnun gjaldmiðils - sem fengið hefur heitið, Libra. Verkefnið skal hefjast á nk. ári, þegar FaceBook ætlar að innleiða - forrit sem heitir, Calibra - sem skal verka í gegnum Messenger.
--Það kerfi mun innleiða fyrsta hluta Libra verkefnisins.
Forsvarsmenn FaceBook tala um að ná til 1,7 milljarðs manna heiminn vítt, sem eru utan við - bankakerfi, m.ö.o. hafa ekki banka-reikninga.
Ef marka má erlenda umfjöllun um málið, mun - Calibra, vera ætlað að auðvelda stórum verslun á netinu, og er plan FaceBook, að veita svokölluð -- örlán.
--Lán sem eru þá væntanlega í enn lægri upphæðum en svokölluð - smálán.
Fólk muni sem sagt duga að eiga - snjallsíma.
Og hafa FaceBook aðgang.
--Það væntanlega þá greiðir - í gegnum gjöld á símanum sínum.
Ef maður ímyndar sér, að FaceBook, fari gæti-lega að í vöxtum.
--Fari ekki í okurlána-starfsemi, er alveg hugsanlegt að dæmið gangi upp.
--En ef maður gefur sér, lágan kostnað - þá væri skynsemi í að bjóða vextina sem allra lægsta, til þess að ná til sem allra flestra!
**Örlánin gætu þá verið fyrsta hreina byrtingar-mynd Librunnar, þ.e. veitt í Librum.
Facebooks full-frontal assault on finance
- Hinn bóginn, mundi sambærilegt kerfi - ekki síður virka í auðugari löndum.
- Ég sé fyrir mér, ef FaceBook mundi bjóða sömu - lágu vextina alls staðar á neyslu-lán.
Gæti FaceBook, með 2,4 milljarða notendur.
Náð til það margra neytenda heiminn vítt.
--Að Libran gæti orðið gjaldmiðill með verulega heims-útbreiðslu, þegar á fyrsta starfsári.
Hvers vegna gengur Libran líklega upp?
Við skulum ekki endilega gefa okkur að -- seðlabankar heimsins snúist gegn FaceBook!
Mark Carney -- Mr Carney on Thursday said the Bank of England could potentially allow tech companies to store funds overnight at the central bank, giving them an alternative to leaving deposits with commercial banks.
Seðlabankastjóri Bretlands - lætur vita að það komi til greina að veita fyrirtækjum er þjónusta viðskipti í gegnum -Libruna- sambærilega þjónustu, og BankaOfEngland veitir fjármálafyrirtækjum sem þjónusta viðskipti í gegnum - svokallaða viðurkennda gjaldmiðla.
- Málið er að FaceBook hefur þegar tryggt sér - þátttöku VISA og MASTER-CARD sem eru til í að veita greiðsluþjónustu, í gegnum Libru.
--Það er ekkert smáræðis árangur að fá þau um borð. - FaceBook, ætlar að stofna Libru með 100 stórum hluthöfum, sem munu leggja fé í púkkið - það fé kvá öðlast hlutverk; gjaldeyrisvarasjóðs fyrir Libruna.
- Libran kvá síðan verða tengd við gjaldmiðla-körfu, sem væntanlega þíðir að - til stendur að verja tengingu með klassískum hætti.
- Þessir 100 aðilar, fá síðan - einkaleyfi til að reka þjónustu í gegnum Libruna hver í sínu umdæmi, og gefa hana út -- hirða væntanlega duglegan hagnað af fyrir rest.
Málið er að öfugt við -- BitCoin verður tenging við aðra gjaldmiðla, og það verða fjárhagsleg verðmæti í öðrum gjaldmiðlum höfð til sveiflujafnvægis til að tryggja stöðugleika.
Mig grunar að umfang viðskipta með Libru verði fyrsta árið strax í háu margfeldi samanborið við viðskipti í BC -- og umfang viðskipta gæti hratt nálgast magn viðskipta innan stórra alþjóðlegra gjaldmiðla.
Það verða ákaflega fjárhagslega stöndugir bakhjarlar, þannig að rökrétt verða sveiflur til mikilla muna minni, en þær hafa verið - í viðskiptum með BC.
--Það ætti að gera það mögulegt að veita samkeppnishæfa vexti grunar mig.
Engar hættur? Auðvitað, gríðarlegar!
FaceBook er þegar eitt af valdamestu fyrirtækjum heims - með gjaldmiðil á sínum snærum sem líklega fljótt nær heims-útbreiðslu.
--Mundi FaceBook í ofanálag ölðast stórfellt fjárhagslegt vald.
- Væntanlega þíðir það að -- eigendur FaceBook verða með valdamestu einstaklingum heims. Og fyrirtækið valdamikið á við stór lönd.
- Þetta er auðvitað vald sem ekki í eðli sínu er - lýðræðislegt. Og að sjálfsögðu er stórfelld hætta á misnotkun valds.
--En hver á að gæta að því, þegar FaceBook mun beita sér hnattrænt? - Ég hugsa að auki - að Libran muni smám saman eftir að hún verður til.
--Ógna tilvist fjölda veikari gjaldmiðla í heiminum.
En m.a. er varað við því, að útbreiðsla Librunnar - gæti veikt stöðu landa sem ráða yfir tiltölulega veikum gjaldmiðlum.
--Þ.s. að Libran gæti líklega boðið upp á töluvert hagstæðari kjör.
--En málið er ekki síst, að ef margir færa viðskiptin yfir í hana í löndum með veika gjaldmiðla, mundi það grafa mjög undan möguleikum til hagstjórnar í þeim löndum.
- Vaxta-tækið mundi líklega fljótt verða afar veikt - svokallaðir stýrivextir nánast áhrifalausir ef margir færa sig yfir í Libruna.
- Það gæti þá orðið flóknara/erfiðara - að forðast hagkerfis-yfirhitun t.d.
--Þegar lág-vaxtalán í gegnum Libru, mundu áfram keyra neyslu.
Þ.e. algerlega opin spurning hvernig FaceBook mundi bregðast við - fjármálakreppu, er gæti sannarlega orðið töluvert auknar líkur á -- ef útbreiðsla Librunnar þvælist fyrir hagstjórn í fjölda landa.
--En snögglega gætu mörg neyslu-lán lent í vanda.
Mig grunar að FaceBook menn séu ekki komnir með mótaðar hugmyndir um það hvernig þeir tækju á slíku -- mundu þeir bjóða afskriftir? Eða vera harðir í að selja ofan af fólki?
Hinn bóginn, eru það þau miklu völd sem FaceBook mundi öðlast!
- Hvernig mundi t.d. löndum ganga að glíma við FaceBook, ef fjármálakreppa hefur skollið á -- og mikill fjöldi skuldara hefur lent í vanda.
- En FaceBook, vill áfram innheimta af skuldurum -- sem mundi rökrétt dýpka kreppuna í því landi, eða þeim löndum?
FaceBook hefði gríðarleg tök á landi/löndum þ.s. hugsanlega hátt hlutfall neyslu-lána væru komin yfir í Libru.
--FaceBook gæti óbeint eignast fjölda atkvæða innan SÞ-með slíkum fjárhagslegum ítökum.
Ég set upp nafn Íslands samtímis í gamni og alvöru!
Niðurstaða
Málið með Libruna er að stofnun hennar getur reynst vera - heimsatburður. En ef hún gengur upp, er ég ekki í nokkrum vafa hún verður afar útbreidd - afar áhrifamikil, og mun auka völd ásamt áhrifum FaceBook stórfellt.
En ekki síst það, að ef hún gengur upp -- má sjálfsagt reikna með stofnun Google-gjaldmiðils ekki löngu síðar, grunar mig.
--FaceBook hefur greinilega séð markaðstækifæri og ef það gengur upp - væntanlega opnar það Pandórubox, þannig að fjöldi gjaldmiðla reknir í hagnaðarskyni spretta þá upp.
- Ég á ekki von á að þessir gjaldmiðlar fylgi módeli -- BitCoin (BC).
Þeir verða líklega allir - for profit. Reknir af stöndugum aðilum. Og líklega með svipuðu módeli og Libran.
Áhrif BC verða þá líklega fyrst og fremst þau að hafa vakið athygli á hugmyndinni um -- einkarekinn rafrænan gjaldmiðil.
Í framtíðinni verða þeir líklega margir, en þeir verða reknir af risa-fyrirtækjum.
--Þeir verði því um flest anti-tesa BC.
Alþjóðlegu risafyrirtækin verða þá væntanlega mjög fyrirferðamikil og í harðri samkeppni við ríkissjóðina -- væntanlega færast við það mikil völd frá ríkjum yfir til alþjóðlegra risafyrirtækja.
--Það sem margir sjá þegar sem vandamál, völd slíkra aðila -- magnast þá um þverbak.
- Í þeim heimi verður sjálfsagt mjög erfitt að reka litla gjaldmiðla.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 859313
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð umfjöllun Einar Björn Bjarnason.
Munum að peningur er aðeins bókhald.
Ekki er ólíklegt, að örlánið, bjóði öllum upp á viðskipti strax, það verði okkar karamella.
Allir seljendur, vilja selja.
Ef einhver örlán, lenda í vandræði, þá stöðvast þau viðskipti.
Þeir sem fara eftir reglunum halda áfram.
Bankinn tekur á sig vandræða örlánið, örfærsluna, hún er aðeins auglýsingakostnaður, byrjunarkostnaður,
skilja hafrana frá sauðunum.
Þettað er allt gott og blessað, en hugsum og reynum að skilja, sannleikann í þessu.
Leitð sannleikans sagði einhver, þá verðið þið frjáls.
Einfaldara getur það ekki verið.
Egilsstaðir, 25.06.2019 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 25.6.2019 kl. 11:17
Það væri afar vond ákvörðun að leggja verðgildi kaupmáttar og eigna okkar undir duttlunga erlends hlutafélags sem hefur ekki sömu hagsmuni og við.
Þetta á jafnt við, hvort sem það hlutafélag er með aðsetur í Menlo Park við San Francisco flóa í Bandaríkjunum, eða Frankfürt í Þýskalandi.
Góðar stundir.
Guðmundur Ásgeirsson, 26.6.2019 kl. 18:06
Já Guðmundur Ásgeirsson, verðgildi krónunnar, bókhaldsins á að vera samkvæmt þörfum Íslands. Rifjum upp sögu Nýfundnalands.
Egilsstaðir, 27.06.2019 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 27.6.2019 kl. 06:02
Guðmundur Ásgeirsson, þetta er frekar spurning - hvort íbúar landsins mundu ekki ákveða slíkt, hver fyrir sig. En FaceBook ætlar að starta -Calibra- innan skamms. Þar skilst mér standi til að bjóða viðskipti í gegnum netið á - kjörum eftir því sem FaceBook segir, betri en keppinautar. Og ef þeir standa við stóru orðin, ætlar FaceBook að bjóða upp á -- örlán.
--Ef maður gefur sér þau lán væntanlega til að fjármagna -neyslu- væru mjög aðgengileg, á hagstæðum kjörum.
Gæti maður séð smám saman þá þróun, að mjög margir Íslendingar svissi yfir í -- neyslu-láns-viðskipti í Librum.
Svipað gæti gerst á mörgum öðrum smáum gjaldmiðilssvæðum.
--Slík þróun mundi grafa undan hagstjórn í slíkum smærri löndum með eigin gjaldmiðla, veikja stöðu þeirra gjaldmiðla.
Ef við það hagstjórn verður erfiðari og minna skilvirk - gæti það flítt fyrir þeirri þróun enn frekar.
Ég er m.ö.o. ekki að vísa til einhverrar líklegrar snöggrar ákvörðunar. Heldur að velta fyrir mér því krefjandi umhverfi fyrir smáa gjaldmiðla er mundi líklega skapast - sem sagt, hvort þeir geti lifað af í slíku umhverfi.
--Þ.s. íbúar alls heimsins fengu af hálfu fyrirtækjanna - mjög opið aðgengi að viðskiptum innan þessara - fyrirtækja-gjaldmiðla.
Stór lönd líklega geta vel haldið velli í slíkri samkeppni - en mér virðist sennilegt að smá gjaldmiðilssvæði geti átt afar erfitt í þeirri framtíð.
Það gæti farið þannig að einhverjir þeirra yrðu lagðir niður - í slíku landi tæki þá ekki endilega við, bara t.d. Libra. Það gæti verið að það starfaði án opinbers gjaldmiðils -hreinlega- íbúar sumir notuðu Libra - einhverjir aðrir t.d. Google-gjaldmiðil sem mig grunar Google mundi starta ef ljóst er að Libra gengur upp. Og líklega yrðu þeir enn fleiri - reknir af alþjóðlegum risafyrirtækjum.
--Það gæti orðið þannig að íbúarnir notuðu marga mismunandi gjaldmiðla í sínum viðskiptum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 30.6.2019 kl. 15:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning