23.6.2019 | 15:01
Norður-Kórea segist hafa fengið brábært bréf frá Donald Trump -- meðan, er Donald Trump á leið í stríð við Íran, eða hvað?
Það er skrítin rússibanareið að fylgjast með athöfnum og orðum Donalds Trumps. Vegna áhugaverðra frétta frá Norður-Kóreu, er hafa verið staðfestar af blaðafulltrúa Hvíta-hússins, þá fékk Kim Jong Un sannarlega persónulegt bréf frá Donald Trump.
--Að sögn fjölmiðla í NK er bréfið frábært - hvað sem það akkúrat þíðir.
--Rétt að nefna að Kim Jong Un, fyrir ekki löngu, gaf út yfirlýsingu þ.s. hann gaf DT frest til áramóta, að koma fram með - betra samnings-tilboð.
Nú geta menn lagt saman 2 og 2 - spurningar vakna, hvað hugsanlega gaf DT eftir?
North Korea says Kim's considering Trump's "excellent" letter
Appreciating the political judging faculty and extraordinary courage of President Trump, Kim Jong Un said that he would seriously contemplate the interesting content.
Ekki er skafið neitt af því!
Bendi á að viðræður NK og Bandar. höfðu virst í pattstöðu samfellt frá upphafi síðsumars 2017 fram á þennan dag - bendi aftur á, Kim hafði gefið Bandar.forseta til nk. áramóta til að koma með - betra samningstilboð.
--Ef maður gefur sér að NK hafi ekki snögglega sjálft tekið u-beygju, þá gæti raunverulega hafa borist herra Kim í hendur, boð DT um snögga tilslökun.
Klárlega fóru skeytasendingar fram - meðan ekkert liggur fyrir um innihald þeirra.
Kim Jong Un received 'personal letter' from Trump, says North Korean state media
White House press secretary Sarah Sanders confirmed a letter was exchanged, saying, -- A letter was sent by President Trump and correspondence between the two leaders has been ongoing.
Við hin getum einungis getið til um hvað fór þeirra á milli.
Spurning hvort DT vill saminga við Íran?
Mér finnst hvernig DT ræðir um Íran um margt líkjast því hvernig hann talaði um NK - áður en samningar hófust.
--Rétt að ryfja upp, að samningstilboð Kims Jong Un - fól ekki í sér nokkurt bindandi loforð um tilslakanir.
--Einungis loforð um að allir hlutir væru á borðinu til umræðu.
Það dugði samt til þess að DT gaf mjög hástemmdar yfirlýsingar um meint hugrekki Kims - og er hann hitti Kim formlega, að DT kallaði hann frábæran leiðtoga í kjölfarið.
--Þó virðist Kim hafa gætt þess að lofa nákvæmlega engu skuldbindandi.
Eftir það virðast mér viðræður í reynd - engu hafa skilað.
Mann grunar, þar af leiðandi, tilgangur Kims hafi einungis falist í því að - þæfa málið.
--Enda þarf DT en ekki Kim að ná endurkjöri 2020.
- Nú gæti svo verið að DT hafi séð fram á að einungis eitt ár er til kosninga, og hann vilji því hafa - eitthvað í höndunum, sem hann geti kallað - samning.
Ummmæli DT um Íran:
- Iran wants to become a wealthy nation again. Lets make Iran great again. Does that make sense? Make Iran great again, OK with me.
- But theyre never gonna do it if they think in five or six years they gotta have a nuclear weapon.
- I dont want to kill 150 Iranians, --- I dont want to kill 150 of anything or anybody, unless its absolutely necessary.
- I have John Bolton, who I would definitely say is a hawk. I have other people that are on the other side of the equation,... Ultimately I make the decision. The only one that matters is me. I listen to everybody. I want people on both sides.
DT tekur rækilega fram - að einungis hann ræður!
Bendi á að DT 2017 einnig talaði um stórkostlega hluti fyrir NK - ef samkomulag næðist.
Hitt er áhugavert - rauða línan hjá DT virðist möguleikinn á kjarnorkuvopnum.
Í tilviki NK, virtist það vera - möguleikinn að NK aflaði sér getu til að ráðast á Bandar.
Rétt áður en samningar hófust, hafði NK prófað eldflaug sem sérfræðingar segja - hugsanlega geta dregið til Bandaríkjanna!
- Rétt að benda á, að IAEA (alþjóðlega kjarnorkumálastofnunin) hefur allan tímann sagt Íran standa við kjarnorkusamkomulagið frá 2015.
Spurning hvernig Íran á að bregðast við?
En atburðarás sl. daga hefur verið vægt sagt furðuleg.
--Þ.e. DT sagðist hafa gefið skipun um árás - en hætt við á síðustu stundu.
--Sú árás átti að hafa verið svar við því er Íran skaut niður róbót-flugvél.
DT sagði síðan hafa áttað sig á að dráp á áætluðum 150 Írönum - væri of harkaleg viðbrögð.
- Ég hreinilega velti fyrir mér - hvort DT nokkru sinni gaf slíkar skipanir, m.ö.o. hvort DT sé þarna með smá leikrit, til að hræða Írani.
--Engin leið fyrir utanaðkomandi að vita, hvort DT var við það að fyrirskipa árásir - eða ekki.
--En ljóst er, að Íranir líklega hefðu svarað fyrir sig.
Afleiðingin hefði getað leitt til stríðs.
Ef DT segir rétt frá, þá labbaði hann nánast fram á blá-brún stríðs. En steig frá brúninni.
Það mynnir mig reyndar á NK málið, en er DT var reiðastur - hótaði hann beitingu kjarnavopna af fyrra bragði - hugsanlega.
--Í kjölfarið sagði þáverandi varnarmálaráðherra Bandar. þau frægu orð að - stríð yrði catastrophic.
Niðurstaða
Spennan í Mið-Austurlöndum virtist ná vissum hápunkti fyrir helgina, í kjölfarið er DT hélt því fram að hann hefði næstum því látið Bandaríkin hefja hernaðarárásir á Íran. Persónulega hef ég reyndar nokkrar efasemdir þar um! En ef rétt, þá labbaði DT nánast fram á blábrún stríðs - út af mannlausri róbót flugvél er var skotin niður. A.m.k. segir DT rétt frá er hann segir sjálfur - slík viðbrögð allt of harkaleg.
--Vegna þess að DT virðist sjálfur skilja að viðbrögð af því tagi væru alltof harkaleg, velti ég fyrir mér hvort hann brá á smá leikriti - til að hræða Írani.
Tilgangur gæti verið að hræða Írani til - tilslakana. Hann gefur það í skyn, hann sé fullkomlega óútreiknanlegur. Þannig að Íranir geti ekki vitað fyrirfram hver hans viðbrögð yrðu. DT hefur sjálfur sagt, óútreiknanleika vera - styrkleika.
--Þannig að mér virðist a.m.k. hugsanlegt að DT hafi brugðið upp smáveigis leikriti.
DT segir núna ekki vilja drepa nokkurn mann af nauðsynjalausu - heldur því þar með opnu hann gæti gefið slíkar skipanir. Samtímis segist hann, alveg til í að sjá Íran rísa upp að nýju.
--TD virðst óska eftir því undir rós við Írani að þeir fari fram á viðræður.
Mér virðist a.m.k. Íran eiga þann möguleika - að leggja fram slíka ósk.
Óvíst er í ljósi þess hvernig mál hafa þróast gagnvart NK - að DT sé að fara í reynd fram á mikið.
Eftir allt virtist honum duga tilboð frá NK - er fól ekki í sér nokkur hin minnstu bindandi loforð. Kannski gæti þá Íran endurtekið sambærilegt tilboð - án eiginlegs innihalds.
Og DT með svipuðum hætti geri sér það að góðu! Getur verið að DT sé einungis eftir - ímyndinni að hann sé sigurvegari, eiginlegur kjarni málsins skipti hann litlu máli.
--Yfirborðsmennska m.ö.o.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 859313
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvaða upplýsingum vildi USA ná með þessum dróna sem að var skotinn niður?
Jón Þórhallsson, 23.6.2019 kl. 15:44
Jón Þórhallsson, ómögulegt að vita.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 23.6.2019 kl. 18:24
Drónar eru einkum notaðir til eftirlits að mér skilst og þar sem ekki er orð að marka stjórnvöld í arabaríkjum þá er eftirlit eina ráðið til að áttasig á því hvað þar er verið að bauka.
Þar sem Írönsk stjórnvöld töldu þessa eftirlitsvél svo hættulega að þau létu skjóta hana niður, þá hafa þeir ljóslega eitthvað að fela.
Hrólfur Þ Hraundal, 24.6.2019 kl. 07:00
Hrólfur. Eftirlit hjá einum eru njósnir fyrir annan. Þú gefur þér ágiskaðar forsendur og færð út þá niðurstöðu að Íranir hafi ljóslega eitthvað að fela.
Hefði ekki verið eðlilegra að spyrja sig hvað USA er að gera með " eftirlits " dróna langt inn í lofthelgi Írans. Þegar dróna er flogið inn í lofthelgi annars ríkis, án leyfis að þá er hann að njósna og Íran í fullum rétti til að skjóta hann niður.
Brynjar
Baldinn, 24.6.2019 kl. 13:58
Eru SAMINUÐUÞJÓÐINAR alveg geldar og gagnslausar?
Væri ekki hægt að haga málum þannig að fulltúar á vegum ÖRYGGISRÁÐSINS mættu skoða allt sem að þeir vildu skoða innan íranskrar loft- og landhelgi án hindrana?
(Íran mætti gera þá kröfu að þeir fulltrúar væru frá öðru ríki en USA,
t.d. frá Sviss).
Jón Þórhallsson, 24.6.2019 kl. 15:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning