3 Rússar og einn Úkraínumaður, formlega ákærðir fyrir tengsl við voða-atburð 2014 er stórri farþegaþotu var grandað yfir A-Úkraínu

Sjálfsaft mun einhver koma fram, halda því fram að rannsóknin á atburði er varð 2014 er flugvél á vegum flugfélags frá Malasíu, var grandað er henni var flogið í 33þ.ft. yfir A-Úkraínu, sé einhvers konar samsæri gegn Rússlandi.
--Hinn bóginn heldur enginn öðru fram, en farþegavélinni hafi verið grandað fyrir mistök.
--Enginn heldur því fram, menn hafi ætlað sér að drepa þá 298 er voru um borð!

Því til svars sem gjarnan er fullyrt, að ekki hafi verið á svæðinu að dreifa vopni er gat grandað farþegavél í 33þ.ft. hæð - er rétt að árétta, að vikurnar á undan - höfðu verið skotnar niður nokkur fjöldi Antonov An26 véla Úkraínuhers.
--Þar af ein, einungis tveimur dögum fyrr -- sú flaug í ca. 22þ.ft.

Rétt eftir að malasísku vélinni var grandað, var gjarnan fullyrt, að hermenn á svæðinu sem berðust við stjórnarher Úkraínu - réðu einungis yfir eldflaugum sem skotið væri með - röri sem haldið væri á. Það auðvitað stenst ekki - þ.s. eftir allt saman flugu Antonov vélarnar mun hærra en slíkar flaugar ná!
--Þannig, að augljóslega voru mun öflugari loftvarnar-vopn á svæðinu.

Dutch charge 3 Russian agents over downing of flight MH17

The JIT has now charged four men: Igor Girkin, a former colonel in the Russian intelligence service, the FSB; Sergey Dubinskiy and Oleg Pulatov, two former agents of the GRU, Russia’s military intelligence agency; and Leonid Kharchenko, a Ukrainian national who the JIT said served as a field commander for Russian-backed forces in the Donetsk region.

Antnov An26

An26 er náttúrulega ekki sérlega lík B777 vél, sem er miklu mun stærri vél.

Á hinn bóginn, þegar B777 flýgur í 10km. hæð, þ.e. 3,6km hærra.

Þá er sjónarmunur séð frá Jörð, hvað stærð varðar - sennilega horfinn.

Boeing B777

Rétt er að benda á flugleið vélarinnar - á þessum var farþegavélum enn heimilað yfirflug yfir það svæði þar sem bardagar stóðu yfir - sumarið 2014, farþegavélar flugu þá yfir í rúmum 30þ.ft.
Hermenn andstæðir Úkraínustjórn - hafa séð malasísku vélina koma úr stefnu, sem þeim hefur virst ca. frá Kíev borg.
Hún er einnig tveggja hreyfla eins og Antonov vélar Úkraínhers - B777 miklu stærri en An26, en flogið 10þ.ft. hærra - það gæti dugað til að eyða sjónrænt séð frá jörð, stærðarmun.
--Þetta hafi verið hræðileg mistök með öðrum orðum.

Þeir hermenn sem börðust við her Úkraínustjórnar, nutu stuðnings Rússlandsstjórnar - höfðu fengið BUK skotvagninn frá Rússlandi -- hafi haldið sig líklega vera granda enn einni, Antonov vélinni - ekki áttað sig fyrr en þeir sáu brakið sem rigndi niður, hvað það innihélt.

Flugleið malasísku vélarinnar MH17

mh17-2

Eins og sést á myndinni að neðan - hefur þetta verið hvað menn sáu, og áttað sig að sjálfsögðu á að þeir hefðu framið - risastórt axarskaft.

Mjög merkileg mynd tekin bersýnilega örskömmu eftir að vélin kom niður

Devastating scene ... A video grab made shortly after Malaysian Airlines flight MH17 was shot down over Ukraine. Picture: Supplied

Mjög merkilegt Vídeó tekið örskömmu eftir atburðinn! Þarna eru greinilega hermenn á vettvangi að skoða - merkilegt símtal í gangi, takið eftir. Það er eins og þeir hafi vænst hervélar - en þarna liggur í tætlum farþegavél, þeim er spurn - hver heimilaði yfirflug! Þeir eru eðlilega sendir á vettvang, vita þá þegar vélin var skotin niður, eðlilega sendir strax - eru greinilega hissa þetta er farþegavél, hvað þá algerlega óviðkomandi Úkraínu! Við rannsókn á föggum farþega komast þeir að hinu sanna!

Dæmi um brak úr vélinni er sýnir skemmdir eftir brot úr eldflauginni er hæfði!

Hluti af væng er einnig sýnir tjón frá braki úr eldflaug er skaut niður vélina!

Mynd af BUK skotvagni! Talið sannað að BUK flaug grandaði vélinni!

Buk m2_rear_ky

Mynd sem barst í hendur rannsóknar-aðila, er sýnir BUK-skotvagni ekið eftir vegi er liggur til landamæra Rússlands, innan landamæra Úkraínu - í A-Úkraínu. Sú mynd er ein af mörgum sönnunargögnum. Það telst m.ö.o. sannað að BUK skotvagn sannarlega var á svæðinu þá viku.

Mnd af BUK skotvagni á vegi í A-Úkraínu um svipað leiti!

An image showing the Russian Buk missile launcher that shot down MH17 moving through separatist held territory before the incident. 

Ég lít eiginlega á málið sannað yfir allan sennilegan vafa!

  1. Það kom í raun aldrei önnur skýring til greina, en hermenn er njóta stuðnings Rússlandsstjórnar er um svipað leiti börðust við her Úkraínustjórnar - hafi með tilstilli BUK skotvagns, sem ekið hafði verið áður yfir landamærin frá Rússlandi - skotið niður malasísku vélina.
  2. Allar aðrar skýringar eru það - fjarstæðukenndar, að þær koma ekki til greina.
  • MH17 fékk yfirflugsheimild frá flugleiðsögn í Úkraínu - flugleiðsögukerfi varðveita ávallt gögn frá radar, svo unnt sé að skoða þau síðar.
  • Það er löng reynsla af því hvernig þetta er gert, svo unnt sé að sanna að ekki hafi verið átt við gögn - alþjóðlegir staðlar sem þarf að uppfylla.
  • Það er því sannað að engar aðrar flugvélar voru nærri - Úkraína á engar torséðar vélar.
  • Hermenn Úkraínu-stjórnar, höfðu enga ástæðu til að skjóta á vélar - sem flugu úr átt frá Kíev - augljóslega; einungis þeir hermenn sem börðust við Úkraínustjórn.
    --Ítreka, endurtekið höfðu vélar á vegum Úkraínustjórnar verið niðurskotnar.

Menn þurfa m.ö.o. mjög sterkan vilja til afneitunar til að neita því enn, að málin hafi orðið með þeim hætti, að hermenn studdir af Rússlandsstjórn - hafi vissulega skotið malasísku vélina niður, fyrir misgáning.

 

Niðurstaða

Fyrir mér er málið fullútskýrt, hvað gerðist hafi í reynd blasað strax við í ljósi þess að flugvélar Úkraínustjórnar höfðu vikurnar á undan ítrekað verið niðurskotnar, að andstæðingar Úkraínustjórnar sem lúta stuðnings Rússlandsstjórnar - hafi framið hræðilegan voðaverknað fyrir mistök.
Í ár eru 5 ár liðin síðan þetta gerðist. Þetta sýnir hve tafsamt það getur verið að rannsaka slík mál, sérstaklega þegar nákvæm glæparannsókn er þetta flókin.
--Engin önnur skýring standist skoðun!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Það vantar smá upplýsingar inn í þetta hjá þér og langar mig að bæta úr því.

Ráðamenn í Malasíu hafa ítrekað lýst því yfir að rannsóknin sé ómarktæ vegna þess að hún sé pólitískt mótiveruð og jafnframt að það séu engarr sannanir fyrir því að Rússaar beru ábirgð í málinu.

Eins og við munum var vélin frá Malasíu en þeim var ekki hleyft að rannsókninnii fyrr en fjórum mánuðum eftir að hún hófst og ekki fyrr en þeir höfðu skrifað undir samþykki um að Úkrainumenn hefðu neitunarvald um hvað yrði birt.

Líklega hefði Al Capone(Blessuð sé minning hans) þegið að hafa neitunarvald um hvaða ákæruskjöl væru birt dómara í máli hans.

.

Engin gögn hafa verið birt málinu til stuðnings ,og nefndarmennirnir hafa ekkert talað við þá sem ásakaðir eru.

Engin gögn úr flugrita eða flugturni hafa verið birt,sem eru þó grunnatriði í svona máli.

Flugvélinni var beint út af hefðbundinnii leið sinni inn á átakasvæði af Úkrainsku stjórnvöldum.

.

Rússar hafa lagt fram log bók sem sýnir að við hrun Sovétríkjanna hafi þessi flaug komið í hlut Úkrainu. Úkrainumenn hafa ekki sýnt sínar log bækur.

Margt mætti fleira telja,en það er afar augljóst að þarna er ekki um rannsókn að ræða,enda varla við því að búast eins og í pottinn var búið.

Borgþór Jónsson, 27.6.2019 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 859313

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband