16.6.2019 | 23:53
Spurning hvort Donald Trump er að hefja nýja viðskiptadeilu - Indland?
Ríkisstjórn Bandaríkjanna tók ákvörðun sl. föstudag - að afnema most favored nation status fyrir Indland. Bandaríkin hafa í gegnum árin veitt fjölda ríkja sem þau vildu styðja, þessa skilgreiningu!
--Þetta hefur sambærileg áhrif við það, að skella tollum á Indland!
Þ.s. að skilgreiningin veitti indverskum vörum aðgengi að Bandaríkjunum án tolla!
--En nú fá þær vörur allt í einu, tolla sem gilda fyrir ríki sem Bandaríkin hafa ekki - gagnkvæma lágtolla samninga við.
Auk þessa, taka nú tollar Trumps á ál og stál, gildi gagnvart Indlandi - en það hafði fengið svokallaðan waiver eða undanþágu meðan - skilgreiningin enn gilti fyrir Indland.
Spurning hvort áfram verða kærleikar með Trump og Modi
India raises US tariffs after losing preferential trade access
- The increase in tariffs on more than 20 types of goods including almonds, apples and walnuts, took effect on June 16, said Indias commerce ministry.
- US-India bilateral trade reached $142bn in 2018, a seven-fold increase since 2001, ccording to the US state department.
- New Delhis loss of privileges under Washingtons generalised system of preferences (GSP)- will hit about $6bn worth of Indian goods previously imported into the US duty-free.
Skv. þessu virðist Narendra Modi taka ákvörðun bandaríkjastjórnar - sem upphafi viðskiptastríðs.
Þetta er ekki eina deilan í gangi - bandaríkjastjórn beitir indlandsstjórn þrýstingi að hætta kaupum á olíu frá Íran -- hótar Indlandi refsiaðgerðum ef olíukaup halda áfram.
Afstaða bandaríkjastjórnar er svipuð og er kemur að öðrum viðskiptadeilum - að staða mála sé ósanngjörn gagnvart Bandaríkjunum, og það sé í reynd ekki Bandaríkjunum að kenna - að mál fari í deilu; heldur ósanngjarnri afstöðu mótaðilans sem og ósanngyrni ástandsins sem fyrir sé.
- Menn velta því fyrir sér, hvort alvarlegar viðræður hefjast.
- Eða hvort þetta sé, upphaf að nýrri ill til óleysanlegri deilu - er fari í vaxandi verri hnút, er t.d. virðist staða mála gagnvart deilunni við Kína.
- Fyrir utan þetta, velta menn því fyrir sér - hvað gerist með samstarf Bandaríkjanna og Indlands, t.d. varðandi öryggismnál á Indlandshafi.
Bandaríkjstjórn núvernadi, virðist gjarnan halda - að önnur lönd haldi viðskiptadeilum og öðrum málum aðskildum -- en slíkar deilur, geta þvert á móti skaðað önnur samskipti.
Bandaríkjastjórn kvartar yfir afstöðu Indlands til tollamála -- reyndar virðist sem ríkisstjórn Bandaríkjanna hafi heilmikið fyrir sér með það - að Indland hafi í mörgum tilvikum, töluvert háa verndartolla.
--Sem reyndar bandaríkjastjórnir fyrri ára, höfðu algerlega heimilað Indlandi að hafa.
- Það sem vekur athygli - eina ferðina enn, virðist Donald Trump gera utanríkis-viðskipti að megin máli í samskiptum -- þar með virðist til, í að setja önnur samskipti í hættu.
- Það auðvitað opnar á að, önnur samskipti skaðist.
Hver veit, kannski leiðir það til - batnandi samskipta Indlands og Kína t.d.
A.m.k. er útlit fyrir að hugsanlega sé Donald Trump að hefja enn eitt viðskiptastríðið.
Í ljósi þess að Donald Trump er þegar með deilur í gangi við: Kína, ESB, Japan.
--Án þess að lok þeirra deila blasi við.
Þá blasir við að Donald Trump fjölgi járnunum í eldinum!
Niðurstaða
Ég velti fyrir mér hvernig Trump ætlar að hafa sigur 2020? En miðað við þróun þessa árs fram til þessa - bendir eiginlega flest til þess að Bandaríkin verði með margar stórar viðskiptadeilur í gangi samtímis.
Hann gæti sagst vera - tough on trade, en hvernig gæti hann selt sig sem mesta samningamann allra tíma, með allar þær deilur - óleystar? Eða sem hinn mikla sigurvegara, með sigur ekki unninn í öllum þeim deilum?
Skv. því stefnir í að Donald Trump virkilega láti á það reyna - hvort kostnaðurinn af mörgum viðskiptastríðum samtímis, geti bælt bandaríska hagkerfið niður.
--En hverju viðskiptastríði fylgir gagnkvæmur kostnaður - einnig fyrir Bandaríkin. Þá eru áhrifin cumulative þ.e. þau safnast upp.
Það hljóta vera einhver ytri mörk á því hve mikinn kostnað samanlagt bandaríska hagkerfið ræður við. Það hefur verið vinsælt meðal hagfræðinga að spá upphafi kreppu nærri lokum kjörtímabils Trumps. Hinn bóginn virkar bandaríska hagkerfið ekki í nokkurri augljósri kreppuhættu enn.
--En Trump er hratt í ár að auka viðskipta-deilu-kostnaðinn. Hver veit, kannski afrekar karlinn að framkalla eitt stykki kreppu.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 17.6.2019 kl. 12:26 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
- Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir hald...
- Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.3.): 2
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 395
- Frá upphafi: 863639
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 373
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Trump gaf í skyn eftir óhagstæða atkvæðagreiðslu á Allsherjarþingi S.Þ.að hann myndi skrifa hjá sér í hina frægu minnisbók sína nöfn þeirra ríkja sem ekki greiddu atkvæði eins og hann vildi, og refsa þeim þótt síðar yrði.
Ómar Ragnarsson, 18.6.2019 kl. 23:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning