24.5.2019 | 23:30
Donald Trump - lýsir yfir neyðarrétti, svo hann geti selt Saudi-Arabíu og Sameinuðu-Arabísku-Furstadæmunum, sprengjur í andstöðu við bandaríska þingið
Mér finnst þetta áhugaverð beiting forseta Bandaríkjanna á ákvæði, sem virðist ætlað til að mæta snöggu neyðarástandi, sem heimilar forseta Bandaríkjanna að senda vopn til annars ríkis.
--Það virðist að Donald Trump hafi í seinni tíð, verið að mæta harðnandi afstöðu Bandaríkjaþings, til - skilyrðislauss stuðnings Trumps forseta, við stríð Saudi-Arabíu og UAE (United-Arab-Emirates) í Yemen -- meira að segja, virðist að einhverjir þingmenn Repúblikana, hafi verið hluti af blokkerandi þinghóp, er virðist hafa tekist um hríð.
--Að blokkera samþykki á frekari vopnasendingum til þessara tveggja landa.
Defying Congress, Trump sets $8 billion-plus in weapons sales to Saudi Arabia, UAE
Donald Trump bypasses Congress on Saudi, UAE arms sales
- The Trump administration has formally notified US lawmakers that it is invoking an emergency provision to go ahead with multibillion-dollar arms sales to Saudi Arabia and the United Arab Emirates without congressional approval.
- Members of Congress had been blocking sales of offensive military equipment to Saudi Arabia and the United Arab Emirates for months...
Afar skiljanlegt, því að stríð Saudi-Arabíu og UAE í Yemen - er hreint og beint ógeð.
Þarna er langsamlega alvarlegasta krísa segir SÞ-í gervöllum heiminum.
--Þetta stríð, er ekkert fallegra en það í Sýrlandi var er það hæst lét.
--Loftárásir SA og UEA ekki vitund skárri, en t.d. Rússlands í Sýrlandi.
Bandaríkin stóðu þá ekki á gagnrýninni - en núverandi ríkisstj. Bandar. er ekki einungis gagnrýnslaus nú, heldur virðist veita - alfarið gagnrýnislausan stuðning.
Ca. 8 milljarða dollara salan, virðist stórum hluta fela í sér - svokallaðar snjallsprengjur, þá greinilega ekkert smáræði af þeim. Þó þarna virðist einnig vera, viðhalds-samningur gagnvart flugherjum SA og UAE.
--Það verður þá hægt að sprengja mikið til viðbótar.
Mike Pompeo sagði söluna styrkja SA og UAE gegn Íran!
U.S. arms sales to Saudis, UAE, Jordan needed to deter Iran
Ég hugsa hann vísi til átakanna í Yemen - sem um margt hafa einkenni, proxy-átaka. M.ö.o. vopnasalan styrki þá stöðu SA og UAE með þeim hætti, að þeir geti drepið miklu fleiri af þeim Shíta hóp - sem varist hefur nú af hörku í rúm 3 ár í hálendi Yemen. Mikið af sprengjum hefur þó fallið á íbúðabyggð, þau 3 ár.
--Ekki get ég séð að þær aðfarir séu í nokkru fallegri, en þær sem Bandaríkin sjálf gagnrýndu í samhengi Sýrlands.
Niðurstaða
Ég man eftir því að 2016 er baráttan fyrir forsetakosningar stóð yfir - var eitt af því marga sem Donald Trump gagnrýndi Obama fyrir -- að skv. hans mati, ekki veita bandamönnum Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum, nægan stuðning.
--Þetta sagði hann m.a. í samsæti, er hann þáði fé frá stuðningsmönnum Ísraels. En hann átti einng klárlega að auki við -- SA og UAE.
Hvað gerði Obama svo slæmt þá? Hann hafði gert samning við Íran, sem gat verið upphafið af formlegu friðarferli milli Bandaríkjanna og Írans. Og, Obama hafði verið mjög tregur til að selja vopn sem gætu skaðað almenna borgara, til SA og UAE.
--Það var kalt milli ríkisstj. Ísraels - SA og UAE, og Obama öll valdaár Obama.
- Svo halda sumir því fram að það skipti engu máli hver er forseti Bandaríkjanna.
En Bandaríkin hefðu greinilega getað tekið mjög ólíka stefnu, ef ofangreint friðarferli hefði haldið áfram - og forseti hefði setið í Hvíta-húsinu, er hefði verið mun tregari til að styðja ógeðs stríð SA og UAE í Yemen.
--Sem sagt, það getur skipt raunverulegu máli, hver nær kjöri.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 25.5.2019 kl. 11:00 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Að bera saman Rússneskar og Bandarískar sprengjur, er bara ekki saman að jafna.
Bandaríkjamenn framleiða og selja einungis líðræðis,frelsis og friðarsprengjur.
Snorri Hansson, 25.5.2019 kl. 10:15
Snorri Hansson, ha - ha - ha, góður þessi.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 25.5.2019 kl. 10:37
Ég vill auðmjúklega benda á að "ógeðs stríð SA og UAE í Yemen" hófst ekki undir Trump,heldur friðarhöfðingjans og Nóbelsverðlaunahafans Obama. Ekki man ég hvort Hillary Clinton var viðriðin málið sem ráðherra ,en það er mjög líklegt að svo hafi verið.
Það er alveg sama hver er forseti Bandaríkjanna. Þeir fara alltaf með ófriði á hendur öðrum þjóðum.
Hillary hefði hugsanlega ráðist á aðrar þjóðir en Trump,en það er enginn vafi að hún hefði hafið stríð. Hugsanlega gegn Rússum af því að í brengluðu hugskoti sínu hatar hún þá meira en nokkra aðra þjóð.
Borgþór Jónsson, 26.5.2019 kl. 11:06
Borgþór Jónsson -- þ.e. greinilegt þú fylgist ekkert með heimsmálum, þ.s. öllum var ljóst á þeim árum, nema kannski þeim sem aðeins lesa rússn. fjölmiðla, að vinskapur persónulegur milli konungs og krónprins SA annars vegar og furstanna af UEA -- var sára lítill.
--Þeir t.d. voru mjög óhressir með, samning Obama við Íran.
"Það er alveg sama hver er forseti Bandaríkjanna. Þeir fara alltaf með ófriði á hendur öðrum þjóðum. "
Þú getur verið algerlega öruggur, að þeir hófu stríðið í Yemen - án þess að óska einhvers-konar heimildar frá Obama.
--Hann hefði örugglega ekki veitt þá heimild.
Eigum við ekki segja, þeir hafi fyrirfram vitað - að Obama mundi ekki slíta bandalaginu við SA -- þó þeir tækju slíka ákvörðun - líklega í andstöðu við hann sem forseta Bandar.
--Þ.e. nefnilega málið, að bandamenn Bandar. eru ekki - allir einhver peð, sumir eru öflug ríki að eigin rammleik - sem líta svo á, þau geti stöku sinnum ákveðið e-h, án þess að hringja fyrst í Washington.
Í þessu tilviki, voru bæði SA og UAE - í beinni andstöðu við stefnu Obama í Mið-Austurlöndum.
Það lág ágætlega skýrt fyrir á þessum tíma.
--Það hefur væntanlega fyrirstyrkt stöðu Konungs og krónprins af SA, og furstanna af UEA, í deilu við Obama -- að þeir vissu, að meirihluti Repúblikana á Bandar.þingi studdu ákvarðanir þeirra.
Staða Obama heima fyrir var nefnilega töluvert veik-var allt seinna kjörtímabil, með meirihluta beggja þingdeilda, í beinni andstöðu við megin atriði stefnu hans.
--Það hefur að sjálfsögðu skipt máli, í reikningi ráðamanna í SA og UAE að þeir vissu, að þeir áttu hauka í horni meðla Repúblikana, þó forseti Bandar. í það skiptið væri Demókrati.
"Hillary hefði hugsanlega ráðist á aðrar þjóðir en Trump,en það er enginn vafi að hún hefði hafið stríð. Hugsanlega gegn Rússum af því að í brengluðu hugskoti sínu hatar hún þá meira en nokkra aðra þjóð."
Ha, ha, ha, ha....ha.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 27.5.2019 kl. 01:14
Bandaríkjamenn voru þáttakendur í Yemen stríðinu alveg frá upphafi,einfaldlega af því að Saudar hafa ekki tæknilega getur til að heyja slíkt stríð einir saman.
Bandaríkjamenn hafa alveg frá upphafi séð um að velja skotmörk og gefa herþotum Sauda eldsneyti á flugi þegar þörf er á ,auk þess að sjá þeim fyrir vopnum sem þeir þurfa til verksins.
Það er ekki eins og friðarhöfðinginn væri eitthvað annarshugar og stríðið hafi bara gerst á meðan. Hann var með í leiknumm frá upphafi.
Obama gat ekki farið á olympíuleikana í Sotchi af því að Rússneskir hommar máttu ekki kyssast út á götu.
Hann flaug í staðinn til Sudi Arabiu til að fylgjast með þegar þeir grýta homma og væntanlega hafa þeir brætt með sér í leiðinni hvernig þeir ættu að haga stríðsrekstrinum.
.
Trump hefur ekki stjórn á neinu í Bandaríkjunum þegar kemur að utanríkismálum. Þar ræður Bolton hreinlega öllu. Þó að Trump tvíti eitthhvað kemur Bolton bara seinna um daginn og leiðréttir það.
Trump vill ekki stríð,enda nær hann ekki endurkjöri ef hann byrjar á enn einu stríðinu fyrir Bandaríkin.
Trump er ekki stríðsforseti,en eins og aðrir fyrirennarar hans er hann meira en viljugur til að níðast á öðrum þjóðum með því að beita óeðlilegum áhrifum Bandaríkjanna í alþjóða fjármálaheiminum.
Bolton er hinsvegar stríðsóður og hefur alltaf verið. Það er varla til það land sem hann vill ekki ráðst á. Hann stjórnara för.
.
Líklega er ofsagt að Hillary hefði ráðist á Rússland,en heimskulegt ofstæki hennar hefði auðveldlega geta leitt til slíks stríðs.
Borgþór Jónsson, 27.5.2019 kl. 07:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning