22.5.2019 | 23:49
Áhugaverð þýsk hugmynd - hvað á að gera við vindmyllu-þyrpingar, þegar skortur er á nægum tengingum við orkukerfið? Láta þær framleiða vetni!
Sá þessa áhugaverðu umfjöllun í Der Spiegel, þetta er löng frétt, en í stuttu máli er svokallað - EnergyWende - í alvarlegri krísu, Þýskaland í reynd að dragast aftur grannlöndum í innleiðingu - vistvænna orkukosta.
--Eitt alvarlegt vandamál sem stendur fyrir þrifum, er skortur á orkulínum.
--Hinn bóginn, er andstaða við orkulínur að skapa miklar tafir.
En íbúar byggða rísa upp - eigendur jarða, o.s.frv.
Eins og á Íslandi, má kæra allar fyrirætlanir - þannig kærumál eru að tefja uppbyggingu orkukerfisins úr hömlu.
- Við blasi patt-staða, það sé einfaldlega ekki hægt, að bæta við frekari vindorku, því línukerfið annar ekki meiru.
--En lagningar lína, mæta víða það einbeittri andstöðu, að línulagningar liggja niðri.
German Failure on the Road to a Renewable Future
...there is a need for 7,700 kilometers (4,800 miles) of such lines. But only 950 have been built. And in 2017, only 30 kilometers of lines were built across the whole country.
- Ef ekki er hægt að leggja línur.
- Er ekki heldur hægt að bæta meira við af vindmyllu-þyrpingum.
Og skv. Spiegel þarf Þýskal. að auka magn vistvænnar orku 5-falt fyrir 2050.
Þegar menn eru í krísu - fara stundum heilar að spinna!
Hvað ef vindmyllur framleiða vetni?
Sleppa þessum raflínum sem fólk er svo á móti - eru blokkeraðar út um allt land. Einn sérfræðinganna Spiegel ræðir við - nefnir framleiðslu á umhverfis-vænu eldsneyti sem lausn til að -- leysa patt-stöðuna.
- Rafbílar geta notað vetni - svokallaður, efna-rafall sbr. fuel-cell.
- Þá er efna-rafall í staðinn fyrir rafhlöðu.
--Tæknilega er einnig hægt að brenna vetni beint - í bifreiðum með sprengihreyfla, eða ICE bifreiðum, þá þarf kannski ekki að henda þeim öllum - strax.
--Því fylgir vísu sá galli, þ.s. vetni hefur mun minni orku per rúmmál, þá mundi hreyfill skila töluvert minna afli.
Another option would be to turn the wind power into methane or hydrogen and then turn them into so-called e-fuels. Here, too, existing infrastructure could be used: fuel-storage facilities, pipelines and gas stations of the petroleum industry.
Ég þekki ekki hvernig vindmyllur gætu framleitt metan.
En hvernig vindmyllur gætu framleitt - vetni liggur á tæru.
- Ef þær framleiða vetni, skiptir kannski ekki máli hvort þær framleiða þegar vindurinn er til staðar - án þess að það sé endilega hámarks-eftirspurnartími innan rafkerfis, eða það koma dauðir punktar í framleiðsluna þegar vindur er lítill.
- Því ef nægilega margar eru til staðar þ.s. vind er líklega reglulega að fá, væri óþarfi að leggja til þeirra - - línur, sem svo margir eru á móti - kosta gríðarlegt fé.
- Heldur, mundi duga að leggja veg -- og tank-bíll fer þá á staðinn þegar þarf, og flytur vetnið þangað þaðan sem það er notað af öðrum.
--Það sem ég hef heyrt nýlega - er að það gæti einmitt risið sambærilegur vandi á Íslandi.
--Að línukerfið sé ekki öflugt, einmitt á svæðum þ.s. hagstætt út frá vind-aðstæðum væri að reisa mikið af vindmyllum.
Á Íslandi, mætir lagning lína sannarlega um margt svipaðri andstöðu og í Þýskalandi.
Kærumál, geta sannarlega tafið framkvæmdir til margra ára eins og þar.
Þá kannski gæti þessi hugmynd -- þýska sérfræðingsins einnig virkað hér.
Niðurstaða
Málið er að rafbílar þurfa ekki endilega vera knúnir af - rafhlöðum. Það er eiginlega ekki algerlega víst enn - hvort að rafhlaðan sé framtíðin. Það sem mælir helst gegn efnarafal sem nýtir vetni, er að orkunýting við rafgreiningu er einungis 40%. Meðan tæknilega er hún nær 100%, þegar rafmagn er beint nýtt til að hlaða rafhlöðu.
Hinn bóginn, eru margvíslegir meinbugir á því, eins og reynsla Þýskalands sýnir - að skipuleggja umpólun yfir í vistvæna orku. Hratt vaxandi vandamál, er öflug og einbeitt andstaða við lagningu lína - sem þarf gríðarlega mikið af, ef á að tengja allar þær þyrpingar af vindmyllum, sem gjarnan hentar best frá vind-aðstæðum að setja á fremur afskekkta staði - við rafkerfið. Þá þarf að leggja línur, gjarnan um sjónrænt fagra dali eða heiðar, eða um land bænda sem vilja ekki sjá þær - o.s.frv.
--Kannski, ef það þíðir að það sé hægt að spara sér allar þessar auka-línur.
--Er kannski eftir allt saman, efna-rafallin hagkvæm lausn.
Höfum í huga, allan tímann sem sparast við öll málaferlin.
Það þarf hvort sem er að leggja veg, þangað sem vindmylluþyrping er reist.
Sami vegur getur þá þjónað umferð tank-bifreiðar er reglulega flytur vetnið til byggða.
- Má benda á, efnarafalar geta verið af öllum stærðum, þess vegna á skala sem getur knúið heila borg! Eða einstök hús, ef menn vilja reisa sér afskekkt hús, en samt hafa rafmagn - og erfitt væri að fá heimild til að leggja raflínu.
Kv.
Flokkur: Umhverfismál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Raflínur í jörð - Einfaldlega hagkvæmast
Þorsteinn Briem, 23.5.2019 kl. 00:53
Raflínur í jörð - Danmörk
Þorsteinn Briem, 23.5.2019 kl. 00:54
Raflínur í jörð - Frakkland
Þorsteinn Briem, 23.5.2019 kl. 00:55
Leggja á raflínur í jörð hér á Íslandi í stað heljarinnar raflínumastra úti um allar koppagrundir, sem spilla hér góðu útsýni til allra átta og er að sjálfsögðu mikils virði fyrir okkur Íslendinga almennt og ferðaþjónustuna, þann atvinnuveg sem skapar hér mestu útflutningsverðmætin.
Þorsteinn Briem, 23.5.2019 kl. 00:59
Þorsteinn Briem, þ.e. ekkert hagkvæmt við raflínur í jörð - þ.e. óhugnanlega kostnaðar-samt -- fyrir utan allt jarðraskið sem fylgir því að grafa skurð sömu lengd og línan -- þ.e. að sjálfsögðu miklu mun meiri skemmd á landi.
Ef þú ímyndar þér það - umhverfis-vænna, þá mundi þurfa að sprengja fyrir skurðinum ef farið væri þ.s. berg er beint undir, meðan möstur er unnt að setja upp með miklu mun minna raski.
--Kostnaðarmunurinn er mis-mikill eftir því þó, hvort þarf að sprengja stóran hluta leiðar fyrir skurði eða hvort unnt er að grafa nær alla leið -- en mér skilst að hann sé frá -- þreföldum kostnaði síðan yfir í hærra margfeldi en það.
--Síðan þarf alltaf að grafa upp ef verður bilun á línu, og erfiðara að leita að bilun.
Orðið -hagkvæmni- á einmitt ekki við. Ef þú velur dýrustu mögulegu aðferðina.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 23.5.2019 kl. 10:40
Vetni hefur í áratugi verið draumurinn um orkumiðil framtíðarinnar. Því miður, virðist sá draumur ekki ætla að rætast. Þetta er a.m.k. skoðun höfundar meðfylgjandi pistils.
Ástæðan er sú að framleiðslan á vetni er of dýr og orkunýtingin of lítil, í hæsta lagi 25-30%. Eldsneytissellan sem breytir orku vetnisins aftur í rafmagn krefst auk þess mikils viðhalds og hún inniheldur platínu sem gerir hana dýra.
"Búið er að vinna við vetnisbíla í a.m.k 20 ár, en framþróunin hefur verið lítil sem engin. Þessir bílar eru engan veginn samkeppnishæfir við rafmagnsbíla þar sem enn er mikil framþróun í gangi". Þetta er sjónarmið pistilshöfudar.
Því má svo bæta við að eftir að rafgeymarnir hafa kannski verið í tíu ár í bílum, þá má nota þá áfram í stórar rafhlöðusamstæður til þess að þjóna byggðarlögum og eru hlaðnar þar upp með vind- eða sólarorkuverum, en þar eru nýtingarkröfur ekki eins miklar og í bílum: Wasserstoff Teil 4
Hörður Þormar, 23.5.2019 kl. 14:58
Hörður Þormar, rafhlöður eru einnig dýrar - þær mun þurfa endurnýta fyrir rest, þó hægt sé að nýta þær nokkur ár til viðbótar eftir notkun í bifreið er lokið -- og, það hefur komið í ljós; að margvíslegir erfiðleikar ásamt kostnaði, fylgja lagningu lína - sem virðist mæta harðri andstöðu frá almenningi.
--Nokkuð viss að fullyrðingin, lítil framþróun í efna-rafölum er ekki rétt, en t.d. framleiðir Hyundai - Toyota og Honda, slíkar bifreiðar.
--Þessar bifreiðar eru allr nýlegar.
Skv. upplýsingum frá þeim framleiðendum, tókst þeim að minnka plássið sem efnarafalinn tekur - miðað við eldri gerðir, um ca. helming.
Þeir veita 100þ.km. ábyrð, á því að ekki þurfi að taka upp efna-rafalinn.
**Þú getur tékkað á því að þetta sé rétt.
------------------
Kostnaður við framleiðslu hár? Tja, ef maður ímyndar sér þú setur upp þyrpingar af myllum þ.s. vind er að hafa - þú sleppir við allt vesenið sem því fylgir, að leggja línu.
--Þess í stað, er bensín-stöðvum breytt, með því að skipta um dælur.
Hafðu þá í huga, að einnig á móti -- sleppir ríkið við að kosta styrkingar á orku-kerfum á stöðum -- ef margir mundu vilja hlaða bíla í einu.
--Ég er ekki sannfærður um það a.m.k. ekki að það sé algerlega augljóst - að kostnaðarlega væri það óhagstæðara.
--------------
Skv. upplýsingum framleiðendanna, virðast nýjustu efnarafalar mun betri en þessi aðili gefur sér - og áreiðanlegri.
--Það virðist ekki rétt, framþróun sé lítil.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 23.5.2019 kl. 15:22
Hörður Þormar, bæti því einnig við - vetni er sennilegasta lausnin er kemur að flugi og skipum, m.ö.o. í framtíðinni verði líklega settar upp mjög stórar vetnis-stöðvar, til að framleiða vetni fyrir þotuhreyfla og skip, svo hvort-tveggja geti gengið fyrir eldsneyti sem ekki orsakar hitun lofthjúps.
--Það yrði auðvitað gert með aðferð sem ekki skapaði hlínun.
Ef maður gefur sér, hvort sem er sé verið að framleiða vetni í óskaplegu magni til að mæta þeim þörfum -- líklega í framtíð.
Þá grunar mig, að staða efna-rafala í framtíð í bifreiðum, batni enn frekar.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 23.5.2019 kl. 15:27
Einar Björn. Samkv. framangreindum pistli kemst rafmgnsbíll nærri þrefalda vegalengd á sömu orku og bíll knúinn vetni.
Eldsneytissellan inniheldur platínu, 20 g/100 Kw. Hana verður að yfirfara á 15 þús. km fresti, virkni hennar er sögð vera 60%. Það er ekki útilokað að í framtíðinni verði hægt að finna upp haghvæmari eldsneytissellur en það mun ekki skipta sköpum. Ekki þekki ég mikið til höfundar þessa vetnispistla, en hann virðist vera mikill áhugamaður um orkumál og er með tilvitnanir á hreinu.
Ekki veit ég hvaða aðferð var notuð við geymslu á vetninu í tilraunum með vetnisstrætisvagna hér í Reykjavík fyrir nokkrum árum, en venjan mun vera sú að vetninu er þjappað saman undir 700 loftþyngda þrýstingi og kælt undir -253°C. Þá má setja það á tankbíla. Allt þetta krefst mikillar orku og kostnaðar og verður aðeins gert þar sem mikil orkuframleiðsla er.
Það er satt, að helst get ég ímyndað mér að vetni verði notað á flugvélar í framtíðinni, en ekki vildi ég verða fyrstur til að fljúga með slíkri vél.
Þjóðverjar búa við stöðugt vaxandi orkuskort, sem virðist næstum óleysanlegur, a.m.k. ef þeir vilja hætta að kaupa gas til upphitunar frá Rússum. Þetta stafar m.a. af því að búið er að leggja nær öll kjanorkuver niður. Raforka er sögð nær helmingi dýrari í Þýskalandi heldur en í Frakklandi, þar sem kjarnorka er enn notuð.
Þannig tengist þetta þessum fræga orkupakka sem til stendur að samþykkja á alþingi á næstu dögum. Það má búast við að Evrópuríki muni beita miklu afli til þess að komast yfir sem mest af orku frá Íslandi og þá munu fyrirvarar alþingis um rafstreng hafa lítið að segja.
Hörður Þormar, 23.5.2019 kl. 23:45
Það verða engar vindmyllur reistar á Íslandi. Það verður alltaf einhver Lovísa úr Kópavogi í sumarbústað í 5 kílómetra fjarlægð sem finnst vindmyllur ljótar og sveitarstjórn geriri í buxurnar af hræðslu við hana og stoppar málið. Svona endaði vindmylluævintýri á Skeiðunum þar sem maður vildi reisa vindmllu á sínu einkalandi . Stoppað
Halldór Jónsson, 24.5.2019 kl. 14:45
Thorium orkuverin leysa orkuvandamálin bæði á orku og flutningi, eftir 10-15 ár
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 24.5.2019 kl. 15:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning