19.5.2019 | 13:43
Einn magnaðasti pólitíski skandall ég hef heyrt um, umvefur pópúlískan hægri flokk Austurríkis -- ríkisstjórnin hrunin, boðað til nýrra kosninga!
Vídeóið umdeilda virðist hafa verið tekið á eyjunni Ibisa - fyrir tveim árum, 2017. Hvernig tveir þýskir fjölmiðlar komust yfir það - er hulin ráðgáta sem a.m.k. ekki enn hefur verið upplýst. En það er 6 klukkutímar að lengd. Fyrir utan, er ekki vitað, hverjir stóðu að töku þess.
Heinz-Christian Strache - leiðtogi pópúlíks hægri flokks Austurríkis, sagði það eina sem hefði verið ólöglegt, hefði verið videóið sjálft - samt sem áður sagði hann af sér, að sögn til að verja sinn eigin flokk.
Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis og leiðtogi Austurríska íhaldsflokksins, lýsti yfir að nóg væri komið - leysti upp ríkisstjórn sína, og boðaði til nýrra kosninga!
- Strache í virðist ekki draga í efa hvað gerðist í vídeóinu umdeilda!
- Einungis segir - hann hafi verið dreginn á tálar, fíflaður m.ö.o.
- Hinn bóginn virðist mér það vart duga sem afsökun!
- Það var greinilega egnt fyrir hann - eins og færi væri kastað fyrir fisk --> En hann þurfti ekki að þiggja agnið.
Það er hvað skandallinn snýst um -- en skv. vídeóinu umdeilda, þá þykjast aðilar sem ræða við hann, vera á vegum rússneskra auðhringja -- kona viðstödd segist frænka eins ofsa-auðugs. Í stað þess að verða var um sig, er Strache staðinn að því að bjóða - hagstæða samninga á vegum austurríska ríkisins -- gegn pólitískum stuðningi, umbjóðanda hennar.
--Punkturinn er auðvitað sá, að hann beit á agnið.
--Ekki það að videóið er líklega ólöglegt, því ekki nothæft í dómsmáli.
Nú geta menn rifist um réttmæti þeirrar aðferðar - að leggja agn fyrir menn.
Bendi á, að slíkum aðferðum er oft beitt í lögreglu-rannsóknum!
--T.d. í fíkni-efnamálum, beiting tálbeita er viðurkennd aðferð, meira segja á Íslandi.
Ef menn bíta nægilega hressilega á agnið - stoðar ekkert að segjast hafa verið plataður.
Hinn bóginn, löglega séð, mega einungis vissir aðilar beita þannig aðferð!
--Það þarf að fá heimild dómara skilst mér, til að beita þess lags rannsóknaraðferð.
Ef út í það er farið, hef ég enga samúð með - Strache.
Videóið upplýsti með skýrum hætti - hann hefur spilltan huga!
En einungis spilltur einstaklingur - veitir þau boð sem hann var staðinn að.
Fréttavideóið að neðan er frétt sem tjáir niðurstöðu málsins, þingrof og kosningar!
- The woman offered to buy a 50 percent stake in Austria's Kronen-Zeitung newspaper and switch it to a pro-FPÖ line. In turn, Strache said he could award her public contracts.
- If the alleged Russian helped the FPÖ succeed, Strache said in the video, - she should found a company like Strabag, - a major Austrian construction company. He added: - She will then get all the state contracts that Strabag gets now.
Strache segist að auki í Vídeóinu, vilja byggja upp kerfi -- auðugra stuðnings-aðila, líkt því er Victor Orban hefur komið sér upp í Ungverjalandi.
--Það kerfi virðist einmitt byggt upp - hef ég heyrt - og Strache virðist stinga upp á, að aðili styðji flokkinn fjárhagslega -- sé launað ríkulega með opinberu fé.
--Slíkt kerfi telst í dag flokkast undir - spillingu.
- Það virðist skv. vídeóinu vera til staðar -- kerfi fyrir auðuga stuðningsmenn, framhjá reglum -- sem takmarkar það fé sem má gefa til pólitísks starfs!
- The FPÖ leader said in the video that wealthy donors "pay between 500,000 and 1.5 to 2 million" not to the party but to an association.
- Strache added: - The association is charitable, it's got nothing to do with the party. That way no report goes to the Rechnungshof," the Austrian court of auditors. -
Ef í kjölfarið verður ekki hafin opinber rannsókn á því kerfi sem Strache talar um -- heiti ég Jónas! En það er mjög líklega ólöglegt!
Austrian far-right leader filmed offering public contracts for campaign support
Austrian government collapses over Russia scandal
Austria far-right chief faces resignation calls over video scandal
Austria to hold new election after vice-chancellor resigns
Austria chancellor calls for snap election after corruption scanda
Austria's Kurz calls for snap elections amid video scandal
Austrian chancellor calls for new elections after leader of far-right ally resigns in scandal
Niðurstaða
Mjög athyglisvert það spillingarkerfi sem Strache segist vilja koma á í Austurríki - ef marka má frásagnir um innihald videós sem tekið var rétt fyrir síðustu kosningar í Austurríki, er flokkur Strache fékk mjög mikið fylgi - komst síðan í ríkisstjórn með Íhaldsflokki Austurríkis.
--Strache beinlínis talar um spillingarkerfi Victors Orban sem fyrirmynd.
Það er sennilega hvers vegna hann beit á agnið - þ.s. Orban virðist nákvæmlega veita auðugum aðilum aðgengi að ríkisfé, ef þeir kaupa upp einka-rekna fjölmiðla landsins, tryggja að þeir styðji stjórnarflokkinn.
--M.ö.o. klassískt spillt samtryggingarkerfi.
Pútín má segja sé hinn upphaflega fyrirmynd - flokkur Strache hafði einmitt gert samning um samvinnu við stjórnarflokk Rússlands - fyrir þær kosningar.
En nú er allt í lausu lofti í Austurríki, eftir að Strache tjáði fyrirætlanir sínar með landið svo rækilega í hinu fræga videói er lekið var í Der Spiegel og Suddeautche Zeitung.
Spurning hvernig Austurríkir kjósendur munu nú bregðast við!
Hvort þeir aftur hópast um flokk Strache -- eða hvort þeir nú rétta honum upp fingurinn.
- Strache virðist raunverulega hafa ætlað sér að setja upp skipulagt spillingarkerfi í landinu að fyrirmynd kerfis Orban.
--Það verður forvitnilegt að sjá, hvort Austurrískir kjósendur verða reiðir því eða ekki.
Bendi á eitt að lokum - ekkert bendir til þess að Rússland tengist vidéóinu í nokkru.
Það var einungis notað sem agn - meint Rússlandstengsl þess sem þóttist vera á þeirra vegum.
--Hinn bóginn vekur það óneitanlega upp spurningar, fyrst Strache virtist svo auðfáanlegur, hvaða samninga hann var þegar búinn að gera.
Ég verð ekki hissa ef miklar opinberar rannsóknir í kjölfarið hefjast á honum og flokki hans eftir afhjúpanirnar! Ég yrði persónulega hissa, ef flokkurinn fær ekki fingurinn frá kjósendum.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
Nýjustu athugasemdir
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Ásgrímur - Evr. hefur hingað til fjármagnað stríðið að stærstum... 2.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Grímur Kjartansson , þess vegna mun NATO krefjast trygginga af ... 2.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: https://www.youtube.com/watch?v=rkA7Fd8XNyQ Það sem líklega ger... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Ég fylgist nokkuð með fréttum frá nýjasta NATO ríkinu Svíþjóð o... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Grímur Kjartansson , meir en næg orka annars staðar frá. Frekar... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: En það gæti nú orðið ESB sem þvingar Selenski loks að samningar... 1.1.2025
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja...: Má orða það þannig. Gleðileg jól. Kv. 25.12.2024
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja...: Fljótt á litið er eins og við höfum farið úr öskunni í einhverj... 24.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.1.): 4
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 824
- Frá upphafi: 858751
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 746
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta mál er margþætt eins og flest mál eru.
Í fyrsta lagi sýnir þetta hversu spillt vestræn stjórmál eru orðin.
Vegna þess að fjölmiðlar og valdastéttin eru algerlega í sömu sæng,fáum við sjaldnast að heyra um þetta nema þegar skandallinn er framinn af utangarðsmönnum.
.
Í öðru lagi sýnir þetta að þeir aðilar sem höfðu upptökuna undir höndum höfðu engar áhyggjur af spillingunni,enda létu þeir manninn óáreyttann í embætti í tvö ár vitandi hvernig hann var.
Málið var fyrst upplýst þegar var alveg komið að Evrópusambands þingkosningum til að reyna að koma í veg fyrir að Euro skeptískir næðu meirihluta í Austurríki.
Skandallinn var alveg augljóslega geymdur til notkunar á mikilvægu augnabliki.
Mér finnst í raun ekki ólíklegt að Evrópusambandið sjálft hafi staðið að þessu.
.
Við fyrstu sýn virðist maðurinn vera fast að því að vera Nasisti og það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt að ráðamenn hafi varann á sér í sambandi við hann.
Reyndar finnst mér maðurinn ekkert sérstaklega spennandi svo ég hef ekki kynnt mér hann neitt.
Þverstæðan í þessu er samt sú að þessir sömu ráðamenn sáu ekkert athugavert við að kynda undir og styðja heilshugar Nasista í Úkrainu og láta Nasista í Eystrasaltslöndunum nánast alveg óáreitta.
Þetta er að sjálfsögðu hliðstæða við hvernig einkum Bretar , Bandaríkjamenn og Frakkar hafa áratugum saman gert út öfgamenn í Miðausturlöndum til að eyðileggja þjóðir og drepa íbúana.
Nú búa Evrópumenn við stöðuga ógn frá þessum sömu öfgamönnum og á sama hátt mun þetta Nasistadekur Evrópusambandsins í Austur Evrópu koma á bakið á íbúum Evrópu áður en yfir líkur.
Borgþór Jónsson, 19.5.2019 kl. 18:04
Að sjálfsögðu eru engir Rússadindlar hér á Klakanum, til að mynda Jón Valur Jensson, eða aðrir mörlenskir hægriöfgakarlar, sem lengi hafa mært Pútín í bak og fyrir og hafa allt á hornum sér hvað snertir Evrópusambandið.
Þorsteinn Briem, 19.5.2019 kl. 18:29
Borgþór Jónsson, skemmtilegt að sjá hvernig þú leitast við að gera það að hinum eiginlega glæp - að málið var afhjúpað í fyrsta lagi. Það veit enginn hvar þessi gögn voru í 2-ár, eða hvernig stóð á því að blaðamenn komust yfir þau. Fullyrðingar þínar eru - vangaveltur.
"Í öðru lagi sýnir þetta að þeir aðilar sem höfðu upptökuna undir höndum höfðu engar áhyggjur af spillingunni,enda létu þeir manninn óáreyttann í embætti í tvö ár vitandi hvernig hann var."
Hvað er athugavert við það að bíða eftir góðu augnabliki? Sé ekki alveg vandann við það. Ef tilgangur þeirra sem höfðu hana yfir höndum var sá að bíða þar til - að þeir sem þeir voru andvígur stóð veikur fyrir vegna annarra mála, þá virðist það hafa heppnast. Þú seilist langt þykir mér við það að gera tilraun til að gera glæp úr því - að velja hagstæða stað og stund fyrir þann málstað sem hugsanlega er studdur af þeim aðilum - sem við vitum ekki hverjir eru.
"Þverstæðan í þessu er samt sú að þessir sömu ráðamenn sáu ekkert athugavert við að kynda undir og styðja heilshugar Nasista í Úkrainu og láta Nasista í Eystrasaltslöndunum nánast alveg óáreitta."
Enn eina ferðina endurtekur þú þetta þreitandi bull þitt - að Evrópulönd hafi verið að styðja nasista í Úkraínu -- hið fyrsta eru þar ekki til nokkrir nasistar.
--En til staðar er hópur harðra þjóðernis-sinna, sem þú titlar svo - en þ.e. algerlega út úr korti að kalla sérhvern þjóðernis-öfga hóp af slavnesku kyni, nasíska.
--Enda snerist kenning nasismans um - æðri vs. óæðri kynstofna, allir slavar voru flokkaðir óæðri þar með réttdræpir.
Þeir geta ekki heldur verið - ný-nasistar, þ.s. kynþátta-kenning nasisma er sjálf grunn-kenning nasisma, án þeirrar kenningar -- getur hópur ekki varið nasískur.
Það þíðir einnig, að það geta ekki heldur verið til staðar rússn. nasistar - þ.e. Rússar eru einnig slavar, þeir geta ekki trúað því - að þeirra eigin kynstofn sé réttdræpur.
Það er nefnilega magnað hve þú bullar oft á tíðum.
--Slavar geta verið þjóðernis-öfgamenn, trúað að sín þjóð sé öllum betri.
--Þeir geta hatast við aðra slavneska þjóð - en þeir geta skilgreiningu skv. ekki verið nasískir, þ.s. nasisminn snerist m.a. um að hata slava - ekki bara gyðinga.
"Nú búa Evrópumenn við stöðuga ógn frá þessum sömu öfgamönnum og á sama hátt mun þetta Nasistadekur Evrópusambandsins í Austur Evrópu koma á bakið á íbúum Evrópu áður en yfir líkur."
Þetta bull þitt er þreytandi. Þ.e. ekki nasista-dekur, þ.s. engvir nasistar geta verið til meðal slavneskra þjóða -- þjóðernis-öfgamenn sem kynda undir hatri á t.d. Rússum, eða rússn. svokallaðir "pan-slavistar" sem trúa á rétt Rússa til að ríkja yfir öllum Slövum, engvir þessara öfga-hópa eru nasískir.
--Þreytandi oft á tíðum bullið í þér.
Kv.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.5.2019 kl. 18:45
Þú fylgist bara ekki nógu vel með þessum vinum okkar í Úkrainu.
Fyrir utan öfgafulla þjóðernishyggju eru þessir Úkrainumenn einmitt fulliir af kynþáttahyggju.Þó þeir séu slavar.
Orðræða þeirra í þessum efnum dregur einmitt mjög dám af þeirri umræðu sem var í gangi í Þyskalandi Nasismans.
Ég held að Nasismi gangi meira út á kynþáttahyggju frekar en hatur á einhvejumm sérstökum kynþætti. Þetta hatur getur beinst gegn hvaða kynþætti sem er og jafnvel undirflokk í einhverjum kynþætti.
Að auki er þetta fólk sem ég kalla Nasista haldið útþenslustefnu. Þetta fólk er afar hættulegt.
Úkrainskir þjóðernissinnar réttlæta hatur sitt á Rússum með þeim hætti að Rússar séu ekki "raunverulegir Slavar" og því þurfi að hreinsa Úkrainu af þeim með því að hrekja þá úr landi eða útrýma þeim að öðrum kosti.
Landakröfur sínar byggja þeir síðan á landamærum sem Þjóðverjar mörkuðu fyrir leppríkið sem þeir stofnuðu þar í fyrri heimstyrjöldinni ,og stóð í nokkra mánuði.
Fyrir utan það tímabil hefur Úkraina aldrei verið ríki fyrr en 1991 eða 2 man ekki hvort er.
.
Alla sína hegðun,fána og aðrar fyrirmyndir sækja þeir síðan beint til Þýskalands nasismans.
.
Ef það er einhver hópur í Evrópu sem dregur dám af þyska undrinu eru það Úkrainskir Þjóðernissinnar.
Efrópusambandið heldur hinsvegar nánu sambandi við þetta ágæta fólk ,en er á hinn bóginn óspart að útbýta nasistastimplum á fólk sem á ekkert skylt við Nasisma ,en hefur það eitt til saka unnið að vera andsnúð Evrópusambandsaðlild. Þar á meðal að minnsta kosti einum íslenskum stjórnmálamanni sem hefur ekki nokkurn skapaðann hlut með Nasisma að gera.
.
Borgþór Jónsson, 20.5.2019 kl. 00:39
Borgþór Jónsson, enn stærra geisp - Úkraína varð fyrir tveim innrásum frá Rússl. - Krímskagi tekinn og rænt eiginlega í kjölfar atkvæðagreiðslu sem fór fram með sovéskri aðferð - fyrir utan að rússn. her hersetur hluta af A-Úkraínu.
--Þetta bull um útþenslustefnu, er að sjálfsögðu beint gegn þeim innrásum, lái þeim hver sem vill -- tja, Frakkar vildu auðvitað losna við hersetu Þjóðverja á hluta lands þeirra í Fyrri Styrrjöld - þessa útþenslustefnu Rússl. styður þú - auk þess að taka undir bull sögur þær um þessi málefni, sem Rússn. fjölmiðlar flytja.
--Það er að sjálfsögðu ekki nokkurt að marka frásagnir rússn. fjölmiðla að því þegar að Úkraínu kemur - skiptir einu hvaða atriði eru tekin fyrir.
--------------------
Síðan virðist þér greinilega ekki kunnugt, að Vesturlönd voru gegnsýrð kynþáttahyggju í langan tíma áður en Nasismi reis upp - eins og þú hafir aldrei heyrt um - nýlendustefnu Evr. landa - hvernig því var haldið á lofti á 19. öld að hvítir menn væru að flytja menningu til skrælingja-þjóða.
--Nasismi er þar af leiðandi, einungis tiltekin tegund kynþátta-hyggju, þ.e. kenningin um svokallaða -Aría- og hugmyndir sem áttu að réttlæta stefnu er nefndist -Lebensraum.-
Andúð t.d. gagnvart múslimum eða fólki frá öðrum heims-álfum, er því ekki nasísk.
Frekar í dúr við þær hugmyndir sem til staðar voru frá því löngu áður en nasisminn var fundinn upp.
--Þ.e. einungis eftir Seinna-Stríð sem kynþáttahyggja hefur verið í rénun.
**En sagan sýnir, að slíkar hugmyndir geta vaknað að nýju.
"Fyrir utan það tímabil hefur Úkraina aldrei verið ríki fyrr en 1991 eða 2 man ekki hvort er."
Látum okkur sjá -- fyrsta Úkraínska ríkið var svokallaða Kievan Rus, þ.e. ríki sem í Íslendingasögum er nefnt, Garðaríki.
--Það leið undir lok undan innrás Mongóla á 13. öld.
Annað Úkraínska ríkið, konungsríki sem eins og Rússland - reis upp undir oki Mongóla frá Gullnu Hordunni, nefndist Galicia-Volhynia: Stóð yfir á 14-15. öld, eða þar til það varð undir í stríði við Pólland og Austurríki.
**Þú átt algerlega að leiða hjá þér rússn. söguskýringar um Úkraínu - þær eru lygar.
"Ef það er einhver hópur í Evrópu sem dregur dám af þyska undrinu eru það Úkrainskir Þjóðernissinnar."
Geisp. Þú ert að vísa til hóps, sem upphefur úkraínska þjóðernis-sinna frá 4. og 5. áratug 20. aldar. Þeir voru ekki nasistar eins og oft er logið upp á þá í Rússn. söguskýringum - hinn bóginn, gerðu þeir þau mistök - að halda að það gilti um nasista að óvinur óvinar míns sé vinur minn - nasistar notuðu þá í smá tíma, handtóku þá síðan nær alla fyrir rest og hentu í fangabúðir.
--Enda ætluðu þeir aldrei að styðja eitthvert úkraínskt ríki.
Það er ekki neitt furðulegt hópur sem þessi rísi upp - þegar þeirra land er undir stöðugum árásum frá Rússlandi - þ.e. rússn. her með hersetu á stórum svæðum innan landsins - þá dreymir eðlilega um að - hrekja innrásina burt.
--Eða lái þeim það nokkur. Ekki geri ég það.
Ég er ekki hissa, þó þú þykist það vera - að þeir séu reiðir Rússum, fyrir þetta.
Tja, Frakkar hötuðu Þjóðverja auðvitað í Fyrri-Styrrjöld.
--Þá voru Frakkar í svipuðum vandræðum með Þjóðverja og Úkraína í dag er með Rússl.
Vesturlönd hafa auðvitað fullan skilning á þessum vanda Úkraínu, að búa við erlendan her á stóum svæðum innan landsins - og stríð.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 20.5.2019 kl. 04:16
Það er langt seilst að kalla Halych Volhyna Úkrainskt ríki,enda stóð það ríkii bara að litlu leiti á því svæði sem í dag heitir Úkraina. Það stóð að mestu i Slóveniu,Póllandi og Hvíta Rússlandi og austur landamæri þess voru meira en 300 Km vestan við Dnépr til dæmis.
Enda gera Úkrainskir þjóðernissinnar ekki landakröfur sínar á grunndvelli þessa ríkis ,heldur á landamærum Þýska leppríkisins sem náði allt að Don. Þeir sverja að ná þessu landsvæði undir sig áður en yfir líkur. Íbúar þessa svæðis hata hinsvegar nasistana eins og pestina.
Það er rétt að Nasistar ætluðu aldrei að lofa Úkrainumönnum eða öðrum slövum að stofna ríki,en þeir þurftu hinsvegar fangaverði. Það voru Austur Evrópsku Nasistarnir.
Það er fullt af þjóðernissinnum í Evrópu ,en þeir Úkrainsku skera sig úr af því að þeir sækja allar sína fyrirmyndir beint til þriðja ríkissins.Allur pakkinn.
Borgþór Jónsson, 20.5.2019 kl. 08:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning