23.4.2019 | 03:51
Ríkisstjórn Bandaríkjanna - hótar viðskiptaþjóðum Írans refsiaðgerðum, ef þær hætta snarlega ekki viðskiptum við Íran
Ríkisstjórn Donald Trumps hefur ákveðið að afleggja svokallaða - sanction waivers - sem ríkisstjórn Bandaríkjanna, veitti á sl. ári - að því er manni virtist, til þess að tryggja að heims-olíuverð hækkaði ekki verulega!
--En Donald Trump, virtist mér hafa veitt þær undanþágur, er hann varð var við ónánægju meðal eigin kjósenda, er eldsneytisverðlag innan Bandaríkjanna var farið að hækka, í kjölfar hækkana á olíu á heimsmörkuðum, er mörkuðust a.m.k. að einhverju verulegu leiti af ótta markaða um olíuskort, ef Íran yrði þvingað af heimsmörkuðum með olíu.
--Nú hinn bóginn, segir Donald Trump keikur - að hann sé þess fullviss, að aðrar olíuþjóðir séu færar um að tryggja nægt framboð af olíu, svo að það verði ekki stórfelld hækkanabylgja.
US ends sanctions waivers on Iranian oil imports
Mike Pompeo - Any nation or entity interacting with Iran should do its due diligence and er in the side of caution, -- How long we remain on zero depends solely on Irans behaviour.
The Trump Administration and our allies are determined to sustain and expand the maximum economic pressure campaign against Iran to end the regimes destabilising activity threatening the United States, our partners and allies, and security in the Middle East, -- the White House said.
Ekki liggur enn fyrir að sjálfsögðu hvernig stórar viðskiptaþjóðir Íran bregðast við!
Mig grunar að Japan hugsanlega hætti viðskiptum - stærri spurning hvað Indland gerir.
Tyrklansstjórn, sagði aðgerð Washington líkleg til að auka óstöðugleika í Mið-Austurlöndum, og sagði ekki málefni Washington við hvaða þjóðir Tyrkland hefur viðskipti.
--Kína auðvitað, er í áhugaverðri stöðu -- talsmaður stjv. þar sagði viðskipti Kína og Íran, lögmæt.
Ég velti því enn fyrir mér hvort Bandaríkin, hugsanlega - þvinga fram bandalag Kína og Írans?
- Tæknilega getur Kína keypt alla olíu Írana.
- Á móti, selt vopn en Kína framleiðir í dag vopnabúnað sem er nærri þeim gæðastandard sem Bandaríkin ráða yfir - og auðvitað, Kína er stærsta framleiðslu-hagkerfi heimsins í dag, þaðan er sannarlega að fá mjög mikla breidd varnings.
--Þannig, lokuð viðskipti Kína og Írans, væru mjög - möguleg.
--Ég mundi reikna með, gjaldmiðils-skipta-samningi, þannig að viðskiptin gætu farið fram með óþvinguðum hætti. - Til viðbótar, mætti hugsa sér að löndin færu í - hernaðar-bandalag, þannig að kínverskar flotastöðvar spryttu upp við Persaflóa á strandlengju Írans, beint andspænis herstöðvum Bandaríkjanna!
Ef allt þetta yrði, væri það stærsta umbylting á völdum innan Mið-Austurlanda, síðan Bretland samdi við Bandaríkin kringum 1950 um yfirtöku Bandaríkjanna á stöðvum þeim sem Bretar höfðu fyrst - reist við Persaflóa.
Kína yrði allt í einu, næstum eins valdamikið í Mið-Austurlöndum og Bandaríkin.
Þó Rússland sé auðvitað einnig á svæðinu, gæti það ekki - keppt við Kína, ef af slíkum samningum milli Írans og Kína mundi verða.
--Þá yrði Rússland, allt í einu að -- varaskeifu fyrir Íran, Kína - megin-bandamaður.
Það mundi verulega veikja stöðu Rússlands - lönd sem í dag, eru að ræða við Rússa, mundu ræða við Kína þess í stað.
--Kína kæmi þá í stað Rússlands.
- Það væru ekki bara Bandaríkin sem töpuðu á þessu.
- Rússland, einnig!
Niðurstaða
Mínar vangaveltur um hugsanlegt bandalag Írans og Kína, eru gamlar - en ég hef nefnt þær reglulega nú í nokkur ár. Mér virðist ljóst, að Íran er í reynd ekki - áhugasamt.
--Líklega hefur Íran valið Rússland, einfaldlega vegna þess - Rússland er veikara land.
Vandamálið fyrir Íran, er að allsherjar bandalag við Kína, gerði Íran að - leppi Kína.
Meðan, að vegna þess að Rússland er ekki eins sterkt ríki, er ekki hætta á því að það bandalag ógni sjálfstæði Írans.
Hinn bóginn, ef Bandaríkin - kyrfilega loka á alla möguleika Íran, fækka þeim niður í 2:
- Alger uppgjöf gagnvart Bandaríkjunum, m.ö.o. nokkurs konar leppríkis samband við Bandaríkin - en krafa Bandar. er ekki neitt minni en sú, að Íran afsali sér öllu þeim ávinningi valdalega séð sem Íran hefur áunnið sér sl. 30 ár.
--Íran yrði kyrfilega sett á sinn stað! - Þá gæti allt í einu, leppríkis-bandalag við Kína - litið út sem skárri kosturinn af slæmum.
Slíkt gerist að sjálfsögðu ekki strax. Vegna þess, að Íran vill í reynd - verja sitt sjálfstæði, þ.e. vill hvorkri verða leppur Bandar. né Kína -- þá mun Íran fyrst gera sitt ítrasta til að sprikla, undir nú síversnandi efnahags-ástandi.
Það sem Bandaríkin klárlega vonast eftir, er að það mundi leiðast fram - einhvers konar, innan-lands uppreisn í Íran. Auðvitað, vegna versnandi kjara fólks.
Hinn bóginn, er augljóslega mögulegt svar við þeim vanda - bandalag við Kína.
En ég mundi reikna með því, að Kína gæti tryggt Íran - fjármagn, þar með - fjárfestingar.
- M.ö.o. gæti sú óánægjubylgja sem bandaríkjastjórn vonast til að kalla fram meðal íranska almennings - sem sannarlega mundi í samhengi því sem bandaríkjastjórn ætlar sér að framkalla - leiða til alvarlegrar innan-landskreppu fyrir Teheran; þvingað fram næga örvæntingu stjórnarinnar í Íran -- til að leiða það fram, að þau velji þann kost, að falla í faðm Kína.
--En þaðan í frá, yrði væntanlega ekki aftur snúið fyrir Íran.
Fólk getur tjáð sig um það hvort því virðist þessi sviðsmynd geta gengið eftir!
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
Nýjustu athugasemdir
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Ásgrímur - Evr. hefur hingað til fjármagnað stríðið að stærstum... 2.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Grímur Kjartansson , þess vegna mun NATO krefjast trygginga af ... 2.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: https://www.youtube.com/watch?v=rkA7Fd8XNyQ Það sem líklega ger... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Ég fylgist nokkuð með fréttum frá nýjasta NATO ríkinu Svíþjóð o... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Grímur Kjartansson , meir en næg orka annars staðar frá. Frekar... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: En það gæti nú orðið ESB sem þvingar Selenski loks að samningar... 1.1.2025
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 3
- Sl. sólarhring: 26
- Sl. viku: 99
- Frá upphafi: 858782
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 81
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar Björn.
Ég er í öllum meginatriðum sammála greiningu þinni, en langar þó að bæta því við að eins og við blasir, þá eru þessar aðgerðir Bandaríkjamanna einungis vegna hagsmuna Ísraels og Saudi-Araba, fremur en þeirra sjálfra.
Demokratar hafa ítrekað reynt að væna Rússa og Kínverja um afskipti af innanríkismálum og jafnvel beina samvinnu við Republikana, en allir vita að gyðingar og að hluta til arabar halda um valdataumana í Washington – ekki satt?
Jónatan Karlsson, 23.4.2019 kl. 07:37
Jónatan Karlsson, er það eitthvað óhugsandi? "Demokratar hafa ítrekað reynt að væna Rússa og Kínverja um afskipti af innanríkismálum og jafnvel beina samvinnu við Republikana" Donald Trump fyrir kosningar 2016 - var með margvíslegar yfirlýsingar, sem maður gæti - a.m.k. haldið að rússn. stjv. væru ekki ósammála!
--Er það þannig séð, glæpur í þeirra augum, að vilja stuðla að því - annar verði frekar kjörinn? Er stefna þess frambjóðanda, virðist - fljótt á litið, síður andstæð rússn. hagsmunum? Það er ekki eins og Bandar. sjálf hafi verið feimin við að skipta sér af, hagsmunum Rússl. í gegnum tíðina.
**Mér finnst það frekar stór fullyrðing, að ætla að CIA og FBI - sé eingöngu að vinna fyrir Demókrata - tja, Repúblikana-ríkisstj. fortíðar, voru ekki skv. mínu minni, sérstaklega að vísa til tortryggni gagnvart þeim stofnunum.
"en allir vita að gyðingar og að hluta til arabar halda um valdataumana í Washington"
Síðan eru gyðingar, áhrifamikill þrýstihópur - of stórt fullyrðing mundi ég segja, að túlka svo þeir stjórni Bandar. -- eigum við ekki að segja, að í þessu tilviki -- fari hagsmunir, nokkurra stórra lobbýa saman -- auðvitað vilja gyðingar að ráðist sé að Íran, en það vilja Saudar og Sameinuðu-arab.-furstadæmin - einnig; allt eru þetta aðilar, sem hafa nægt fjármagn - til að kaupa fj. bandar. þingmanna.
--Í Washington, er þetta yfirleitt spurning, hver heldur á buddunni!
**Bendi á, Gyðinga lobbý í Bandar. studdi Donald Trump, það er enginn vafi að SA og "UAE" gerir það einnig.
Til samans - peningar gyðinga-samtakanna, og aðila á vegum þessara auðugu arabaríkja, eru mikil áhrif í bandar. samhengi.
--Það eru auðvitað ekki allir innan Bandar. sem vilja ráðast að Íran --> Ekki gleyma, því að Obama vildi semja frið við Íran. Hann var er auðvitað Demókrati.
-----------------
Ég hugsa þetta sé flóknara í Bandar. en Demókratar vs. Repúblikanar, enda eru þetta tveir risa-flokkar, með fjölda - hreyfinga innan-borðs, hvor um sig.
--Það eru, margvíslegir Demókratar og margvíslegir Repúblikanar.
Síðan, deila flokkarnir tveir um völdin innan Bandar.
Stofnanirnar, eiga a.m.k. að sigla einhvern veginn þarna á milli.
--En samt, vera til staðar - FBI og CIA hvort um sig, hefur það hlutverk að verja Bandar. fyrir hættum, CIA að utan frá - FBI að innan frá.
--Auðvitað, eru Demókratar og Repúblikanar í báðum stofnunum, annað væri ómögulegt.
Það fer síðan eftir því, hverjir eru í brúnni hjá þeim báðum, hvernig þeim tekst upp - hverju sinni, að vera - ópólitískar.
-------------
Höfum í huga, mál verða svo fljótt pólitísk - menn hafa pólit. skoðun á þeim, jafnvel þó ekki endilega - stofnunin sé í pólitík.
--CIA er ætlað að vera "paranoid" þ.e. að leita uppi hættur fyrir Bandaríkin - þ.e. hennar hlutverk. Eða a.m.k. eitt af hlutverkum CIA.
--Og FBI er ætlað að vera sífellt snapandi, hættur innan landsins, einnig eitt hlutverka FBI -- FBI er því eðlilega, einnig nokkuð - paranoid.
Það er síðan, pólitíkin - hennar hlutverk, að taka við keflinu frá slíkum stofnunum, vinna með það með sínum hætti - þegar þær koma fram með eitthvað.
-------------
Hvað sem segja má um FBI - virðist það taka, aðhalds hlutverk sitt alvarlega - sbr. rannsóknir á Clinton 2016 síðan á Donald Trump 2017-2019. Og að, enginn sé hafinn yfir - lögin.
--Njósnastarfsemi, er auðvitað alltaf - óviss, CIA hefur a.m.k. stöku sinnum, haft á röngu að standa.
**Rétt samt að benda á, að 2003 þá -- mistúlkaði ríkisstj. George W. Bush - túlkanir CIA herfilega, en þær voru langt í frá eins vissar í sinni sök, og Bush vildi meina -- þegar CIA sagði "hugsanlegt" sagði Bush "öruggt."
Á endanum er það Washington sem ræður - þá kemur pólitík hvers tíma, hver heldur á buddunni, við sögu.
--Maður þarf að skoða, hver heldur á buddunni - hverju sinni, en það eru ekki - alltaf sömu hóparnir, er mynda bandalag við forsetann, hverju sinni.
--T.d. voru gyðingarnir - Arabarnir, allir andvígir stefnu Obama - gerðu sitt besta, til að eyðileggja þá stefnu, eins og menn ættu að muna vel eftir, enda ekki það mörg ár síðan.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 23.4.2019 kl. 10:48
Ég held sð Kínverjar hafi meiri hagsmuni af því að hafa Bandaríkjamenn góða heldur en klerkana í Íran. Það er næga olíu að fá frá US, Bandaríkin sjá heiminum fyrir olíu og það má alveg sleppa Íran.
Halldór Jónsson, 23.4.2019 kl. 15:42
Auðvitað þarf heimurinn að losna við þetta óupplýsta villimanna einræði í Íran þar sem byltingarvörðurinn hefur verið skilgreindur af leiðtoga okkar Trump sem hryðjuverkasamtök sem hann hann sannanlega er:
"Það sem Bandaríkin klárlega vonast eftir, er að það mundi leiðast fram - einhvers konar, innan-lands uppreisn í Íran. Auðvitað, vegna versnandi kjara fólks.
Hinn bóginn, er augljóslega mögulegt svar við þeim vanda - bandalag við Kína.
En ég mundi reikna með því, að Kína gæti tryggt Íran - fjármagn, þar með - fjárfestingar.
--En þaðan í frá, yrði væntanlega ekki aftur snúið fyrir Íran.
Fólk getur tjáð sig um það hvort því virðist þessi sviðsmynd geta gengið eftir!"
Halldór Jónsson, 23.4.2019 kl. 15:46
Halldór Jónsson, af leiðtoga okkar - í alvöru? Ég meina, DT er forseti Bandar. - en, leiðtogi okkar.
Byltinga-vörðurinn, eru íslamista-samtök er innihalda milljónir Írana.
--Ég sé ekki, að það sé einhver einföld leið, að losna við hann.
--Þetta eru miklu miklu miklu öflugari samtök, en ISIS nokkru sinni var.
Íran hefur nokkurs konar -- þrípóla valdskiptinu, þ.s. kjörinn forseti og þing virðist hafa nokkur völd -- byltingavörðurinn klárlega einnig er ákaflega valdamikill sem nokkurs konar, hliðstætt ríki við sjálft íranska ríkið - síðan eru það, múllarnir þeirra council eða samkunda.
**Það er óvíst, hver akkúrat fer með völdin í Íran.
1. En ég kem ekki auga á nokkra leið, til að losna við vörðinn -- nema innrás og fullt stríð við Íran.
2. Þ.e. óvíst að það mundi - virka. En það væri stríð tvímælalaust á skala Víetnam stríðsins - og Shítar í Írak án vafa yrðu með, og shítarnir í Lýbanon að auki.
--M.ö.o. væri þetta, hreint trúar-stríð milli shíta og súnní, með Bandar. í liði Súnníta --> Það getur ekki verið nokkur vafi, að vörðurinn færi þá að beita hryðjuverkum gegn bandarískum hagsmunum með beinum hætti, hann hefur ekki gert það oft! Bendi aftur á, þetta er miklu öflugari hreyfing en ISIS.
----------------------
"Ég held sð Kínverjar hafi meiri hagsmuni af því að hafa Bandaríkjamenn góða heldur en klerkana í Íran. Það er næga olíu að fá frá US, Bandaríkin sjá heiminum fyrir olíu og það má alveg sleppa Íran."
Það fer eftir, hvað gerist í samskiptum Bandar. og Kína. En ég sé möguleika fyrir heilmikinn gróða fyrir Kína, af slíku nánu sambandi við Íran.
--Hafðu í huga, Íran sem leppríki - væri miklu tryggari seljandi olíu fyrir Kína, en Bandar. - sem gætu ákveðið, að beita olíuviðskiptum fyrir sig síðar meir, ef hugsanlega kæmi upp viðskipta-deila í því síðar.
--Og, bandalag við Íran, ásamt ég mundi gera ráð fyrir - kínv. peningum til efnahagslegrar uppbyggingar - og hugsanlega að auki, til stóreflingar íranska hersins.
Gæti gert Íran miklu öflugara ríki, en Íran þó er í dag.
Eiginlega, að fullkomlega - ríkjandi stórveldi í samhengi Mið-Austurlanda.
----------------------
Ég á ekki von á Kína endilega -- geri allt þetta strax. Heldur reikna ég með því, að a.m.k. þverneiti Kína - að slá af olíuviðskipti við Íran.
Kína muni áfram, halda Íran á floti - meðan Bandar. halda áfram að kreysta Íran.
--Þetta, muni að sjálfsögðu kalla fram spennu í samskiptum v. Kína.
Það verði nokkurs konar -- good cop/bad cop -- Kína að leika, good cop gagnvart Íran, og sjá hvað kemur út úr því.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 23.4.2019 kl. 18:04
Þetta er fróðlegt hjá ikkur . Hér et grein um Íran.
slóð
https://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/2233994/
slóð
Ágreiningur á milli súnníta og sjíta hefur verið að byggjast upp síðustu 1354 ár.
Þessi ágreiningur hefur fundið sér útrás: Íran er að leiða nýja sjítauppreisn
í miðju hættulegasta svæðis á jörðinni – hinum olíuvættu Austurlöndum nær.
24.4.2019 | 15:31
Það er mynd af byggðum Shia á slóðinni. Þar sést að shíar eru þarna allt um kring,
og þá ekki síst á olíusvæðum SaudiArabíu. Shíar eru íLíbanon, Sírlandi, Irak,
Saudi-Arabíu og við hormossund, og í Yemen.
Gangi ykkur allt í haginn.
Egilsstaðir, 24.04.2019 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 24.4.2019 kl. 18:33
Góð grein Einar og góðar athugasemdir.Mig grunar að Trump vilji selja olíu sjálfur og eins og Halldór segir það eru byrgðir af olíu núna. Við ættum að kaupa af bandaríkjunum. Iran verður eilífðar stríðssvæði eins og jón sýnir framá svo best að komast sem lengst frá þeim. Sameinast Bandaríkjunum samt með sjálfstjórn þ.e. Territory of USA. Þá fyrst geta fjárglæframennirnir fengið gott ´mínus stjörnu fangelsi.
Valdimar Samúelsson, 24.4.2019 kl. 18:52
Valdimar Samúelsson, eilífðar stríðssvæði - það hefur ekki verið stríð innan landamæra Írans síðan stríðinu milli Írans og Íraks lauk, síðla árs 1989. Ertu ekki að rugla Íran saman við annað land? T.d. Írak? Þar hefur sannarlega nánast stöðugt verið stríð - síðan George W. Bush réðst þar inn 2003 - eða Afghanistan en þar hefur verið samfellt stríð, síðan 1977 ekkert ár friðar síðan.
--En, innan Írans sjálf hefur ekkert stríð verið sl. 30 ár.
"Mig grunar að Trump vilji selja olíu sjálfur"
Tja, en gerir hann þá ekki lélegan viðskiptasaming við Kína? Ef Kína veit að hann vill selja, þá liggur þeim ekki á að semja við hann.
--Þá er það þeim í hag, að halda Íran á floti - þó það væri ekki nema til þess - að prútta sem lengt um verð við Donald Trump.
En eftir því sem nær dregur kosningum 2020 - þá mundi Trump liggja meir á að ljúka samning.
En Xi hefur miklu lengri tíma en það.
**Þetta þíðir sennilega, að áhætta Kína - af því að halda áfram að versla við Íran, sé smávægileg.
__Þeir, þurfi ekki nema að halda Trump volgum, að það hugsanlega komi til greina að kaupa olíu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 25.4.2019 kl. 22:16
Einar átti við Íran verður eilíft ófriðarsvæði ekki kannski stríðssvæði.
Það verður gaman að fylgjast með þessu svo ég er áskrifandi að speki þinni. :-)enda ekki af verra laginu.
Ég var í Jórdaníu á meðan stríði var á milli Íraks og Íran en Írakar geymdu mest af flugflota sínum í Jórdan. Þá voru þessir Írakar mjög vestrænir í hugsun eða svipaðir og Jordanir voru. Engir öfga trúar menn.
Valdimar Samúelsson, 26.4.2019 kl. 09:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning