Slapp Trump með skrekkinn eftir allt saman, í tengslum við Mullers rannsókn?

Á vef Financial Times er áhugaverð frétt, þ.s. birt eru stuttir úrdrættir úr skjalinu umrædda sem fjölmiðlar hafa fengið að sjá - nánar tiltekið, skjal þ.s. eru eyður þ.s. finna má gögn sem metin eru, þurfa leynd af ímsum ástæðum.

Mueller report: Here are the key revelations

 

Eitt af merkilegustu tilvikunum, var fundur sem haldin var í Trump turni 2015!

The Office concluded that, in light of the government’s substantial burden of proof on issues of intent (knowing and wilful), and the difficulty of establishing the value of the offered information, criminal charges would not meet the Justice Manual standard that the admissible evidence will probably be sufficient to obtain and sustain a conviction.

  1. Niðurstaðan af því, af hverju Donald Trump yngri, Jared Kushner, voru ekki ákærðir formlega -- virðist ekki að þeir hafi ekki verið sterklega grunaðir.
  2. Heldur það að þau gömlu bandarísku lög, sem banna erlendum ríkisborgurum að gera tilraun til að hafa áhrif á bandarískar kosninga-niðurstöður; virðast krefjast þess - að það sé sannað, að í tilviki vitorðsmanna - að þeim  hafi verið kunnugt, að gerningur væri ólöglegur.
    --Þetta er svona ca. svipað, að ef aðili gæti sagt við lögreglumann, ef viðkomandi er tekinn á 150km. hraða, að þ.s. var ekkert skilti í augsýn - gætu lögreglumenn ekki sannað, að honum hafi verið kunnugt að ekki mætti aka á 150 á þjóðvegum á Íslandi.
    **Hinn bóginn, eru umrædd bandarísk lög afar gömul, og afar sjaldan beitt.
    **Þannig, að þ.e. alveg hugsanlegt, menn gætu hnotið um þau, án þess að hafa frétt af tilvist þeirra.

Hinn bóginn, ef maður hefur dómsmál gegn Manfort í huga, þ.s. hann er m.a. ákærður fyrir að hafa ekki sagt bandarískum stjórnvöldum frá því - að hann væri lobbýisti fyrir erlenda ríkisstjórn.
--Þá, hikuðu bandar. stjv. ekki að beita gömlum lögum, sem líklega margir vita ekki einu sinni að væru til.
**Hinn bóginn, virðist ekki í texta þeirra laga - krafist þess að sannað sé að ákærður einstaklingur, hafi vitað að sá væri að brjóta lög.

  • Höfum í huga, almenn regla réttar-ríkja, er að gera ráð fyrir því þegnar - þekki lögin, m.ö.o. þekkingarleysi er almennt ekki talin vörn.
    --Eftir allt saman, lögin öll til á prenti eða tölvutæku formi sem aðgengilegt er í gegnum netið.
  1. Eins og ég skil málið -- þá sleppur Don Jr. og Kushner, vegna þess að nánast er ekki hægt að sanna - að viðkomandi hafi verið kunnugt fyrirfram þau lög sem gera það ólöglegt þau hugsanlegu kaup á -dirt- á Hillary Clinton frá rússn. lögfræðingi.
    --Fyrst að þau lög, leggja á þá sönnunarbyrði, að ákærandi verði að sanna að viðkomandi hafi vitað að sá væri að fremja lögbrot.
  2. Þegar kemur að -- forsetanum sjálfum, þá fundust engar sannanir um vitneskju hans fyrirfram í því tilviki.
    --Eðlilega er þá ekki hægt að álykta nokkuð um það, hvort hann vissi eða ekki.

Hafið í huga - að í E-mail máli Hillary Clinton, var niðurstaða sú er Director Comey kynnti 2016 ekki ósvipuð - að líkur á velheppnaðri saksókn væru það litlar, að mat FBI væri að leggja ekki til að dómsmál væri hafið.

  • Þannig, mér virðist að það megi klárlega segja, að Don Jr. og Kushner hafi sloppið með skrekkinn.

Hinn bóginn, virðist það fullkomlega óljóst hvort forsetinn sjálfur vissi nokkuð fyrirfram um þetta tiltekna mál -- þannig, að sleppa með skrekkinn, væri of sterk ályktun í hans tilviki um þetta tiltekna mál.

 

Obstruction of justice -- hvort Trump var að leitast við að hindra rannsókn

Niðurstaðan af því, virðist hreinlega svo -- Trump sleppi með skrekkinn!
--Málið virðist að Trump hafi við og við veitt fyrirmæli, sem ef hefðu verið framkvæmd.
--Hinn bóginn, hafi í öllum tilvikum - fyrirmælum forseta ekki verið framfylgt.
Það megi hártoga, Trump hafi ætlað sér að - hindra framgang réttvísinnar, en óhlýðni undirmanna hafi leitt til þess - að ekkert af því var raunverulega framkvæmt.

The President’s efforts to influence the investigation were mostly unsuccessful, but that is largely because the persons who surrounded the President declined to carry out orders or accede to his requests. Comey did not end the investigation of Flynn, which ultimately resulted in Flynn’s prosecution and conviction for lying to the FBI. McGahn did not tell the Acting Attorney General that the Special Counsel must be removed, but was instead prepared to resign over the President’s order. Lewandowski and Dearborn did not deliver the President’s message to Sessions that he should confine the Russia investigation to future election meddling only. And McGahn refused to recede from his recollections about events surrounding the President’s direction to have the Special Counsel removed, despite the President’s multiple demands that he do so. Consistent with that pattern, the evidence we obtained would not support potential obstruction charges against the President’s aides and associates beyond those already filed.

--T.d. í dæmi Flynns - væri líklega ómögulegt að sanna, sbr. orð á móti orði, að Donald Trump hafi sagt Flynn að ljúga að FBI. Flynn hafi aftur á móti, setið í súpunni.

Mér virðist sanngjarnt að túlka málið svo að forsetinn sleppi með skrekkinn í því tilviki.

 

Spurning um vitneskju Trumps varðandi fræga leka á WikiLeaks vefnum!

Þetta er talið fullsannað að hafi verið lekið til WikiLeaks af aðilum á vegum rússn. stjv.
Hinn bóginn, hafi Muller ekki tekist að sína fram á það - þó framboð Trumps hafi náttúrulega vitað um lekana, grætt á þeim - þeir hafi grunað að framboð Trumps væri að hagnast á lekum sem þá þegar voru taldir líklega koma frá rússn. leyniþjónustunni.
--Þá sé ekki gögn finnanleg sem sýna fram á að framboð Trumps, hafi haft í nokkru samvinnu við hina rússn. aðila, þegar kom að þeim tilraunum til að hafa áhrif á bandar. kosningahegðan.

Deputy campaign manager Rick Gates said that Manafort was getting pressure about [redacted] information and that Manafort instructed Gates [redacted] status updates on upcoming releases. Around the same time, Gates was with Trump on a trip to an airport [redacted], and shortly after the call ended, Trump told Gates that more releases of damaging information would be coming. [Redacted] were discussed within the Campaign, and in the summer of 2016, the Campaign was planning a communications strategy based on the possible release of Clinton emails by WikiLeaks.

Það komu greinilega tilvik, að framboðið virtist vita - að nýrra leka væri að vænta.

Rétt að nefna, að Roger Stone - sem virðist hafa verið milli-göngumaður gagnvart WikiLeaks, hefur verið ákærður og veit ekki betur - verji sitt mál fyrir dómi.
--Hinn bóginn, hefur hann hingað til þverneitað, að blanda Trump inn í málið af sinni hálfu.

Hugsanlega er það alger neitun Stone - að opna sig um málið, sem blokkeri tilraunir til að sýna fram á -- meint tengsl eða collusion.

 

 

Niðurstaða

Eins og ég skil málið, þá virðist mér niðurstaðan vera í þá átt - að rannsóknin hafi haft sterkar rökstuddar grunsemdir í Trump turns málinu - einnig í tengslum við hugsanlega collusion við rússneska aðila; en ekkert sé hægt að sanna.
Varðandi tilraunir til að hindra framgang réttvísinnar, virðist Trump raunverulega í nokkur skipti hafa gert slíkar tilraunir - en óhlýðni undirmanna hafi ónýtt þær allar.

--Það má einhverju leiti líkja þessu við niðurstöðu FBI varðandi e-mail mál Hillary Clinton á þann veg, að leki á leyndar-gögnum hafi verið metinn sennilegur, en ekki hafi tekist að sannað að svo illa hafi farið.

Þess vegna að sögn Comey var ekki lögð fram af hálfu FBI ráðlegging um ákæru.
Í báðum málum, þ.e. e-mail málum Clinton og rannsókn á málum tengd framboði Trumps, virðist mér að næg rök hafi verið fyrir rannsókn - m.ö.o. í hvorugt skipti sé rannsókn, klárlega tilhæfulaus - þar af leiðandi ekki heldur sennilegt að rannsókn sé pólitískt sprottinn.

--Ég á von á því, einhverjir verða þessu ósammála!

  • Mér virðist að málum Trump sé lokið - eins og málum Hillary Clinton.

Rökstuddar grunsemdir einar sér duga ekki til ákæru, sem er eðlilegt fullkomlega.
Donald Trump forseti virðist því skv. þessu raunverulega líklega laus allra þeirra mála!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Þetta er ekki rétt hjá þér.

Rökstuddur grunur er oftast grundvöllur ákæru.

Að það var ekki gefin út ákæra er gefur til kynna að það hafi enginn slíkur grunur verið fyrrir hendi.

Það sem er að gerast núna er að fólk er í örvæntingu að reyna að halda lífi í gróusögunum. Sennilega tekst það að einhverju leiti af því að það er skipunin sem fjölmiðlar hafa. 

Borgþór Jónsson, 20.4.2019 kl. 17:26

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson, þetta er meira ruglið hjá þér - menn rannsaka ef þeir hafa "rökstuddan grun" - annað er algerlega út í hött.
Ef menn þegar hefðu alla þekkingu í höndum, þyrfti ekki að rannsaka, og málið væri þegar tekið til formlegrar ákæru-meðferðar.
--M.ö.o. menn ákæra, þegar menn telja sig hafa næg gögn í höndum.
--Þegar málið er ekki lengur um, rökstuddan grun, heldur lögreglan hefur safnað slíkum gögnum, að hún telur sig geta fengið hagstæðan dóm - líklega.
"Það sem er að gerast núna er að fólk er í örvæntingu að reyna að halda lífi í gróusögunum. "
Eins og vanalega, stekkur þú á næstu samsæris-kenningu, þú væntanlega trúir því að auki að Kennedy hafi verið myrtur af miklu flóknara samsæri en opinberlega er talið víst.
--Það er nákvæmlega ekki neitt sem bendir til þess, að rannsóknin hafi verið af pólit. rótum sprottin.
Rannsóknirnar hvort sem Clinton átti í hlut eða Trump, hafi farið af stað - vegna þess að nægar ástæður voru til að rannsaka bæði málin, síðan þegar í báðum skiptum - rannsakendum tekst ekki að finna þau gögn sem þeir leita eftir, er gætu dugað fyrir dómi - er málið eðlilega látið niður falla.
**Þannig virkar sanngjörn réttívisi.
**Það er einmitt hvað við öll höfum orðið vitni um.
Réttvísi af því tagi, að ég horfi öfundar-augum á Bandaríkin í þessum tveim tilvikum, að þeir skuli hafa það sterkar sjálfstæðar stofnanir - að enginn getur verið óhultur fyrir þeim, ef sá brýtur af sér. Það skipti ekki máli, hvort það sé - ríkisstjóri en það hefur gerst að slíkur hafi verið ákærður og dæmdur, eða borgarstjóri en slíkur hefur einhverntíma einnig verið ákærður síðan dæmdur - að sjálfsögðu í kjölfar fullrar rannsóknar - eins og vera ber!
--Þú ættir að standa í lotningu þrumulostinn yfir því, að FBI sé slík stofnun sem FBI ítrekað sé sannað að hún sé, þ.e. máttarstólpi réttar-ríkisins bandaríska.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.4.2019 kl. 02:02

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson, bendi á eitt til viðbótar - einungis í einræðis-ríkjum teljast "rökstuddar grunsemdir" duga til formlegrar ákæru.
Enda er rússn. réttvísi ekki til staðar - það fari eftir því, það fari frekar eftir því - hvort stjórnvöld vildu einhvern tiltekinn dæmdan, eða ef þau áttu ekki hlut að máli - hvaða aðili greiddi dómurum hæstu múturnar -- einungis í málum smáglæpa-manna séu einhverjar líkur á að þessir dómstólar starfi með hætti sem nálgast að vera, óháður. Smá krimmar hafi auðvitað ekki peninga, til að borga sig frá dómi.
--Það sem þú ert mikill aðdá-andi Rússlands - er kannski ekki skrítið, þú sért haldinn þeim fullkomna misskilningi, að - rökstuddur grunur einn og sér, leiði fram ákæru.
--Auðvitað, í einræðisríkjum - er ekki mikið púður lagt í sönnunar-færslur, lögreglurannsókn meir í þá átt, að rökstyðja vilja þeirra sem stjórna að ofan frá!
--Þú auðvitað, reiknar alltaf með því, öllum löndum sé stjórnað með eins spilltum og ósanngjörnum hætti, og Rússlandi.
**En sem betur fer, eru vesturlönd oftast nær - á miklu hærra plani.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.4.2019 kl. 02:13

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góð Rannsókn Einar. Ég er sammála en spyr. Hefðu vistri menn þ.e. democratar ekki sett Trump í þá stöðu að verja sig þá hefði hann líklega tapað kosningum.Þeir bókstaflega hártoguðu allt sem hann sagði. Settu orð úr samhengi eins og þeir gera enn í dag eftir skýrslu Mullers.

Þeir hjálpuðu honum að vinna og það gerði mig ánægðan eins og marga aðra í heiminum 

Valdimar Samúelsson, 21.4.2019 kl. 09:33

5 Smámynd: Borgþór Jónsson

Réttvísin þarna er sannarlega ekki eins "fansy" og þú heldur.

Grundvöllur þessarar rannsóknar var eins og við vitum fyrirbæri sem er kallað Steel dossier.

Eins og við vitum í dag var það skjal sem var falsað af Bresku leyniþjónustunni,sennilega eftir pöntun frá Bandarísku leyniþjónustunni eða FBI.

Þeim sem hrundu af stað rannsókninni var þetta fyllilega ljóst,enda höfðu þeir sjálfir staðið að því að falsa "sönnunargögnin"

Þeir fara hinsvegar ekki með málið fyrir dóm ,af því að það stenst að sjálfsögðu enga skoðun og þolir með engu móti dagsljósið.

Enginn hefur verið ákærður eða þaðan af síður verið fundinn sekur um samráð af neinu tagi við Rússa

Það var ekkert samráð á milli Rússa og Trump,enda skifta Rússar sér ekki af innanríkismálum annarra þjóða.

Rússum stendur nákvæmlega á sama hver er forseti Bandaríkjanna ,enda er þeim alveg jafn ljóst og mér að það er sama hvaða forseti er,Bandarískum utanríkismálum er alltaf stjórnað af sama glæpahyskinu. Þetta hefur berlega komið í ljós í forsetatíð Trumps ,þar sem utanríkisstefna Trumps er algerlega á skjön við það sem hann lofaði í kosningabaráttunni.

.

Trump á líka erfitt uppdráttar af því að CIA og fylgihnettir þeirra leggja ítrekað fyrir hann fölsuð skjöl til að hafa áhrif á gerðir hans.

Nú síðast hefur komið í ljós að þeir lögðu fyrir hann falsaðar upplýsngar í Skripal málinu sem varð til þess að hann féllst á að senda 60 Rússneska sendiráðsmenn úr landi og loka útibúum meðan aðrar þjóðir sendu í mesta lagi þrjá úr landi til málamynda. þegar hann komst að þessu varð hann allt annaðð en ánægður,en gert er gert.

Þetta var gert persónulega af yfirmanni CIA og hefði aldrei komið í ljós nema af því að eitt blaðið var að hæla henni fyrir havað hún væri frábær og áhrifamikil kona.

.

Það er hinsvegar verulegt áhyggjuefn að samskifti þessar stórvelda skuli vera mörkuð af lygum stríðsglæpamanna sem ljúga í æðstu embættismenn Bandaríkjanna til að fá sínu framgegnt.

Borgþór Jónsson, 21.4.2019 kl. 11:08

6 Smámynd: Borgþór Jónsson

Kannski aðeins um dómskerfið sjálft.

Þó að það hafi sannarlega verið gott fyrir löngu,er það ekki staðan í dag.

Þú þekkir væntanlega hvernig þetta er gert .

Ef þú vilt fá dæmt í einkamáli leitarðu uppi dómara með ákveðnar pólitískar skoðanir og dómasögu.

Síðan höfðarðu málið undir hans lögsögu og færð niðurstöðuna sem þig vantaði.

Dómsvaldið þarna er orðið algerlega gjörspillt eins og allt kerfið í landinu. Þetta er eitt af því sem er að leggja þetta ríki í rúst.

Bandaríkin eru án nokkurs vafa spilltasta ríki á norðurhveli jarðar og fer sífellt versnandi.

Við sjáum þetta allstaðar. Herinn er gjörspilltur, þar sem æðstu stjórnendur eru í stöðugu makki við hergagnaiðnaðinn og fá að starfslokum feita stjórnuunarstöðu innan vopnageirans. Þetta er búið að leggja fjárhag ríkisins í rúst.

Þingið höktir áfram á stöðugum mútugreiðslum og er orðið fullkomalega aftengt almenningi.

Leyniþjónusturnar sem eiga að sjá stjórnvöldum fyrir upplýsingum til að leggja grunninn að uplýstri ákvarðatöku eru orðnar að ríki í ríkinu sem hika ekki við að ljúga í embættismenn til að fá sínu framgegnt  

Þeirra bíða sömu örlög og Sovétríkjanna enda ástandið að mörgu leyti svipað. Munurinn er sá að íbúar landsins eru miklu verr undirbúnir undir slíkar hamfarir en Svétmenn voru, þannig að afleiðingarnar verða miklu verri. 

Borgþór Jónsson, 21.4.2019 kl. 11:31

7 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Það kosta klof að ríða röftum. Þetta feilhögg demókrata á eftir að reynast þeim dýrt á næsta ári. Pelosi og fleiri leiðtogar þeirra eru búin að átta sig á því...

Guðmundur Böðvarsson, 21.4.2019 kl. 13:19

8 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Borgþór. Ég verð að vera sammála þér í öllu varðandi stjórnarfar bandaríkjanna og á Trump engan þátt í því.

Hvort hann geti bjargað USA er annað mál. Hann gæti pantað gervi stríð við Rússa og setið á forsemdum neyðarlaga eða alvöru stríð við N Kóreu því þetta er mikið mál að gera USA Grate again.

Valdimar Samúelsson, 21.4.2019 kl. 15:13

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson, "Grundvöllur þessarar rannsóknar var eins og við vitum fyrirbæri sem er kallað Steel dossier." Kjaftæði.

"Það var ekkert samráð á milli Rússa og Trump,enda skifta Rússar sér ekki af innanríkismálum annarra þjóða." Rússl. ekki með afskipti af öðrum löndum -- ha, ha, ha.

"Nú síðast hefur komið í ljós að þeir lögðu fyrir hann falsaðar upplýsngar í Skripal málinu...." Bull. 

"Síðan höfðarðu málið undir hans lögsögu og færð niðurstöðuna sem þig vantaði." Geisp. Ef menn eru ósáttir, áfrýgja þeir - síðan er það mjög takmörkun háð, þetta sem þú talar um - að velja dómara. 
--Það eru - jurisdiction - mörk.
Þú getur t.d. ekki höfðað mál í öðru fylki, og ekki heldur í öðru lögsagnar-umdæmi innan sama fylkis.
. " Geisp.

"Bandaríkin eru án nokkurs vafa spilltasta ríki á norðurhveli jarðar og fer sífellt versnandi." -- Það eru fá lönd í heiminum, spilltari en Rússl. Bandaríkin eru langtum skárri hvað kerfisspillingu varðar. 

"Herinn er gjörspilltur, þar sem æðstu stjórnendur eru í stöðugu makki við hergagnaiðnaðinn og fá að starfslokum feita stjórnuunarstöðu innan vopnageirans." -- Spilling er vandamál, í öllum herjum.

Meginmunur er sá, að í einræðis-ríkjum, er spilling þögguð niður. Fjölmiðlar í landi eins og Rússlandi, fjalla um þapð sem þeim er sagt - að fjalla um.

Meðan í lýðfrjálsum löndum -- er opin umræða.
--Algerlega öruggt, að rússn. herinn er miklu mun spilltari stofnun en bandar. herinn.
--Sama eigi við um allt innan Rússland, burtséð frá hvert væri litið.

"Þingið höktir áfram á stöðugum mútugreiðslum og er orðið fullkomalega aftengt almenningi."

Í Rússlandi - er þingið einungis, stimpilpúði einræðisherrans í Kreml. 

Í lýðræðislöndum eins og Bandar. - er allt fyrir opnum tjöldum.
Þannig, fólk veit nokkurn veginn - hver fær greitt frá hverjum.

Fyrirtæki rökrétt séð, beita þeim þrýstingi sem þau geta - með sínu fjármagni.
Almenningur, hefur önnur tæki - þ.e. verföll, mótmæli - skipulagning aðgerða gegn einstökum fyrirtækjum.

Það er algerlega sama á hvaða atriði þú bendir á - allt er skárra í Bandar. heldur en í Rússl. - þegar kemur að spillingu.

"Leyniþjónusturnar sem eiga að sjá stjórnvöldum fyrir upplýsingum til að leggja grunninn að uplýstri ákvarðatöku eru orðnar að ríki í ríkinu sem hika ekki við að ljúga í embættismenn til að fá sínu framgegnt  "

Þvættingur.

"Þeirra bíða sömu örlög og Sovétríkjanna enda ástandið að mörgu leyti svipað. Munurinn er sá að íbúar landsins eru miklu verr undirbúnir undir slíkar hamfarir en Svétmenn voru, þannig að afleiðingarnar verða miklu verri. "

Rússland er margfalt líklegra að hrynja en Bandaríkin. 

--Innanlands-stofnanir Rússlands eru miklu mun spilltari.

----------------------

Ég endurtek þ.s. ég sagði að ofan - nenni ekki að svara bullinu í þér frekar - að ekkert bendi til annars en að FBI hafi hegðað sér fullkomlega í samræmi við eðlilega - löggæslu. M.ö.o. að nálgun FBI í málum Trumps og Clinton - staðfesti eina ferðina enn, að FBI - sé hágæða-stofnun, sem sé öðrum þjóðum til eftirbreytni.

--Þú ættir að dreyma vota drauma um það einmitt, að Rússland hefði stofnun á við FBI.
--En slíkt er auðvitað, ómögulegt í einræðisríki.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 23.4.2019 kl. 04:12

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 12
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 108
  • Frá upphafi: 858791

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 90
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband