Kim Jong Un leiðtogi Norður Kóreu - gefur Donald Trump frest til ársloka til að koma fram með, ásættanleg samningsmarkmið!

Sá þetta á vef Reuters, yfirlýsing beint af vörum Kim Jong Un:

Image result for kim jong un

North Korea's Kim Jong Un gives U.S. to year-end to become more flexible

  1. It is essential for the U.S. to quit its current calculation method and approach us with a new one,
  2. The Hanoi summit ...aroused a strong question if we were right in taking the steps with strategic decision and bold resolution, and evoked vigilance as to the U.S.’ true willingness to improve its relations with the DPRK,
  3. If it (the United States) keeps thinking that way, it will never be able to move the DPRK even a knuckle, nor gain any interests no matter how many times it may sit for talks with the DPRK,
  4. We will wait for a bold decision from the U.S. with patience till the end of this year but I think it will definitely be difficult to get such a good opportunity as the previous summit,

DPRK - þíðir Democratic Republic North Korea - m.ö.o. Alþýðulýðveldið Norður-Kórea.
--Kommúnistaríkin, nefndu sig alltaf - alþýðulýðveldi, þó öll þróuðust þau yfir í það ástand, að vera stjórnað af mjög þröngum hóp, er varð gjarnan að ofsaauðugri elítu.
--Það þíddi auðvitað, að þau ríki voru ekkert sérlega - alþýðleg. 
Það á auðvitað ekki heldur við Norður-Kóreu, sem beinlínis hefur - valdafjölskyldu.

Sjá einnig:  Kim Jong-un calls for ‘bold decision’ from US by end of year

 

Í orðum Kim Jong Un virðast mér felast augljósar hótanir!

En í orðum hans skv. fjölmiðlum, virðist hann hafa kvartað yfir því, sem hann kallaði - stöðugar ógnanir og fjandskap ríkisstjórnar Bandaríkjanna, þó sú ríkisstjórn óskaði eftir samningum.

Hann kvartar yfir refsiaðgerðum, sem í engu hafa verið mildaðar. 
Og hann kvartar yfir prófunum, á nýjum - gagnflaugum á Kóreuskaga, sem hann segir brot á loforði, um engar - heræfingar.

Hann virðist hóta því ef Bandaríkin láta ekki af - ógnandi framkomu sinni - eins og hann virðist kalla það, að taka að nýju upp prófanir á kjarnorku-sprengjum og eldflaugum ætlað að bera kjarnorkuvopn.

  • Bandaríkin, hafa fram til loka þessa árs - til að sjá að sér!

 

Niðurstaða

Eins og ég skil málið, þá hefur Kim Jong Un það alls ekki í hyggju, að gefa nokkuð verulega eftir. Mér hefur allan tímann virst afar ósennilegt, að Kim samþykkti hugmyndir Pompeo og Bolton, um algera kjarnorku-afvopnun. Af núverandi viðbrögðum Kims, virðist ljóst - að hugmyndir þær sem Pompeo setti fram 2017 um algera afvopnun, virðist vera hent út af borðinu af hálfu Kim Jong Un.
--Augljós hótun að mér virðist af hálfu Kim, að snúa til baka til ástandsins 2017, segir mér að Kim kjósi frekar að snúa til baka til spennu-ástandsins það ár, en að samþykkja kröfur þær sem hingað til Bandaríkjastjórn núverandi heldur sig við.

Fljótt á litið virðist mér þetta ekki benda til þess, að Trump takist að krækja í - Nóbelinn eftir allt saman!
--2017 hótaði Trump hugsanlegri beitingu kjarnorkuvopna gegn Norður-Kóreu, en nú virðist augljóst Trump sé fyrst og fremst að horfa til nk. forsetakosninga.

Kannski hefur Kim Jong Un - ályktað, hann þurfi ekki lengur á þessu samningaferli að halda. Trump, starandi á nk. kosningar - muni ekki taka áhættu á því að starta nýju stóru stríði.
--Kim m.ö.o. hafi tekist það sem kannski var hans eiginlega ætlunarverk, að þæfa málið þar til hann væri - laus við Trump. En það getur hugsanlega verið veðmál Kims, að hann sé þegar búinn að sjá við Trump.
--Kim virðist þó bjóða upp á hugsanlegan 3-ja leiðtogafund, ef Donald Trump fellst á hans skilyrði.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Þannig að þú heldur að Kim hafi öll tromp á hendi? 

Guðmundur Böðvarsson, 14.4.2019 kl. 03:45

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Guðmundur Böðvarsson, mig grunar að Kim haldi það.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.4.2019 kl. 03:56

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Vel mælt Einar. Kv valdimar.

Valdimar Samúelsson, 14.4.2019 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 92
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband