Fyrsta mynd tekin af svartholi talin stórmerkur sögulegur atburður í stjörnufræði

Svartholið sem myndin er af, er ævintýralegur risi - sem er í stjörnuþokunni M87, 53 milljón ljósár frá Jörð. Massi þess er áætlaður - 6.500 milljón Sólar-massar.
--Það gerir þetta tiltekna svarthol, eitt það allra stærsta sem þekkt er í alheiminum.

  1. Sem dæmi, sé Sagittarius A - svartholið í miðju okkar vetrarbrautar, dvergur - þó það teljist þó vera, risasvarthol -- stærðarhlutföll, 1/1.500.
    --Eða, 4,3 milljón Sólar-massar.
  2. Vegna óskaplegt massa svartholsins sem myndin er af, sé - event horizon - þ.e. svarta miðjan á myndinni, 40.000 milljón km. í þvermál.
    --Það gerir dökka svæðið í miðjunni, svipað vítt og allt okkar Sólkerfi.

Kraftarnir sem eru í gangi á mynd eru í stærðarhlutföllum utan skilnings!

Black hole

First ever black hole image released

Black Hole Photographed for 1st Time

This is the first photo of a black hole

Astronomers release first-ever image of a black hole

 

Vísindamenn eru mjög ánægðir!

Myndin virðist staðfesta - staðal kenningar um svarthol, þarna sé skýrt - event horizon - eins og talið hefur verið nú í töluverðan tíma.
Að auki, sést ógnarheitt gas - margar margar milljónir gráða heitt - á óskaplega hröðum snúningi í kringum svartholið.

Bendi á, þetta er ekki -- hefðbundin ljósmynd!

Myndin er sett saman úr gögnum frá radarsjónaukum hringinn í kringum okkar plánetu.
Gögnum hefur verið safnað um nokkurt skeið frá þeim öllum.
--Einkum voru menn að leita eftir sönnun fyrir, dökku miðjunni þ.s. er ekkert ljós.

Tók nokkurn tíma, að afmarka vel svæðið - þ.s. engar ljóseindir greinast.

Með því, að öll Jörðin fúnkeraði sem sjónauki, um mánaða-skeið.
Með því, að meðhöndla gögnin í ofurtölvu.
--Tókst að samþætta óskaplegt gagnamagn, og lesa út úr þeim þá mynd er blasir við.

  • Litirnir í myndinni, eru þá einungis settir inn - til skilnings.
    --Orkan í geisluninni er svo mikil, hún sé utan þess ramma sem mannlegt auga sér.
  • Í athugasemd á erlendum vef, var mér sagt að litirnir táknuðu - snúning ofurheita gassins, þ.e. bjartari hlutinn væri snúningur að okkur, rauðari snúningur frá okkur séð -- doppler effect.

Sem sagt, klassískur snúningur eins og klukkur sem við erum vön!

  1. Eitt af því merkilegasta er virðist staðfest.
  2. Að svarthol hafi snúning, þ.e. þau sjálf, ekki bara gasið í kring.

Svartholið staðfest, að hafi einnig sama snúning og klukka, sem ætti ekki að koma á óvart, að svartholið sjálft hafi snúning í sömu átt - og gasið sem falli í það!

EHT's data revealed the M87 black hole is spinning clockwise, team members said today. 

Vísindamenn segja að gögnin gefi nægilegar vísbendingar til þess að slíkur snúningur teljist nú staðfestur -- þ.e. auðvitað stórt skref í vitneskju um það fyrirbæri sem svarthol er.

 

Niðurstaða

Þetta er auðvitað ekki fyrsta mikilvæga myndin frá sjónarhóli stjörnufræði sem maður hefur augum litið - t.d. komu fyrstu myndir frá Plútó sérfræðingum ánægjulega á óvart, eða myndir er sýndu í fyrsta sinn að tunglið Io á braut um Júpíter hefur virk eldfjöll.

Ég skal ekki segja, hvað telst mikilvægari vitneskja - svarthol eru auðvitað óskaplega öflug fyrirbæri, þar sem kraftar langt umfram allt það sem betur fer á sér stað nærri okkar Sólkerfi eru í gangi.

Hafandi í huga þá óskaplegu krafta sem gangi eru nærri miðju M87 - svarthol með, event horizon, á breidd við allt okkar sólkerfi. Þá grunar mig, að örugg fjarlægð þaðan sé líklega mæld í ljósárum.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • 20250309 183513
  • 20250309 183336
  • 20250309 183205

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 395
  • Frá upphafi: 863639

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 373
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband