Ríkisstjórn Bandaríkjanna, skilgreinir íranska lýðveldisvörðinn - hryðjuverkasamtök. Ég á þó ekki von á þetta sé undirbúningur fyrir stríð við Íran

Íranski lýðveldisvörðurinn er ákaflega sérkennilegt fyrirbæri - eiginlega koma SS-sveitir nasista upp í hugann, þá er ég ekki meina að lýðveldis-vörðurinn sé illur eins og SS.
Heldur vísa ég til þess, hvernig lýðveldis-vörðurinn virðist allt um lykjandi í Íran.

Hann sé eins og -- hliðstætt ríki, við hliðina á ríkinu.
Það hafi einnig einkennt -- SS hreyfinguna!

  1. Eigin her - floti - flugher, hlið við opinberan her - flota - flugher landsins.
  2. Síðan rekur vörðurinn - æskulýðsbúðir - eigin skóla - eigin framhaldsskóla - eigin sjúkrahús.
  3. Ef þetta er ekki nóg - eiga aðilar innan varðarins, stóran hluta íranska hagkerfisisins.

--Það næsta sem ég man eftir, sem viðhafði þess lags -- 2 földun skipulags ríkisins, var SS.
--Þannig séð, má alveg hugsa sér - vörðinn, koma alfarið í stað íranska ríkisins núverandi.

  • Kostnaðurinn við þess lags -- 2 földun, hlýtur að vera óskaplegur.
  • Vörðurinn í dag, getur verið nærri eins öflugur, og öll önnur írönsk kerfi lögð saman.

Hvar íranska ríkið byrjar og vörðurinn - sé sennilega í vaxandi mæli - blurred.

US designates Iran’s Revolutionary Guard a foreign terrorist organisation

https://www.worldofmaps.net/typo3temp/images/topographische-karte-iran.jpg

Af hverju held ég þetta sé ekki undanfari að stríði?

Bendi fólki á að Trump ætlar að kveða herinn heim frá Afganistan.
Hann einnig ætlar að kveða lið heim frá Sýrlandi, þó þar hafi einungis verið 2000 sérsveitarmenn, til að þjálfa Kúrda-sveitir og aðstoða - engin bein þátttaka í bardögum.
--Hersveitir í Afganistan, höfðu hætt að mestu beinni þáttöku í stríði, en voru enn að stunda umsvifamikla þjálfun hersveita Kabúl stjórnarinnar.

Ég hugsa að ákvörðunin gagnvart Íran nú - sé einna helst ætlað að blíðka þá aðila innan Bandaríkjanna, sem séu andsnúnir Íran - til að tryggja að þeir styðji Trump aftur 2020, eins og t.d. svokallað - Israel lobby - gerði fyrir kosningarnar 2016.
--En ég stórfellt efa, Trump gangi í nokkru verulega lengra.

Bendi einnig að auki á, þrátt fyrir harðar hótanir 2017 gegn Norður-Kóreu, hóf Trump ekki stríð - ég bjóst aldrei beint við því, en var þó að spyrja spurningar hvort hann ætlaði í stríð, en síðan gerðist ekkert mikið!
--Eftir harðar hótanir, hertar refsiaðgerðir - hófust viðræður við stjórnendur Norður-Kóreu, en miðað við nýlegar fréttir, virðist fátt ætla að koma út úr þeim.

  1. M.ö.o. þá þrátt fyrir stór ummæli - gerðist ekki mjög mikið.
  2. Og stríðshætta nú - virðist afar óveruleg, Trump með minnkandi áhuga á NK.

Það sem ég hugsa, er að Trump einblýni á 2020 - þ.e. forsetakosningarnar.
Það sé fókus alls þess sem hann geri þessi misserin!

  1. Ef maður skoðar hans hegðan - frekar en hans orð!
  2. Virðist -- gelt hans hátt/en svipan ekki nærri eins beitt.

Eiginlega snar-öfugt við mottó Teddy Roosevelt - sem sagði forseta eiga, tala mildilega, en hafa í farteskinu öfluga svipu.
--M.ö.o. á ég ekki von á því, Trump hafi maga/stomach fyrir stríð.

 

Niðurstaða

Það sem má segja að einkenni Trumps, séu stórar yfirlýsingar - en efndir þeirra eru ekki endilega í samræmi við þær risastóru fullyrðingar sem oft komu á undan. Það má eiginlega lengi telja - þ.e. viðskiptastríð við Kína, sem litlu virðist ætla að skila - viðskiptahótanir gagnvart ESB, sem fram til þessa hafa skilað enn smærri árangri. Hótanir gagnvart Norður-Kóreu, sem sannarlega leiddu til viðræðna, virðast ekki ætla heldur að leiða til mikils - m.ö.o. fátt bendi nú til stórfellds árangurs úr þeim viðræðum.
--Í ljósi þessa, þá vænti ég ekki lengur að mjög mikið gerist gagnvart Íran.
--Umfram þær yfirlýsingar sem nú eru gefnar!
Yfirlýsingar Trump stjórnarinnar, virðst gjarnan miklu skarpari en hennar aðgerðir.

  • Nennu-leysi Trumps, virðist ákveðin trygging fyrir friði.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 858797

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 83
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband