Trump vill að Seðlabanki Bandaríkjanna - hefji seðlaprentun að nýju, þó segir Trump efnahag Bandaríkjanna góðan!

Trump lét þessi orð frá sér á lóð Hvíta-hússins skömmu áður en hann hóf ferðalag til landamærastöðva Bandaríkjanna við Mexíkó, sem stendur yfir þessa helgi.
--Óneitanlega vekja orð Trumps óskipta athygli.

Stutt fréttaskýring - síðan Trump sjálfur!

Donald Trump: Trump Heaps Pressure on Fed

  1. Our country is doing unbelievably well, economically, -- We have a lot of very exciting things going on, at lot of companies will be announcing shortly that they'll be moving back to the United States. They want to be where the action is.
  2. I personally think the Fed should drop rates, they've really slowed us down, -- There's no inflation. In terms of quantitative tightening, it should be quantitative easing...
  3. I think they should drop rates and get rid of quantitative tightening, - - I think you'd see a rocket ship.

Það áhugaverða við ummæli Trump - er að þau koma í kjölfar þess, að ný gögn um gang hagkerfis Bandaríkjanna -- gefa vísbendingar í þá átt, að hagkerfinu gangi enn vel.

Donald Trump calls for U-turn by Federal Reserve to stimulate economy

US hiring bounces back in March but wage growth cools

  1. Some 196,000 jobs were added last month...
  2. ...unemployment hovered at just 3.8 per cent...
  3. ...while pay rose at a robust 3.2 per cent over the same month a year ago.

Seðlaprentun - quantitive easing - eins og Seðlab. kallaði þá aðgerð meðan Obama var forseti, er ætlað að vera efnahagsleg björgunar-aðgerð, þegar hagkerfinu gengur illa.

En Donald Trump - virðist, ef ég skil þetta rétt, vilja kynda frekar undir bandaríska hagkerfinu -- þó það sé almennt talið, við topp hagsveiflunnar.

--Verðbólga er næglega lág í Bandar. að rúml. 3% meðal-launahækkun milli ára, felur í sér -- litla raun-launahækkun.
--Á sama tíma, telst rétt rúmlega 3% atvinnuleysi - mjög lágt í sögulegu bandarísku samhengi.

Seðlabanki Bandaríkjanna, hefur a.m.k. virst hafa hætt frekari hækkun stýrivaxta.
En Trump vill þeir verði færðir aftur niður - og ný prentunar-aðgerð sé hafin.

  1. Það sem mig grunar, er að Donald Trump -- sé umhugað að hagvöxtur verði aftur í ár, nærri 3% -- en tölur benda til þess, að hann hafi meðaltali verið -- 2,9%.
  2. En spáð að hann verði ca. 2,4% í ár.

Vegna þess, að Demókratar ráða nú Fulltrúadeild, þá væntanlega geta þeir - blokkerað alla - economic stimulus - pakka frá Trump í gegnum fjárlög.
--Svo, Trump er þá væntanlega að óska eftir -- economic stimulus - frá US Federal Reserve.

Sumir ryfja upp það að fyrir forsetakosningar 1972 - hafði Richard Nixon tekist að koma sínum manni inn í Seðlabanka Bandar. -- síðan var vöxtum haldið lágum án tillits til efnahagslegra kringumstæðna.
Útkoman er þekkt, á seinni hluta 8. áratugsins - kom tímabil verulegrar verðbólgu er stóð fram á miðjan 9. áratug.
Þetta gerðist ekki bara í Bandaríkjunum - heldur varð einnig veruleg verðbólga á þeim áratug, víða um hinn Vestræna heim -- svokallað, stagflation tímabil.

Áratuginn eftir - voru seðlabankar víðast hvar, gerðir algerlega sjálfstæðir.
Hafa verið það - síðan!
--Árangurinn af því, er auðvitað -- hin lága verðólga og vaxtastig sem er í dag.

  • Það þíðir ekki, að ekki sé mögulegt - að vinda klukkunni til baka, og kalla aftur fram -- tja verðbólgu og vaxtastig - svipað því og Íslendingar sáu 2009.
  • En ég held að verðbólga í Bandar. hafi toppað yfir 15% er hún mest var.
    --Sum Evrópulönd sáu nokkurra tuga prósenta verðbólgu.

 

Niðurstaða

Krafa Trumps um peningaprentun mitt í efnahagslegu góðæri - vegna þess að Trump finnst samt hagvöxturinn ekki nægur, verður að skoðast sem -- tær pópúlismi. Trump vill greinilega selja sig, sem efnahags-snilling -- á sl. ári fór hann mikinn, um hinn rosalega efnahag. Er hagvöxtur fór suma ársfjórðunga sl. árs yfir 3%. En árið heilt yfir um 2,9%.

Skv. útliti ársins í ár, telst hagvöxturinn samt bærilegur þ.e. milli 2-3%. Sem Trump bersýnilega finnst samt ekki nóg -- vegna þess, það sé ekki -genius- hagvöxtur. Og hann vilji selja sig sem - snilling, grunar mig.

Áhættan er auðvitað, þó verðbólgan sé lág - enn. Að seðlaprentun - beint ofan í hagkerfi statt nærri hápunkti innlendrar eftirspurnar -- að það hreinlega ofhytni. 
--Ekkert segir að ekki sé mögulegt, að kalla aftur fram verulega verðbólgu - þó hún hafi verið lág innan Bandaríkjanna, síðan hún toppaði í ca. 15% 1982.

Frá ca. rétt fyrir 1990 hefur staðið samfellt það lága verðbólgu-tímabil sem fólk er orðið vant. Það þíðir einnig, að útlána-vextir eru lágir.
--En lánavextir voru háir, mun hærri en á Íslandi nú - 1982.

  • Sumir saka Trump um að vera sama um allt, nema hugsanlegan sigur 2020.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Vandamálið er að þetta er eini Seðlabankinn í heiminum í einkaeigu eins og John Kennedy benti á rétt áður en hann var skotinn úr 3 áttum..

Guðmundur Böðvarsson, 6.4.2019 kl. 09:47

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Guðmundur Böðvarsson, þú ert að endurtaka - algengan misskilning, en US Federal Reserve - er ekki einka-banki. Hann er eins og aðrar bandarískar ríkissstofnanir með þeim hætti - sem starfa á Federal Level - að bandaríska þingið þarf að samþykkja sérhvern einstakling sem skipaður er í bankraráð US Federal Reserve -- hinn bóginn, á fjöldi einkabanka hluti í Federal Reserve - en það gerir hann samt ekki að einka-banka, þ.s. hlutur í Federal Reserve - virkar ekki með sama hætti, og hlutur í einka-fyrirtæki, þ.e. hlutur veitir ekki - atkvæðarétt í bankaráði US Federal Reserve; einhverra hluta vegna vildi bandar. þingið þetta skrítna fyrirkomulag 1913 - að auki er stofnuninni skipt niður í 12 hluta sem starfa hver á sínum stað innan Bandar. -- share - í US Federal Reserve, veitir þeim sem á slíkan -- einungis rétt á -dividends- og það má ekki selja þá hluti á markaði.
--Vegna þess að þingið ræður skipan allra stjórnenda bankans, er US Federal Reserve undir stjórn bandar. þingsins, eins og t.d. FBI.
--Þannig er þetta ríkislevel stofnun, þó sjálfstæð sé -- alveg eins og FBI.
**Þetta tal um að Kennedy hafi verið skotinn úr þrem áttum, er samsæris-kenning.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.4.2019 kl. 12:52

3 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

 

 

Slóð

 

Áður en einkabraskararnir tóku seðlabanka Bandaríkjana yfir var lítil eða engin verðbólga í Bandaríkjunum. Nú á að taka allann afgang, allt oftekið, hjá bönkunum, og setja það í að aðskilja akreynar og breikka brýr. ENGAR ARÐGREIÐSLUR TIL VÍIXLARANA.

 

Við munum hvernig Seðlabankinn, Fjármálastjórnin, á Íslandi 2008, lét eignarhlut fólksins í íbúðarhúsum og fyrirtækjum hverfa.

 

Kreppufléttan, endurtekið

 

Núna hefur Seðlabanki USA verið að færa sig að því að búa til þurð á dollurum í heiminum, og hækka vextina, til að allir verði að greiða inn í bankana, háa vexti og afborganir, en ekki lánað út í staðinn.

 

Þurð á peningum, peningabókhaldi úti í þjóðfélögunum, býr til svokallaða kreppu, sem er til að geta rænt fólkið.

 

Áður en einkabraskararnir tóku seðlabanka Bandaríkjana yfir var lítil eða engin verðbólga í Bandaríkjunum.

 

Nú á að taka allann afgang, allt oftekið, hjá bönkunum, og setja það í að aðskilja akreynar og breikka brýr.  ENGAR ARÐGREIÐSLUR TIL VÍIXLARANA. PUNKTUR

 

000

 

Það er gaman að sjá þig Einar Björn Bjarnason, nefna að Trump vill að Seðlabanki Bandaríkjanna - hefji seðlaprentun að nýju, þó segir Trump efnahag Bandaríkjanna góðan!

 

Þótt felutjöld séu notuð til að láta fólk halda að einhver nefnd skipuð af þinginu, þá er það svindl eins og annað sem komið hefur frá Bakstjórninni.

 

Þingmennirnir sem eru aðal menn bakstjórnarinnar, eru kallaðir RHINOS nashyrningar á í Bandaríska þinginu, og er auðsjáanlegt hvers vegna þeir hafa fengið það nafn.

 

Egilsstaðir, 06.04.2019  Jónas Gunnlaugsson

 

 

 

Jónas Gunnlaugsson, 6.4.2019 kl. 16:07

4 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Ég var að vanda mig svo mikið, notaði nr. 8 stafi, og þétti letrið. Fyrirgefðu. Það væri gaman að bloggið yrði eins og við sjáum það.

Þarna lagaði ég skrifið í word, leist vel á og "pastaði"  og allt í uppnámi þegar ég "savaði"

Egilsstaðir, 06.04.2019  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 6.4.2019 kl. 16:13

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jónas Gunnlaugsson, þú ert staddur í skrítnum sýndar-veruleika, þú virðist gleyma því að það er fjöldi einka-banka starfandi í hagkerfinu, þær dæla stöðugt peningum inn í hagkerfið -- það er engin þörf fyrir það að seðlabankinn sé samtímis að búa til peninga; þegar næg eftirspurn er eftir lánsfé frá bönkunum -- og þeir í gegnum veitingu lána, eru öflugt að auka peninga-magn í umferð.
--Það er enginn hætta þessa stundina á peninga-þurrð, frekar að hættan sé -- ofgnótt peninga.
--Þú getur haft of mikið peninga-magn, eins og þú getur haft of lítið.
Þegar hagkerfið er nærri hagsveiflu-toppi, er ofgnótt peninga -- meiri hætta, en mögulegur eða hugsanlegur skortur.
Þá er kolröng leið, eins og Trump heimtar nú -- að láta seðlabankann, dæla enn meira fé inn, en viðskiptabankarnir eru að með öflugum hætti, er eftispurn eftir nýju lánsfé er enn sterk.
--Ef of mikið fé er lagt inn í hagkerfið -- myndast verðbólga, hún getur sannarlega orðið til, ef meira fé er lagt inn í hagkerfið, en hagkerfið hefur not fyrir.
**Seðlabankar hafa aðferðir til að mæla -- svokallaða, þenslu -- þegar eftirspurn er öflug, þegar hagkerfið er nærri suðupunpt.
--------------
Það er ekki bara e-h eitt sem veldur kreppum -- þær geta haft margar mismunandi ástæður.
--En ein tegund er að sjálfsögðu - skuldbóla!
--Þ.e. eitt af því, sem seðlabankar eiga að fylgjast með, hvort bankar séu að -- ganga oft langt í því, að dæla peningum inn í hagkerfið, þ.e. hvort skuldsetning aðila starfandi, og almennings - - er að verða of mikil.
En það mælist á -- hlutfalli lána í vandræðum, þegar vanskilum fer fjölgandi - er það vísbending til þess, að hagkerfið sé að nálgast -- hættu-ástand; þá er það akkúrat röng ákvörðun -- að auka peninga-magn enn meir!
--Þá á að hækka vexti, til að gera útlán minna áhugaverð -- svo fyrirtæki dragi úr lántökum, og einstaklingar geri það einnig.
--Þetta bremsar eftirspurn, aðilar fara að endurgreiða lán - einstaklingar einnig.
Þetta skapar -- stutta efnahagslega niðursveiflu.
---------------
Það væri ekki rétt leið -- eins og mig grunar þú sért að leggja til -- að bregðast við með því, að auka enn frekar á dælingu lánsfjár inn í hagkerfið, eins og virðist vilju Trumps!
Það mundi einfaldlega skapa enn stærri skuldabólu -- meira magn af ógreiðanlegum lánum!
--Gæti síðan skapað alvarlega banka-kreppu, þannig að fjármálakerfið ryðaði nærri falli.
--Gæti endurtekið sambærilega kreppu að umfangi við þá er varð 2008 í Bandar. 
----------------
Bamdaríska hagkerfið er í -- boom bust -- endurtekningarferli.
Það er betra -- að hafa litlar stuttar kreppur.
Heldur en langar djúpar!
--En þ.s. Trump leggur til, gæti valdið annarri stórri kreppu þegar loksins hagkerfið bognar undan uppsöfnun skulda innan þess.
--En ný prentunar-aðgerð inn í topp hagsveiflu, gæti akkúrat endurtekið kreppu á þeim stærðarskala er varð þau ár þ.e. 2008-2012.
Meðan, að þ.s. US Fed er nú að gera, að stoppa prentun - hefur sett inn lága vexti, hægri smám saman á hagkerfinu.
Það getur dottið síðan niður í væga kreppu!
**En hún yrði þá stutt, skapaði enga hættu fyrir peningakerfið.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.4.2019 kl. 18:58

7 Smámynd: Lárus Ingi Guðmundsson

SEÐLABANKI BANDARÍKJANNA er í raun ekki til heldur heitir stofnunin FEDERAL RESERVE ,, ekki Fedreal Reserve of United states.

Fedreal Reserve, má þýða sem SEÐLA BANKI STJÓRNVALDS !

12 mánuðum eftir að þressi stofnun var sett á fót, að þá braust fyrri heimstyroldin út.

Heldur folk að það hafi verið tilviljun ??? Seðlabnkin er stofnun í einkaeigu og er stjórn stöð stofnunarinar  washinggton Dc, sem er VATIKANIÐ. 

Eftir 2 heimstyoldina að þá var 75 prósent af gullforða heimsins kominn undir stjórn þessarar sömu stofnunar og dollarinn settur á gullfótinn og sípðan hefur verið endalaus peninga prentun í skjoli olíunar síðan. 

John F kenedy, var skotin og sá sem ÁTTI að hafa skotið John F kenedy, var líka skotin og lést einstaklingur, OSWALD að nafni á sama spítala og John F kenedy og sá sme að skaut Oswald hinsvegar lést síðar á sama spítalanum og hinir 2 !!!!!!!!!!!

John F kenedy, setti hagsmuni Usa ofar hagsmunum Vatikansins, og það varð honum aldurtila. Jesuíta elítan. 

John F kenedy, barðist fyrir þvi að Russland yrði tekið af óvina lisa bandaríkjanna, þar sem að hann sagði að Russar hefðu aldrei gert þeim neitt en hagsmunir Pafans, eru bara aðrir. John F kenedy barðist líka fyrir þvi að svartir yrðu jafnhæair lögum í Usa enda voru 6 mánuðir á milli, þessara 2 morða. það þjónaði heldur ekki hvitu irsku og þýsku kaþolikkinum, sem að enn þá aðhyltust yfirburða hvíta mannsins, enda var John F kenedy drepin i Texas, sem að var hofuð vígi þýsku kaþolkanna. 

007 licence to kill. Er upprummið frá Vatikaninu. Leyfi til þess að drepa í skjóli CIA, sem að er stofnun sem að á fyrst og fremst að gæta hagsmuni vatikansins og þá bæði innan Usa og líka fyrir utan. 

Donald Trump ætlaði að gera það hið sama, en tengdadottir hans fekk HVÍTT DUFT SENT Í POSTI !!

Usa er í raun rjúkandi rúst og það er til bók sem að heitir Reikningskilin miklu, The Great Reconing. Skrifuð af bandaríkjamanni fyrir 18 árum síðan, sem að segir þar að það sé að koma að skulda skilum. 

                                                           VATIKANIÐ

                                                      Romversk kaþolsku  login

                                                  Nato,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,Esb

                                                  aþjóða stofnanir þar fyrir neðan

Allt er þetta vatikanið og er ESB stjórnað af kaþolsku kirkjunni í Austurriki, sem að er aðal stjórnstöðin fyrir evropu sambandið, rétt eins og kaþolska kirkjan í Austur ríki var aðal bækistöðin fyrir Nasistana, með beina simalínu inn til Romar og þaðan til Washington Dc. 

Vatikanið rakaði saman peningum á fyrr og seinni heimstyröldinn og þar á meðan Fedreal Reserve í Usa, á meðan að allir aðrir borguðu brúsan. 

Nú vantar annað stríð, þvi að fyrir bokkrum árum síðan, að þá var Vatikan Bank eða banki vatikansins nánst þvi gjaldþrota, en núna þá segjast þeir vera í betri málum, en á sama tíma og þessi orð hveða við að þá vantar 20 TRILLONIR DOLLARA sem að virðist eins og hafa gufað upp frá Pentagon í USA og þýski banki í New York var rifin niður i kj0lfarið 11 september og eru ansi morg þyska banka útiobú í Rom, og reyndar GRUNSAMLEGA MÖRG. 

kv

LIG

Lárus Ingi Guðmundsson, 6.4.2019 kl. 21:50

8 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Þakka þér Einar Björn Bjarnason greinargóða umfjöllun, sem er mjög athygliverð.

Skoða neðst töflu,

The dramatic feature of this graph is the virtual absence of banking crises during the period of the Bretton Woods agreement, 1945 to 1971.

Þarna er sagt að engar banka kreppur hafi verið á milli 1945 og 1971, þegar Bretton Wood samkomulagið var í gildi.

Ég vil að við athugum kerfið fyrir 1913, þá var lítil verðbólga, þá voru engir tekju skattar, þá skrifaði flármálabókhald fólksins, allt fjármála bókhald, og skuldaði aldrei neinum neitt.

Auðvitað reyndu víxlararnir að læða inn lánum, þegar því var við komið. Þá var reynt að spila á þekkingarleysið.

Þjóðir geta þurft að taka lán hver hjá annari.

Þetta bókhald er mjög einfalt. Peningar eru bókhald.

Silfur sjóður, þá er eitthvert verð í silfrinu. Gull sjóður, þá er eitthvert verð á gullinu. Þá hefur sjóðurinn til búið verð, ef einhver er til búinn að kaupa á því verði.

Seðlar eru fyrirfram prentaðar nótur með mismunandi upphæðum, til að geta greitt einhverja ákveðna upphæð.

Þegar við notum rafrænar greiðslur, þá er bókhaldið fært jafn óðum, það er rauntíma bókhald.

Alltaf þarf að gæta þess, að það sé til mátulegt bókhald úti í þjóðfélögunum, til að nýta vinnugetu fólksins.

Náttúru auðlindi séu notaðar eftir skinsemi og eftir þörfum.

Hér er þörf lesning sem ég lét þýða:

Slóð verður að lesa

Kennsla í góðri peninga, bókhalds stjórnun. Allir læri og hjálpi til við endursköpun fjármála bókhaldsins, peninganna, ekki síst að hjálpa þeim sem eru fastir í gamla peningatrúarkerfinu. Peningur er bókhald, skrifuð tala. 16.3.2018 | 20:08

framhald

https://jonasg-eg.blog.is/blog/jonasg-eg/entry/2233189/

Egilsstaðir, 07.04.2019  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 7.4.2019 kl. 13:51

9 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Skoða þessa sögu.

 

http://www.bitterrootbugle.com/banking-histo

Jónas Gunnlaugsson, 8.4.2019 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 97
  • Frá upphafi: 858798

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 84
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband