5.4.2019 | 00:23
Stjórnvöld Eþíópíu segja hrap Boeing 737Max8 vélar ekki flugmönnum að kenna - rannsóknarskýrsla sýni að flugmenn hafi fylgt ráðleggingum Boeing
Í umræðu um málið á netinu - póstaði aðili hlekk á skýrsluna: Hlekkur á skýrslu!
Skýrslan er mjög forvitnilegt plagg - margt þar ekki auðskiljanlegt sannarlega þeim sem ekki eru fagmenn - þó með nákvæmum lestri, má sjá áhugaverða punkta!
Skýrslan virðist benda til þess að flugmenn hafi tekið MCAS úr sambandi - síðan verið í vandræðum með svokallaða - trim-tabs - lent í vandræðum með að stilla þá - vélin virðist ekki í fullu jafnvægi á flugi - það kemur aðvörun um flughraða umfram uppgefin hraðamörk - þeir eru enn að glíma við þann vanda að koma vélinni í jafnvægi.
Vélin virðist allan tímann hafa verið á nær fullum kný, þeir virðast ekki hafa slegið af - þó aðvörun um of mikinn hraða hafi hljómað - vélin er komin í jörðina tæpum tveim mínútum síðar.
--Skv. nýjum upplýsingum virðist sem flugmenn hafi gefið boð til vélarinnar að minnka inngjöf, en - auto throttle - hafi ekki virkað.
--Flugmenn væntanlega ekki áttað sig á því, að vélin var enn á fullri inngjöf.
Þeir virðast hafa - ræst sjálfvirka stillingu á - trim tabs - í örvæntingu örskömmu fyrir hrap, við það hafi MCAS ræst að nýju - MCAS beint nefi vélar niður, vélin hafi þá náð enn meiri hraða -- control forces - orðið óviðráðanlegir sennilega - á manual stillingu - er vélin fer sennilega vel yfir hönnunar-hraða.
Á lokasekúndum benda upplýsingar til þess að stýripinnum hafi verið beitt af afli í örvæntingarfullri tilraun til að lyfta nefi vélarinnar aftur.
Ethiopia inquiry shows Boeing MAX hurtling uncontrolled to disaster
Ethiopian 737 Max pilots not to blame for crash, probe finds
Boeing 737Max8 Ethiopian Airlines
Ethiopian transport minister Dagmawit Moges - Ms Dagmawit said the crew of the Ethiopian Airlines flight - performed all the procedures repeatedly provided by the manufacturer but were not able to control the aircraft. -- Since repetitive, uncommanded aircraft nose-down actions were noticed in this preliminary investigation, it is recommended the aircraft flight control system shall be reviewed by the manufacturer,...
Sú sviðsmynd sem hin huggulega Dagmawit Moges dregur fram - er af áhöfn sem var í slag við kerfi vélarinnar sem þeir flugu, frá því skömmu eftir flugtak - alveg þar til vélin skall í jörðina.
Aðilar máls munu að sjálfsögðu fara yfir gögn þau sem rannsóknar-aðilar á vegum stjórnvalda Eþíópíu hafa lagt fram, flugmálayfirvöld Bandaríkjanna - Boeing verksmiðjurnar, og væntanlega munu flugmálayfirvöld víðar - hafa eigin skoðanir á þeim gögnum.
Fljótt á litið - virðist skýrslan ekki vera ástæða til bjartsýni fyrir Boeing.
- MCAS kerfið svokallaða, sem beinir nefi vélarinnar niður - er það skynjar hættu á ofrisi, er sagt - a.m.k. hluta orsök slyssins.
--Eins og í tilviki Lion Air fyrir ca. 6 mánuðum. - Ástæða þess Boeing setti upp MCAS - er til að fást við hættu á ofrisi, en Max8 vélarnar kvá hafa tilhneygingu til þess að lyfta nefi sínu of mikið, sem skapi ofris-hættu.
- Skv. útskýringu ég hef fengið á netinu - þá er það sannarlega vegna þess, að hreyflarnir eru stærri en áður, þ.e. stærri að ummáli og flatarmáli, auk þess að vera færðir framar á vænginn auk þess að vera örlítið ofar.
- Skv. útskýringu er málið það, að þegar vélin er í klifri - þá skapi hliðar hreyflanna, lyfti-kraft, þ.s. loft skellur þá á horni á þeim.
- Þ.s. þeir hafi verið færðir framar, þá lyftist nef vélarinnar - sú tilhneyging vaxi með auknum hraða, meðan vélin sé í klifri og loft skelli á hreyflunum á horni.
- Eftr því sem nefið lyftist frekar, ágerast áhrifin.
- Ástæða staðsetningar hreyflanna - hafi verið skortur á plássi undir vél, ekki hafi verið pláss fyrir stærri hjólabúnað - milli búks og hreyfla, en hjólastellið virðist ef maður skoðar myndir - liggja flatt frá festingum rétt við hreyfla og liggja síðan út að búk.
--Sem væntanlega þíðir, bilið milli búks og hreyfla þyrfti þá að vaxa, er kostaði líklega verulega kostnaðarsama breytingu á væng-strúktúr. Sem Boeing hafi sparað sér.
Niðurstaða
Skýrslan sem birt er hér, er ekki endanleg niðurstaða. Miðað við hana má alveg ræða það hvort þáttur flugmanna hafi virkilega verið enginn, þegar kemur að orsökum slyss. MCAS kerfi vélarinnar, virðist klárlega orsakaþáttur.
Boeing vill enn sem fyrr, bjóða uppfærslur á MCAS kerfinu. Vélin er enn sem fyrr, með þann galla - sem er ástæða þess að Boeing setti MCAS upp í fyrsta lagi.
Þegar ég horfi á myndir af B737 vélum, virðist mér líkleg ástæða þess að ekki hafi verið hægt að setja stærri hjólabúnað, að svæðið milli búks og vængja sé ekki nægileg. Að breyta því, þíddi líklega verulega mikla breytingu á væng-strúktúr.
En sú breyting, mundi líklega gera vélarnar algerlega öruggar.
Spurning hvort að Boeing kemst upp með það áfram, að sleppa við kostnaðar-sama lagfæringu.
En þess í stað að bjóða í annað sinn, enn eina hugbúnaðar-uppfærsluna.
--Sem væntanlega felur í sér, lagfæringu á virkni MCAS.
Í þetta sinn, er líklega ekki nóg fyrir Boeing að sannfæra einungis bandarísk flugmálayfirvöld - niðurstaðan eftir Lion Air slysið, hafi framkallað vantraust gagnvart Boeing og flugyfirvöldum Bandaríkjanna.
Mér virðist það því ekki augljóst, að Boeing sleppi við dýra og tafsama lagfæringu, er gæti tafið framleiðslu vélanna verulegan tíma -- nokkur ár hugsanlega.
--En nýr vængur tæki slatta af tíma, þyrfti nýtt prófunarferli, o.s.frv.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:48 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 856011
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er frekar svakalegt. Og ég er hræddur um að það verði langt í að þessar vélar fari aftur í loftið. Ef þær gera það þá nokkurn tíma.
Þorsteinn Siglaugsson, 5.4.2019 kl. 18:47
Þorsteinn Siglaugsson, Boeing fyrirtækið kynnti á föstudag - að hægt verði á framleiðslu, úr rúml 50 per dag í rúml. 40 per dag. Þeir eru sem sagt, enn með framleiðslu vélanna í gangi - hafa einungis stöðvað afhendingar. Vonast bersýnilega enn eftir því, að vélarnar fái að fljúga fljótlega. Hinn bóginn er ég sammála þér, að málið lýti ekki vel út. Tæknilega virðist mér mögulegt með einni stórri breytingu - eiginlega nýjum aðalvængjum, unnt að gera þær fullkomlega öruggar, en það væri ótrúlega kostnaðarsöm leið. Ef Boeing neyðist til að - hætta framleiðslu, verður þá fyrirtækið með fullt af nýjum vélum - sem fá aldrei að fljúga, nema ef kannski bandar. herinn mundi taka þær yfir - hugsanlega.
--Trump gæti ákveðið slíkt til að redda Boeing.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 5.4.2019 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning