Trump hefur algeran sigur fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna varðandi rétt ríkisins til að halda ólöglegum innflytjendum í ótímabundnu varðhaldi

Hæstiréttur Bandaríkjanna virðist hafa veitt alríkinu afar frýtt spil þegar kemur að því hvað alríkið hugsanlega vill gera við þá ólöglegu innflytjendur sem einhverju sinni hafa orðið sekir um glæp.
En eitt baráttumálið er að reka þá úr landi, sem gert hafa eitthvað af sér.

U.S. Supreme Court hands Trump a victory on immigration detention

Supreme Court sides with Trump on immigration detention

U.S. Supreme Court gives Trump victory on immigration detention

  1. Associate Justice Samuel Alito -- said the strict ruling was to ensure homeland security officials were not constrained by inappropriate deadlines to detain convicted noncitizens. -- As we have held time and again, an official's crucial duties are better carried out late than never,
    --Rétturinn hafnaði því sem sagt, að það væri tíma-takmörkun á rétti ríkisins til að setja ólöglega innflytjendur í varðhald -- sem einhverju sinni hafa framið glæp!
    --Skv. því sé sá aldrei öruggur  í landinu ef hann býr þar réttlaus - ef sá hefur nokkru sinni orðið sekur um glæp af einhverju tagi, þó sá hafi lifað lífi utan glæpa eftir það - sæki vinnu, ekki orðið sekur um glæpsamlegt athæfi ef til vill árum saman síðan.
  2. The ruling, authored by conservative Justice Samuel Alito, left open the possibility of individual immigrants challenging the 1996 federal law involved in the case, called the Illegal Immigration Reform and Immigrant Responsibility Act, on constitutional grounds - their right to due process - if they are detained long after they have completed their sentences.
    --Það gæti orðið að áhugaverðu prófmáli, ef ríkisstjórn Trumps beitir hinni víkkuðu túlkun á innflytjendalögum frá 1996 -- þá skv. Alito dómara, sé það opið fyrir þann sem sé fangelsaður í samræmi við þá túlkun laganna - löngu eftir að hafa afplánað dóm; að kæra lögin frá 1996 á þeim grunni, þeim sé neitað um - réttmæta málsmeðferð.

 

Ég er afar hlutlaus í þessu máli!

Ég lít ekki sjálfkrafa á ólöglega innflytjendur sem glæpamenn -- á móti, ekki endilega sammála því heldur, þeir hafi einhvern sjálfsagðan rétt til veru í því landi heldur.

Ég sé ekki ástæðu til þess, að ófrægja ólöglega innflytjendur sem slæmt fólk - það sé í sjálfu sér ekki slæmt markmið, vilja betra líf -- á móti, sé það ekki endilega réttur þess, að fá betra líf í öðru landi -- það sé komið undir því landi sem það hefur smyglað sér til, hvort viðkomandi fær þar að vera eða ekki; rökrétt íhuga landsmenn þá spurningu í samræmi við mat á hagsmunum landsmanna - aukinn aðflutningur þarf ekki vera gegn hagsmunum landsmanna, hann geti einnig það verið.
--Matið þar um geti tekið breytingum eftir tímabilum, ekkert endilega að því - íbúar mega skipta um skoðun, og þeir mega gera það eins oft og þeir vilja.
--Aðstæður og tímar séu síbreytilegir, því rökrétt að mat geti breyst margsinnis.

  1. Ég ætla því ekki að lísa þeirri skoðun, að afstaða ríkisstj. Bandar. sé röng.
  2. Ekki heldur fullyrða hún sé rétt!

Þetta sé þeirra mat í dag - það geti breyst á morgun, eða á nk. kjörtímabili.
Afstaða Bandar. til innflytjendamála hefur breyst margsinnis í þeirra sögu.
Og á örugglega eftir að breytast aftur síðar.

 

Ef menn íhuga hvort á að heimila ólöglegum innflytjenda að vera!
Finnst mér alveg í lagi að íhuga - hvort viðkomandi hefur nýtilega þekkingu eða reynslu.
Að sjálfsögðu hvaðan sá kemur - hvort viðkomandi væri líklega hætta búin vegna brottvísunar.
--Ef sá hefur dvalist í landinu um hríð - veiti það viðkomandi engan sjálfkrafa rétt.
--Það sé samt alveg í lagi þó, að skoða hegðan viðkomandi í landinu - ef sá er í vinnu, stendur sig vel, hefur ekki brotið að öðru leiti af sér - séu það prik.

  1. Ég styð ekki kenningar í þá veru, að íbúum Vesturlanda sé stórfelld hætta búin, vegna yfirvofandi aðflutnings frá öðrum heimsálfum.
    --Virðast þær kenningar vægt sagt -- hysterical.
  2. Slíkar hugmyndir halda á lofti þeirri sýn, aðflutningur sé rosalega hættulegur.
    --Mig grunar oft, að þeir sem séu mest æstir -- kenna aðkomumönnum fyrir að þeir séu æstir, séu fyrst og fremst æstir, vegna eigin hugmynda.

Það sé til staðar hugmyndafræðileg dramatík, lítt eða ekki studd af staðreyndum.

  • Sagan sýni, aðkomuhópar vissulega - eru framan-af fátækari en heimamenn, og gjarnan hafa hærri glæpatíðni.
  • Hinn bóginn, virðist hvort tveggja líða hjá - eftir því sem hópur nær fótfestu í samfélaginu.

Þetta komi fram er saga Bandaríkjanna sé skoðuð - það gerist margsinnis að aðkomubylgjur verða, það virðist ítrekað endurtaka sig svipuð atburðarás.
--Þannig að álykta má líklega með sæmilegu öryggi, hvað líklega gerist.

  1. Aðkomubylgjur spretta fram - það vissulega verður áberandi glæpatíðni, líklega þ.s. aðkomumenn séu fátækari - renna ekki eins vel inn í störf.
  2. Þá sprettur fram, mótbylgja andstöðu innan samfélagsins.
  3. Þá sé gripið til takmarkana, eftir andstaða nær pólit. áhrifum.
  4. Síðan líður tíminn -- aðkomuhópurinn verður að Bandaríkjamönnum.

--Síðar er aftur slakað á klónni - ný aðkomubylgja verður, og sagan endurtekur sig.
--Þetta hefur gerst þó-nokkuð-sinnum í sögu Bandaríkjanna.

Bandaríkin eru í dag samsett af mörgum aðkomubylgjum - þær hafa ekki hingað til lagt Bandaríkin í rúst. Þannig, að stórir dómsdags-dómar er stundum heyrast - virðast raunverulega hysterical. 

 

Niðurstaða

Ég auðvitað styð rétt hvers samfélags til að ráða sínum málum - það sé engin endanleg formúla til. Það sé alveg rökrétt, að geta samfélags til að veita aðkomufólki skjól - geti verið breytileg eftir tímabilum. Sú geta auðvitað ræðst af mörgum þáttum.

--Atvinna t.d. næg atvinna líklega gerir aðflutning auðveldari fyrir samfélag.
--Hugmyndafræði skiptir örugglega máli, velvilji vs. illvilji hefur án vafa áhrif á vilja samfélags og getu.
En geta sennilega markast af - umburðalyndi samfélags. Það sé umburðarlyndara þegar atvinna og efnahagshorfur séu góðar -- síður svo þegar hvort tveggja sé slæmt.
Og auðvitað, menn eru síður umburðalyndir gagnvart hópum - sem hafa verulega ólík viðhorf viðhorfum landsmanna.

Samfélag sjálft þurfi auðvitað að þekkja sín takmörk.
Og eins og ég benti á, hafa aðkomumenn ekki sjálfsagðan þegnrétt.

Ég tek ekki afstöðu til þess hvort Trump og stuðningsmenn hafa rétt fyrir sér í samhengi Bandaríkjanna - þeir megi berjast fyrir því sem þeir telja rétt, sama eigi við þá sem séu öfugrar skoðunar og teljast þegnar Bandaríkjanna.
--Flest bendi til þess, að þó dómur hafi fallið Trump í vil í þetta sinn, sé ekki enn öllum spurningum svarað fyrir dómi, um rétta málsmeðferð skv. lögum og hugsanlegan rétt ólöglegra innflytjenda til réttlátrar málsmeðferðar.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Einar Þú verður að taka afstöðu. Þú getur vel gert betur. Í fyrstu voru bandaríkin löglaus sérstaklega í vestrinu. Síðan lærðu menn að stjórna sínum innanríkismálum. Þeir völdu inn fólk sem þeim vantaði eins og sem dæmi þeir báðu Breta að senda fleiri iðnaðarmenn smiði og vélsmiði. Fyrir öll lönd voru kvótar ef ef þú hafðir gáfur á einhverju sviði þá fékkst þí OK stimpill og Græna kortið. Svo komu Mexicanar ólöglega inn í landið sem auðvita skapaðu úlfúð. Aðrir sögðu við þurfum þetta fólk. Þeir voru hættir að segja við þurfum Evrópubúa svo við erum þeir sem fáum ekki leyfi í dag vegna þessara ólöglegu sem vinstri menn segja nauðsynlegir. Lög landa verða að gilda einar.

Valdimar Samúelsson, 20.3.2019 kl. 12:59

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Valdimar Samúelsson, þú ert að tala um lögin frá 1922 - sem þeim reglum var breytt rámar mig 1966, þær kvótareglur afnumdar þá. Lögin frá '22 voru langt í frá fyrstu innflytjendalögin. Í dag gilda breytingar frá 1996.
--Þessi lög taka breytingum eftir því sem ríkjandi skoðanir innan Bandar. taka breytingum frá einum tíma til annars.
Hef enga skoðun á því sjálfur - hvernig Bandar. eiga að haga þessu til.
---------
Ekki heldur skoðun á því, hvort Bretar eigi að hætta í ESB eða ekki.
--Deilur um innflytjendamál innan Bandar.  séu mál Bandar.manna -- deilur um Brexit mál Breta.
**Utanaðkomandi komi ekki við hvernig Bretar haga sinni skipan gagnvart ESB - eða hvernig Bandar.menn haga sínum innflytjendamálum.
---------
Ég mundi ekki spyrja Bandar.menn um þeirra skoðun á innflytjendamálum á Íslandi - né hvernig Ísl. ætti að haga sínum samskiptum v. V-Evrópu.

Stóru málin séu mál hverrar þjóðar fyrir sig.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.3.2019 kl. 18:08

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þakka Einar. Góð grein samt Kv V

Valdimar Samúelsson, 20.3.2019 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 101
  • Frá upphafi: 858811

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 87
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband