10.3.2019 | 20:53
Mun Ísrael hugsanlega banna íslenska Eurovision lagið?
Ísraelsk gyðingahreyfing sem hefur árum saman stutt við gyðinga er hafa orðið fyrir hatursofbeldi - af hálfu Palestínumanna og Araba, hefur farið þess formlega á leit við stjórnvöld Ísraels að íslenska hópnum - Hatara - verði bannað að koma til Ísraels!
Israeli Civil Rights Organisation Calls For Hatari To Be Banned From Entering Israel
Israel could ban Icelandic Eurovision entrant over political views
Eurovision drama: Calls to ban Iceland entry over Palestinian protest plan
Shurat HaDin hreyfingin er virðist vera - baráttuhópur fyrir rétti gyðinga, bendir á yfirlýsingar frá meðlimum Hatara - að meðlimir hljómsveitarinnar hafi skrifað undir yfirlýsingu fyrir ári síðan - þ.s. fólk var kvatt til að hundsa keppnina í Ísrael.
Persónulega finnst mér lagið skemmtilegt!
Nitsana Darshan-Leitner, forsvarsmaður samtakanna - vísar til ísraelskra laga, sem veita yfirvöldum heimild til að banna sérhverjum útlendingi -- komu til Ísraels, er hafi kvatt til -- hundsun Ísraelsríkis.
Tekið úr yfirlýsingu, Shurat HaDin:
According to the amendment to the Entry into Israel Law, a person who is not an Israeli citizen or in possession of a permanent residence permit in Israel will not be granted a visa or residency permit, if he or the organisation or body he is working for has knowingly issued a public call to boycott Israel, as defined in the Law for Prevention of Damage to State of Israel through Boycott. The Icelandic band publicly and explicitly called for and supported a boycott of Israel. They must be prohibited from entering the country.
Fram kemur í fréttum, að samtökin hafi staðið fyrir málaferlum gegn tveim Nýsjálenskum aðgerðasinnum, fyrir opið bréf sem þeir sendu til - vinsæls tónlistarmann er hugði á för til Ísraels, ekki löngu síðar hætti viðkomandi við Ísraels-ferðina; niðurstaða réttar í Ísraels hafi verið sú - að aðgerðasinnarnir tveir yrðu að greiða sekt - fyrir athæfi ætlað að skaða hagsmuni Ísraels.
--Skv. þessu, virðast samtökin - greinilega líta á baráttu fyrir Ísrael, sem þátt í því að verja réttindi gyðinga.
--Augljóslega, er þetta hópur Ísraels-sinna.
Rétt að taka fram, að Netanyahu hefur samþykkt samkomulag við -- rétthafa Eurovison keppninnar, að enginn keppandi verði útilokaður.
Eurovision organisers, the European Broadcasting Union (EBU), have previously insisted that the Israeli government commit to allowing entry to anyone who wants to attend Eurovision, regardless of their political views. Israeli prime minister Benjamin Netanyahu agreed to the EBUs conditions, despite opposition from Israels minister for strategic affairs, Gilad Erdan, who described the demands as a disgrace and a humiliation.
Sem þíði þó ekki - að Shurat HaDin - geti ekki aflað þeim málstað fylgis innan ríkisstjórnarinnar, að banna - Hatara.
The Interior Ministry informed Ynet that the matter will be looked in to by the Ministry with the relevant other authorities. A spokesperson explained that: In line with the amended law, the interior minister will receive a recommendation from the authorized body, the Ministry of Strategic Affairs, and only then make a decision.
Það gæti þítt, að málið rataði alla leið inn á ríkisstjórnar-fund.
Niðurstaða
Persónulega efa ég að ísraelsku baráttusamtökin, Shurat HaDin, fái vilja sinn fram. Mig grunar að ef íslenska lagið yrði skyndilega - bannað. Þá gæti það valdið vandræðum - það kæmi mér ekki á óvart, að fjöldi landa þá drægi sig úr keppninn þetta árið. Ég reikna með því að, samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, mundu beita stjórnvöld þrýstingi á móti.
Fyrir íslenska lagið -- er þessi umræða sennilega góð, þ.s. hún vekji áhuga og umræðu á laginu, m.ö.o. sé líkleg til að fjölga atkvæðum þeim sem lagið hugsanlega fær. Ef málið rataði alla leið inn á borð ríkisstjórnar Ísraels - þá væri það enn meiri auglýsing fyrir lagið.
En þetta er líka spurning, hvort Ísrael vill áfram taka þátt í keppninni.
Mig grunar að Ísrael kjósi að halda þeirri þátttöku áfram.
--Íslensku keppendurnir mættu þó vera ívið gætnari í yfirlýsingum, þó þær eigi að vera húmorískar - virðast sumir aðilar ekki hafa húmor fyrir þeim.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 11.3.2019 kl. 01:45 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einar ég verð nú að segja að ég hata :-) svona haturslög og vona að Ísrael banni það og sýni þessum heimi að þetta er ekki allt með feldu á þessum sviðum. Það er ekki hægt að láta óþroskaða unglinga stjórna öllu og gefa fólki rangar hugmyndir um þjóðir og fólk.
Valdimar Samúelsson, 10.3.2019 kl. 22:11
Það verður að tryggja að strákarnir hafi góða lífverði meðan þeir eru þarna
Þorsteinn Siglaugsson, 10.3.2019 kl. 22:23
Valdimar Samúelsson, þú misskilur þá lagið algerlega - en þ.e. samið gegn hatri.
Framsetningin er kaldhæðin, en afstaða bandsins kemur vel fram í margvíslegum viðtölum sem finna má á netinu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 10.3.2019 kl. 23:51
Þorsteinn Siglaugsson, já - það getur verið full þörf fyrir það - en það hafa verið töluverð grimm viðbrögð á ísraelskum samfélagsmiðlum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 10.3.2019 kl. 23:52
Hvernig yrðum við Englar alheimsins,værum við í sömu sporum og þeir,?
Helga Kristjánsdóttir, 11.3.2019 kl. 01:45
Þakka Einar. Það er bara nafnið sem vekur hroll. Hatur virðist vera vörumerki yngri kynslóðanna í dag. Ég sjálfur les ekkert annað en nafnið og reyndar get varla greint hvað þeir syngja. Þeir líta út eins og BDSM ef það er rétt skammstöfun á haturs kynlífs atferli. I hate Trump og margt fleira. Ég man alltaf að á yngri árum mínum fólk forðaðist að nota orðið hatur. Já hatursglæpur, svo heiðursglæpur þegar það þarf að fínisera hatursglæpinn.
Valdimar Samúelsson, 11.3.2019 kl. 11:01
Valdimar Samúelsson, ef marka má bandið, er uppsetningin form af ádeilu, uppsetningin og textinn eigi að sýna fáránleika haturs-hugsunar, skv. þeim sjálfum er útbreiðsla haturs eitt helsta mein samtímans - þeir eru einnig uppteknir af gerviveröld tilbúinna þarfa og auglýsingamennsku, sem skýri endurteknar yfirlýsingar, heimurinn sé blekking - við séum öll að láta hafa okkur að fíflum, í texta lagsins má fynna tilvísanir í þær hugsanir -- þeir koma fram á sviði í þessun leikgerfum, sem er ætlað vera stuðandi - ætli það hafi ekki heppnast, tilgangurinn sé að flytja boðskap. Eins og þeir koma fram á sviði, er þetta í og með leikþáttur, í daglegu lífi er þetta mjög venjulegt fólk. Aðalsöngvarinn t.d. á litla dóttur, ef þú horfðir á íslensku eurovision dagskrána sást litla stelpan í barna-afmæli, hljómsveitarmeðlimir bökuðu kökur. Hann starfar hjá RÚV. Hinn söngvarinn er trésmyður að starfi, veit ekki hvort hin konan með þeim er vinkona hans. En hann kvá hafa smíðað leikmyndina þau notuðu á sviðinu. Mjög duglegt og áhugavert fólk virðist mér.
--Skoðaðu þessar myndir:
https://twitter.com/leanderkills/status/1094367355998818305
https://twitter.com/leanderkills/status/1094373502130507776
--Í fyrri senunni má sjá litlu dóttur aðalsöngvarans, og dóttur dansarans á sviðinu - sem er í leðri með hettu og öllu, með keðju tengt við.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 11.3.2019 kl. 12:39
Einar reyndar horfði ekki á þetta en auðvita er ég ekki dómbær á strákanna né lagið heldur Nafnið sjálft sem margir tala um. Kannski ósanngjarnt en það verður gaman að fylgjast með :-)
Valdimar Samúelsson, 11.3.2019 kl. 15:01
Hatur --- allir hata, þjóðverjar í síðari heimstyrjöld ... hötuðu gyðinga, gyðingar hata "Evrópu"-búa, Evrópubúar, hata Rússa ... Líberalistar, hata Trump ... trumpistar hata "poosies" ... og svona má lengi halda áfram.
En, "Love, dont war" ... sögðu hipparnir meðan þeir sáu ekki heimin í gegnum LSD rikið... "it is my God given right!" segja New York búar.
Örn Einar Hansen, 12.3.2019 kl. 19:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning