Nýtt arabískt vor? Mótmæli í Alsír vekja vonir um breytingar í landinu!

Lengi starfandi forseti Alsír er kominn yfir áttrætt - hefur verið í hjólastól síðan hann fékk slag - fór nýverið til lækninga utan landsteina er því ekki í landinu þessa dagana; spurningin hvort hann hefur í raun heilsu til að stjórna.
--Mótmæli hafa farið fram algerlega friðsamlega.
--Þau hafa verið fjölmenn, útbreidd, en ekki síst - innihaldið þverskurð þjóðarinnar.
Þó það sem mesta athygli vakir, vísbendingar um klofning innan valdahóps landsins.

Algeria shuts universities as rallies pile pressure on Bouteflika

Algeria sends students home early amid Bouteflika protests

Algeria protests grow against fifth term for president

Biggest day of protests yet against Algerian president

Image result for algeria map

Eins og rás atburða er líst - vakna minningar af falli A-tjalds ríkjanna í Evrópu veturinn 1989, og stjórnar Ben Ali í Alsír við upphaf árs 2011!

Það sem þetta líkist ekki enn - er rás atburða í Sýrlandi, þar hófust fjöldamótmæli vorið 2011, þau stóðu yfir sumarið - ríkisstjórninni tókst ekki að brjóta þau niður; síðs sumars skipar Assad hernum að hefja skothríð á mótmælendur - sem enn voru á þeim punkti óvopnaðir.
--Ekki löngu eftir þá ákvörðun forseta landsins, höfðu mótmælendur brotið sér leið inn í vopnabúr hersins, nokkur fjöldi hermanna gengið í þeirra raðir - borgarastríð skollið á.
--Nú virðist sem Assad hafi sigrað, með inngripi Írans og Rússlands, en útlit fyrir að sigurinn feli í sér að - ríkja yfir rústunum.

Í A-Evrópu, var atburðarás veturs 1989-1990, friðsamleg fyrir utan Rúmeníu, þ.s. landstjórnandi gerði tilraun til að verjast með vopnavaldi innanlands-uppreisn, en sú tilraun stóð yfir stutt - eftir að landstjórnandi ásamt eiginkonu voru handtekin og drepin.
--Í öllum tilvikum, hefur tekið við - friðsöm uppbygging.

Túnis er eina Araba-landið þ.s. valdaskipti enduðu friðsamlega með öllu 2011. Síðan þá, hefur tekist að halda við lýðræðiskjörinni ríkisstjórn. Landið hefur ekki verið laust við deilur, en mótmæli er þau hafa skotið upp, hafa verið friðsöm - í ætt við átök um kaup og kjör sem t.d. sjást stað víða, m.ö.o. normal deilur.

  1. Rétt að nefna, að í Alsír voru einnig fjöldamótmæli 2011, en þau voru þá barin niður af stjórn landsins -- því virðist ekki hafa fylgt umtalsvert blóðbað, meir í ætt við harðar lögreglu-aðgerðir, en þ.s. hratt af stað borgaraátökum í Sýrlandi.
    --Nú aftur á móti, virðist eining ríkisstjórnar landsins - mun veikari, þeir aðilar er standa henni að baki, klofnir -- sem veiti mótmælendum að virðist, miklu betra tækifæri en síðast.
    --Síðan, séu mótmælin öðruvísi en 2011, þ.e. friðsamari - þ.s. sennilega er mikilvægara, þátttaka víðtækari meðal almennings.
  2. Sumir líkja málinu við atburði í Egyptalandi, rétt áður en stjórn Mubaraks féll.
    Þar eins og þekkt er, fóru fram almennar kosningar - við tók ríkisstjórn skipuð meirihluta íslamista-hreyfingar, er varð stærsti flokkurinn á þingi.
    --Sá sannarlega rétt kjörni forseti, var síðan felldur af valdaráni hersins, og núverandi landstjórnandi fyrrum hershöfðingi situr enn - í krafti hers Egyptalands.
    --Stutt forsetatíð forseta Bræðalags-múslima, einkenndist af hörðum þjóðfélags-deilum, sá klofningur leiddi til töluverðs stjórnleysis innan landsins - það stjórnleysi virtist vera hagnýtt af margvíslegum öfgahópum.
    --Mitt í öngþveitinu, þegar fjöldamótmæli voru í gangi, lét herinn til skarar skríða.
    Og batt endi á stutta lýðræðis-tilraun -- milli 1-2000 liðsmenn Bræðralags-Múslima virðast hafa verið drepnir, í flestum tilvikum er þeir beittu friðsömum mótmælum gegn valdaráninu.
    --Niðurstaðan varð í raun sú, að djúpstæðar þjóðfélagsdeilur voru ekki leystar - herinn bannaði starfsemi Bræðralags-Múslima -- -- róttækari íslamista-hreyfingar virðast hafa tekið yfir sviðið af Bræðralaginu, eftir að flestir þekktir meðlimir þess voru handteknir.
    **Og í raun ríkir - low intensity - stríð í landinu, þ.e. vopnaðir hópar eru áhrifamiklir á jaðarsvæðum innan landsins, hernum hefur ekki tekist að brjóta þá á bak aftur.
    --En herinn ræður langsamlega stærstum hluta landsins.
    --En ástandið er stöðugt að séð verður, ótryggt.

Við höfum nokkur dæmi í A-Evrópu þ.s. úrlausn mála endaði í öllum tilvikum, friðsöm.
Eitt dæmi í Mið-Austurlöndum, þ.s. einnig tókst að landa friðsamri útkomu.

2011, náði mótmælahreyfing aldrei að ógna að ráði stjórninni í Alsír.
Stjórnin í Egyptalandi féll - en eftir stutta stjórn lýðræðskjörins forseta, tók herinn þar völdin að nýju -- hefur síðan ríkt, mjög hart lögregluríkis-ástand í Egyptalandi.
--Rétt að taka fram, forseti Bræðralags-Múslima, virðist hafa verið afskaplega óhæfur.
--Egyptaland var óheppið, að sá sem náði kjöri - reyndist svo illa hæfur til að stjórna.

  • Það hjálpar mjög - friðsamri byltingu, ef leiðtogar hennar - hafa færni til að stjórna!
    --Annars getur það gerst eins og í Egyptalandi, að gagnbylting nær völdum.
  1. Eins og ástandið í Alsír - virðist líta út að þessu sinni, þá virkar það á mig - um margt svipað því er gerðist í A-Evr. - þ.e. fjölmenn mótmæli er stækka stöðugt og stöðugt, a.m.k. enn algerlega friðsöm.
  2. Stjórnvöld hafa a.m.k. enn, látið hjá líða - að beita hörðum aðgerðum gegn þeim.

Þannig spiluðust mál í flestum tilvikum í A-Evr. að valdaskipti fóru ótrúlega áreinslulítið fram - fyrir utan eitt tilvik, eins og að - ríkisstjórnirnar hreinlega misstu áhugann á því, að halda völdum.

Þetta virkar þannig pínu á mann nú, að stjórnendur í Alsír - séu einhvern veginn ekki tilbúnir í það, að beita hörðu -- gætu einfaldlega valið að stíga til hliðar.
Kannski eru þeir pínu eins og höfuðlaus her - þ.s. Bouteflica er greinilega veikur, staddur á heilsuhæli í Sviss.
Kannski er það málið, án mannsins sem hafi ráðið landinu svo lengi, standi þeir dálítið - ráðalausir.
Og vísbendingar séu í þá átt, að samstaðan innan valdahópsins sé ekki sú, sem hún var áður - sem gæti verið vegna þess, forsetinn sé veikburða - ekki í landinu þegar stress atburðarás er í gangi.

  • Þarna gæti því opnast tækifæri - fyrir, samkomulag milli stjórnar-andstöðu og valdahópsins, að sá víki - gegn vilyrði að engar ofsóknir gegn fyrri stjórnendum fari fram í kjölfarið.

 

Niðurstaða

Ef friðsöm valdskipti færu fram í Alsír sem enduðu með þeim hætti, að raunverulegt lýðræði mundi taka við, og það mundi ganga a.m.k. ekki verr en í Túnis -- þá gæti það vakið nýjar vonir um framtíð Mið-Austurlanda.

Á hinn bóginn, hefur rás mála í Sýrlandi - Líbýu og Egyptalandi, leitt til ákveðins vonleysis - sannfært marga að lýðræði eigi litla möguleika í löndum Araba.

Sbr. hvernig mál þróuðust í Sýrlandi - þ.s. ákvörðun Assads forseta, að beita hernum gegn því er á þeim punkti voru enn, óvopnuð mótmæli - ákvörðun sem klárlega leiddi til þess borgarastríðs sem síðan hefur leitt til eyðileggingar að stórum hluta Sýrlands.

Eða í Líbýu, þ.s. uppreisn er hún hófst var vopnuð þegar í upphafi, er hluti hers landsins reis upp ásamt hluta íbúa landsins -- hart borgarastríð blasti við; en þá blönduðu Frakkar og Ítalir sér í mál, fengu stuðning Obama forseta Bandar. við málið - en eins og vitað er, leiddi sú hugmynd ekki til friðar í landinu.
--Bendi samt á, enginn getur mögulega vitað, hvort Gaddhafi hefði haft sigur, ef engin utanaðkomandi afskipti hefðu farið fram. A.m.k. getur enginn fullyrt, að afskipti Frakka og Ítala hafi verið rétt, þó enginn geti heldur sagt með 100% öryggi þau hafi leitt verra fram.

Síðan auðvitað, Egyptaland - þ.s. kjörinn forseti reyndist óhæfur stjórnandi, stjórnunarstíll hans kallaði fram - víðtækar deilur og mótmæli, er leiddu fram umtalsvert stjórnleysis-ástand; sem her landsins síðan nofærði sér til að taka völdin að nýju.
--Í Egyptalandi hefur síðan verið til staðar, afar hart lögregluríkisástand - ásamt skærustríði, sem þó ógnar ekki stjórn landsins.

  • Á hinn bóginn, ef Alsír yrði að lýðræðisríki - ásamt Túnis. Væri í Norður-Afríku A-verðri komið nokkurs konar, lýðræðishorn.

Spurning hvernig það spilaðist inn í rás mála innan Líbýu, en A-megin í Líbýu ræður klofin ríkisstjórn í Tripoli, sem Evrópusambandið og SÞ - hafa haft samvinnu við. 
--Lýðræðisbylgja í Alsír virðist mér, að gæti haft veruleg áhrif fljótt þarna.

V-megin í Líbýu, ræður herforingi sem reis upp gegn Gaddhafi, Haftar - hann nýtur stuðnings Saudi-Arabíu og Sameinuðu-arabísku-furstadæmanna, er af mörgum talinn vilja verða annar - Gaddhafi. Hinn bóginn virðist hann ekki hafa áhuga á lýðræði.

  • Lýðræðislegt Alsír - gæti myndað áhugavert mótvægi, ásamt Túnis - við áhrif einræðisstjórnanna við Persaflóa.

Það kemur í ljós hvað gerist!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Arabar og múslímar skilja ekki lýðræði, þeim hentar ekki annað en einræði og ofbeldi. Menningarstig þeirra er svo lágt.

Halldór Jónsson, 10.3.2019 kl. 19:52

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Halldór Jónsson, hvernig skýrirðu lönd eins og: Bangladesh - Malasíu - Indónesíu og Túnis? Túnis er Arabaland - Bangladesh, Malasía og Indónesía auðvitað ekki. En öll eru meirihluta til, múslimalönd. Og í þeim öllum telst vera lýðræði.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 10.3.2019 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband