3.3.2019 | 20:39
SpaceX fyrsta einkafyrirtækið að senda far hannað til að bera fólk til alþjóða geimstöðvarinnar
Skv. fregnum á sunnudag, hafði tekist að tengja - Dragon - geimhylki smíðað af SpaceX við alþjóða geimstöðina, svo skv. því er - Dragon - geimhylki SpaceX tilbúið til notkunar: SpaceX Crew Dragon nails crucial test: Docking with the space station.
--Bandaríkin hafa um nokkra hríð ekki ráðið yfir geimfari til flutnings fólks upp á braut um Jörðu - um tíma voru Bandaríkin með samning við Rússland um leigu á Soyus geimhylkjum, en á seinna kjörtímabili Obama, bannaði Pútín Bandaríkjunum aðgengi að Soyus geimhylkjum.
Það var algerlega augljóst að bann Pútíns, mundi hafa þau óhjákvæmilegu áhrif, að Bandaríkin mundu sjálf á ný smíða sér sambærilegt geimfar! Þannig að það mundi þá aldrei gerast aftur, að Bandaríkin mundu standa í þess slags viðskiptum við Rússland!
--Ég get því ekki sagt að bann Pútíns hafi verið snjöll ákvörðun!
SpaceX rocket with unmanned U.S. capsule blasts off for space station
SpaceX launch edges Musk closer to taking humans into space
Sýniseintak af mannaða geimhylkinu nýja
Falcon 9 - geimflaugin er afskaplega magnað fyrirbæri!
- SpaceX hefur tekist að smíða kerfi þ.s. fyrsta þrep kerfisins - snýr aftur við til lendingar á skotsvæðinu þaðan sem flauginni var skotið.
- Á sl. ári var tilraun þ.s. slík endurkoma tókst í fyrsta sinn.
Í þetta sinn, er leikurinn endurtekinn - en að þessu sinni í stað gerfihnatta á toppi flaugarinnar, er Dragon geimhylkið fyrir mannaðar ferðir upp á sporbaug.
Ég held að það séu engar íkjur, að Falcon 9 eldflaugakerfið til geimskota, sé fullkomnasta slíkt kerfi sem til er í heimi hér.
Þetta er ekki öflugasta eldflaug sem nokkru sinni hefur verið smíðuð. En þetta er eitt af þeim öflugustu sem til eru í dag, auk þess að kostnaður við geimskot - þegar menn verða farnir að treysta betur á áreiðanleika kerfisins, eftir að fleiri ferðir hafa heppnast; verður til nokkurra muna minni en við þau kerfi er áður hafa verið til.
Það er það atriði, að SpaceX hefur tekist að smíða fyrsta þrep, sem flýgur aftur til baka.
Fyrsta þrepið er stærsta einstaka stykkið, ég á von á því að SpaceX muni skoða frekari endurnýtingarmöguleika í framþróun kerfisins.
- Þó svo að SpaceX hafi tekist að sanna - mannaða útgáfu Dragon geimhylkisins.
- Þá er nú beðið eftir Boeing fyrirtækinu, sem tekur þátt í keppni um - framtíðar geimhylki bandaríska ríkisins. Geimhylki Boeing hefur ekki enn flogið.
Það síðan eftir að vera frekari tilrauna-skot, og bandaríska ríkið ætlar sér síðan að velja á milli keppinautanna. SpaceX hlýtur þó að vera nú með nokkuð forskot á keppinaut sinn.
--Útkoman er þó ekki fyrirfram gefin.
Keppnin er ekki um heildarkerfið til geimskota - heldur einungis, hvort geimhylkið verði notað. Þannig gæti SpaceX tæknilega lent í því, að ef hylki Boeing yrði valið - að flaugar SpaceX yrðu notaðar til að skjóta upp hylki keppinautar SpaceX.
--Það þarf þó alls ekki að fara þannig.
Ég hugsa þó að SpaceX sé án vafa áhugaverðasta fyrirtækið er stundar geimskot þessi misserin.
Niðurstaða
Ef SpaceX fyrirtæki Elon Musk tekst umtalsvert að lækka kostnað við geimskot á braut um Jörð. Þá verður það án nokkurs vafa mjög mikilvægt afrek fyrir mannkyn allt. En málið er að ódýrari geimferðir stækka auðvitað möguleika mannkyns til hagnýtingar geimsins. Lægri kostnaður fjölgar þeim aðilum er hafa efni á því að nýta geiminn. Og alveg örugglega koma til með að auka samkeppni milli aðila er standa í þróun tækni til noktunar í geimnum. Aukin samkeppni sem fylgi fjölgun aðila - alveg örugglega auk þessa muni hraða þróun þeirrar tækni sem nýtist í geimnum.
En ég er algerlega öruggur á því að hluti af framtíðar lausn mannkyns, sé að finna í nýtingu hráefna er finnast á braut um Sólina. Nýting smástyrna hefst örugglega innan nk. 20-30 ára.
Og auðvitað, ódýrari geimskot að auki munu minnka kostnað við smíði geimstöðva framtíðar á brautum innan þyngdarsviðs Jarðar og Tungls.
Kv.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 859317
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning