Fyrirhugaði ríkisstjórn Trumps að selja Saudi-Arabíu -- kjarnorkutækni?

Þetta eru fyrir mér afar svimandi ásakanir, en ef það er til eitthvert land í heiminum sem ég mundi persónulega segja - að ætti aldrei að ráða yfir kjarnorkutækni, þá er það SA.
--Það áhugaverða er, að ég get trúað á Donald Trump að vera til í slíka sölu.
--Eins og ég upplyfi Trump - er hann móral-laus persóna, þ.s. viðskipti og peningar skipta öllu máli -- það sé næsta öruggt, að SA - væri til í að borga vel fyrir aðgengi að slíkri tækni.
Það þíðir þó ekki að ásakanirnar séu pottþétt sannar!
En hinn bóginn, hefur vörn Trumps gagnvart krónprins SA - vakið athygli.
Hann hefur að manni virst, lagt höfuðáherslu á að tryggja áfram halda valda MbS.
--Svo ákafur hefur hann virst þar um, að manni hefur komið til hugar, að einhver persónulegur samningur sé í gangi milli hans og krónprinsins - sem gæti orðið ógildur ef MbS hrökklaðist frá.

House Dems reveal new info on a shady White House plan to sell nuclear tech to Saudi Arabia

House investigates 'White House plan' to share nuclear technology with Saudis

Trump officials accused of promoting nuclear power sales to Saudis

 

Skv. ásökunum - var Flynn, potturinn og pannan í þessu máli

Flynn var í skamma hríð, Þjóðaröryggisráðgjafi - en var það einungis í ca. 100 daga rámar mig - fyrsti embættismaðurinn í ríkisstjórn Trumps til að hrökkast frá.

Ég get trúað þessu af þrem ástæðum!

  1. Fyrir kosningar 2016, gagnrýndi Donald Trump -- ríkisstjórn Obama harðlega fyrir það sem Donald Trump - sagði ónógan stuðning ríkisstjórnar Bandaríkjanna í tíð Obama við hefðbundin bandalagsríki Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum.
  2. Mjög fljótt eftir að Donald Trump náði kjöri - var mjög skýrt, að Donald Trump og krónprins SA - voru miklir mátar -- það hefur verið einn af rauðu þráðunum í utanríkisstefnu Trumps -- stuðningur við krónprins SA.
  3. Það hefur eiginlega vantað skýringu á þessu mikla vinfengi Donalds Trumps og krónprinsins -- eftir að krónprinsinn komst í vanda vegna stórs hneykslismáls, morðið á blaðamanninum Kashoggi; þá lísti Trump ítrekað yfir stuðningi við MbS.

--Donald Trump er viðskiptamógúll - þannig að ekki er undarlegt að maður velti fyrir sér þeirri spurningu, hvort verðmæt viðskipti tengist stuðningi Trumps - við MbS.

  • Donald Trump sjálfur hefur haldið - vopna-viðskiptum á lofti, en fullyrðingar Trumps um upphæðir þeirra viðskipta, hafa einfaldlega ekki staðist -- miðað við þá staðfestu samninga er liggja fyrir.
  • En kannski, skýrist mismunurinn í upphæðum - að Trump hafi verið búinn að gera samninga um sölu á öðru en vopnum; m.ö.o. kannski eru ofangreindar ásakanir sannar.

--Það er freystandi að skilja ákefð Trumps um stuðning við MbS þannig - að fjölskylduveldi Trump fjölskyldunnar, líklega hafi góðan skilding upp úr krafsinu - ef MbS er varinn áfram af Trump.

Nógu auðugur er krónprins SA - án nokkurs vafa persónulega miklu mun ríkari.

 

Niðurstaða

Það sem mér fyrst og fremst hryllir yfir - er tilhugsuninni um Saudi-Arabíu sem kjarnorkuveld. En um leið og SA - ræður yfir kjarnorkuverum, þá skapast möguleiki til að búa til - plúton sprengju. En plútóníum - er möguleg auka-afurð kjarnaklofnunar. Það fer eftir hönnun kjarnorkuvera, hversu mikið plútóníum verður til sem auka-afurð.
--Krónprins SA - hefur hótað Íran því að SA verði einnig kjanorkuveldi, ef Íran sprengir sína fyrstu kjarnorkusprengju.

Pakistan er kjarnorkuveldi, hver veit hvað hugsanlega var um samið og ekki er gefið upp.
Kannski plan B ef díll við ríkisstjórn Bandar. gengur ekki upp.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856024

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband