Er í raun og veru neyðarástand á landamærum Bandaríkjanna við Mexíkó -- Donald Trump finnst það greinilega!

Ég ákvað að skoða málið aðeins enda hafa Bandaríkin margvíslega sjálfstæða aðila sem stunda það stöðugt að rína í gögn og birta skýrslur -- einn slíkur aðili er: Center for Immigration Studies -- skjá skýrslu frá 2017: Robert Warren Center for Migration Studies.

 

Þetta er mörgu leiti forvitnileg skýrsla!

Ath. -- þarf að bæta þrem núllum við allar tölur.

Ef marka má skýrsluna -- þá er líklega ekki rétt að skilgreina neyðarástand.

  1. Taflan að neðan sýnir að heildarfjöldi ólöglegra innflytjenda frá öllum löndum fækkar úr 11.725.000 í 10.665.000 frá 2010.
  2. Ólöglegum Mexíkóum fækkar um liðlega milljón, þ.e. úr 6,6millj. í 5,29millj. og það sem er áhugavert - 2017 í fyrsta sinn, eru Mexíkóar minna en helmingur ólöglegra innan Bandaríkjanna.

  1. Daufu súlurnar sem sjást ekki vel - sýna ólöglega innflytjendur sem eru reknir frá Bandaríkjunum.
  2. Það sem er áhugavert er að - skv. myndinni öll árin frá 2010 - 2017, er fleiri ólöglegum innflytjendum vísað frá Bandaríkjunum, en sem koma inn.
  • Skv. því, hafa síðan 2010 innflytjenda-yfirvöld verið að vinna sína vinnu, og stuðla að töluverðri fækkun ólöglegra innan Bandaríkjanna þessi 7 ár.

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/img_0002_1339509.jpg

Skv. töflu 1. - fækkar ólöglegum innflytjendum frá Mexíkó í öllum fylkjum Bandaríkjanna sl. 7 ár þ.s. Mexíkóar eru fleiri en 50þ. -- t.d. 26% í Kaliforníu.

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/img_0003_1339510.jpg

  1. Tafla 3. sýnir að Mexíkóar voru stærsti einstaki aðkomuhópur sem eru ólöglegir, 2016.
  2. Takið eftir -- að helmingi fleiri þeirra komu löglega til Bandaríkjanna, en síðan urðu ólöglegir eftir að ferðamanna Visa rennur út -- en þeir sem smygla sér yfir landamærin.
  • Þetta hafa menn bent á í umræðinnu, að fleiri komi löglega til Bandaríkjanna - en síðan láta ferða Visa áritun renna út, en þeir sem smygla sér ólöglega.

Veggur væntanlega gagnast ekki til að glíma við þá, sem koma löglega til landsins - en síðan láta sig hverfa innan landsins er ferðamanna-áritun rennur út.

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/img_0004.jpg

Þessi tafla sýnir þróun í fjölda ólöglegra innan Bandaríkjanna milli 2010 og 2017 eftir ríkjum.

  1. Eins þarna kemur fram, fækkar ólöglegum heilt yfir um 1,06 millj. eða 9%.
  2. Þar af fækkar Mexíkóum um 1,31 milljón.
  3. Sem þíðir væntanlega, að öðrum en Mexíkóum fjölgar um 250þ.

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/img_0005.jpg

Skýrslan sýnir greinilega að ólöglegum innflytjendum fækkar síðan 2010.
Að fleiri er vísað úr landi ár hvert síðan 2010 en streyma til Bandaríkjanna.

  1. Þetta virðast greinileg málefnaleg rök gegn því að nú 2019 sé neyðar-ástand sé til staðar.
  2. Bendi á að þó tölur séu einungis til 2017 -- þá hefur Donald Trump hert stefnuna, því ekki ástæða að ætla -- að trendið 2018 hafi snúist við. 

Mér virðist því gögnin benda til þess, að það sé ekki neyðarástand í innflytjendamálum innan Bandaríkjanna!
--Það að ólöglegum fækkar hver ár frá 2010 - bendi til þess að stefnan sé að virka.
--Þar af leiðand, að óþarfi sé líklega að grípa nú til neyðar-ráðstafana!

Trump declares U.S.-Mexico emergency for border wall

Trump, in proclamation, says military help needed due to 'gravity' of emergency

Trump declares national emergency to pay for border wall

What Donald Trump’s national emergency declaration means

 

Það auðvitað veikir stöðu Donalds Trump í dómsmálastorminum framundan, að ólöglegum innflytjendum innan Bandaríkjanna fer fækkandi - ekki fjölgandi!

Fyrsta augljósa ábending er auðvitað - að það ríki ekki neyðar-ástand, þannig að yfirlýsing um neyðar-ástand, sé tilhæfulaus.

Eins og sést á gögnum sem ég vitna í, þá virðast sterk rök til staðar fyrir því - að það sé ekki neyðarástand - þó svo að gögn vanti frá 2018 reikna ég með því að hertar ráðstafanir sem Trump hefur beitt sér fyrir, leiði fram sömu niðurstöðu fyrir 2018 að nettó útstreymi sé til staðar þ.e. fækkun ólöglegra innflytjenda -- þannig fækkun sé sérhvert ár frá 2010.
--Bendi á að greinileg fækkun er 2017 miðað við 2016, fyrsta valdár Trumps.

Það má því alveg varpa fram þeirri spurningu, hvort verið geti að á brattann verði að sækja fyrir Donald Trump, að verja yfirlýsingu um neyð -- þegar gögn benda til þess þveröfuga?
--En enginn vafi er að yfirlýsing Trumps verður snarlega kærð.

Síðan getur verið að Donald Trump hafi skaðað sjálfan sig í ummælum: 
I didn't need to do this, but I'd rather do it much faster

Augljósi punkturinn er auðvitað sá -- skv. honum sjálfum, þurfti hann ekki að gera þetta.
En hann vildi frekar að veggurinn yrði reistur -- miklu hraðar!
--Það virðist grafa undan yfirlýsingu um neyðarástand.

Klárlega ef þú lýsir yfir neyð - til þess að koma X í verk - þá áttu ekki að segja, að ekki hafi í raun bráðlegið á X.
--Þá ertu í reynd að styðja mótbárur þeirra, sem segja enga neyð til staðar -- ekki satt?

 

Niðurstaða

Eins og sést á gögnum vitnað til, hefur ólöglegum innflytjendum innan Bandaríkjanna fækkað um milljón síðan 2010. Þeim hefur að auki fækkað sérhvert ár frá 2010. 
Það bendi til þess, öfugt við það sem gjarnan er sagt - að þær aðgerðir í innflytjendamálum sem til staðar eru, séu að virka. Eða m.ö.o. að ekki sé þörf drastískra viðbótarráðstafana.

Gögn ennfremur sýna að ólöglegt aðstreymi er nærri 2-falt meira gegnum svokallað - Visa overstay - þ.e. komið löglega til Bandar. með ferðamanna-áritun, en síðan dveljist viðkomandi áfram ólöglega eftir að ferðamanna-áritun rennur út.

Miðað við þetta er ekki að sjá að rosaleg brín þörf sé fyrir vegg.
Það að gögn sýni fækkun ár frá ári síðan 2010 - gæti þvælst fyrir Donald Trump á næstunni, þegar hann væntanlega lendir í glímu við dómstóla, þegar væntanlega yfirlýsing um neyð verður dregin í efa - og þess óskað að hún verði lýst, tilhæfulaus.

Það má auki vera, hans eigin orð í tilsvari við spurningu blaðamanns - sjá youtube video að ofan, geti auki þvælst fyrir honum, þ.s. hann sjálfur virðist grafa undan eigin yfirlýsingu þess efnis að veggjar sé þörf til að mæta meintri neyð.

--Það verður forvitnilegt að fylgjast með deilum Vestan hafs á næstunni.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband