14.2.2019 | 00:47
Dapurlegt hvernig deila um matar-aðstoð er orðin að þrætuepli milli Bandaríkjanna og ríkisstjórnar Venezúela
Það allra skrítnasta við ríkisstjórn Nicolas Maduro - er að hún enn þverneitar því að hungursneyð sé í landinu, þó yfirgnæfandi sannanir hafi blasað við í rúm 3 ár.
Nicolas Maduro -- Viðtal á BBC: Venezuela President Nicolás Maduro interview.
Fullkomlega steikt að lesa það sem Maduro segir.
En hann heldur því fram fullum fetum -- að ekkert hungur sé í landinu.
Það sé lygasaga haldið fram á Vesturlöndum -- til að réttlæta inngrip í landið.
--Síðan fullyrðir hann að einungis 800þ. Venezúelar hafi yfirgefið landið.
- Skv. gögnum SÞ - sem ég treysti mun betur, eru það 3 - milljónir.
--Svo er hann með sérkennilegar fullyrðingar, að milljónir Kólumbíumanna, hafi flúið til Venezúela -- sem að sjálfsögðu enginn kannast við.
- Skv. frásögn Maduro eru milljónir aðkomumanna -- stórfellt nettó aðstreymi.
Þetta kemur manni fyrir sjónir eins og frásögn -- ráðamanns frá Norður-Kóreu.
Einhvers konar - alternative - veruleiki. Í engum tengslum við það sem er vitað.
Til upplýsingar -- Skýrsla SÞ: VENEZUELA Humanitarian crisis.
- Þessi skýrsla er ekki glæný, frá 2018.
En sú skýrsla segir allt - allt aðra sögu, en fullyrðingar Maduro í viðtalinu.
Tja, eigum við ekki segja, að ég trúi miklu frekar rannsókn SÞ á ástandinu í landinu.
Spurning, hvenær er hægt að réttlæta inngrip?
- Vandamálið við Venezúela, að til staðar er landstjórnandi er virðist einungis tala í órum, er hann ræðir ástandið þar -- hann blaðrar út í loftið það sem er víðs fjarri öllu sanni -- afneitar rannsóknum SÞ sem staðfesta hungur.
--Kallar þetta allt, Vestrænar lygar. - Það sé einfaldlega ekki sjáanlegt nokkur leið, til að tjónka við Maduro -- eins og hann lyfi í öðrum heimi en okkar. Þegar á í hlut stjórnandi, sem virðist í engum tengslum við veruleikann, er klárlega engin von um lausnir frá slíkum aðila.
--Ein mesta verðbólga heimssögunnar geisar í landinu - 3 milljónir flúnar - hungur verið til staðar í rúm 3 ár.
**Og stað þess, að óska eftir matar- og lyfja-aðstoð, blaðrar hann, að landið hafi stolt, hafi virðingu - og hafnar því fullkomlega að nokkur þörf sé til staðar fyrir slíkt.
Ég skal hreinlega segja eins og er - mér virðist ástandið í Venezúela réttlæta inngrip, það að koma Nicolas Maduro frá -- því fulljóst sé af hans eigin orðum, hann sé fullkomlega búinn að tapa sýn á veruleikann -- -- ég er að segja, hann sé klárlega brjálaður - vitifyrrtur.
Geðveikur einstaklingur við völd, getur ekki leyst nokkurn skapaðan hlut.
Það virðist ljóst - að upphaf að lausn á vanda landsins, sé að koma honum frá.
Pólitískar deilur um matar-aðstoð!
Hungry Venezuelans urge help but standoff looms over 'politicised' aid
Alþjóða hjálparstofnanir eru ekki hrifnar af því, hvernig -- neyðar-aðstoð er orðin að pólitísku þrætuepli.
We remind interested parties that any potential political use of humanitarian aid can generate risks, in particular for those the aid is intended to support, if this use is not based on technical and objective criteria, - statement signed by War Child, Oxfam and others...
Vandamál fyrir slíka aðila er auðvitað, að deilan gæti leitt til þess að ríkisstjórn Maduro þrengdi að starfsemi þeirra - enn frekar en hún þó gerir.
- Auðvitað er það rétt, nánast það eina sem er rétt af blaðri Maduro - að sennan um mataraðstoðina á landamærum Venezúela -- er ætlað að koma Maduro frá.
- En það er síðan hann - sem er slíkur kjáni, að þverneita því að nokkur slík neyð sé til staðar.
--Með því, að sjálfsögðu veitir Maduro - andstæðingum sínum, fjölda áróðurs-prika.
Maduro tekur klárlega óvinsæla afstöðu, segja landið ekki þurfa hjálp.
Sem íbúar landsins að sjálfsögðu vita er ekki rétt.
Andstæðingur Maduro -- á sama tíma, höfðaði til hersins með þeim hætti, að fjölskyldur hermanna lyðu einnig skort, sem er alveg örugglega rétt.
- Maduro hefði auðveldlega getað -- eytt málinu, með því einfalda - að taka við aðstoðinni.
Síðan greinilega fyrirhugar ríkisstjórn Brazilíu að blanda sér í deiluna!
Brazil Considers Humanitarian Aid Route Into Venezuela From South
- Roraima er hvar 200þ. Venezúelar hafa komið yfir til Brazilíu.
Þar virðast stjórnvöld Brazilíu, ætla að koma upp birgðastöð fyrir hjálpargögn.
Og líkur virðast á að þaðan verði einnig beitt þrýstingi, um að fá að senda gögn yfir landamærin.
Deilan á landamærum Kólumbíu - er orðin það absúrd, að við brú sem liggur á milli landanna, hefur verið komið fyrir gámum Venezúelamegin til að blokkera traffík - svo bílstjórar vörubíla með birgðum sem eru staddir handan brúarinnar Kólumbíumegin, geri ekki tilraun til að aka yfir landamærin.
- Maduro með þessu - standoff - veitir nú ódýr áróðursprik til andstæðinga sinna.
- Endurtek, hann ætti að hleypa þessu yfir - heimila að sett sé upp dreifing Venezúelamegin.
- Maduro hefði fyrir löngu átt að lísa landið alþjóða hamfarasvæði - óska eftir alþjóðlegri neyðar-aðstoð.
--Þó það væri viðurkenning þess að vera með allt niður um sig, þá a.m.k. sýndi hann með slíku - að hann vildi stuðla að betra ástandi.
Það er vel hægt að bæta ástandið og það verulega, með því einu að -- gefa út slíka yfirlýsingu, þá án vafa -- fær landið alla þá neyðar-aðstoð sem það þarf.
- En með því, að þverskallast við - kalla það endurtekið lygar, að ástandið sé sannarlega þetta slæmt -- þá sýni hann tvennt, að hann sé úr takt við veruleikann og hitt að hann auðsýnir kulda gagnvart neyð eigin landsmanna.
Það sé að mínu viti fullkomlega ófyrirgefanlegt - að enn þrem árum eftir að hungursneyð hefst í landinu, sé hann enn í slíkri afneitun.
Fyrir mér er þetta eitt og sér - næg rök fyrir því, að ekki sé um annað að ræða en að koma honum frá.
- Það skýri af hverju 50 - ríkisstjórnir í heiminum, taki nú undir þá kröfu að hann víki, að hann sé talinn fullkomlega ófær.
--Ég held það sé algerlega einstakt í heimssögunni, að 50 ríkisstjórnir æski þess að þjóðarleiðtogi annars lands - víki, vegna þess að sá sé ófær með öllu.
Niðurstaða
Maður kennir náttúrulega í brjósti um íbúa Venezúela sem líða fyrir það að búa við fullkomlega óhæfan stjórnanda -- Maduro sé greinilega brjálaður.
--Ég vísa til viðtals við hann, sjá hlekk að ofan - því til sönnunar hann sé brjálaður.
Ég meina, rannsóknir SÞ á ástandinu í landinu sína að þar ríkir margvísleg alvarleg neyð.
Og maðurinn kallar það allt saman - lygar.
--Maðurinn er hreinlega brjálaður.
Hinn bóginn er sá vandi, að Maduro virðist geta hangið nokkuð enn á völdum.
Mánudag í sl. viku, tóku harðar refsiaðgerðir gildi af hálfu Bandaríkjanna.
Þeim aðgerðum er greinilega ætlað, að svelta Maduro af fé. Ef það tekst, þá klárlega hefst hratt hrun ferli í landinu, sama hversu Maduro leitast við að hanga.
Það auðvitað þíðir, að versnun ástands fer á - fast forward.
Besta von landsins virðist nú, að Maduro falli sem allra fyrst.
En nýr forseti þarf ekki að gera meir til að vera skárri en Maduro, en að lísa landið alþjóðlegt hamfarasvæði og óska eftir alþjóða neyðaraðstoð.
--Hún mundi þá berast eins hratt og alþjóða-stofnanir, og önnur lönd gætu sig hreyft til að koma til aðstoðar.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 11:55 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Nýjustu athugasemdir
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Ásgrímur - Evr. hefur hingað til fjármagnað stríðið að stærstum... 2.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Grímur Kjartansson , þess vegna mun NATO krefjast trygginga af ... 2.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: https://www.youtube.com/watch?v=rkA7Fd8XNyQ Það sem líklega ger... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Ég fylgist nokkuð með fréttum frá nýjasta NATO ríkinu Svíþjóð o... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Grímur Kjartansson , meir en næg orka annars staðar frá. Frekar... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: En það gæti nú orðið ESB sem þvingar Selenski loks að samningar... 1.1.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 222
- Sl. sólarhring: 222
- Sl. viku: 316
- Frá upphafi: 859048
Annað
- Innlit í dag: 214
- Innlit sl. viku: 301
- Gestir í dag: 212
- IP-tölur í dag: 209
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vegna fyrri reynslu, sýna menn varúð. Ýmsir geta sett upp hvítan hjálm.
Segja Hvítu hjálmana vera hryðjuverkamenn
Utanríkisráðuneyti Sýrlands fordæmir brottflutning hundruð liðsmanna Hvítu hjálmanna og fjölskyldna þeirra frá Suður-Sýrlandi en Ísrael kom að flutningi þeirra frá átakasvæðunum.
Gangi þér allt í haginn.
Egilsstaðir, 14.02.2019 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 14.2.2019 kl. 09:55
Jónas Gunnlaugsson, það er engin leið að taka mark á fullyrðingum Sýrlandsstjórnar - frekar en stjórnarinnar í Venezúela.
--Fyrir utan að Sþ. notar bláa hjálma, ekki hvíta.
Hvíti liturinn er hefðbundið tákn -friðar- sbr. hvítt flagg. Þetta voru sjúkraliðar uppreisnarmanna, meðan uppreisnin í Sýrlandi var í fullum gangi.
--Damaskus kallaði þá hryðjuverkamenn - fyrir það hlutverk að tína upp særða uppreisnarmenn á vígvelli og leitast við að koma þeim undir læknishendi - þeir einnig tíndu upp aðra særða -- eins og hefð er um sjúkraliða voru þeir ekki vopnaðir.
Þeir auðvitað þjónuðu uppreisninni - það var sjálfsagt næg ástæða í augum Damaskus.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 14.2.2019 kl. 11:13
Mér fannst Rússar gefa í skin að einhverjir sem settu upp hvítan hjálm, liturin fer eftir því hvaða hjálparsamtök vinna á svæðinu, og útbjuggu sýnishorn af eiturefna árás.
Þá var verið að reyna að koma vesturlöndum af afli inn í styrjöldina í Sýrlandi. Mér heyrist að nú séu einhver lík öfl að verki í Venesuela.
Þú skrifaðir á bloggfærslu að Venesuela skorti lausafé. Er það það sama og þegar allt var fjármagn var fryst hjá Íslendingum, þá gátum við ekki borgað lyfjasendingar.
Þetta var alveg sama árásin á Ísland.
Við Íslendingar vorum svo heppnir, að vera í góðu sambandi við umheiminn. Forsetinn, Ólafur Ragnar Grímsson var óstöðvandi í að verja Ísland, og voru fjölmiðlamenn heimsins gerðir afturreka með málatilbúnað heimselítunnar.
Guð sé með þér.
Guð er eitthvað sem við skiljum lítið. Nú sjáum við að maðurinn er að búa til hr. Róbot, og þá kemur hliðstæða, Róbotinn segir auðvitað, Maðurinn skapaði Róbot. Ekki meira núna.
Egilsstaðir, 14.02.2019 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 14.2.2019 kl. 18:38
Jónas Gunnlaugsson, þeir urðu gjaldþrota á sl. ári - greiða einungis völdum kröfuhöfum - síðan hefur olíuframleiðsla minnkað um 40% milli ára -- mestu virðist ráða, utanaðkomandi kenna um lélegu viðhaldi mannvirkja - ríkisstjórnin hafi varið til þess í gegnum árin of litlu fé og hitt að brjáluð óðaverðbólga hafi einnig eytt um launum starfsfólks er starfar við innlenda olíu-fyrirtækið - fréttir af því bárust á sl. ári, að þúsundir starfsmanna hefðu pent yfirgefið störf sín - í leit að betra vinnu-umhverfi utan landsteina - það sé hin ástæðan fyrir hnignun vinnslunnar, að hæft starfsfólk skorti nú.
--Ég held að betra sé að líkja þessu við fiskveiðar - ímyndaðu þér, að ríkið væri að reka allar veiðarnar og vinnsluna einnig - en í stað þess að skipta skynsamt fólk til verka, veldi fyrst og fremst - þá sem eru taldir pólit. áreiðanlegir -- þeir síðan reynast ekki kunna almennilega að stjórna vinnslunum og veiðunum - of litlu fé sé varið í viðhald og endurnýjun tækja - sem þíði að smám saman minnki skilvirkni veiðanna og vinnslanna -- eftir því sem það ástand ágerist; skreppi gjaldeyris-tekjurnar er fjármagna allan innflutning, saman.
**Þannig skapaðist kreppa í landinu - er væri að öllu leiti stjórnvöldum sjálfum að kenna.
------------
Berðu þetta saman við Rússland - þ.s. öllu er miklu betur stjórnað en af stjórnendum Venezúela - Rússland hefur gengið í gegnum öll sömu ytri efnahaglegu áföllin - en þau hafa ekki leitt til ástands er lætur nándar nærri að sé slæmt í líkingu við það sem tíðkast í Venezúela.
Ég spyr á móti - hvenær er réttlætanlegt að koma óhæfum stjórnanda frá? Hversu slæmur þarf hann að vera, svo réttlæta megi slíkt?
--Í Venezúela er hungursneyð - í landi sem ræður yfir frábæru landbúnaðarlandi, en samt brauðfæðir það sig ekki -- land sem ræður yfir stærsti olíulyndum heims í einu landi er gjaldþrota og með óðaverðbólgu.
--Það er engin skýring á þessu - nema óskaplega heimskuleg stjórnun.
**Það hefur verið rækilega rannsakað.
Flest að því sem að er í þessu landi, er hægt að laga á örfáum árum -- með réttum ákvörðunum í stað rangra.
--------------
Hafðu auk þessa í huga, að heilbrigðiskerfið hefur gersamlega brotnað niður - það þíðir að sjúkdómar sem eru læknanlegir - geisa sem farsóttir - fjöldi slíkra samtímis.
Það þíðir, að landflóttanum sem þegar er orðinn - 3 milljónir, fylgir veruleg sjúkdómahætta fyrir nágranna-lönd.
--Og það er búist við verulegri aukningu á landflóttanum á þessu ári.
Spurning hvað grannlöndin eiga að gera, þegar hungraðir og sjúkir Venezúelar stefna í átt yfir landamærin í sífellt stækkandi hópum?
--Þetta skapar þeim verulegan og sístækkandi vanda.
**Ástandið í Venezúela er orðið að vandamáli fyrir S-Ameríku alla.
---------------
Ég er eiginlega kominn á þann stað - að ég hygg það réttlætanlegt að koma Maduro frá.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 15.2.2019 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning