Eru Bandaríkin að virkja Monroe kenninguna gegn áhrifum Rússlands í Venezúela?

Það bendir nefnilega margt til þess að Venezúela hafi verið á hraðri siglingu yfir í að verða að rússnesku leppríki - sá sem fer fremstur í vaxandi áhrifum Rússland í landinu er Igor Sechin sem rekur stærsta olíufyrirtæki Rússlands, Rosneft. 

Maduro bregður sverði sem Igor Sechin gaf honum

Image result for sechin maduro

  1. Sechin hefur skipulagt hóp af fyrirtækjum í olíuiðnaði Rússlands, til að fjárfesta í Venezúela - í olíuiðnaði landsins að sjálfsögðu.
  2. Sama tíma hefur Rússland og Rosneft lánað ríkisstjórn landsins stórfé, 17 milljarðar dollara. Af því fé, eru 6 milljarðar dollara sem koma til greiðslu á þessu ári.
  3. Bendi á, Venezúela lýsti sig gjaldþrota á sl. ári - en greiðir samt af lánum til rússneskra aðila.
  4. Hinn bóginn, fær ríkisstjórn ekki ný lán án skilyrða - þá meina ég skilyrði svo sem að heimila rússn. aðilum, enn frekari aðgengi að auðlyndum landsins.
  5. Að Venezúela þarf að greiða 6ma. á þessu ári - setur þrýsting á ríkisstj. landsins að veita rússn. aðilunum frekari réttindi til rekstrar auðlynda landsins, svo meira fé fáist.

 

Þetta heitir, nýlendustefna!

En það er afar einfalt, að um leið og rússl. ræður auðlyndum landsins, er ríkisstjórn þess orðin að -- launuðum þjón rússn. aðila.

Þá væru samskiptin orðin nákvæmlega þau sömu, og svo oft var á milli nýlendu-herra og ráðamanna á því svæði sem féll undir nýlendu-stjórn.

En gjarnan leyfðu nýlendu-veldin svæðisbundnum elítum að halda sér.
Gerðu þær einungis að sínum þjónum!

Ef einhver þekkir ekki Monroe Kenninguna, þá var hún yfirlýsing Bandaríkjanna á 19. öld.
Þess efnis, að Bandaríkin mundu ekki þola/umbera afskipti Evrópuríkja af Ameríku, Suður sem Norður.
--Rússland í þessu tilviki fellur undir Monroe kenninguna, þ.s. á 19. öld var Rússl. skilgreint með hópi stórvelda Evr.

Russia’s support for Venezuela has deep roots

Trump says U.S. military intervention in Venezuela 'an option,' Russia objects

European nations set to recognise Juan Guaidó as Venezuela's leader

Mjör harðar bandarískar refsiaðgerðir taka gildi á mánudag: Will Venezuela oil sanctions be the silver bullet to fell Maduro regime?

Þær aðgerðir eru líklega til að lama ríkisolíufyrirtæki landsins, sérstakar ástæður koma til - því olía frá Venezúela er það þykk, til þess hún sé nothæf þarf að blanda hana olíu annars staðar frá.

Þess vegna á ríkisfélag Venezúela starfsemi í Bandar. og hreinsistöðvar þar, þ.s. aðgengi að annarri olíu er gott innan Bandaríkjanna. Einnig rekur ríkisfélagið hreinsistöðvar utan landsins á einni eyja karabíska hafsins.

  1. En punkturinn er sá, að olían er takmarkað virði, nema fyrst blönduð.
  2. Tæknilega getur ríkisfélagið keypt olíu að utan, blandað heima fyrir - síðan flutt úr landi.

En til þess þarf flóknara kerfi, fyrir utan að hreinsi-stöðvar Venezúela kvá vera í slæmu ásigkomulagi eftir áralanga vanrækslu. Sem hafi gert landið afar háð hreinsistöðvum í eigu olíuflélagsins utan landamæra landsins.

Sem hafi verið hvers vegna, Venezúela var enn að greiða af skuldum -- reksturs ríkisfélags Venezúela innan Bandaríkjanna.

  • Sjálfsagt heldur einhver því fram, að refsiaðgerðir hafi orsakað allan vanda landsins.
  • Bendi á, á móti -- að hungursneyð hefur verið í a.m.k. 3 ár rúm, flótti úr landinu hefur verið að ágerast smám saman í nokkur ár, sama um óðabólgu og skort á lyfjum - og sjúkdómafaraldrar sem geisa í landinu hafa verið að versna í nokkur ár.

Það sé einungis á mánudag þ.e. í þessari viku, að slíkar refsiaðgerðir hefjast að þær hafi raunverulega alvarleg efnahagsleg áhrif.
Það sé ekki unnt að kenna því um, sem einungis er að hefjast mánudag í þessari viku, ástand sem hefur verið að vinda upp á sig nú um árabil.

--Hinn bóginn virðast þetta virkilega aðgerðir af því tagi, að lítil von virðist að ríkisstjórn landsins geti haft það af.

 

Niðurstaða

Ég á von á því að Bandaríkin hafi betur í rimmunni við Rússland. Bendi á að ásökun Rússlands að Bandaríkin séu eftir auðlyndum landsins sé eins og hvert annað grín, þegar Rússar sjálfir eru greinilega djúpt staddir í -- "neo colonialism." 

Rússland á enga öfluga bandamenn á svæðinu, og á því líklega enga von um að sigrast á Bandaríkjunum í slag um Venezúela. Ef við gefum okkur þá útkomu að Rússland verði undir - þá tapar Rosneft og rússneska ríkið stórfé, Igor Sechin væntanlega verður fyrir stórtjóni persónulega er gæti veikt hans stöðu innan Rússlands - ef staða hans veikist verulega, gæti það hleypt af stað átökum innan þess hóps auðugra einstaklinga standa að baki Pútín.

Síðan kemur í ljós hvernig Venezúela sjálft hefur það af. Með nýrri ríkisstjórn, skapast a.m.k. möguleiki að snúa ástandinu þar við. Maduro hefur t.d. þverneitað að lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi - ekki heimilað erlendum hjálparstofnunum að starfa þar óhindrað. Það eitt að nýr forseti óskaði eftir alþjóðlegri aðstoð - gæti bætt ástand mála hratt.
--Þar sem þá fengist matar-aðstoð, neyðar-læknaaðstoð, og lyfja-sendingar.

Það sé illskiljanlegt hvers vegna Maduro enn þverskallast við, að lísa yfir alþjóðlegu neyðarástandi innan landsins -- hvers vegna hann enn kallar það lýgi að slæmt ástand ríki í landinu. Þetta eitt þó ekkert annað kæmi til, er næg ástæða af hverju Maduro þarf að fara frá.

--Besta von landsins er líklega skjótur ósigur Maduro, þ.e. án átaka. Þ.s. þá væri unnt að hefja alþjóða aðstoða innan landsins. Ég reikna með því að ein fyrsta yfirlýsing nýs forseta væri að óska eftir alþjóða aðstoð. Það eitt ef hann það gerir, mundi snarlega gera hann skárri en Maduro.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856018

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband