31.1.2019 | 22:39
Virðist pínulítill möguleiki á friðsömum valdskiptum í Venezúela
Marco Rubio, fyrrum forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum - keppinautur Trumps um útnefningu Repúblikana 2016 á forsetaframbjóðanda, síðar skipaður sendiherra Bandaríkjanna í Venezúela af Donald Trump -- virðist að baki yfirlýsingu Juan Guaidó forseta þings Venezúela sem titlar sig nú - bráðabirgðaforseta landsins, heimtar að Nicolas Maduro stígi til hliðar.
All Eyes on the Army in Venezuela Power Struggle
"Self-appointed Venezuelan President Juan Guaidó"
Félagarnir Rubio og Guaido fara ekkert leynt með samvinnuna, Guaido er of ungur til að hafa tengst valdaráns-tilraun í tíð George Bush forseta, þannig að hann hefur þá ímynd að hafa hreinan skjöld.
Fjöldi S-Ameríkuríkja tilkynntu strax stuðning við Juan Guaidó -- síðan á fimmtudag samþykkti svokallað Evrópuþing, einnig stuðning við hann: European parliament recognises Guaidó as interim Venezuelan leader.
- Skv. áhugaverðri frétt - er Nicolas Maduro að selja mikið magn af gulli: Venezuela prepares to fly tonnes of central bank gold to UAE - source.
- Spurningin er, af hverju er Maduro að selja svo mikið af gulli - akkúrat núna?
Það sem blasar við, að verið er að bjóða í her Venezúela!
Það sem getur ráðið úrslitum - getur einfaldlega verið, hver getur boðið æðstu hershöfðingjum hers Venezúela -- hæstu múturnar, bestu líftrygginguna - o.s.frv.
Að Maduro er að selja gull í tonna vís til útlanda - akkúrat núna, getur verið vísbending þess; að hann undirbúi hressilegt boð um digrar mútur af sinni hálfu.
Augljóslega hefur Juan Guaidó enga peninga - en Marco Rubio getur hugsanlega eða meir en hugsanlega, reddað því.
- Það sé möguleikinn á friðsömum valdaskiptum sem ég vísa til, að herinn taki ákvörðun þá að -- velja, Marco Rubio.
--Nicolas Maduro gæti þá pent fengið að fara úr landi, án þess að vera handtekinn.
--Mundi örugglega fá að vera á Kúpu. - Ef á hinn bóginn - Maduro mundi bjóða betur, tja - það má vera, að stjórnvöld Rússlands -- leggi einnig peninga í púkkið, enda eiga þau nú -- tugi milljarða dollara undir, að halda Maduro við völd -- enda gert verðmæta samninga við hann, og veitt Maduro stjórninni marga milljarða dollara í lánsé.
- Í seinna tilvikinu, á ég ekki von á -- friðsömum valdaskiptum.
--Þá meina ég, valdaskipti fari líklega samt fram, en útkoman yrði þá stríð - hugsanlega langvinnt.
--Ég er alveg öruggur, Rússland getur ekki unnið það stríð, enda enginn sambærilegur bandamaður á við Íran fyrir Rússland í S-Ameríku.
M.ö.o. sé einn friðsamur möguleiki - að Maduro tapi strax.
Allir aðrir möguleikar, þíði líklega stríð.
Það sé mitt kalda mat.
Niðurstaða
Ástæða þess að ég er algerlega viss aðrir möguleikar en Maduro tapi á nk. dögum eða vikum í því uppboðsferli um hylli hersins sem mig grunar að sé nú í gangi innan Venezúela.
Að ég er handviss - að Bandaríkin umbera ekki, að Venezúela verði leppríki Rússlands.
En það sé sú vegferð sem sé undir, ef rússnesk olíufélög halda áfram að taka yfir stærri hluta vinnslu innan landsins, og lána stjórninni sí-aukið fé -- sem Rússar fá greitt með olíu. Það hljómar sem klassísk aðferð sem evr. nýlenduveldin beittu fyrir ca. öld og rúmri öld, að bjóða einræðisherra í kröggum fé - síðan meira fé, síðan heimta til-slakanir innan landsins gegn frekari lánum. Bendi t.d. hvernig Egyptaland varð háð Frökkum og Bretum seint á 19. öld - einmitt sú aðferð sem ég er að lísa, þó tæknilega væri það land undir Ósman ríkinu, var landstjóri Ósmana þar í reynd - sjálfstæður seint á 19. öld.
Það sé sennilega í reynd komin upp rimma milli Rússlands og Bandaríkjanna um Venezúela.
Rimma sem ég sé ekki að Rússland geti í reynd mögulega unnið.
--Bendi á að þegar eru 3 milljónir Venezúela flúnir úr landi, þar af ein milljón einungis í Kólumbíu. Flúnum Venezúelum fjölgi stöðugt - þetta fólk virðist mjög örvæntingarfullt, til í að vinna fyrir nánast hvað sem er.
--Þarna liggur yfrið nægur mannfjöldi, fyrir stóran skæruher, mönnuðum Venezúelum eingöngu.
Það vakti athygli um daginn, er Bolton hélt á plaggi, með handrituðum orðum - sem virtist segja 6 þúsund hermenn til Kólumbíu. Það er meira en nægur mannskapur, til að taka að sér að þjálfa heilan her. Það er hvað ég held sé -- plan B.
--Bandaríkin hrekji Rússland frá S-Ameríku, það sé enginn vafi þar um. Það annaðhvort gerist nær strax, eða það tekur einhver ár - bardagar læti - mannfall, áður en Rússl. legði niður skottið og færi.
- Ef Maduro fer strax á næstu dögum eða vikum, fær hann örugglega að fara óáreittur í útlegð, þess vegna með milljarða dollara í sjóðum - það væri sennilega þess virði að leyfa honum að eiga nokkra milljarða til ellinnar. Gullið sem hann er að selja, gæti allt eins orðið hans einkafé.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
Nýjustu athugasemdir
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Ásgrímur - Evr. hefur hingað til fjármagnað stríðið að stærstum... 2.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Grímur Kjartansson , þess vegna mun NATO krefjast trygginga af ... 2.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: https://www.youtube.com/watch?v=rkA7Fd8XNyQ Það sem líklega ger... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Ég fylgist nokkuð með fréttum frá nýjasta NATO ríkinu Svíþjóð o... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Grímur Kjartansson , meir en næg orka annars staðar frá. Frekar... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: En það gæti nú orðið ESB sem þvingar Selenski loks að samningar... 1.1.2025
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 2
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 96
- Frá upphafi: 858828
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 89
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er þetta einhver ný Orvellska að kalla valdarán valdaskifti.
.
Skýringin á að Venesúela er að selja gull "akkúrat núna" gæti verið sú að Bandaríkjamenn eru búnir að klippa á möguleika Venesúelska ríkisins til að afla gjaldeyris "akkúrat núna".
Gæti það verið skýringin?
,
Guadio er ekki peningalaus,Bandaríkjamenn eru búnir að afhenda honum eigur Venesúela í Bandaríkjunum sem er jafn ólöglegt og allt annað sem þeir hafa aðhafst í málinu.
Vonin um frið í Venesúela er að engu orðin eftir að Bolton afhenti Elliot Abrahams sem er heimsþekktur glæpamaður framkvæmd valdaránsins.
Abrahams stjórnaði meðal annararra glæpaverka,aðgerðum Kontra skæruliða.
"Lýðræðislegi" parturinn af þessu er svo í höndum Wasserman Schultz sem stjórnaði kosningasvikum Hillary Clinton og lét síðan drepa manninn sem kom upp um svikin.
Þarna fer því einvala lið,grjótharðir dráparar í hverju rúmi.
.
Það er ekki gott að segja hvernig Venesúelamenn bregðast við afskiftum Bandaríkjamanna.
Mjög stór meirihluti þeirra er andvígur öllum afskiftum Bandaríkjamanna af málefnum Venesúela,ekki síst hernaðarafskiftum. Þetta fólk eru engir asnar og það þekkir ágætlaga hverjar afleiðingarnar eru þegar Bandaríkjamenn hafa plantð einræðisherrum í ríkjum Suður Ameríku.
Þetta "forsetaefni" Bandaríkjamanna er einmitt efni í einn slíkann.
Hann hefur nánast ekkert fylgi innan Venesúela og fæstir íbúanna vissu hver hann var þar til að farið var að máta hann við embættið.
Í skoðanakönnun sem geerð var stuttu áður en þessum atburðum var hrint af stað voru aðein 20% íbúanna sem vissu hver hann var.
Þessi aðför að lýðræðinu er því alfarið hönnuð utan landsins með leikbrúðu sem enginn þekkir.
Það er því ekki gott að segja hvort þeir bregðast til varnar eða láta bara bugast,en þarna eru greinilega í uppsiglingu langtíma vandræði.
.
Það er rétt hjá þér að það er afar ólíklegt að Rússar geti stöðvað þessa óheillaþróun og munu ekki beita sér í þá veru með öðrum hætti en að benda á algert lögleysi þessara aðgerða af hálfu Bandaríkjanna. Kannski munu þeir einnig koma eitthað inn á siðleysið og mannúðarskortinn í þessu þó það hafi liklega engann tilgang. Bandarísk stjórnvöld eru algerlega siðlaus orðin og eru orðin alfarið óhæf til að skynja muninn á siðleysi og heiðvirðri framkomu. Grimmdin í þessu liði er alveg ótrúleg.
Þar að auki eru Rússar ekki í haldnir heimsveldisórum, þeir eru friðelskandi fólk og vilja frekar styðjast við alþjóðalög í samskiftum ríkja.
Ég held að það séu sífellt fleiri sem gera sér grein fyrir að það verður ekki lengur komist hjá að sporna við ofríki Bandaríkjamanna hvað sem það kostar. Þessi hreyfing er þegar hafin,en menn fara gætilega af því að öllum er orðið ljóst að fyrir minsta andóf gegn þessari mafíu er refsað grimmilega. Heilu þjóðirnar hafa verið lagðar í rúst á undanförnum árum af þessum sökum jafnvel þó þær séu eingöngu að huga að eigin hagsmunum. Ef þeir hagsmunir falla ekki í einu og öllu að þörfum mafíunnar er viðkomandi þjóð öll lögð í rúst.
.
Borgþór Jónsson, 3.2.2019 kl. 12:54
Borgþór Jónsson, sprenghlægilegt að stuðningsmaður einræðisherra og einræðisríkja - talar um aðför að lýðræði. Í Venezúela er búið að afnema lýðræði fyrir all-nokkrum árum, en það eru kosningar - en stjórnin tryggir með kosninga-fölsunum hún fái alltaf meirihluta. En sjálfsagt sérðu ekkert athugavert við slíkt - enda sambærilegir hlutir tíðkaðir í Rússlandi. Þannig að þá er það allt í stakasta lagi.
"Skýringin á að Venesúela er að selja gull "akkúrat núna" gæti verið sú að Bandaríkjamenn eru búnir að klippa á möguleika Venesúelska ríkisins til að afla gjaldeyris "akkúrat núna"."
Það er mjög stutt síðan, Bandaríkja-stjórn setti refsiaðgerðir af því tagi á landið -- einungis á þessu ári, og það er stutt liðið á árið.
--Hinn bóginn, gilda slíkar aðgerðir ekki af hálfu annarra landa.
Íran er enn að selja olíu - þó kaupendum hafi fækkað.
Síðan spurning -- hvað hefur Maduro gert við peningana frá olíusölu sl. ár? Eru þeir allir horfnir?
--Ef Maduro hefði stjórnað af einhverju viti -- ætti hann að eiga gríðarleg auðæfi í sjóðum.
"Mjög stór meirihluti þeirra er andvígur öllum afskiftum Bandaríkjamanna af málefnum Venesúela,ekki síst hernaðarafskiftum."
Hvernig andskotanum veistu - vilja íbúa landsins? Eftir að hungursneyð hefur nú staðið lengur en 3 ár - mörg ár af versnandi óðabólgu sem hefur lagt kjör landsmanna í rúst, og skort á öllum hlutum þar á meðal lyfjum svo alvarlegum að læknanlegir sjúkdómar geysa sem farsóttir -- 3 milljónir íbúa flúnar til grannlanda; þá get ég vel trúað því meirihluti landsmanna - þvert á móti fagni slíkum afskiptum, ef þau leiða til snöggra valdaskipta.
Af hverju ætti þjóðin að vilja áfram -- ríkisstjórn er hefur leitt yfir landið slíka röð hörmunga?
"Hann hefur nánast ekkert fylgi innan Venesúela og fæstir íbúanna vissu hver hann var þar til að farið var að máta hann við embættið."
Skoðanakönnun gerð af hverjum - ef það er ríkisstjórnin, er engu um það að treysta.
Miðað við óháðar skoðana-kannanir, fékk hann a.m.k. fleiri atkvæði en Maduro, síðast er var kosið. En opinberar tölu héldu fram þeirri lýgi stjórnin hefði unnið með miklum meirihluta.
"Þar að auki eru Rússar ekki í haldnir heimsveldisórum, þeir eru friðelskandi fólk og vilja frekar styðjast við alþjóðalög í samskiftum ríkja."
Af hverju skuldar þá Venezúela 20 milljarða dollara til Rússlands? Af hverju, hefur Sechin verið að nota þær skuldir - til að beita Venezúela þrýstingi, að heimila rússn. olíufyrirtækjum, að taka yfir sístækkandi hlutfall auðlynda landsins? Þetta nefnist - "colonialism."
--Ef gambýttur Rússland mundi skilinn óáreittur, mundi Rússland stjórna Venezúela innan fárra ára.
Það er líklegasta skýring aðgerða Bandar. að stjv. í Washington hafi áttað sig á því, að Rússland gæti verið að ná undir sig - einu af stóru löndunum í S-Ameríku.
--Monroe kenningin, þú hefur kannski einhverntíma heyrt um hana.
"Þessi hreyfing er þegar hafin,en menn fara gætilega af því að öllum er orðið ljóst að fyrir minsta andóf gegn þessari mafíu er refsað grimmilega."
Hvaða hreyfing? Eina sem ég sé eru -- nokkrir einræðisherrar er stjórna löndum, sem hafa fátt sameiginlegt annað en þar er einræði.
" Heilu þjóðirnar hafa verið lagðar í rúst á undanförnum árum af þessum sökum jafnvel þó þær séu eingöngu að huga að eigin hagsmunum. "
Þú meinar eins og hvernig A-Evr. fór í rjúkandi rústir 1989.
Fylgi þitt við einræði er grátbroslegt.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 3.2.2019 kl. 21:40
Lestu ekki Caracas Chronicle ?
Samkvæmt könnun þar hefur Maduro 22% fylgi,örlítið meira en Macron. Macron must go.
Það eru ekki nógu margir sem vita hver nýji einræðisherrann er til að hann komist upp fyrir Madura í vinsældum ( en það er reyndar önnur könnun)
Nýji einræðisherrann var ekki í kjöri þegar kosið var síðast og hefur reyndar aldrei verið í forsetakjöri. Hann komst hinsvegar nauðuglega inn á þing í smákjördæmi einhverstaðar úti í rassgati.
76% voru andvígir öllum utanaðkomandi afskiftum af innanlandsmálum Venesúela
81% voru andvígir efnahagsþvingunum og 86% voru andvígir hernaðaríhlutun.
Þetta segir mér að Maduro muni ekki halda völdum mikið lengur,nema náttúrlega að hann hundsi vilja almennings eins og Macron.
Málið er hinsvegar að ef hann hröklast frá völdum er ekki víst að almenningur kjósi forseta sem er Bandaríkjamönnum að skapi.
Reyndar frekar ólíklegt.
Þess vegna verða þeir að knýja fram valdarán til að geta komið sínum einræðisherra að.Ekki vilja þeir að demokratar komist kannski að næst.
Bandaríkjamenn eru ekki mikið fyrir að taka svoleiðis sjensa.
Þetta sáum við ágætlega þegar þeir létu skjóta fólkið á Maidan til að koma í veg fyrir að nýgerðir friðarsamningar héldu.
.
Samkvæmt þessum nýju reglum sem Bandaríkjamenn eru búnir að setja ætti Putín í rauninni að frysta allar eigur Frakka í Rússlandi og afhenda þær Mairie Le Pen og tilkynna að hún sé hinn nýji forseti ásamt því að senda flotann að ströndum Frakklands.
En Putin er friðelskandi manneskja sem hlutast ekki til um innanríkismál annarra ríkja óbeðinn,svo það verður væntanlega ekki af þessu.
.
Það var í raun stjórnarandstaðan sem afnam lýðræði í Venesúela.
Eftir að kosningum hafði verið flýtt um sjö mánuði að kröfu stjórnarandstöðunnar, neitaði hún að taka þátt í kosningunum eftir símtal frá Bandaríkjunum.
Bandaríkjamenn kærðu sig ekkert um að Venesúelskur almenningur væri að ráðstafa þingsætum. Guð má vita hvernig það hefði endað.
Neikonar taka ekki þátt í neinu svona lottói.
.
Ég spái að nýji einræðisherrann eigi ekki góða daga framundan. Hann hefur engann innlendann bakgrunn til að styðjast við.
Ef hann fer að útskúfa fátæklingum eins og krafa hans manna er,munu fátæklingarnir taka því afar illa held ég.
Öfgasinnaðir vinstrimenn í landinu sitja líka á fullt af vopnum sem þeir neituðu að afhenda Chaves á sínum tíma. Þeir vildu halda í þau til vonar og vara sögðu þeir.
Þeir eru svona einskonar "moderate rebels"
Kannski Putin láti líka eitthvað af hendi rakna til að launa fyrir stuðning Bandaríkjamanna við hryðjuverkamenn í Sýrlandi. Reyndar er Putin ekki sú týpa,en það væri samt ekki óeðlilegt.
Það eru róstusamir tímar framundan.
Borgþór Jónsson, 3.2.2019 kl. 22:58
Maduro stjórnaði ekki af neinu viti,þess vegna á hann enga peninga í sjóðum og það litla sem var stálu Bretar og Bandaríkjamenn.
Þeir kalla það að frysta eignir,en eins og dæmin sýna er þetta einfaldlega þjófnaður.
Alexander Kudrin sýndi mikla hörku þegar hann sem fjármálaráðherra ákvað að safna í sjóði í stað þess að dreifa olíuaurunum meðal sárfátæks lýðsins.Þó að Pútín hafi síðar slakað á aðhaldinu er þetta samt það sem lagði grunninn að velgengni Rússlands í dag.
Kudrin kom svo aftur við sögu þegar hann var einn af þeim sem stjórnaði undanhaldi rúblunnar þegar olíuverðslækkunin og efnahagsárásin var gerð 2014. Kallinn er bara snillingur.
Chaves og Maduro fóru aðra leið og urðu Hollensku veikinni að bráð.
Borgþór Jónsson, 3.2.2019 kl. 23:11
Borgþór Jónsson -- ég skal viðurkenna að ég les ekki þann fjölmiðil.
"Samkvæmt könnun þar hefur Maduro 22% fylgi,örlítið meira en Macron"
Hinn bóginn, hvernig fer net-miðill að því að gera - áreiðanlega könnun? Ef könnun fer þannig fram - spurningum er svarað á netsíðu - er könnun einskis virði. Hvernig fór sú könnun fram?´
"Þetta sáum við ágætlega þegar þeir létu skjóta fólkið á Maidan til að koma í veg fyrir að nýgerðir friðarsamningar héldu."
Óttalegt rugl er þetta.
"Samkvæmt þessum nýju reglum sem Bandaríkjamenn eru búnir að setja ætti Putín í rauninni að frysta allar eigur Frakka í Rússlandi og afhenda þær Mairie Le Pen og tilkynna að hún sé hinn nýji forseti ásamt því að senda flotann að ströndum Frakklands. "
Hefur verið hungursneyð í Frakkl. í nokkur ár? Er það óðaverðbólga yfir millj. prósent? Hafa 3 millj. Frakka flúið land? Geysa þar læknanlegir sjúkdómar stjórnlaust sem drepsóttir?
Þegar sambærilegt ástand geysar í Frakkl. og frönsk stjv. neita að viðurkenna nokkurt sé að -- væri Pútín guðvelkomið að leita allra leiða til að koma ríkisstj. Frakklands frá.
--Það er ástandið í Venezúela sem gerir það réttmætt að koma Maduro frá.
--Sýndu mér það land á Vesturlöndum þ.s. álíkta slæmt ástand er til staðar - þ.s. stjv. eru jafn gagnslaus og Maduro -- og ég skal samþykkja allar aðgerðir til að koma þeim stjv. frá.
"Það var í raun stjórnarandstaðan sem afnam lýðræði í Venesúela."
Ha, ha, ha...ha.
"Það eru róstusamir tímar framundan."
Nýr forseti þarf ekki annað til að vera betri en Maduro - en að óska eftir alþjóðlegri aðstoð.
Hingað til neitar Maduro að viðurkenna í landinu sé neyð, kallar það lygaáróður.
Ég er algerlega öruggur að nýr forseti lýsir slíku yfir nær strax.
Þá fær landið alþjóðlega aðstoð - þ.e. matarsendingar - lyfjasendingar - alþjóða læknasamtök mæta á vettvang.
--Ég efa að þjóðin rísi upp, þegar aðstoðin mætir á vettvang.
Það væri mjög undarleg hegðan af hennar hálfu.
"Maduro stjórnaði ekki af neinu viti,þess vegna á hann enga peninga í sjóðum og það litla sem var stálu Bretar og Bandaríkjamenn."
Einmitt - samt er hann að selja yfir 20 tonn af gulli.
"Þeir kalla það að frysta eignir,en eins og dæmin sýna er þetta einfaldlega þjófnaður."
Þú er lygalaupur -- aðgerðirnar hafa hingað til, einungis beinst að persónulegum eignum tiltekinna einstaklinga innan Maduro stjórnarinnar.
--Aðgerðir Bandar. er taka gildi á mánudag, þ.e. harðar refsiaðgerðir -- er algerlega ný þróun.
Ef aðgerðir af því tagi, að frysta eignir einstaklinga -- væri efnahagslega lamandi, ætti það hafa lamað Rússl. -- sem er beitt sambærilegum aðgerðum, sem þó greinilega há því lítt sem ekki neitt.
--Sýnir glöggt lýgina í þér.
"Alexander Kudrin sýndi mikla hörku þegar hann sem fjármálaráðherra ákvað að safna í sjóði í stað þess að dreifa olíuaurunum meðal sárfátæks lýðsins.Þó að Pútín hafi síðar slakað á aðhaldinu er þetta samt það sem lagði grunninn að velgengni Rússlands í dag."
Og lífaldur rússn. karlmanna enn innan við 72 ár. Rússn. almenningur á ekki eftir að sjá neitt af þessum sjóðum -- það sést vel að stjv. Rússl. er sléttsama um rússn. almenning, að rússn. stjv. hafa lítið gert til að bæta heilsufar þjóðarinnar.
--Það er fjöldamorð rússn. stjv. á eigin þjóð að hafa greinilega lítt sem ekki neitt gert til að bæta hennar heilsufar.
Þú greinilega ert algerlega sáttur við það fjöldamorð rússn. stjv. á eigin þjóð.
"Kudrin kom svo aftur við sögu þegar hann var einn af þeim sem stjórnaði undanhaldi rúblunnar þegar olíuverðslækkunin og efnahagsárásin var gerð 2014. Kallinn er bara snillingur."
Þú er meiri blindinginn. Þú meinar -- Rúbblan lækkar eins og ísl. krónan alltaf gerði er Ísl. var háð fiski umfram allt annað.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 4.2.2019 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning