Stefnir í aðgerð til að steypa Niculas Maduro forseta Venezuela?

Ástand sl. daga er óvenjulegt - en nokkur fjöldi ríkja hefur veitt Maduro 8 daga frest til að tilkynna að nýjar kosningar verði haldnar í landinu. Maduro hefur vísað þeirri kröfu út í hafsauga miðað við fréttir - hinn bóginn segist hann vilja ræða við Bandaríkin.
--Þó hann segi ekki akkúrat um hvað!

Nicolás Maduro rejects ultimatum on fresh elections in Venezuela

The United States, Canada and a dozen Latin American countries swiftly recognised Guaidó, the fresh-faced leader of the once-fractured opposition, and labelled Maduro a dictator, responsible for the economic and political crisis that engulfed his South American nation.

Venezuela's Maduro denounces election call but says ready to talk

Maduro's offer of dialogue with U.S. stands

Venezuela’s military envoy to Washington defects

Eins og fram hefur komið, lýsti forseti þings Venezúela, Juan Guaido - sig réttmætan bráðabirgða-forseta landsins fyrir nokkrum dögum, talsverður fjöldi ríkja hefur ákveðið að lísa yfir stuðningi við hann -- þar á meðal ríkisstjórn Bandaríkjanna.

Margvíslegur orðrómur er farinn að fljúga, þannig að Rússland neitaði formlega - að vera að senda málaliða til Venezúela: Russia denies sending mercenaries to shore up Nicolás Maduro's position

Pútín hefur líst sig andvígan aðgerðum gegn Maduro: Russia says any military intervention in Venezuela should be avoided

Forseti þings Venezúela gekk síðan skrefinu lengra á sunnudag: Juan Guaidó urges military to turn against Venezuela regime

Rétt er að benda á að hungursneyð ríkir í landinu, og umtalsverður fjöldaflótti frá því: Number of refugees and migrants from Venezuela reaches 3 million

Skv. SÞ - er heildartalan 3 milljónir nú, þannig tölurnar á myndinni eru smávegis úreltar

 

Fyrir utan þetta er stjórnlaus óðaverðbólga í landinu - olíuvinnsla skrapp saman um ca. 40% á sl. ári, og stefnir í að minnki niður fyrir milljón föt per dag á þessu ári - ef miðað er við sambærilega prósentu minnkun milli ára.

Venezuela Crude Oil Production

Spurning? Er nokkuð um annað að ræða en að steypa Maduro?

OK, einhver mun nefna að allt gæti farið í háa loft - Pútín gæti stutt Maduro, gott og vel - mögulegt.
--Hinn bóginn, fer ekki landið samt sem áður í háa loft?

  1. Það er vel unnt að færa rök fyrir slíkri útkomu, t.d. bendi á lækkandi olíutekjur -- þegar Chavez tók við var olíuframleiðsla ca. 3,2 milljón tunna per dag. Eins og sjá má að ofan, fór framleiðslan niður í ca. 1,5 millj. tunna eða fata per dag á sl. ári. Sérfræðingar vara við því, hún gæti fallið í um ca. milljón föt á þessu ári.
    --Þetta hrun, þíðir að tekjur ríkisins minnka stöðugt.
    --Ríkið hefur efni á færri starfsmönnum, og auk þessa að greiða færri kröfuhöfum.
    --Ekki gleyma, efni á minni innflutningi.
  2. Færri starfsmenn, þíðir enn meiri aukning í hrun ríkisins innan frá - væntanlega sker Maduro síðast niður í lögreglu og her, þannig að öll önnur starfsemi ríkisins líður þá harkalega - viðhald ekki síst, og þjónusta við almenning.
    --En þetta þíðir samt, færri hermenn og lögreglumenn.
    --Sem þíðir, að það svæði þ.s. ríkið í Caracaz getur haldið fullri stjórn á rýrnar. 
    --Lögleysa þá færist út.
  3. Ef olíuframleiðslan fer niður í um ca. milljón föt á þessu ári per dag, þá versnar það ástand enn enn frekar, þ.e. færri starfsmenn - yfir sviðið.
    --Ef það þíðir, færri her og lögreglumenn - þá stækkar svæðið í landinu þ.s. stjórnvöld geta ekki gætt, þannig að þar ríkir þá stjórnleysi.
  4. Ef vinnslan hrynur enn frekar saman, stækkar stöðugt svæðið þ.s. ríkið er ekki lengur með stjórn yfir -- þ.e. stjórnleysi.
    --Tæknilega er unnt að hugsa sér þá útkomu, að ríkið í Venezúela einfaldlega fjari út, þ.e. svæði í stjórnleysi stækki stöðug.

Minnkandi tekjur þíða einnig, að það fjölgar kröfuhöfum ríkisins sem leitast við að ná til sín eignum þess, taka þær lögtaki.

Eftir því sem stjórnleysi vex, þá fjölgar óhjákvæmilega flóttafólki er leita til nágrannalanda.

Ég held það sé enginn vafi, að það sé flóttabylgjan - sem sé orsakavaldurinn að baki því, að nær öll S-Ameríku ákváðu að standa við hlið bandaríkjastjórnar í kröfunni til Maduro að halda aðrar kosningar innan 8 daga - ella mundu öll löndin lísa stuðningi formlega við forseta þings landsins.

Höfum í huga, að flóttabylgjunni fylgir auk þessa alvarleg - sjúkdómahætta, vegna hruns heilbrigðiskerfis Venezúela, sem þíðir að sjúkdómafaraldrar geisa nú stjórnlaust í landinu.

--Flóttamenn, eru því einnig að dreifa hættulegum smitsjúkdómum til granna Venezúela.

 

Er hætta á stríði? Augljóslega er það svo! 

En er hún ekki hvort sem er til staðar? Pælið í því, eftir því sem ástandið versnar í landinu - stjórnleysi vex, fleiri flóttamenn leita til nágranna-landa.

  1. Það að vaxandi svæði lendi í stjórnleysi, þíðir auðvitað að þau lenda þá í -- valdtómi power-vacuum. 
  2. Það þíðir, að andstæðingar Maduro geta þá hreiðrað um sig - safnað vopnum, náð að skapa sér grundvöll.
    --Eða, glæpahópar. Eða bæði. Sum svæði lent í höndum glæpahópa. Sum í höndum andstæðinga.
  3. Ef maður ímyndar sér enginn utanaðkomandi skiptir sér af, nema utanaðkomandi lönd koma sér upp flóttamannabúðum - veita sjúkra-aðstoð og matvæla-aðstoð. 
    --Þá yrðu slíkar búðir auðveldlega að hreiðrum fyrir skipulagningu andstöðu við Maduro, pælum t.d. í flóttabúðum Palestínumanna þ.s. PLO spratt upp árum síðar eftir stríðið 1948.
  4. Punkturinn er sá, að það eru ekki slæmar líkur á þróun yfir í borgara-stríð, þó maður geri ráð fyrir -- engum afskiptum öðrum en að utanaðkomandi lönd, myndi flóttamannabúðir - veiti íbúum þeirra aðstoð.

 

Hvað með ef Rússland ákveður að styðja Maduro?

Það virðist ágætur möguleiki, á hinn bóginn - vantar Rússland öflugan bandamann í S-Ameríku, er væri til í að veita sambærilega þátttöku í hernaði og Íran veitir Rússlandi í samhengi Sýrlands. Bólivía virðist ólík til að gera mikið. Kúpa er ekki svipur hjá sjón miðað við áður.

Ég hugsa að Pútín sé einungis eftir - að rússn. olíufyrirtæki fái að stjórna olíuframleiðslu í Venezúela -- að í staðinn mundi Rússl. væntanlega vera til í að senda vopn til Maduro.

Ég efa að Rússl. geri meira - eða sé til í að taka verulega kostnaðarsama áhættu. 
Þannig að mig grunar, að ef ástandið versnar hratt í landinu, eins og mig grunar - að þar skelli á skærustríð fyrir rest, og síðan haldi ástandið áfram að versna.

Að á enda, mundu Rússar pakka saman og yfirgefa landið.
Þeir séu einungis á eftir -- smávegis gróða. Um leið og dæmið verður dýrt, fari þeir.

 

Hinn bóginn, virðist raunverulegur möguleiki á snöggum inngripum!

Persónulega efa ég að Bandaríkin sendi fjölmennan her á svæðið, en það sem ég get ímyndað mér er að Bandaríkin - styðji það sem gæti orðið, inngrip nágranna-landa.
--Bendi á að nýr forseti Brasilíu er svarinn andstæðingur Maduro.
--Kólumbía er ekki hrifnari.

Ég sé fyrir mér -- innrás úr tveim áttum, hers Brasilíu, og hers Kólumbíu.
Bandaríkin mæti á svæðið með segjum 2-flugmóðurskip, og beiti fluvélum þaðan til að skjóta eða sprengja í spað, andstöðu hers Venezúela úr lofti sem og flughers landsins.

Ég persónulega efa að Bandaríkin mundu vilja mæta sjálf á svæðið í fjölda.
Þetta væri í takt við aðgerðir gegn ISIS í Mið-Austurlöndum.
--Þ.e. herir aðila á svæðinu, nytu stuðnings Bandaríkjanna.

  1. Hvort þetta verður er annað mál.
  2. En þetta er það sem mér virðist sennilegasta innrásar-sviðsmyndin.

--Síðan styðji Bandar. með fjárframlögum aðgerðir landanna tveggja, eftir að innrásinni sjálfri væri lokið, og við tæki aðgerðir til að setja upp nýja stjórn í Venezúela.

 

Niðurstaða

Ég hef sannarlega ekki hugmynd hvort stefnir í að Maduro verði steypt af stóli. Á hinn bóginn hef ég aldrei orðið vitni að annað eins hruni hagkerfis lands, þar sem ekki hefur skollið á innanlands-styrrjöld nú þegar.

Mér virðist sennilegt að innanlands-styrrjöld sé einungis spurning um tíma. Að inngrip nágrannalanda með aðstoð Bandaríkjanna, væri þá unnt að líta á sem -- björgunar-aðgerð.
Áður en allt fer algerlega til andskotans.

En mér virðist miðað við hratt hrun ríkisins í landinu, að það stefni í raunverulegt stjórnleysi á stórum svæðum þar - stjórnleysi þíðir að þá skapast stórar hættur, allt frá því að glæpahópar taki yfir - yfir í að margvíslegar hreyfingar í andstöðu nái þar völdum.

Ef maður ímyndar sér stjórnleysi, mundi væntanlega taka tíma fyrir svæði er féllu undir stjórn margvíslegra hreyfinga, að ná að skipuleggja sig sem alvöru ógn við Caracas - jafnvel þó áhrifasvæði Caracas færi stöðugt minnkandi. Þær hreyfingar, gætu barist sín á milli. Sama tíma og þær gætu verið að beita sér gegn þverrandi áhrifasvæði stjórnvalda.

Slík þróun mundi auðvitað kalla á sístækkandi flóttamanna-bylgju.
Mig grunar að ég sé ekki sá eini sem geti lesið slíka þróun inn í spilin.

  • Það mætti þá líta á aðgerð að utan stærstum hluta líklega mannaða herjum grannlanda Venezúela, sem nokkurs konar - björgunar-aðgerð.
    --Löndin gerðu þetta, til að verja sig sjálf þeirri bylgju sem annars mundi skella yfir þau.

Bandaríkin væru þá ekki endilega í aðalhlutverki, frekar stuðnings.

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Þú getur strikað út mannúðarspekúleringar þínar til að byrja með.
Svona árásir snúast aldrei um mannúð,eðlilega.Það er engin mannúð í að leggja land í rúst og drepa íbúana.

Svona árásir snúast alltaf um völd og peninga.

Þú veist örugglaga hvað er í gangi þarna þó þú skrifir ekki um það.

.
Hitt þótti mér skondið að sjá Macron sem hfur vikum saman ausið táragasi. gúmmíkúlum og hvellsprengjum yfir þjóð sína,standa í pontu og segja að Maduro skorti lýðræðislegt umboð

Maður sem er með rúmlega 20% fylfi í skoðanakönnunum.

Síðan koma Merkel sem fékk meiriháttar áminningu frá eigin þjóð í kosningum og Junker sem hefur ekki og hefur aldrei haft neitt lýðræðislegt umboð og belgja sig út á sama hátt.

Það væri ekki einu sinni hægt að skálda svona rugl upp.

Borgþór Jónsson, 27.1.2019 kl. 22:29

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson, boggi landið er þegar í rúst, svo það er aldrei spurning um að leggja í rúst það sem þegar er rústað. Ríkisstjórn landsins hefur algerlega ein og hjálparlaust séð um að leggja það í rúst - þó enginn utanaðkomandi komi til. Heldur það áfram að rústast frekar -- það endar óhjákvæmilega með massívri flóttamannabylgju. Ég sagði, að löndin utanað væru að -- sennilega verja sig sjálf, m.ö.o. tryggja sitt eigið öryggi með því að forða þeirri líklegu bylgju. Þú hefur sjálfur mælt gegn því, að taka á móti fleiri flóttamönnum til Íslands -- getur þér ekki komið til hugar. Að Brasilía og Kólumbía, óttist hvað er framdunan - þær milljónir flóttamanna frá Venezúela, sem eiga eftir að skella yfir þau lönd -- ef ástandið heldur áfram að versna í Venezúela - vegna þess að stjórnvöld þar virðast fullkomlega ófær að stjórna eigin landi. Mér virðast þetta fullkomlea nægar ástæður fyrir þau lönd 2-til að vilja grípa inn í ástand mála í Venezúela.
--Hvort það eru ástæður Bandar. er annað mál. En kannski skiptir það ekki akkúrat máli.
--Ef ekkert er gert, skellur líklega stríð yfir landið hvort sem er.
Þessi ríkisstjórn er eins glataður málstaður og nánast hugsast getur. 
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 27.1.2019 kl. 23:03

3 Smámynd: Borgþór Jónsson

Ég er að mestu leiti samála þér um þetta atriði

Maduro hefur haldið afar illa á spilunumsem er grunnástæða vandræðanna.

Hitt er svo annað mál að Bæði Bandaríkjamenn og Bretar hafa neitað Venesúela um aðgang að tekjum og eignum í þessum löndum.

Hugsanlega gildir þetta um fleiri ríki.

Þetta eykur enn á vandræðun sem eru fyrir

.

Hitt stendur eftir að þrátt fyrir allt er lýðræðislegt umboð mannsns óskert,hvernig sem á því stendur. Það er því algerelega óviðunandi að stjórnendur annarra ríkja geri ráðstafinir til að steypa honum af stóli í nafni þess að hann skorti umboð .

Og þetta kemur frá fólki sem hefur í öllum tilvikum veikara umboð en þessi maður.

Ef aðrar þjóðir vilja hafa einhver áhrif á gang mála í þessu ríki eða öðrum sem eru í svipaðri aðstöðu væri eðlilegast að þau hlutuðust til um að það næðist eitthvað samkomulag í stað þess að ýta undir átök ,sem án nokkurs vafa verða vopnuð að einhverju marki.

Ástæðan fyrir að þessir leiðtogar haga sér með þessum hætti í þessu tilfelli tel ég vera að þeir hafa einfaldllega ekki hagsmuni íbúa Venesúela í fyrsta sæti. Þeir hafa sína eigin hagsmuni í fyrsta æti og skeyta engu um hagsmuni íbúanna.

Þess vegna tala þeir eingöngu í hótunum og hafa gert alveg frá byrjun.

Ég hef aldrei heyrt leiðtoga þessara stórþjóða ljá máls á neinu öðru en að skift verði um ríkisstjórn.

Það er eins og það sé búið að þurrka orðið samkomulag algerlega út úr hausnum á þeim.

Þaðan koma bara hótanir orðið.

.

Þó það sé kannski annað mál þá sést þetta hvegi betur en í Sýrlandi.

Nú hefur Bandaríska þingið sett lög sem hamla fjárstreymi til uppbyggingar í Sýrlandi

Til hvers? Hversvegna vilja þeir framlengja eymd þessa fólks ,sem er þó næg fyrir?

Hvers vegna vilja þeir koma í veg fyrir að það sé byggð íbúðarblokk eða löguð vatnsveita?

Fyrir mér er þetta einfaldlega mannvonska sem er út yfir allann þjófabálk.

.

Sama gegnir um friðarviðræðurnar í Astana.

Vesturveldin voru búin að viðurkenna umgjörð þessara samninga. Hverjir sætu við samningaborðið og svo framvegis.

Nú hyllir undir samkomulag í þessum viðræðum um hvernig eigi að haga  innanríkismálum Sýrlands.

Þá bregður svo við að Þýskaland ,Frakkland og Bretland neita að viðurkenna samningsdrögin.

Ef samningsaðilar ,sem hljóta að vera íbúar Sýrlands,eru búnir að koma sér saman um hlutina hvaðan kemur þá leiðtogum þessara ríkja vald til að eiðileggja samkomulagið.

Þarna eru þeir að framlengja og auka í þjáningar þessa fólks,sennilega af því að þeim finnst að hagsmunir þeirra sjálfra séu ekkii nægilega tryggðir.

Það er eins og nýlendustefnan sé komin aftur á fullum krafti eða hafi kannski aldrei dáið.

Þetta er einfaldlega takmarkalaus mannvonska sem á ekki að líðast.

Vesturlönd eru því miður að breytast úr því að vera jákvætt afl eins og þau voru að mestu leyti,í að verða niðurrifsafl sem veldur átökum og dauða þar sem þau koma nálægt.

Borgþór Jónsson, 28.1.2019 kl. 13:08

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Hitt stendur eftir að þrátt fyrir allt er lýðræðislegt umboð mannsns óskert"

Reyndar virðast flestar kannanir framkv. af öðrum en stjv. landsins - sýna Maduro með miklu færri atkvæði en megin andstæðingur hans. Úrslit eru almennt talin - fölsuð af utanaðkomandi þ.e. þeim sem ekki starfa innan stjórnkerfis landsins.

"Og þetta kemur frá fólki sem hefur í öllum tilvikum veikara umboð en þessi maður." 

Styrkur umboðs Maduro virðist óþekktur - þ.s. tilkynningum stjv. í Caracas virðist ekki treystandi.
Rétt að benda á, að í engu landi þaðan sem Maduro er gagnrýndur - er óðaverðbólga, eða hungursneyð.

--Það er ástandið í landinu sem er megin ástæða gagnrýni.

"væri eðlilegast að þau hlutuðust til um að það næðist eitthvað samkomulag"

Það er magreynt, að Caracas valdhafar hafa engan áhuga á samkomulagi. Einungis, áframhaldandi völdum -- samtímis og hungursneyð stefnir í að versna á þessu ári, landflótti líklega einnig.
--Það virðist fullreynt - engin leið sé að eiga við Maduro, þ.e. stjórnendur Caracas.

Valið virðist einungis milli þess - að löndin í kring, undirbúi sig undir stórfellda viðbótar flóttamannabylgju -- sem væri leiðin að skipta sér ekki af.
Eða, þau grípi inn í -- Caracas virðist fullkomlega ófær um að stýra málum til annars en verri vegar.

"Þeir hafa sína eigin hagsmuni í fyrsta æti og skeyta engu um hagsmuni íbúanna."

Að sjálfsögðu, en hafðu í huga, að það stefnir í mikla flóttamanna-bylgju.
Þeirri bylgju fylgir bylgja áður algengra smytskjúkdóma, sem lönd yfirleitt hafa ráðið bug á -- en geisa nú sem farsóttir í Venesúela.
--Þeir gætu gosið upp að nýju í löndunum í kring, valdið mannfelli.

Þetta er ekki bara spurning um flóttamannabylgju - heldur alvarlega heilsufarsvá.
--Og að sjálfsögðu eru stjórnendur landanna í kring, að hugsa um eigin lönd - fyrst.

    • Þeir vilja að Venesúelar séu í Venesúela.

    • En punkturinn er sá, að eina leiðin til að stoppa þá bylgju að Venesúelar streymi úr landi, geta verið - bein inngrip.

    "Ég hef aldrei heyrt leiðtoga þessara stórþjóða ljá máls á neinu öðru en að skift verði um ríkisstjórn."

    Málið er að fullreynt virðist að nokkur önnur lausn sé fær, ef ástandið í landinu á að skána -- stjórnin vill ekki sjálf hætta, það virðist fullreynt. 
    Það einnig virðist fullreynt, að hún getur ekki lagað ástandið til hins betra, það versni bara frekar.

    --Þá er kannski málið fyrir nágrannalöndin -- að verja sig sjálf.
    --Það má hugsa það sem varnar-aðgerð.

    En til þess að stoppa flóttabylgjuna - væri besta leiðin, að binda endi á hungursneyð í Venesúala - og stoppa hörmungarástandið í heilbrigðismálum.

    En þverskallast Caracas við að viðurkenna að neyðarástand ríki, kallar það lyga-áróður.

    --Það virðist m.ö.o. ekki blasa við nokkur önnur lausn, en að skipta um stjórn.
    --Þá er hægt að skilgreina landið, alþjóðlegt hörmungarsvæði - sem þíðir að alþjóða björgunar-áætlanir virkjast. 
    **En slíkt er ekki hægt að virkja, meðan stjv. lands - þverneita að lísa slíku yfir.

    Þá koma allir þeir alþjóðlegu björgunarhópar til landsins, sem vanir eru að vinna í Afríku eða öðrum hörmungarsvæðum út um heim.
    --Enginn treystir Caracas til nokkurs hlutar, þ.e. enginn utanaðkomandi.

    Þeir virðast einfaldlega, stela öllu steini léttara.

    "Það er eins og það sé búið að þurrka orðið samkomulag algerlega út úr hausnum á þeim. Þaðan koma bara hótanir orðið."

    Stjórnin í Caracas er fullteynt að er ekki unnt að starfa með.

    Það er t.d. algerlega óskiljanlegt að í ár sé 4. ár í hungursneyð í landinu, en enn þverneiti Maduro að matarskortur sé í landinu, kallar það lygar - að neyð ríki.
    --Það er slík þverhausa-hegðan sem segir mönnum, nú 4. árum síðan sú neyð hófst, að engin leið sé að eiga samskipti við núverandi landstjórnendur.

    Þeir þurfi einfaldlega að fara. 

    -------------------------
    "Ef samningsaðilar ,sem hljóta að vera íbúar Sýrlands,eru búnir að koma sér saman um hlutina hvaðan kemur þá leiðtogum þessara ríkja vald til að eiðileggja samkomulagið."

    Það er verið að tala um að færa klukkuna aftur - mál aftur á þann punkt þar sem þau voru, fyrir borgara-stríð.
    Það þíðir, sama ósanngjarna stjórnarfarið -- er var orsök uppreisnarinnar í fyrsta lagi, haldi áfram.
    Samtími, þíðir það einnig, að allar vonir um endurkomu 6 milljóna flóttamanna aftur til Sýrlands - verða að engu.

    Þetta er ekki lausn að friði -- > Þetta er ákvörðun um, endalaust stríð.
    Eðlilega vilja Vesturlönd ekki taka þátt.
    _Því endalaust stríð, þíðir endalaus vandamál.
    _Og ekki undarlegt, þau vilji ekki láta fé renna til Assads, sem stelur því mestu leiti líklega sjálfur persónulega.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 28.1.2019 kl. 15:19

    5 Smámynd: Borgþór Jónsson

    Menn verða að gæta sín svolítið á því að þegar þessi risavaxna maskína Bandaríkjamanna fer af stað sem samanstendur af stjórnvöldum,hergagnaframleiðendum og fjölmiðlum er ekki orð að marka sem kemur í fjölmiðlum. Þar er eingöngu sagt það sem þessari maskínu kemur vel. Ekkert annað og í engum stóru fjölmiðlanna. 

    .

    En að Venesuela.

    Það má vera að aðliggjandi ríki þurfi að grípa til einhverrra ráðstafana í þessu sambandi ,en Bandaríkin og Evrópa eru ekki aðliggjandi ríki og það sem gerist hefur ekki áhrif þar.

    Mjög stór meirihluti fólks er andsnúið valdaráni og enn stærri hluti er andsnúinn íhlutun Bandaríkjanna. Bandarikjamenn eru alls ekki vinsælir í Venesúela eftir þær hörmungar sem þeir hafa kallað yfir landsmenn í gegnum árin.

    Það er því alls ekki þannig að það sé verið að fara þangað og bjarga fólki eins og er verið að reyna að telja fólki trú um. Því fer fjærri. Mjög fjærri.

    Það er verið að fara þangað til að drepa fólk til fjár. Ekki okkar fjár heldur fjár Bandarísku yfirstéttarinnar.

    .

    Þó að allt sem við heyrum í dag frá landinu sé örugglega og án vafa lygi,er ekki útilokað að ástandið sé orðið þanig að það þurfi íhlutun.
    En það er alls ekki á nokkurn hátt í höndum bandaríkjamanna að gera slíkt. Þetta er bara púra ofbeldi af þeirra hálfu og eins og venjulega ekki gert fyrir fólkið heldur stórfyrirtæki Bandaríkjanna.

    Til að sinna svoleiðis málum höfum við Sameinuðu Þjóðirnar.

    Við getum ekki unað því að þjóðir sem hafa stórann herafla geti síendurtekið ráðist á aðrar í eiginhagsmunaskini og komið á borgarastyrjöldum.

    Það þarf að ríkja einhverskonar regla og þær reglur heita alþjóðalög.

    Það er enginn vafi að afskifti US og ESB í landinu eru afar gróf brot á þeim lögum. Einu sinni enn.

    Það er alveg sama hvernig menn reyna að sveipa þetta í súkkulaði, þetta er einfaldlega valdarán aðila með lítið sem ekkert fylgi, með aðstoð og fjármögnun frá erlendu ríki.

    Stjórnarandstaðan stendur ekki að valdaráninu heldur bara þessi eini maður 

    Það er ekki hægt að túlka þessa atburði með neinum öðrum hætti.

    .

    Varðandi Sýrland

    Þú lætur eins og það hafi verið Grænlendingar Finnar og Jamaíkmenn sem gerðu þennan samning og hann sé þess vegna ógildur á einhvern hátt..

    Svo er ekki. Þetta voru málsaðilar sem gerðu þennan samning á þeim nótum sem þeir geta sætt sig við.

    Sjálfsagt hafa menn þurft að gera málamiðlun.

    Er til einhver betri aðferð.

    Þetta sýnir bara enn og aftur að það er rétt hjá mér að vesturlönd hafa algerlega þurrkað orðið samkomulag úr úr orðabókinni.
    Svipað og þegar Hitler lét banna orðið Hörfa.

    Það er sjónarmiðið, að ef hlutirnir eru ekki nákvæmlega eins og þeir vilja er ráðið ALLTF að sprengja landið bara í loft upp og drepa 500.000 manns í viðbót.

    Og nú er búið að stilla radarinn á Venesuela.

    Mér finnst alveg merkilegt að þú sjáir ekkert athugavert við þetta ráðslag.

    Við getum ekki unað því endalaust að stjórnvöld okkar taki þátt í endalausum manndrápum.

    Það er ekki okkar hagur. Þegar röðin kemur að afkomendum okkar verður lítil miskunn sýnd.

    .

    Borgþór Jónsson, 28.1.2019 kl. 19:51

    6 Smámynd: Borgþór Jónsson

    Þeir eru allavega með almennileg laun þarna í Venesuela

    Lágmarkslaun eru 1,8 milljarðar.

    .

    Borgþór Jónsson, 28.1.2019 kl. 23:07

    7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Borgþór Jónsson, mér finnst alltaf jafn skemmtilegt þegar þú ferð að lísa Bandar. eins og Rússl. raunverulega er.

    "Menn verða að gæta sín svolítið á því að þegar þessi risavaxna maskína Bandaríkjamanna fer af stað sem samanstendur af stjórnvöldum,hergagnaframleiðendum og fjölmiðlum er ekki orð að marka sem kemur í fjölmiðlum. Þar er eingöngu sagt það sem þessari maskínu kemur vel. Ekkert annað og í engum stóru fjölmiðlanna. "

    Bandaríkin hafa fjölmiðla sem eru í eign fjölda mismunandi aðila - aðila sem ekki eru í tengslum hver við annan - aðila sem ekki eru að vinna fyrir ríkið, beint né óbeint - fjölmiðla sem eru í harðri innbyrðis-samkeppni sín á milli.

    Það er ógrynni af mismunandi fjölmiðlum þar - að auki.
    ------------------
    Í Rússlandi þjóna allir fjölmiðlar ríkinu, eða fámennri valdaklíku sem tengd er ríkinu.
    Þess vegna er ekkert að marka rússn. fjölmiðla - í tilvikum að þeir fjalla um þætti er koma við lönd sem rússn. stjv. eiga í einhvers konar deilu við - eða hagsmuna-togstreitu við.

    Hergagnaframleiðsla er örugglega hlutfallslega miklu mun áhrifameiri aðili innan Rússl. en innan Bandar.
    Bandar. hafa gríðarlega stór fyrirtæki - flest stærstu fyrirtæki Bandar. hafa ekkert með framleiðslu hergagna að gera.
    --Bandar. hafa alltaf verið, megin fókusuð á hagsmuni síns hagkerfis, þ.e. sinna fyrirtækja.

    "Mjög stór meirihluti fólks er andsnúið valdaráni og enn stærri hluti er andsnúinn íhlutun Bandaríkjanna."

    Það er hungurneyð í Venezúela - það er óðaverðbólga yfir milljón prósent, hungrið hófst fyrir ca. 4 árum. Verðbólgan hefur verið í hröðum vexti öll þau ár.

    --Veit ekki hvaða fólk þú átt við -- en íbúar Venezúela virðast stara einungis á eina mögulega vegferð meðan Maduro er við völd, þ.e. meira hungur - meira efnahagshrun - verra heilsufars-ástand -- og fleiri á flótta frá landinu.
    --Það eru þegar 3 milljónir flúnar skv. SÞ. Ein milljón í Kólumbíu.
    --Það er augljóst, að margir fleiri munu flýgja.

    Ekkert annað olíuland er í slíkum kröggum - Maduro getur ekki kennt utanaðkomandi þáttum - það eru góð rök fyrir því að heimskuleg stjórnun hans sjálfs og fyrirrennara hans, sé megin-orsakavaldur.
    Maduro, neitar enn því að það sé neyðarástand, kallar það - lygar.
    --Það felur í reynd í sér, að hann er að drepa eigin landsmenn í verulegum fjölda, því meðan hann neytar að lísa yfir formlegri neyð - og heimila alþjóða hjálparsamtökum að starfa án takmarkana innan landsins; þá kemur hann í veg fyrir að þær geti unnið það starf sem þær mundu annars vinna - þannig draga úr þjáningum íbúa.

    Hvernig hann hagar sér er svo óábyrgt, að ég veit þess engin dæmi tiltölulega nýlega - sem eru sambærileg.
    Þá meina ég, hvergi í heimi hér -- á seinni árum.

    --Það virðast augljósir hagsmunir íbúa landsins, að losna við Maduro stjórnina.
    --Því það virðist raunverulega eina leiðin, til að unnt verði að binda endi á neyðina í landinu - þá heimskulegu stjórnun landsins sem sé megin orsök þeirrar neyðar.

    Tilraunir íbúa sjálfra til að koma stjórninni frá, hafa ekki virkað. Virðast ekki ætla að virka.
    **Það er þá komiin spurning, hvort inngrip utanaðkomandi séu einfaldlega ekki orðin, réttmæt.

    En slík inngrip geta sannarlega komið stjórninni frá.
    Ímynduð innrás, gæti skipulagt dreifingu matar og lyfja til íbúa, á svæðum sem innrásin hefur náð á sitt vald, þar með bundið endi á neyð á þeim svæðum -- eftir því sem herirnir ná lengra inn í landið.
    Alþjóða hjálparsamtökum væri unnt að hleypa að alls staðar þ.s. innrásin hefur náð völdum.

    Sóknin gæti síðan haldið fram úr tveim áttum, frá Brasilíu og frá Kólumbíu, alla leið til Caracas.
    Ég efa að Brasilía og Kólumbía hefðu áhuga á að stjórna landinu lengi.
    Heldur einungis því -- að stöðva landflóttann.
    Besta leiðin til þess -- er að endurreisa Venezúela að nægilegu leiti, til þess að flóttinn hætti, íbúar snúi heim aftur.

    Ég skal ekki fullyrða að þessi leið yrði farin - einungis viss um það, að Bandar. munu ekki senda fjölmennan her á vettvang, þ.s. slíkt sé orðið það óvinsælt innan Bandar. sjálfra, að innrás fer líklega ekki fram.
    --Nema að Brasilía og Kólumbía takið verkið að sér, með nægum stuðningi Bandar.

    Hverjir hagsmunir Brasilíu og Kólumbíu eru - er nægilega skírt. Þ.e. stöðva flóttabylgjuna frá Venezúela.

    "Þó að allt sem við heyrum í dag frá landinu sé örugglega og án vafa lygi,er ekki útilokað að ástandið sé orðið þanig að það þurfi íhlutun."

    Það er unnt að ræða við fólk sem hefur flúið landið -- 3 milljónir af því.
    Ef allir segja svipaða sögu -- af hverju ætti ekki að trúa þeirri frásögn?

    Landið er á leiðinni í algert hrun - þó við gerum ráð fyrir engum afskiptum.
    --Fyrir utan þetta, hafa utanaðkomandi aðilar haft -- einhver tengsl við landið, getað ferðast um það, rætt við íbúa.
    --Eitt sem hefur verið gert, er að spyrja fólk - hvort það hefur tapað þyngd.
    --Könnun leiddi það fram fyrir 3 árum, langsamlega flestir íbúa voru að tapa þyngd.
    --Langsamlega flestir tjáðu að þeir misstu meðaltali af einni máltíð á dag, vegna peningaskorts.

    Utanaðkomandi aðilar, hafa heimsókt sjúkrastofnanir - rætt við starfsfólk þeirra, það hefur tjáð þá frásögn að ekki séu til lyf né tæki.
    --Utanaðkomandi aðilar, hafa getað sjálfir séð að fjöldi læknanlegra sjúkdóma grassera sem faraldrar.
    --Fyrir utan, að þær 3 milljónir sem hafa flúið, voru gjarnan haldnar margvíslegri óáran.

      • Þú getur ekki alvarlega efast um, það raunverulega sé brjáluð óðaverðbólga.

      • Tölur um sölu landsins á olíu, liggja fyrir vegna þess að landið selur á mörkuðum.

      Þeir sjá að salan dregst saman ár frá ári, þar með tekjur landsins.

      --Ég er ekki að sjá hvaða grundvöll þú hefur fyrir því að efa að landið sé á leið til andskotans.
      --Það sé einungis spurning um tíma, hvenær það hrynur sjálft innan frá.
      Þó ekkert væri gert af utanaðkomandi aðilum, til að hindra þá útkomu.

      Þá endar landið líklega fyrir rest í miklu stórfelldari fjöldaflótta - innri upplausn á stórum svæðum - og líklega innanlandsátökum.
      Þó enginn utanaðkomandi geri nokkurn hlut til afskipta af landinu.

      --Eini möguleikinn til að framkalla aðra útkomu.
      --Virðist, inngrip. Fullreynt orðið að stjórn Maduro sé raunverulega fullkomlega ómöguleg.

      --------------------------------

      "Er til einhver betri aðferð."

      Að stjórnin hætti - það verði almennar kosningar í landinu undir stjórn SÞ - ný stjórn með raunverulegan fjöldastuðning íbúa taki við.

      "Þú lætur eins og það hafi verið Grænlendingar Finnar og Jamaíkmenn sem gerðu þennan samning og hann sé þess vegna ógildur á einhvern hátt.."

      Það sem ég sé, að verið er að leitast við að ákveða af fulltrúum Írans og Rússl. að snúa klukkunni til baka.
      Að verið er að leita leiða til að haga málum í samræmi við hagsmuni þeirra þjóða.
      --Þetta snýst ekki um hagsmuni landsins, heldur sýn ríkisstjórna Írans og Rússlands á hagsmuni sína í landinu.
      Áhrif íbúa á niðurstöðuna séu líklega lítil sem engin.
      Verið að ræða við Tyrkland - vegna þess að Rússland og Íran, vilja ekki átök við Tyrkland, þannig að hagsmunir Tyrklands fá líklega að ráða einhverju.

      --Þ.s. greinilega á ógnarstjórnin -- sem þó er eiginlegur orsakavaldur stríðsins, og sjálf olli megninu af tjóninu á landinu og líklega er sjálf orsakavaldur megnis manntjóns; að sú ógnarstjórn skal áfram halda.
      --Þá munu 6 millj. á flótta, ólíklega snúa aftur.

      Ég bendi á "parallel" Ísraels eftir 1948 stríðið er yfir 600þ. Palestínumenn flúðu.
      Búðir Palestínumanna, síðan urðu uppspretta baráttusamtaka þeirra er voru landflótta.
      Auðvelt að sjá að líkur eru miklar á að 6 milljón landflótta Sýrlendingar, koma til með að vera reiðir áfram þeirri stjórn sem þeir flúðu - margir þekkja einhvern sem stjórnin drap, eiga því líklega harma að hefna.
      --Það sé einungis spurning um tíma, nýjar hreyfingar spretta fram.

      Bendi einnig á Afganistan, hvernir flóttamannabúðir í Pakistan, hafa gert Talibana ósigrandi, því þeir hafa alltaf getað endurskipulagt sig þaðan - fengið nýja liðsmenn.
      --Ég á von á endalausum átökum m.ö.o.

      Kv.

      Einar Björn Bjarnason, 29.1.2019 kl. 11:59

      8 Smámynd: Borgþór Jónsson

      Eg veit ekkert um hvað var samið um í þessum samningum og það vill svo til að þú veist það ekki heldur.

      Þetta hefur ekki verið gefið út.

      Samt telurðu þig vera þess umkominn að tala efnislega gegn samningnum sem þú hefur ennga glóru um hvað stendur í

      Þetta sýnir mér enn og aftur að skrif þín byggjast ekki á staðreyndum heldur pólitískri innrætingu.

      .

      Varðandi Maduro.

      Það eru engar deilur um að efnahagur Venesúela er að fara í vaskinn

      Meginástæðan eru vondir stjórnarhættir Maduro.

      Lengra virðist viska þín ekki ná. Þetta er að vísu meginástæðan fyrir að ástandið er svona hörmulegt sem það er,en það eru jafnframt margir aðrir þættir sem leggjast á eitt í þessu sambandi

      Þættir sem voru að valda verulegum vandamálum áður en Chaves tók við völdum ,og ástæðan fyrir að Chaves komst til valda.

      .

      Það sem ég er að segja er að það bætir ekki ástandið þarna þegar erlend ríki eru að stofna til borgarastyrjaldar í landinu.

      Það er bæði ólöglegt og algerlega siðlaust.

      Það sem gerist eftir valdaránið er að það kemst til valda annar einræðisherra sem er enn verri en hinn fyrri.

      Þetta gerist nánast án undantekninga.

      Úkraina er ágætt og nýlegt dæmi um þetta.

      Íbúar Venesuela hefðu að lokum ráðið fram úr þessu sjálfir ef þeir hefðu verið látnir í friði.

      .

      Bandaríkjamenn vita þetta fullvel en þeir vita líka að á endanum hefði verið ráðið framúr þessu með þarfir íbúanna í huga.

      Þess vegna eru þeir núna að setja lepp yfir Venesuela sem mun koma hlutunum í sama horf og var fyrir Chaves,þegar íbúarnir voru arðrændir miskunnarlaust og sátu eftir með sultardropann á nefinu.

      Aurarnir runnu síðan til Bandarískra auðmanna og 10 fjölskildna í Venesuela.

      Ástæðan fyrir að Chaves kemst til valda er sú að íbúarnir áttu varla til hnífs og skeiðar.

      það er ekki eins og íbúar Venesúela hafi verið feitir og pattaralegir en Maduro klúðrað allri velsældinni.

      .

      .

      Borgþór Jónsson, 29.1.2019 kl. 13:55

      Bæta við athugasemd

      Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

      Um bloggið

      Einar Björn Bjarnason

      Höfundur

      Einar Björn Bjarnason
      Einar Björn Bjarnason
      Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
      Nóv. 2024
      S M Þ M F F L
                1 2
      3 4 5 6 7 8 9
      10 11 12 13 14 15 16
      17 18 19 20 21 22 23
      24 25 26 27 28 29 30

      Eldri færslur

      2024

      2023

      2022

      2021

      2020

      2019

      2018

      2017

      2016

      2015

      2014

      2013

      2012

      2011

      2010

      2009

      2008

      Nýjustu myndir

      • Mynd Trump Fylgi
      • Kína mynd 2
      • Kína mynd 1

      Heimsóknir

      Flettingar

      • Í dag (22.11.): 6
      • Sl. sólarhring: 6
      • Sl. viku: 35
      • Frá upphafi: 856024

      Annað

      • Innlit í dag: 4
      • Innlit sl. viku: 33
      • Gestir í dag: 4
      • IP-tölur í dag: 4

      Uppfært á 3 mín. fresti.
      Skýringar

      Innskráning

      Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

      Hafðu samband