Nærri 40% verðfall á olíu - ein af stóru sögunum við árslok -- Trump virðist hafa sannað að enginn hefur hugmynd hvað hann mun gera

Olía hrapaði niður í á bilinu 53-57 dollara per fatið seint í desember, verulegt hrap miðað við október þegar olía fór hæst í rúmlega 80 dollara.

  1. Trump virðist valda þessu að einhverju verulegu leiti, m.ö.o. ákvörðun ríkisstjórnar hans -- að veita verulegar undanþágur til kaupa á olíu frá Íran.
    --Sem þíddi, að aðgerðir gegn Íran - fóru ekki eins langt og Trump hafði áður talað um.
  2. Rússland og Saudi-Arabía, bættu við sína framleiðslu. 
    --Virtust reikna með því að Íran mundi verða ítt af mörkuðum.
    --Þannig, að meiri írönsk olía til staðar - hafi leitt fram, offramboð.
  • Síðan virðist bætast við, áhyggjur af stöðu efnahagsmála í Bandaríkjunum, þ.e. á mörkuðum - þ.s. verulegur fjöldi fyrirtækja hefur birt lakari afkomu en áður var reiknað með.
    --Lakari væntingar um efnahagshorfur -- leiða einnig til lækkana olíuverðs.
    --Þ.s. þá vænta menn minni eftirspurnar.
  • En, flestir verðbréfa-markaðir sáu miklar lækkanir um svipað leiti, og olíuverð fór einnig lækkandi.

Einhverju leiti virðast ákvarðanir Trump sjálfs - skapa þá óvissu sem markaðir óttast.
Og að einhverju leiti, virðist hann bera ábyrgð á - lakari afkomu nokkurs fjölda fyrirtækja.
--M.ö.o. viðskipta-stríðs ákvarðanir teknar fyrr á þessu ári.

  • Ofan í allt þetta, má vera að spili einhverja rullu - deilan um vegginn svokallaða, en ríkisstjórn Bandaríkjanna er - eina ferðina enn í sokölluðu stoppi, ef það stendur nægilega lengi; fer það að valda efnahagslegu tjóni.
    --Rétt að benda á, að þann 28/12sl. hótaði Trump að loka landamærum við Mexíkó, sem ef af yrði -- leiddi til stórfellds efnahagstjóns.

Í Twítum þann dag, hraunaði hann einnig yfir -- glænýjan NAFTA samning, sem hans ríkisstjórn var þá nýlega búin að ganga frá, og Trump hafði sjálfur áður lofað sem frábæran.
--Trump m.ö.o. með óútreiknanlegri hegðan, sé einhver verulegur hluti þess óvissu-ástands, sem sé að skapa lækkana-trend nýlega á mörkuðum.

Sjá mína síðustu færslu: Trump virðist hóta að fórna NAFTA samkomulaginu - ef hann fær ekki vegginn sinn

 

Erfitt að sjá hvert nettóið af þessu er?

Lægra olíuverð er í raun, gott fyrir bandarískan efnahag - fyrir efnahag bandarískra heimila. 
Hinn bóginn, hafa viðskipta-stríða ákvarðanir Trumps leitt til lakari horfa hjá fjölda fyrirtækja, sem hafa líst yfir - samdrætti í fjárfestingum innan Bandaríkjanna, og ákveðið sum hver auk þess að segja upp fólki.

  • Af hverju erfitt er að sjá nettóið - þ.s. jákvæðir/neikvæðir þættir takast á.

Flestir spá hægari hagvexti í Bandaríkjunum nk. ár.
Líkur virðast að olíuverð fari e-h upp aftur, a.m.k e-h.
--Þ.s. fyrirhugaður samdráttur Rússlands og Saudi-Arabíu á framleiðslu líklega dettur inn.

  1. Hinn bóginn, gæti DT - aftur heimilað undanþágur fyrir íranska olíu.
  2. Rétt að muna, að með því að senda herlið heim frá Sýrlandi - virðist DT um margt kollvarpa áður yfirlýstri stefnu - að þrengja að Íran.
    --Þ.s. Íran á þá Sýrland allt, ef Bandar. fara heim - við gerum ráð fyrir að Erdogan sprengi Kúrdahéröð í Sýrlandi síðan í spað, aðgerð er virðist með heimild Írans. Ég reikna þá með að Tyrkland síðan fari með her sinn, Íran taki yfir.
    --Þó einhverjar liðssveitir Sýrlands mundu líklega sjást þar í kjölfarið, nafni til færi svæðið undir Sýrland -- virðist ríkisstj. Sýrlands í dag 100% íranskur leppur.
    --Með fjölmennan íranskan her í landinu, getur það ekki verið með öðrum hætti.
  • Ákvarðanir Trumps - að kveða lið sitt heim frá Sýrlandi - loka ríkisstjórn sinni í annarri vegg deilu - hótun um að sprengja upp nýgerðan NAFTA samning.
    --Sína hve fullkomlega DT virðist óútreiknanlegur.

Það þíðir, að maður hefur í reynd ekki hugmynd -- hvað hann meinar með nokkru sem hann segir -- eins og hann hafi í reynd enga stefnu.
Einungis viðbrögð!

Hann hefur samt tiltekna hópa þeirra atkvæði hann virðist vonast eftir 2020.
--Eiginlega virðist eina leiðin til að lesa í einhvern hugsanlegan tilgang með ákvörðunum.
--Birtast í því, hvaða af hans stuðningsmanna-hópum hefur verið að toga í hann, í það skiptið.

  • M.ö.o. er ég að segja Bandaríkin í reynd líta út sem, stefnulaust rek-ald undir hans stjórn.
  • Meðan, ákvarðanir Trumps - virðst fyrst og fremst, lísa viðbrögðum við því - hvaða stuðningsmanna-hópur togar í spottann í það skiptið.

M.ö.o. hann virðist geta umhverfst á nóinu.
Hent því sem hann áður var að plana - fyrir borð.
--Ef einhver hans stuðningsmanna-hópa, þrýsta á hann.

  1. Þar sem stuðningsmenn hans er - samsetning fjölda - eins máls hópa, þ.e. hópa með einungis eitt málefni hver um sig sem þeir horfa á umfram öll önnur.
  2. Þá virðist það leiða fram þessi öfgakenndu viðbrögð Trumps.

M.ö.o. að geta hraunað yfir NAFTA 28/12 -- einungis mánuði eftir að nýr NAFTA samningur hafði verið dásamaður sem frábær.

Og að henda að því er virðist frá sér -- sverfa að Íran stefnunni, til þess að senda heim 2000 hermenn, án þess að það í reynd líklega spari nokkurn verulegan pening; vegna þess að það hljómar vel í augum - eins stuðningsmanna-hópsins.
--Sem þíðir ekki, að hann geti ekki umpólað aftur í samhengi Mið-Austurlanda, þ.s. eftir allt á hann einnig stuðningsmannahópa sem hata Íran í því samhengi umfram allt annað.
--Eins og þetta snúist einungis um, hvaða hópur togar fastast í spottann í það skiptið.

  1. Vegna þess að svo virðist að engin takmörk séu á hverju DT gæti dottið í hug næst að henda út í hafs-auga, þá ætti að geta skilist -- af hverju svokölluð Trump óvissa getur verið orðin að efnahagsvandamáli.
  2. En óvissa þíðir, fjárfestar halda að sér höndum með fjárfestingar.
    --Fyrirtæki einfaldlega vita ekki hvert ástand mála verður nk. ár, eða nk. 4 eftir 2020 ef Trump nær aftur kjöri.
    --Þá gæti Trump óvissan leitt fram hægt en örugglega staðandi hagkerfi.

Trump gæti þess vegna dottið í hug - að gera kjósendahóp einangrunar-sinna góðan á nk. ári, hefja þar með aftur -- viðskiptastríð t.d. við ESB.

--Trump gjarnan stærir sig af því að óvissa sé góð, en þegar viðkomandi er forseti -- þá hefur óvissa þau áhrif að aðrir verða óvissir.

 

Niðurstaða

Trump virðist hafa sannað á þessu ári - að ekki nokkur maður hefur hina minnstu hugmynd hvað hann mun gera. Það virðast nær engin takmörk fyrir því, hvaða - u-beygjur hann sé fær um. 
Mér virðist flest benda til þess nú -- að Trump hafi í reynd enga stefnu.
Aðgerðir lýsi viðbrögðum hans við því, hvaða stuðningsmannahópur togar í hann fastar í það skiptið - þess vegna geti hann umhverfst á nóinu, ef stuðningsmannahóp mislíkar eitthvað.

--Þessi hegðan skapar eðlilega mikla óvissu um stefnu Bandaríkjanna.
--Sú óvissa auðvitað skilar sér til markaða, vegna þess að ákvarðanir ríkisstjórnar Bandaríkjanna hafa mikil áhrif.

Þegar enginn getur reiknað þær út í nokkru - þá rökrétt halda menn að sér höndum með fjárfestingar.
Þetta þíðir væntanlega einnig, að enginn getur reiknað út olíuverð.
Eða hvort Trump mun hjóla í Íran þ.s. töluverður hópur Íran hatara eru meðal stuðningsmanna DT - eða hvort jafnvel Íran verður hans besti vinur, eftir allt saman - virðist hann ætla að gefa Sýrland allt til Írans, ókeypis gjöf.

Hvort viðskiptastríð hefjast að nýju, mundi þá líklega snúast um það - hvort sá stuðningsmannahópur sem styður þess lags aðgerðir, verður fær um að beita DT auknum þrýstingi umfram aðra stuðningsmannahópa.

  • Bandaríkin m.ö.o. virðast í reynd rekald undir DT.

Hinn bóginn, virðist sennilegt að sjálf óvissan fari að skaða bandarískan efnahag á næstunni.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Muller kíkir á þetta þegar hann er búinn með Rússarannsóknina. Hugsa samt að Demókratar hugsi sig tvisvar um áður en þeir tefla glæpakvendinu aftur fram..

Guðmundur Böðvarsson, 30.12.2018 kl. 21:19

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Guðmundur Böðvarsson, það nánast eina sem ég er fullkomlega öruggur um - að Hillary fær ekki annað tækifæri.
En kosningin 2016 var meir - ósigur hennar, en sigur Trumps. Kosning hans í ljósi þess fylgis er hann fékk var í reynd sögulega séð langt í frá sérstök.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 31.12.2018 kl. 01:22

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Og enn hækkar eldsneyti á Íslandi. 

 Góðar stundir, með áramótakveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 31.12.2018 kl. 02:22

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Halldór Egill Guðnason, já - gleðilegt ár.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 31.12.2018 kl. 04:01

5 Smámynd: Borgþór Jónsson

Gleðilegt nýtt ár Einar. og takk fyrir það gamla.

Borgþór Jónsson, 31.12.2018 kl. 11:00

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson, gleðilegt nýtt ár Boggi.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 31.12.2018 kl. 13:13

7 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Gleðileg tíðindi með olíanna og Gleðilegt nýtt ár. Þakka allar góðu greinarnar. Kv Valdimar.

Valdimar Samúelsson, 1.1.2019 kl. 01:49

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Algerlega röng niðurstaða að mínum dómi:

"Trump virðist hafa sannað á þessu ári - að ekki nokkur maður hefur hina minnstu hugmynd hvað hann mun gera. Það virðast nær engin takmörk fyrir því, hvaða - u-beygjur hann sé fær um. 

Mér virðist flest benda til þess nú -- að Trump hafi í reynd enga stefnu.
Aðgerðir lýsi viðbrögðum hans við því, hvaða stuðningsmannahópur togar í hann fastar í það skiptið - þess vegna geti hann umhverfst á nóinu, ef stuðningsmannahóp mislíkar eitthvað.

--Þessi hegðan skapar eðlilega mikla óvissu um stefnu Bandaríkjanna.
--Sú óvissa auðvitað skilar sér til markaða, vegna þess að ákvarðanir ríkisstjórnar Bandaríkjanna hafa mikil áhrif.

Þegar enginn getur reiknað þær út í nokkru - þá rökrétt halda menn að sér höndum með fjárfestingar.
Þetta þíðir væntanlega einnig, að enginn getur reiknað út olíuverð.
Eða hvort Trump mun hjóla í Íran þ.s. töluverður hópur Íran hatara eru meðal stuðningsmanna DT - eða hvort jafnvel Íran verður hans besti vinur, eftir allt saman - virðist hann ætla að gefa Sýrland allt til Írans, ókeypis gjöf.

Hvort viðskiptastríð hefjast að nýju, mundi þá líklega snúast um það - hvort sá stuðningsmannahópur sem styður þess lags aðgerðir, verður fær um að beita DT auknum þrýstingi umfram aðra stuðningsmannahópa.

    • Bandaríkin m.ö.o. virðast í reynd rekald undir DT."

    Trump sagði ákveðið svo ég heyrði: Olíuverð verður að koma niður.

    Og það gerði það. Ekki vegna Iran heldur vegna þess að Shale -franleiðslan óx og birgðastaða Bandaríkjanna, sem Trump stjórnar í gegn um vald sitt yfir hernum,  jókst mikið. Það okki lækkuninni. 

    Bandríkjunum hefur aldrei verið eins ákvðið stjórnarð eins og undir Donald Trump. Hann er b+uinn að sanna það margsinnis að hann ræður flestu sem hann ráða vill. Hann er hinsvegar ólíkindatól sbr. hvernig hann spilar á heiminn í gegn um Twitter.

    "Hinn bóginn, virðist sennilegt að sjálf óvissan fari að skaða bandarískan efnahag á næstunni."

    Einmitt hana notar hann fyrir sig.

    Halldór Jónsson, 1.1.2019 kl. 13:31

    9 Smámynd: Halldór Jónsson

    Segðui okkur svo hvort þú vilt ennþá ganga í ESB og taka upp Evrú?

    Halldór Jónsson, 1.1.2019 kl. 13:32

    10 Smámynd: Halldór Jónsson

    Og hversvegna

    Halldór Jónsson, 1.1.2019 kl. 13:32

    11 Smámynd: Valdimar Samúelsson

    Halldór Gleðilegt ár. Skráðu mig í lið með Trump já og Pútinn. Þessir menn kunna að stjórna svo hlutirnir virki. Það er engin veimiltítuháttur í þeim málum. 

    Valdimar Samúelsson, 1.1.2019 kl. 13:46

    12 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Halldór Jónsson, skrítin rök - en þegar bandar. ríkið eykur sínar olíubirgðir - hefur það hækkunar áhrif á olíu - ekki lækkunar-áhrif, því það þíðir að bandar. ríkið er þá að -- kaupa olíu af markaði, ekki selja.
    --Bandar. ríkið framleiðir ekki sjálft nokkra olíu. Getur því ekki aukið birgðir, nema með því að kaupa olíu á markaði.
    --Sannarlega hefur verið aukning í olíuframleiðslu innan Bandar. -- hinn bóginn, er það ekki -óvænta atriðið- sem ruggaði mörkuðum -- menn vissu af þeirri framleiðslu, markaðurinn var búinn að reikna með henni.
    **Heldur snögg ákvörðun Trumps - að veita "waivers" fyrir íranska olíu, sem markaðurinn reiknaði ekki með -- markaðurinn gat ekki reiknað með þeirri ákvörðun -- þ.s. Trump einn gat vitað hvort hann tæki þá ákvörðun.

    Þarna er einmitt dæmi um -- Trump óvissuna. Vegna þess, hann segir engum fyrirfram hvað hann ætlar að gera -- veit enginn hvernig olíu-verð verður.
    Það hefur engin smáræðis áhrif á áætlanir ríkja um efnahag - hvort olíuverð er X eða X2 eða X3, auðvitað spilar það einnig í efnahag Bandar. sjálfra.

    Ég er ósammála því, að Trump hagnist -- á óvissunni. Hann ef til vill gat það í eigin viðskiptum, en fyrir forseta Bandar. -- horfið málið með öðrum hætti.
    --Að þegar svo valdamikill maður - spilar óvissuleik - spillist sú óvissa út um allar áttir, gerir mikinn fj. aðila óvissa - ekki bara bandar. fyrirtæki - heldur einnig hagstjórnendur annara landa - en að auki bandarísk heimili og heimili annars staðar.

    Óvissa getur haft lamandi áhrif. Óvissa þíðir ekki einungis að fyrirtæki fresta áformum - heldur hefur þetta einnig áhrif yfir á einstaklinga. Ef óvissan verður nægilega mikil -- fer hún að hafa neikvæð efnahagsleg áhrif.
    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 2.1.2019 kl. 22:12

    13 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Halldór Jónsson, "Segðui okkur svo hvort þú vilt ennþá ganga í ESB og taka upp Evrú?" Hvaðan hefur þú þá hugmynd?
    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 2.1.2019 kl. 22:13

    Bæta við athugasemd

    Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

    Um bloggið

    Einar Björn Bjarnason

    Höfundur

    Einar Björn Bjarnason
    Einar Björn Bjarnason
    Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
    Des. 2024
    S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5 6 7
    8 9 10 11 12 13 14
    15 16 17 18 19 20 21
    22 23 24 25 26 27 28
    29 30 31        

    Eldri færslur

    2024

    2023

    2022

    2021

    2020

    2019

    2018

    2017

    2016

    2015

    2014

    2013

    2012

    2011

    2010

    2009

    2008

    Nýjustu myndir

    • Mynd Trump Fylgi
    • Kína mynd 2
    • Kína mynd 1

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (22.12.): 1
    • Sl. sólarhring: 5
    • Sl. viku: 32
    • Frá upphafi: 857479

    Annað

    • Innlit í dag: 1
    • Innlit sl. viku: 28
    • Gestir í dag: 1
    • IP-tölur í dag: 1

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband