9.11.2018 | 00:11
Matthew Whitaker í hlutverki dómsmálaráðherra Bandaríkjanna - virðist líklegur að setja steina í götu rannsóknar Roberts Mueller
Það liggja eftir Whitaker fræg ummæli höfð eftir honum í viðtali við CNN á sl. ári. En þá sagði hann að unnt væri að draga svo mjög úr fjárveitingum til rannsóknar Muellers - hún mundi lamast.
"So I could see a scenario where Jeff Sessions is replaced . . . and that attorney-general doesnt fire Bob Mueller but he just reduces his budget to so low that his investigations grinds to almost a halt,..."
Nú þegar Whitaker er "acting" dómsmálaráðherra, gæti hann raunverulega farið að stíga slík skref.
Það er alveg hugsanlegt að Trump ákveði að skipa Whitaker - afar sennilegt ef Trump mundi ákveða slíkt, að stækkaður Repúblikanameirihluti í Öldungadeild, mundi samþykkja þá útnefningu.
Can the new U.S. attorney general shut down the Mueller probe?
Trump loyalist to oversee Muellers Russia investigation
En Whitaker getur beitt sér með öðrum hætti!
Whitaker hefur t.d. gagnrýnt umfang rannsóknar Muellers - þó hann líklega geti ekki tekið frá honum gögn sem hann þegar ræður yfir, þarf Mueller að fá heimild Whitaker nú í hvert sinn - sem Mueller óskar gagna úr nýjum áttum - eða vill víkka rannsóknina út frekar með einhverjum hætti.
Sérstaklega gagnrýni Whitaker þegar Mueller fór að rannsaka fjármál fjölskyldu Trumps.
Sem Whitaker sagði stíga yfir -- rauð strik.
Þar er ekki langt síðan hann skrifaði gagnrýna lesendagrein: Mueller's investigation of Trump is going too far.
Greinin er alls ekki harðorðuð -- en hann greinilega telur Mueller hafa leitað nokkur skref út fyrir viðfangsefnið - sem hann segir vera rannsókn á málum tengdum kosningunum 2016.
Þetta er auðvitað skemmtileg umræða -- það má að sjálfsögðu varpa fram til baka, að ef rannsókn leiðir fram hugsanleg eða sennileg glæpsamleg atriði sem tengjast ekki upphaflegum skilgreindum markmiðum rannsóknar -- ber þá ekki rannsakanda sem er opinber rannsakandi þá ekki að rannsaka þann hugsanlega eða líklega glæp?
Að sjálfsögðu getur það verið rétt hjá Whitaker að ef rannsóknin er stöðugt víkkuð út, þá geti hún litið eins og "political fishing expedition" eins og hann orðar það.
Hinn bóginn, getur rannsókn farið í óvæntar áttir - ef kemur í ljós það sem óvænt er.
Rétt að taka fram að eftir Whitaker er einnig haft, hann beri virðingu fyrir Mueller.
Enda var Whitaker um árabil undirmaður Muellers er Mueller var yfirmaður FBI um hríð.
--Það þarf alls ekki vera Whitaker sé pólitískt dýr.
--Væntanlega fær hann nú að sjá þau gögn sem Mueller hefur undir höndum.
Þó Whitaker hafi nefnt það sem möguleika - að nýr dómsmálaráðherra gæti ákveðið að skrúfa fyrir nær allt fjármagn til rannsóknar Muellers.
Skulum við ekki gera því skóna, slíkt sé ætlan Whitakers.
Það má vel vera, að Mueller hafi slík gögn undir höndum.
Að þeir verði félagar - ekki andstæðingar!
Niðurstaða
Rétt að ryfja upp að þegar Mueller fékk það fram að leitað var á skrifstofu eins lögfræðinga Trumps, þá tókst honum að sannfæra héraðs saksóknara í svokölluðu Suður-svæði NewYork að taka það að sér að fara sjálfur til dómara - til að óska eftir þeirri leit. Til þess þurfti Mueller að sannfæra héraðs saksóknarann, sem er einn þeirra sem var skipaður af Trump sjálfum - en hann hefði aldrei skipað nokkurn nema þann sem talinn væri traustur Repúblikani, að verulegar líkur væru á að sannanir fyrir saknæmu athæfi væri að finna í þeim gögnum.
--Þetta hefur mér síðan virst ein besta vísbending þess að Mueller raunverulega hafi eitthvað bitastætt í pokahorninu.
Mueller hefur síðan rannsókn hófst gert nokkra "plea bargain" samnninga, þ.s. aðilar nærri Trump hafa lofað fullri samvinnu - gegn vægari refsingu.
Matthew Whitaker fær þá væntanlega að kíkja yfir öxl Mueller á næstunni, það verður þá í því samhengi að vita hvað þar er að finna -- sem hann mund standa frammi fyrir því vali, hvar hans samviska liggur.
Óþarfi að gefa sér að hann mundi velja að gera Mueller lífið leitt.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Muller rannsóknin er klámhögg demókrata og annara Trumphatara. Það er ekki Rússum að þakka að Trump er forseti. Almennt er það viðurkennd skoðun að rannsóknin verður að hafa einhvern tímaramma.
Guðmundur Böðvarsson, 9.11.2018 kl. 11:05
Alvöru talað þegar ákvörðun um rannsókn var tekin voru Repúblikanar með meirihluta í báðum þingdeildum, hvernig gæti þá rannsókn ákveðin af þingi með Repúblikanameirihluta verð klámhögg demókrata? Fyrir utan Mueller er fyrrum flokksbundinn Repúblikani en skilaði flokksskyrteininu er Bush skipaði hann yfir FBI. Ef menn eru með mótbárur hafa þær sennilegar.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 9.11.2018 kl. 12:26
Svikarar meðal republikana dauðir eða kosnir út á þriðjudaginn. TD. Sessions..
Guðmundur Böðvarsson, 9.11.2018 kl. 19:28
Guðmundur Böðvarsson,svikari - hann fylgdi mjög ákveðið fram stefnu Trumps í innflytjendamálum. En hann steig til hliðar - það var hans persónulega ákvörðun, skv. eigin samvisku - en þ.e. til svokölluð "ethics" regla að þú eigir að stíga til hliðar, ef málið tengist þér persónulega.
--Og hann var sjálfur einn þeirra sem ásakanir beindust hugsanlega að, gæti lent undir rannsókn, því tók hann þá ákvörðun að stíga til hliðar.
--Slíkt er almennt talið rétt að gera, að víkja þegar persónulegir hagsmunir þínir geta tengst málinu.
Miðað við þann róm sem gerður var að þeirri ákvörðun Sessions meðal þingliðs Repúblikana - var langt í frá nokkur samhljómur í þá átt þeirra á meðal, að Sessions hefði tekið þar um, ranga ákvörðun.
**Þ.e. engin vafi að DT hefur verið ósáttur - en hann er einungis forseti Bandaríkjanna.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 9.11.2018 kl. 21:12
góð grein Einar. Ef Witaker gerir sér grein fyrir hvað Deep state getur gert og gerir þá mun han eki hjáola strax í Muler. Mig Grunar að Sesion hafi fengið einhverjar hótanir. Ég held að Trump hjóli í Fed, Reserve fyrst. Vona það. Han gerir alt ofugt miðað við hvað fólk heldur en nú horfa alir á Witager og Muler versus Trump þá er tækifærið. Lklaborðið bilað hjá mér.
Valdimar Samúelsson, 10.11.2018 kl. 14:49
Valdimar Samúelsson, ég hvorki gef mér að DT sé sekur sé saklaus, alveg með þann möguleika í mynd að hann sé sekur - þannig rannsókn sé fullkomlega réttmæt -- hinn bóginn mun Whitaker komast að þessu nú á næstunni. Viðbrögð hans geta sagt nokkuð til um það, hvar þar er að finna, hvort þarna séu í reynd alvarlegar ásakanir þess fullu verðar að vera rannsakaðar síðan niðurstaðan kynnt þjóðinni -- ef sú er niðurstaða Whitaker, heldur rannsóknin líklega áfram á fullri fart. En þá gæti verið að DT fari að kvarta yfir honum eins og Sessions áður. En ef hann er sekur, þá vill hann hugsanlega að menn hilmi yfir með honum. Ef svo er - gæti hann vilja grafa málið, að rannsóknin verði ekki kláruð eða niðurstaðan aldrei birt. Ef aftur á móti ekkert er þarna vert að skoða -- er engin ástæða að birta ekki allt. Og auðvitað, ef DT er sekur á að sjálfsögðu að birta niðurstöðu. Síðan, ef um alvarleg brot væri að ræða -- ætti þingið síðan að taka "impeachment" fyrir með fullkominni alvöru. **Ég hvorki dæmi DT fyrirfram. **Né afsaka hann fyrirfram. **En þegar búið er að birta öll gögn þá auðvitað vitum við allt, hvort þetta er alvarlegt mál sem hugsanlega varði sviptingu embættis. **Eða ekki.
--Ef DT mundi vilja grafa málið, mundi mér virðast það ástæða til grunsemda.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 10.11.2018 kl. 18:11
Þaka Einar. Hefði Clinton náð kjöri og væri forseti. Engin málaferli hefðu komið til greina. Ég skil ekki þessi oft glaðhlakka læti hjá heiminum í heild vegna Trumps.
Valdimar Samúelsson, 10.11.2018 kl. 18:51
Valdimar Samúelsson, niðurstaða FBI var að ekki væri unnt að sanna saknæmt athæfi er dygði til fangelsisvistar. Ég sé enga ástæðu til að efa að það sé rétt niðurstaða - en óhugsandi Clinton hafi verið þakklát niðurstöðunni, sérstaklega í kjölfar þess að rannsókn var ræst að nýju lokavikur kosningabaráttu - en hafandi í huga hve lítill munur var á milli þeirra í nokkrum fylkjum er alveg hugsanlegt að sú seinni rannsókn er einungis lauk formlega örfáum dögum fyrir kosningar - sem án nokkurs vafa skaðaði fylgi við hana, hafi verið það sem réð úrslitum. Enda hefur það heyrst frá henni, hún kenni FBI um úrslitin að hún sé ekki forseti í dag. Það sé því afar langt frá því hún sé FBI þakklát, að stofnunin hafi unnið henni greiða. M.ö.o. sá ég ekkert í ferlinu sem mér virtist óeðlilegt eða pólitískt með nokkrum hætti - FBI hafi rannsakað hana vegna þess raunveruleg ástæða hafi verið til, örugglega það sama átt við um seinni rannsóknina þó Comey hafi verið gagnrýndur harðlega af Demókrötum fyrir þá rannsókn, hafandi í huga síðan hve litlir vinir Comey og Trump urðu. Virðist mér ljóst, að Comey hafi ekki verið í því -- að standa í pólitískri greiðasemi til handa hvorki Trump né Clinton. Mér virtist hann ætíð nálgast þessar rannsóknir af heiðarleik og drengskap; það hafi einmitt sést í því - að hann endaði með því að vera samtímis harðlega gagnrýndur af Clinton og Trump, m.ö.o. þótti Hillary Clinton - Comey hafa gengið alltof langt, en Donald Trump að hann Comey hefði verið of vægur. En ég held persónulega Comey hafi einungis unnið málið eins og lögreglumaður, þ.e. rannsakað gögnin þegar hann taldi ástæðu til - einungis tekið ákvörðunina eins og hann sjálfur sagði, út frá málsgögnum, þannig í reynd hvorki hlustað á Clinton né Trump.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 11.11.2018 kl. 03:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning