Að sjálfsögðu ósigur fyrir Trump að tapa annarri þingdeildinni! Jákvætt líklega getur Trump ekki framhaldið pópúlískri hagsstjórn!

Til að segja það augljósa - munu Demókratar gera Trump ómögulegt að standa við kosningaloforð sem hann kom fram með í kosningabaráttu undanfarinna vikna, þ.e. loforð um 10% lækkun skatta á millitekjufólk.
--Í mínum augum eru það góðar fréttir - því þetta var klárlega fullkomlega innistæðulaust loforð, fullkomlega ábyrgðalaust í ljósi mikils hallarekstrar Trumps á ríkissjóð Bandaríkjanna!

Hinn bóginn hefur Trump verið að stæra sig af sinni hagstjórn.
En hún hefur einfaldlega falist í því - hann hefur aukið skuldir Bandaríkjanna.
--Hann bjó til aukningu hallaresktrar með auknum útgjöldum og lækkun skatta.
--Þær aðgerðir samtímis virkuðu sem "temporary stimulus" þ.e. einungis fyrir þetta ár.

Það blasti því við, að ef hann ætlaði sér að viðhalda 3% hagvexti eða meir, þá þyrfti hann að endurtaka leikinn -- loforð um nýjar skattalækkanir bentu sterklega til einmitt slíks.
--Afleiðingin hefði klárlega orðið, enn meiri hallarekstur -- enn hraðari skulda-aukning.

  • M.ö.o. algerlega tært dæmi um pópúlíska hagstjórn.

Með því að binda endi á þetta, þó Demókratar geri það til að þjóna eigin pólitískum markmiðum -- eigi að síður gera þeir eigin þjóð greiða.
--En sú hagstjórn að vísvitandi safna skuldum í efnahagslegu góðæri.
--Veit ekki á gott síðar meir!
Það sé eins fullkomlega ábyrgðalaust og ábyrgðalaust getur verið!

Trump calls for collaboration with Democrats

Democrats must not overplay their hand

Trump fires Sessions, vows to fight Democrats if they launch probes

 

Eitt mikilvægt atriði sem Demókrata græða - er nú ráða þeir þingnefnd sem hefur vald til þess að krefjast formlega svara af embættismönnum, og meira segja embætti forseta!

Liggur ljóst fyrir að eitt af því fyrsta sem líklega verður krafist - upplýsinga um skattaframtal forseta, sem hann hefur ekki lagt fram - fram til þessa. Þó það sé ekki skilda, virðist að allir forsetar aðrir a.m.k. eftir Seinna-stríð hafi birt sín skattaframtöl!
En það er líklegt að Demókratar muni beita þeirri þingnefnd til að rannsaka margt fleira -- sérstaklega ef brottrekstur Sessions leiðir þess að Trump ákveður að binda endi á rannsókn Muellers.
--Ein tæknilega fær leið, er að skrúfa fyrir fjármagn.

Það er raunverulega óvíst DT geti rekið Mueller - kemur til vegna Hæsta-réttar dóms í tíð Gerald Ford, þ.s. úrskurðað var að sambærilegur brottrekstur Richard Nixons hefði ekki staðist lög, þ.s. Nixon hefði ekki sýnt fram á alvarlega meinbugi á rannsókn.
--Þetta er að sjálfsögðu af hverju DT fékk bandamenn sína innan þingliðs Repúblikana, til að rannsaka rannsókn Muellers - í leit að meinbugum væntanlega svo unnt væri að beita þeim.

Þess vegna auðvitað rak Mueller t.d. nærri strax einstakling eftir að komst upp um e-mail samskipti sem voru gagnrýnin á Trump -- ekki sá eini úr sínu teimi sem Mueller rak.

  • Mig grunar að orð DT að hann geti rekið Mueller en vilji það ekki -- þíði í reynd, ég get ekki rekið Mueller.
    DT - "I could fire everybody right now, but I don’t want to stop it, because politically I don’t like stopping it,"
    Að sjálfsögðu vill hann stoppa rannsóknina.
    Sennilegast að leitin að meinbugum hafi ekki skilað nægum árangri.

Mér virðist samt eitt á tæru - ef menn töldu hafa verið drama.
Þá geti verið að nú fyrst hefjist það fyrir alvöru!

En Demókratar láta örugglega nú rigna inn -- fyrirmælum um svör, sem þeir hafa nú heimild til að krefjast! Stjórnarskrárvarin réttindi sem þingið hefur og má beita!
--Slíku er oft sögulega beitt í pólitík, það hafa Repúblikanar sannarlega sjálfir áður gert!

DT - greinilega veit af hættunni, og kom fram með hótun á móti!

""They can play that game, but we can play it better. Because we have a thing called the United States Senate," the president said about potential investigations from House Democrats."

"If that happens, then we're going to do the same thing and government would come to a halt and we're going to blame them."

Sú hótun er þó greinilega bitlítil - eins og sást á kosningabaráttunni, mun DT hvort sem er skella skuld á Demókrata fyrir nánast allt á milli himins og jarðar. Þannig hótun um að skella skuld á þá, er eins og skvetta vatni á gæs.

Það blasi þó ekki við mér með hvaða hætti DT mundi rannsaka Demókrata með meirihluta í Öldungadeild -- en það sé skv. stjórnarskrá skipt verkefnum milli deilda!

  • Fulltrúadeild má rannsaka, krefjast gagna af stjórnkerfinu. En efri deildin er síðan sú sem dæmir. En þá auðvitað þarf efri deildin að samþykkja að rannsókn Fulltrúadeildar skuli leiða til formlegrar dómsrannsóknar. Getur auðvitað hafnað því.
    --En þ.e. Fulltrúadeildin sem hafi valdið til að hefja rannsóknir á stjórnkerfinu, og aðilum innan þess.
    **Það blasi ekki alveg við mér að DT geti hafið rannsókn á Demókrötum á móti.

Það virðist á tæru að sirkusinn í Washington sé að færast á næsta stig.

 

Niðurstaða

Vegna þess að DT tapar meirihluta í Fulltrúadeild, þá virðist héðan í frá ósennilegt að DT geti frekar beitt fyrir sinn vagn loforðum um lækkun skatta, eða fjárlögum alríkisins til atkvæðakaupa.

Það væntanlega þíði, að hagvöxtur í Bandaríkjunum leitar aftur í fyrra far - þ.e. rúmlega 2%. Þannig að spá US Federal Reserve nýlega um 2,5% vöxt nk. ári geti þar með staðist.
--Trump hafi í reynd ekki gert neitt annað en að framkalla tímabundna hagvaxtaraukningu á þessu ári, með "stimulus" pakka -- en sá hafi kostað í staðinn, 14% aukningu í skuldakostnaði bandaríska alríkisins.
--Þetta sé sérdeilis óskynsöm hagstjórnaraðferð að vísvitandi auka ríkishalla á hagsveiflutoppi.
Það sé því að þjóna hagsmunum landsins að stoppa frekari aðferðafræði af slíku tagi.

DT getur þá ekki lengur gumað af miklum hagvexti.

Samtímis blasir við að Demókratar ætla að beita valdi þingsins sem þeir nú ráða yfir, til að krefjast gagna af miðstjórnarvaldinu - þeir ætla sér alveg örugglega að rannsaka sérhvert það atriði sem þeir munu telja sér pólitískt hagstætt að rannsaka.

Að sjálfsögðu mun DT beita ásökunum um nornaveiðar, eins og hann hefur gert til þessa.
Mér virðist líklegt að sirkusinn í Washington leiti til hærri hæða á nk. ári en umliðnu.
Var þó sirkusinn ærinn á þessu ári sem senn nú tekur endi.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er hugsanlegt, að Repúblikanar verði með fleiri öldungadeildarþingmenn en þeir hafa haft um langan aldur.

Endanleg úrslit eru ekki komin, en skv. vefsíðu N.Y. Times (nytimes.com) virðast Repúblikanar vissari en Demókratar með sigur í kosningum til Öldungadeildarinnar í Florida og Arizona. Í báðum ríkjum er búið að telja 99% atkvæða.

Í Florida eru Rep. komnir með 4.063.095 atkv., 49,7%,

en Demókratar með 4.016.131 atkv. eða 49,1%.

Í Arizona eru Rep. komnir með 856.848 atkv., 49,4%,

en Demókratar með 839.775 atkv. eða 48,4%.

Jón Valur Jensson, 8.11.2018 kl. 06:16

2 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Vonastjörnurnar 3 í Texas, Flórída og Georgíu töpuðu allar. Ted Cruz er einn af mönnum dagsins. Demókratar eru fullir hefndarhugs, enda vita þeir að Muller hefur ekkert í höndunum og nú hefst átakaleit að frambjóðenda sem á einhvern möguleika í Trump 2020.

Guðmundur Böðvarsson, 8.11.2018 kl. 20:27

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Guðmundur Böðvarsson, miklu sennilegra Mueller ætli að taka allt saman í eina skýrslu - eða hvernig getur verið hann hafi ekkert, eftir rámar mig 4 eða 5 plea bargain samninga við aðila er ættu að búa yfir vitneskju, þar á meðal lögfræðing Trumps til margra ára?
Virðist undarlegt að gamall nagli fyrrum yfirmaður FBI - standi í svo miklu án þess að hafa nokkurt upp úr krafsinu, virðist vart sennilegt.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.11.2018 kl. 22:24

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jón Valur Jensson, þó hann styrki stöðuna í Öldungadeild - sem þíðir hann getur væntanlega verið öruggur með allar útnefningar. Er það að sjálfsögðu verulegt vesen, að andstæðingar hans ráða nú hinni þingdeildinni -- vart hægt að líta framhjá því.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.11.2018 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband