Refsiaðgerðir Bandaríkjanna gegn Íran formlega taka gildi - fyrst 36 ár af refsiaðgerðum virkuðu ekki, hljóta þær að virka núna

Ég hef nokkrum sinnum velt upp þeirri hugmynd, að ríkisstjórn Bandaríkjanna hrekji Íran upp í hendurnar á Kína - en það hefur lengi blasað við mér, Kína geti keypt alla íranska olíu.
--Kína getur boðið skipti-samning, ekki eins og Kína hafi ekki nægan varning í boði.

Samtímis grunar mig að Íran sé í reynd ekki mjög áhugasamt um slíka lendingu, því það þíddi Íran yrði leppríki Kína -- Íranar eru stoltir, hafa auðsjáanlega ætlað sér að vera sjálfstætt "regional power."
--En það getur farið svo, að Bandaríkin tryggilega loki öllum öðrum leiðum, og leiði þar með þá útkomu fram - þó það væri langt í frá óskastaða Írana.

US hits Iran targets with ‘unprecedented’ sanctions

 

Hef sýnt þetta kort nokkrum sinnum - landslagskort!

https://www.worldofmaps.net/typo3temp/images/topographische-karte-iran.jpg

Flestir ættu vita, refsiaðgerðir stóðu samfellt frá 1979-2015 - síðan hafa nýjar tekið gildi

Við þekkjum hvað 36 löng ár voru í formi hindrunar á Íran - m.ö.o. á því tímabili þróaði Íran eldflaugar er draga til a.m.k. S-Evrópu, og var nærri þeim punkti að smíða fyrstu kjarnorkusprengju, því að öðlast þann möguleika hafa kjarnasprengjur fyrir áðurnefndar eldflaugar.
--Fyrir utan þetta, er ekki hægt að segja annað en að yfir tímabilið hafi Íran styrkt verulega valdastöðu sína í Mið-Austurlöndum -- haft verulega betur í átökum víðsvegar um Mið-Austurlönd við Saudi-Arabíu "in proxy."

  1. Markmið nýrra refsiaðgerða er einmitt það, að knýja Íran til uppgjafar - þær séu það harðar að unnt verði að þvinga Íran til þess að gefa eiginlega allt það sem Íran hefur áunnið sér sl. nær 40 ár.
  2. Það virðist að afstaða Trumps - Pompeo - Bolton, sé það sé augljóslega svo að refsiaðgerðir muni virka -- þrátt fyrir árangur fyrri refsiaðgerða sé ofangreindur.

 

Síðan er eins og Kína sé einfaldlega ekki á radar Trumps - Pompeos - Boltons í Íran málinu!

Það finnst mér sérkennilegt, en þeir ræða málið einungis út frá því það verði að stöðva Íran - knýja til uppgjafar, en hvergi hef ég séð þá nefna hvað hugsanlega Kína gæti gert.

Eins og að fyrir þeim sé Kína í allt annarri möppu - sem heitir að stöðva Kína, eins og þeir haldi að Kína verði einfaldlega passívt í þessu tiltekna máli -- þó er Kína nú að vinna með Evrópu ásamt Rússlandi í því að halda Íran á floti, og það virðist blasa við mér Kína er fært um að gera svo miklu meira.
--Mér finnst sérstakt hvernig DT - Pompeo - Bolton virðast fullkomlega blindhliðaðir.

  1. Klárt í mínum huga, að því harðar sem Bandaríkin ganga fram gegn Íran og Kína, því stærri líkur séu á því að hugsanlega slái Íran og Kína sér saman.
  2. Og þeir Trump - Pompeo - Bolton, segjast hafa soðið saman þann harðasta refsiaðgerða pakka sem nokkru sinni hafi verið beitt gagnvart Íran -- stefnt að því að stöðva hagkerfi Írans alfarið.
    --Auðvitað Trump ætlar sér enn sigur í viðskiptaátökum við Kína, svo þar verða ólar án vafa hertar síðar.

Samt virðist þeim ekki koma til huga sá möguleiki að þeir geti verið að smala Íran yfir í faðm Kína. Að Kína gæti komið til hugar svar með þessum hætti. Mjög sérstakt - mjög sérstakt!

 

Niðurstaða

Eins og komið hefur skýrt fram í fréttum telja Trump - Pompeo - Bolton, að nýjar og harðari refsiaðgerðir gegn Íran muni skila tilætluðum árangri; þrátt fyrir að 36 ár af refsiaðgerðum gagnvart Íran hafi í engu sjáanlega stöðvað eða virst yfir höfuð hindra Íran í því að ná fram sínum markmiðum í samhengi Mið-Austurlanda.

Ég velti fram þeirri spurningu eina ferðina enn, hvort að í framtíðinni geti risið upp bandalag Írans og Kína -- jafnvel Bandaríkin geti staðið frammi fyrir kínverskum her-, flota- og flugherstöðvum í Kína, beint á móti stöðvum Bandaríkjanna við Persaflóa; að bandalag við Íran skili Kína sambærilegum áhrifum í samhengi Mið-Austurlanda og Bandaríkin lengi hafa haft.

Það væri að sjálfsögðu áhugaverður árangur þegar kemur að markmiði DT "to make America great again" m.ö.o. að skila nokkurn veginn fullkomlega öfugum árangri miðað við sett markmið.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lárus Ingi Guðmundsson

Russland mun verða lávarður heimsins !!!!!

Russlan mun verða það ríki sem að mun mestu ráða um gang heimsmála þegar að fram líða stundir.

WASHINGTON DC ER VATIKANIÐ ! SJÁLFSTÆTT RÍKI OG ER RÍKI Í RÍKINU RÉTT EINS OG VATIKANIÐ ER Í RÓM.

TRUMP, BOLTON , ETC RÁÐA EKKI NEINU !!!!!!!!!!!!! LEIKBRÚÐUR PAFANS.

Pafin í róm er hæst ráðandi afl í Usa og eru allar stofnanir ,, Pentagon, CIA , FBI eða hvaða nafni sem þær nefnast stofnanir Vatikansins fyrst og fremst.  

Kardinálin af Fordham, er næst æðsti maður Vatikansins og er með sitt aðsetur í Washington Dc

Alstaðar er farið að ráðast gegn gildum er ekki falla undir Vatikandið. Jesútíta eiðinn er hægt að finna á netinu og þurfa stjórnendur vatikansins að fara með þann eið við sérsaka athöfn ef að þeir komast í stjórnunar stöðu innan vatikansins. 

Ráðist skal gagn Mótmælendum, frjálslyndun og öllum þeim er ekki eru undir hatti vatikansins og láta ekki að stjórn, og ekki sktipir máli, stétt né staða fórnarlambsins og heldur ekki hversu virtur hann er i samfélaginu og heldur ekki um hvaða ríki sé að ræða, og ef ekki á opinberum vettvangi þá skal farið gegn þeim  með leynd, þar sem að eitur bollar verða notaður eða stálvír strektur um háls og svo vegis , etc etc , etc , etc , etc  

þetta að ofan er IRAN sem dæmi.

----------------------------

VATINAIÐ Á FLEYGIFERÐ að starta 3 heimstyröldinni og láta skattgreiðendur í Usa, Evropu og Russlandi borga brúsan, en þeir sem að ætla að græða á bramboltinu þegar að hlutabréfamarkurðinn í Usa hrynur á sama tíma og þar fram eftir götunum er Vatikanið eða vatikan bank eða fjarmála umsýsla Vatikanið. 

Allt þetta brambolt snýst um Vatikanið. Heimyfirráða stefna Rómversk kaþolsku kirkjunnar sem að loksins að fara að mistakast, en með skelfilegum tímabundnum erfiðleikum fyrir mannkynið, rétt eins og í fyrr og seinni heimstyröldini. þegar að seinni heimstyröldinni lauk, að þá þurfti Pafin í róm ekki dusta eitt einasta rykkorn af öxlinni á sér, en 74 prósent af gullbirgðum heimsins var komið undir stjórn WASINGTON DC, sem að er Vatikanið ! 

Hvíta húsið er jafnhvítt og pafin sjálfur og sá sem sest þar inn er gestur páfans og þarf að lúta reglum gestgjafans sem að er Vatikanið, annar fer illa rétt eins og með John F kenedy forðum sem að laut ekki reglum gestgjafans heldur ætlaði að taka hagsmuni Usa sme ríkis og setja þá hagsmunni ofar hagsmunun Vatikansins á þeim tíma. 

Allt þetta rugl sem er í gangi er ætlað að þjóna hagsmunun Vatikansins. 

kv

LIG

Lárus Ingi Guðmundsson, 6.11.2018 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband