5.11.2018 | 01:00
Luigi Di Maio -- segir efnahagsstefna Trumps til fyrirmyndar; leggur til gervöll Evrópa fylgi fordæmi hans, lækki skatta og auki ríkisútgjöld
Eins og allir þekkja eru skuldir Ítalíu milli 130-140% af þjóðarframleiðslu í dag, til samanburðar skuldir bandaríska alríkisins ca. 80% af þjóðarframleiðslu.
Italy spending plans a recipe for all Europe, says Di Maio
Rétt að benda á hvað efnahagsráðuneyti Bandaríkjanna segir:
779 milljarða dollara halli virðist staðfesta fullkomlega óábyrga fjármálastjórn núverandi stjórnvalda í Washington
- Ein bandarísk trilljón bættist við skuldir bandaríska alríkisins á þessu ári.
- Halli ríkisins óx upp í 3,9% af þjóðarframleiðslu.
--Þar kom til hressileg skattalækkun í upphafi árs í bland við aukningu útjalda til hermála.
--Niðurskurður á móti dugði hvergi nærri til. - Vaxtakostnaður bandaríska ríkisins óx: "Interest expense on government debt increased 14 percent or $65 billion due to the higher debt level as well as rising interest rates..."
- Þetta var það sem eitt til eitt og hálft prósent í viðbótar-hagvexti kostaði.
Mynd sýnir hagvöxt í Bandaríkjunum!
- Skv. spá seðlabanka-Bandaríkjanna - verður hagvöxtur nk. árs 2,5% og 1,8% 2020.
Þannig að ef DT vill viðhalda hagvexti í 3% eða þar fyrir ofan!
Þarf hann að endurtaka - "economic stimulus - auðvitað í hvert sinn, mundi hallinn á ríkinu vaxa enn meir, og skuldir ríkisins hrannast upp á ennþá meiri hraða!
Luigi Di Maio: "We believe in the fact that we can greatly reduce public debt with an expansive budget. I am convinced that we can change the rules on austerity and investment, and we can strengthen the European Union and the eurozone to do good from the point of view of social rights."
"The US economy is growing at 4 per cent with the expansive policies of Trump, which everyone said were wrong. He is expanding the deficit, lowering taxation and investing in infrastructure.
"Mr Di Maio, who became leader of the party (Five Stare Movement) just last year and who once worked as a steward at Napoli football club, said his own life experience helped him understand the economic difficulties of the region."
Það sem þessi 32-ja ára maður áttar sig ekki á, er að Trump gerði ekki neitt annað en að minnka tekjur ríkisins --> Samtímis og útgjöld ríkisins í Bandaríkjunum eru aukin.
--Lítið hefur í reynd gerst í framkvæmdum hjá Trump - en útgjöld til hermála hafa skilað sér.
Til þess að halda dampinum áfram uppi -- mundi DT þurfa að endurtaka leikinn!
--Í kosningabaráttunni þessa dagana, er hann að lofa -- nýjum skattalækkunum.
- Fyrst var þessi hagstjórn prófuð í tíð Reagans -- viti menn, aukning skulda. Reagan a.m.k. sá af sér -- bjó til nýja skatta í stað þeirra sem hann lækkaði.
- Eftir það prófaði Bush sambærilega hagstjórn - að sjálfsögðu skóp það aftur aukningu hallareksturs og aukningu ríkisskulda.
- Og í töku þrjú, að prófa skattalækkanir vs. útgjaldahækkanir, að sjálfsögðu gerist það sama í þriðja sinn.
--Nema að það hljómar sem DT sé fullkomlega sama hve mikið skuldirnar vaxa, ef hann nær að selja einhver atkvæði nú í haust, og sennilega síðan haust 2020.
Bandaríski Seðlabankinn spáir því að skuldir Bandar. án frekari aukningar hallarekstar nái 120% innan nk. 20 ára -- en þá auðvitað var ekki reiknað með líklegum endurtekningum Trumps.
--Þ.e. aftur skattalækkanir nk. ár - frekari aukning eyðslu.
--Og örugglega enn meira af því sama árið eftir.
Þá auðvitað gæti DT slegið öll fyrri met í skulda-aukningu.
- Með þessu gerist ekkert annað en það -- að reikningurinn er sendur til næstu kynslóðar.
- En einhver á endanum þarf að taka á sig timburmennina, þegar menn haga sér með þessum hætti.
Annars á ég ekki von á því að ríkisstjórn Ítalíu fái að fylgja þessari stefnu.
Þó Di Maio horfi til næstu kosninga til Evrópuþings - þá eru það ríkisstjórnirnar sem enn skipa í bankaráð Seðlabanka-Evrópu, og síðast er ég gáði -- eiga N-Evrópulönd enn þar meirihluta.
--Það er umráð yfir Seðlabanka-Evrópu sem langsamlega mestu máli skipta.
- Umráð yfir peningunum m.ö.o.
Ég sé ekki fyrir mér að N-Evrópulönd, muni heimila stjórnun á Evrunni með hætti -- sem óhjákvæmilega með tíð og tíma mundi skila verulegri verðbólgu-aukningu; og auðvitað því að Ítalía mundi stefna hraðbyri í átt til skuldastöðu Japans.
--Það er áhugavert að ríkisstjórn Ítalíu virðist hafa mestu stöðvað efnahagsumbætur er voru í gangi, einn mesti galli Ítalíu er hlutfallsleg óskilvirkni atvinnulífs Ítalíu.
Það er einnig mikið reglufargan, stofnanir afar svifaseinar - mikið svokallað "red tape."
Hugmynd De Maio virðist fyrst og fremst snúast um - aukin útgjöld til vegamála, það virðist megin fjárfestingin sem hann talar um -- hinn bóginn án þess að atvinnulíf verði skilvirkara, gerist líklega það sama og í Bandar. -- að skattalækkanir fara ekki í fjárfestingar, heldur teknar sem auknar arðgreiðslur.
- Rétt að benda á, að 10 áratugur var áratugur endurtekinna eyðslupakka af ríkissjóð Japans -- hann leiddi sannarlega til góðs vegakerfis; en einnig um 300% ríkisskulda.
--Hagvöxtur liðlangan áratuginn var ca. heilt yfir jafnt og núll.
Hvað ætlar Ítalía að gera þegar skuldirnar toppa 300% -- og enn er atvinnulíf óskilvirkt?
Ekki það að N-Evrópa muni heimila Ítalíu að keyra Evruna inn í þennan farveg!
Niðurstaða
Efnahagslegur pópúlismi sem sagt í boði 5-Stjörnu-hreyfingarinnar. Mig grunar að Di Maio hafi aldrei kynnt sér 10. áratug Japans. 32 ára í dag, hann hefur einungis verið krakki. Ég stórfellt efa að auki, hann hafi kynnt sér hvað raunverulega gerðist í tíð Reagans - m.ö.o. þegar hallinn fór í mikla aukningu og skuldirnar hratt fóru að vaxa; sá Reagan að sér - fór smá saman að hækka skatta, með því að búa til nýja í stað þeirra er hann lækkaði. Eða hvernig eyðslustefna George W. Bush einnig hækkaði skuldir bandaríska ríkisins - en skilaði síðan kreppuhruni fyrir rest. Það er nefnilega einmitt langsamlega líklegasta útkoman, að með því að keyra á "economic stimulus" á "stimulus" ofan, þá hækki verðbólga það mikið í Bandaríkjunum fyrir bragðið, að vextir á enda -- kirkji atvinnulífið, samtímis verðbólga eyðir upp tekju-aukningu almennings; einungis spurning hvoru megin 2020 það fellur.
--Obama lenti í því, að fá kreppu-upphaf rétt er hann var ný orðinn forseti.
--Trump gæti m.ö.o. rétt sloppið fyrir horn - hugsanlega, ef Repúblikanar leyfa honum að sífellt að keyra inn nýja og nýja "stimulus" pakka.
En ef þeir heimiluðu honum það, mundi aukning skulda Bandar. verða rosaleg.
Trump auðvitað í kosningabaráttu 2016 talaði nokkrum sinnum um að endursemja um skuldir Bandaríkjann -- á seinna kjörtímabili, ef það verður, gæti komið að því :) :)
En á endanum mundi slík stefna óhjákvæmilega leiða hagkerfið í kreppu. Og auðvitað þá mundu skuldirnar vaxa ennþá hraðar þegar fjarar undan tekjum ríkisins af veltusköttum.
--Þetta gæti haft áhugaverð áhrif á stöðu dollars í heiminum, þess slags stefna.
--Og ef Trump færi að standa við gamla loforðið um að endursemja um lán, þá mundi hann rústa tiltrú þeirri er hefur alltaf verið á bandarískum ríkisbréfum.
Það gæti auðvitað haft áhugaverð áhrif á framtíðarvilja heimsins að taka við þeim.
- Ég sé ekki fyrir mér N-Evrópu heimila Ítalíu -- að gera Evruna að, stærri líru.
Ítalía var alltaf "boom/bust" hagkerfi á árum áður.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einar, hér er þörf á nokkuri aðgát.
Hér ertu að bera saman skuldahlutfall tveggja ríkja. Í svoleiðis samanburði er mikilvægt að nota sömu mælistiku á bæði ríki,annars verður samanburðurinn ómarktækur.
Þér hafa orðið á þau mistök að nota "Net government debt" í tilfelli Bandaríkjanna en "Gross government debt" í tilfelli Ítalíu.
Réttur samanburður er svona:
Bandaríkin Net government debt 82% ,Ítalía 119%
Bandaríkin Gross government debt 107%, Ítalía 131%.
Vel rekið ríki eins og Rússland er svo með 11,8% Gross government debts.Þarna geta ríkisstjórnir heimsins lært góða lexíu.
Þetta eru tölur frá IMF
.
Í svona samanburði er oftast notast við Gross government debt af einhverjumm ástæðum,en mikilvægast er að nota alltaf sömu mælistikuna.
Einnig er mikilvægt að nota tölur frá sama aðila,af því að mælingaraðilar nota mismunandi forsemdur.
Samkvæmt OECD eru ríkisskuldir Bandaríkjanna 137% ,en Ítalíu 157% árið 2017.
.
Skuldasöfnunn Bandaríkjanna hófst árið 1981 og hefur staðið stöðugt síðan ,að undanskildum árunum 1996,1997 og 2015. Þarna gildir einu hvort það er gott eða vont í ári eða hver forsetinn er,það er alltaf skuldasöfnun.
Það versta í þessu er að þessi skuldasöfnun hefur öll farið í eyðslu og spillingu. Á sama tíma hafa innviðir Bandaríkjanna grotnað niður og ástandið jaðrar nú við að vera neyðarástand á sumum sviðum.
Bandaríkin eru hrörnandi samfélag og þeir neita að horfast í augu við það og draga fram lífið á lánum.
Ríki heimsins eru byrjuð að átta sig á þessu og eru smá saman að draga saman eignir sínar í Bandarískum skuldabréfum. Undantekningin frá þessu er Saudi Arabia sem eykur stórlega sín kaup.
Það gæti verið að Bandaríkin þurfi að fara að borga af skuldum sínum í fyrsta skifti í 40 ár.
Það verður ekki auðvelt.
.
Fyrir nokkrum árum sáum við Grikkland kikna undan skuldabyrgðinni.í dag er það Ítalía. Ítalíu verður ekki bjargað.
Næst eru Frakkland eða Spánn. Þessi ríki eru að síga jafnt og þétt á sama stað og Ítalía,einkum Frakkland.
Það er ekki hægt að bjarga gjaldþrota ríkjum endalaust með seðlaprentun, reynslan sýnir það. Það er bara hægt að fresta og gera vandann verri.
.
Eina leiðin er að reka ríkið með ábyrgum hætti eins og Vladimir Putin gerir. Hann er án vafa besti stjórnmálamaður samtímans.
Peningana sem önnur ríki nota til að greiða vexti notar hann í verðmæta innviðauppbyggingu sem mun á komandi árum veita Rússneskum ríkisborgurum aukna velsæld.
Borgþór Jónsson, 6.11.2018 kl. 11:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning