1.11.2018 | 20:25
Ef Ítalía hrekst úr evrunni - er sennilega hægt að tryggja áframhald evrunnar og fjármálakerfis ESB þrátt fyrir það áfall!
Margir gera ráð fyrir því nokkurn veginn sjálfkrafa að vegna umfangs skulda Ítalíu - gildi það fornkveðna að ef þú skuldar nægilega mikið sé bankinn í vanda, frekar en þú - en kannski er líkingin ekki alfarið rétt.
--Ég hef verið að velta þessu fyrir mér um skeið, er eiginlega farinn að hallast að því, að líklega getur evran og fjármálakerfi ESB tekið þann storm.
Ef þetta er rétt þá gæti Matteo Salvini haft veikari samningsstöðu en hann heldur!
Italy Doubles Down on Threat to Euro Stability
Nú skulum við ímynda okkur hvernig leikurinn gæti spilast út frá sjónarhóli ESB!
ESB hefur formlega hafnað fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Ítalíu - en það virðist fyrirfram ljóst, að ríkisstjórn Ítalíu muni hundsa þær gagnaðgerðir sem verður líklega beitt. En Framkvæmdastjórn ESB hefur rétt til að sekta ítalska ríkið, sem aldrei hefur áður gerst.
--Eins og allt innan ESB tekur stjórnkerfið langan tíma að koma sér að verki, slíka ákvörðun yrði að taka á fundum sem ráðherrar úr ríkisstjórn Ítalíu mundu sitja - og líklega getur Ítalía treyst á stuðning ráðherra frá Póllandi og Ungverjalandi.
--Salvini mun sjálfsögðu spila málið sem einhvers konar rangláta árás kerfisins eða kerfiselítunnar á Ítalíu.
Segjum ítalska ríkið greiddi ekki sektina, einfaldlega hundsaði þá aðgerð - gæti Framkvæmdastjórnin kært ítalska ríkið fyrir svokölluðum Evrópudómstól, þar mundi ítalska ríkið án vafa tapa málinu -- en það ferli mundi einnig taka tíma.
Og aftur mundi Salvini örugglega spila málið pólitískt sem enn eina árás svokallaðrar kerfiselítu.
- Þetta er á hinn bóginn ekki hvað mestu máli skiptir, heldur hvað gerist á skuldabréfamörkuðum -- m.ö.o. vextir á ríkisbréf Ítalíu.
--Í dag eru þeir ekkert rosalega háir en hækkandi. - Það sem hægt væri að gera -- til þess að auka verulega mikið þrýstinginn á Ítalíu, væri.
--Ef fjármálakerfið utan Ítalíu, mundi selja sem mest af sínum ítölsku ríkisbréfum. - Það mundi leiða til þess að vaxtakrafan á ríkisbréf Ítalíu mundi hækka hratt.
- Rétt að benda á að Seðlabanki Evrópu - hættir að kaupa ríkisbréf fyrir prentaðar evrur við lok þessa árs.
--Seðlabanki Evrópu ætlar þó fyrst um sinn, að kaupa ný bréf í stað ríkisbréfa í sinni eigu sem renna út - sem ætti að viðhalda nokkrum stuðningi við aðildarlönd sem glíma við verulegan skuldavanda.
--Þetta þíði samt, að stuðpúðinn sem hefur verið til staðar, verður minni. - Gefum okkur að ríkisstjórn Ítalíu haldi til streitu stefnu um verulega aukinn ríkishalla - sem þíðir viðbótar skuldasöfnun.
--Þá mun ítalska ríkið klárlega þurfa að treysta á sölu bréfa á markaði, nú þegar prentunarprógramm "ECB" er að renna út.
Það er þess vegna sem það gæti verið svo öflugt - að hvetja banka til að setja ítölsk bréf á markað. Því við það, mundi kostnaður ítalska ríkisins af hallarekstrinum -- vaxa og það hratt.
Auðvitað þíddi það að spenna um stöðu evrunnar samtímis mundi vaxa á ný.
- Málið er að "ECB" getur brugðist við með svokölluðu "OMT" sem er prentunar-aðgerð sem Mario Draghi bjó til - sem valkost, þó hún hafi aldrei verið framkvæmd.
- Punkturinn með "OMT" að einungis ríki sem fylgja reglunum - fá að taka þátt.
--Þá væri Ítalía sjálfkrafa útilokuð, meðan Salvini hundsar vísvitandi reglur ESB.
- Með virkjun "OMT" getur seðlabankinn haldið öllum hinum löndunum á floti.
- Meðan að bréf Ítalíu hækka - hækka - hækka enn meir.
--Til viðbótar þyrfti "ECB" skv. heimild aðildarríkja, að virkja heimild til stuðnings við bankakerfi ESB, ef á mundi þurfa að halda.
- Ef það væri gert samtímis, gæti "ECB" tryggt það, að fjármálakerfi ESB fari ekki á hliðina, þó stefndi hratt í ríkisþrot Ítalíu.
Þarna er ég að ímynda mér ESB spila "hardball"
Það er alveg unnt að taka skref í viðbót -- en í reynd þyrfti ESB ekki að gera mikið meira en að bíða!
- En um leið og bréf ítalska ríkisins eru ekki lengur markaðshæf skv. mati helstu lánshæfisfyrirtækja - þá mundi virkjast regla hjá flestum sjóðum á alþjóðamarkaði er eiga ríkisbréf Ítalíu.
--Þannig að þá hæfist brunaútsala bréfa Ítalíu - ef þeir aðilar voru ekki áður farnir að selja, meðan að þeir gátu enn fengið ívið meira fyrir þau. - Á sama tíma, má "ECB" lagatæknilega ekki lengur -- þyggja ríkisbréf Ítalíu sem veð.
--Þetta reyndar hundsaði "ECB" á sínum tíma í tilviki Grikklands - en þó ekki fyrr en samþykki ríkisstjórnar Grikklands lá fyrir að fylgja svokölluðu björgunarprógrammi. - Rétt þó að ryfja upp, að um hríð lokaði "ECB" alfarið á Grikkland.
--Ef einhver man eftir, þá lenti Grikkland um tíma í því, að allar bankastofnanir voru lokaðar í nokkrar vikur - því þær gátu ekki fengið lausafjárlán frá "ECB."
--Ef einhver man eftir, skammtaði gríska ríkið fé til almennings -- með þeim hætti að fólk hafði takmarkaða úttektarheimild per dag úr hraðbanka.
--Það voru þá alltaf mjög langar biðraðir við hraðbanka, og gekk mikið á að tryggja að í þeim væru peningar.
**Á meðan, voru debit- og kredidkort grikkja - óvirk. - Þetta gæti allt endurtekið sig á Ítalíu.
--En "ECB" væri ólíklegur til að veita ítölskum bönkum neyðar-lausafjárlán með sambærilegum hætti, gegn ítölskum ríkisbréfum -- svo lengi sem ríkisstjórn Ítalíu leggur ekki niður skott.
Það sem ég er að segja - er að mér virðist þegar Mario Draghi bjó til "OMT" seinni part árs 2012 -- þá hefur "ECB" þar með nægilega öflugt tæki til að halda öðrum ríkjum á floti.
Þá stendur einungis eftir með bankakerfið, en það mundi geta reddast með því, að samþykkt verði að veita stöðug lausafjárlán til banka hinna landanna - gegn ríkisbréfum.
- Það ætti að duga til þess að hindra að panik ástand víkki út fyrir Ítalíu.
Þegar það væri sæmilega tryggt -- mundi ESB ekki þurfa að gera neitt annað en að, bíða.
Markaðir mundu sjá alfarið um að herða ólarnar statt og stöðugt að Ítalíu.
- Það virðist vera að ca. 60% Ítala styðji aðgerðir ríkisstjórnar Ítalíu nú.
- En segjum að Ítalir hafi ekki haft aðgengi að sínum bankareikningum í a.m.k. mánuð - kortin þeirra hafi svo lengi verið óvirk, þeir þurfi að standa í löngum biðröðum dag hvern til að fá peninga fyrir lágmarks dagsþörfum.
--Veruleg persónuleg óþægindi af slíku tagi, gætu breytt afstöðu margra.
--Ég er ekki að meina þetta sem sérdeilis ósennilega útkomu.
Við sáum þetta allt gerast í tilviki Grikklands.
Þannig að ég er að tala um -- Grikkland taka 2 ca. bout.
- Ég er að segja, mig sterklega grunar að ríkisstjórn Ítalíu eigi ekki raunhæfan möguleika á að vinna þennan leik.
Ímyndum okkur Ítalíu fara alla leið í formlegt ríkisþrot!
Á þeim punkti væri brunasala bréfa Ítalíu búin að fara fram -- verð bréfa landsins löngu komin djúpt í ruslflokks verð.
Rétt að benda á, ca. helmingur skulda Ítalíu er í eigu innlendra aðila.
--Það eru bankar, en einnig lífeyrissjóðir.
Að ríkisbréf Ítalíu verða einskis virði, væri þar með verulegt högg fyrir eiginfjárstöðu ítalskra banka - sem og verulegt högg fyrir fjölda ítalskra lífeyrissjóða.
Ef landið þá endurreisir líruna - yrði mögulegt að láta bankana starfa innanlands, en sparifé landsmanna yrði afar verðlítið - því yrði án vafa skipt yfir í nýja líru, er mundi falla djúpt.
Kjaraskerðing yrði þá samtímis afar djúp. Ítölsk fyrirtæki gætu ekki fengið fyrirgreiðslu erlendis frá - það væri útilokað. Fyrir utan einhver stór risafyrirtæki er starfa í fjölda landa, svo fremi að a.m.k. helmingur andvirði starfsemi þeirra er utan Ítalíu.
Ég reikna með því að neysla mundi minnka mjög mikið - við það verða umtalsverð atvinnuleysisbylgja.
En á meðan landið væri gjaldþrota, væri nær ómögulegt að fá erlenda fjárfestingu; og í það mikilli óvissu mundi ítölsk fyrirtæki líklega sjálf halda að sér hendi.
Það væri engin sjáanleg snögg lausn þar um!
Þannig að Salvini gæti setið með langt yfir 20% atvinnuleysi kannski 30% + mjög djúpa kjaraskerðingu almennings + eyðingu andvirðis megnis sparifjár landsmanna.
- Ég efa að Salvini mundi geta spilað slík ragnarrök sér til vinsælda.
- M.ö.o. er ég að segja, að það hljóti að vera mjög verulegt "bluff" í hegðan ríkisstjórnar Ítalíu -- mig grunar að hún hafi það mikla fyrirlitningu á þeim sem starfa fyrir ESB, að þeir hugsanlega vanmeti hættuna á að ESB spili málið fram með fyllstu hörku.
- Þannig að mér virðist að ESB gæti einfaldlega kallað "bluff" Salvini - með því að mæta hegðan ítalska ríkisins með fyllstu hörku.
--Spila leikinn þess vegna alla leið í ríkisþrot Ítalíu.
--Láta það vera Salvini sem bakkar.
Salvini hefur ekki talað um að yfirgefa evruna. Ef maður gefur sér að hann hafi slíkt raunverulega ekki í huga.
--Þá rökrétt bakkar hann eins og Alexis Tsiprast gerði 2012.
--Það var einfaldlega snúið harkalega upp á hendina á honum, mér virðist að ESB geti einfaldlega endurtekið leikinn með svipuðum hætti.
Niðurstaða
Ég held að ég sé ekki að tala út í bláinn. Bendi á að ég fylgdist mjög náið með evrukrísunni - menn geta bakkað þessu bloggi til 2012 til að sjá að svo var. Þannig að ég veit hvernig ESB á endanum brást við. Hvaða tæki ESB bjó til sér til varnar. Og hvernig ESB á endanum fór að því að snúa Alexis Tsiprast algerlega niður.
Ég er að segja, að ef ESB notar þau tæki er búin voru til undir lok sumars 2012.
Þá geti ESB varist Ítalíukrísu - síðan endurtekið Grikkland á Ítalíu.
Farið með Matteo Salvini alveg nákvæmlega eins og Alexis Tsipras.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:03 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Líklegt er að Friedrich Merz taki við af Angelu Merkel sem formaður CDU. Fari svo þá er líklegt að Angela Merkel verði ekki lengi í stóli kanslara Þýskalands.
Verði Merz kanslari þá má búast við ákveðnari stefnu Þýskalands í öllum málum.
Hörður Þormar, 1.11.2018 kl. 21:23
Hörður Þormar, harðari - sammála því.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 1.11.2018 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning