Hann virðist halda að hann geti gert þetta með pennastriki - þ.s. að hans mati og samstarfsmanna hans, sé það ekki skýrt í stjórnarskránni né af dómi æðsta dómstóls Bandaríkjanna frá 1898, að börn fólks sem sé statt ólöglega í Bandaríkjunum hafi rétt til ríkisfangs skv. stjórnarskrá Bandaríkjanna!
Donald Trump: Were the only country in the world where a person comes in and has a baby, and the baby is essentially a citizen of the United States . . . with all of those benefits, - Its ridiculous . . . and it has to end.
Honum er auðvitað frjálst að hafa þá skoðun!
Mr Trump said He said the changes could definitely be made through an act of Congress ; such normal legislation requires simple majorities. An executive order requires no congressional approval.
Þetta er mjög nýstárleg skoðun - en stjórnarskráin sjálf lýsir því hvernig skal breyta henni, þ.e. til þarf þingið - samþykki allra fylkja þ.s. hvert og eitt hefur neitunarvald, og undirskrift forseta á endapunkti.
--Þingið getur ekki breytt stjórnarskránni eitt og sér, þaðan af síður tilskipun forseta.
"However, some proponents for stricter immigration have suggested that the phrase subject to the jurisdiction thereof should not apply to foreigners who are either in the US for a short period of time, or entered the country illegally."
Þetta stenst klárlega ekki - en ef svo væri - þá væri ekki heldur hægt að dæma viðkomandi skv. bandarískum lögum. Það mundi enginn halda því fram, að hver sá sem er staddur í Bandaríkjunum óháð ástæðu -- sé ekki undir bandarískri lögsögu.
--Svo slík túlkun væri klárlega fráleit.
"About 275,000 babies were born to immigrants not authorised to live in the US in 2014, accounting for 7 per cent of all American births, according to estimates by Pew Research Center based on official government data."
Þetta klárlega laðar fólk að þ.s. reglan tryggir að barnið er ríkisborgari.
Get þannig séð skilið að andstæðingar aðstreymis aðkomufólks vilji breyta þessu.
--En ég get ekki séð að DT geti gert þetta skv. hans hugmynd, að gefa út tilskipun.
- 14th. Amendment section 3: "All person born or naturalized in the United States, and subject to the jurisdiction thereof, are citizens of the United States and of the State wherein they reside."
- Dómurinn frá 1898: "A child born in the United States, of parents of Chinese descent, who, at the time of his birth, are subjects of the Emperor of China, but have a permanent domicil and residence in the United States, and are there carrying on business, and are not employed in any diplomatic or official capacity under the Emperor of China, becomes at the time of his birth a citizen of the United States, by virtue of the first clause of the Fourteenth Amendment of the Constitution,..." - "All person born or naturalized in the United States, and subject to the jurisdiction thereof, are citizens of the United States and of the State wherein they reside."
Menn stara sem sagt á það að dómurinn nefndi að fólkið væri með varanlegan búseturétt.
Greinilega vilja menn leggja þá merkingu að æðsti dómstóll Bandaríkjanna hafi þrengt merkingu ákvæðis stjórnarskrárinnar.
Hinn bóginn, hefur dómstóllinn ekki lagasetningarvald - því ekki vald til að breyta lögum.
Hann getur einungis túlkað lögin, þannig þarf túlkun hans að passa við textann.
- Ekki er sjáanlegt að stjórnarskráin viðhafi nokkra þrengjandi skilgreiningu.
- Einungis sagt -- fæddur í Bandaríkjunum.
Ég sé ekki að augljóst sé að það komi málinu í nokkru við, hvort foreldrar voru með dvalarleyfi eða ekki, hvort þau voru þar löglega eða ekki.
Textinn einungis segi - fæddur í Bandaríkjunum.
Ég sé enga mögulega þrengjandi túlkun á grunni textans.
Og ég ítreka, dómstóll hefur ekki lagasetningarvald!
Þingið getur ekki eitt og séð breytt stjórnarskránni, og að sjálfsögðu ekki forsetinn heldur einn og sér!
Niðurstaða
Mér virðist með öðrum orðum Donald Trump vera að ota málinu fram einungis í von um að fá atkvæði út á loforð - sem engar líkur séu á að hann geti staðið við. Ef út í það er farið virðist mér þetta lísa hugsanlegri örvæntingu.
Þetta kemur í framhaldinu af því, að hann fór að lofa 10% skattalækkun til millistéttafólks.
Nú bætir hann þessu við að lofa því að afnema sjálkrafa rétt til ríkisfangs barna sem fædd eru af foreldrum ólöglega stödd í landinu.
Hinn bóginn kem ég ekki auga á nokkra hina minnstu lagalega færa leið fyrir hann nema hina hefðbundu leið að fara í formlegt stjórnarskrárbreytingarferli sem tekur langan tíma.
Ef hann fyrirskipaði aðgerð sem væri skýrt stjórnasrkárbrot - væri unnt að ákæra hann til embættismissis fyrir þá aðgerð eina sér. Enda sór hann eið að stjórnarsrkánni er hann sór embættiseið sinn við valdatöku sem forseti. Forseti er þar með eiðsvarinn því að standa við öll ákvæði hennar, klárt brot væri þar með skírt brot á hans eigin svardaga.
--"Impeachment" þyrfti ekki frekari rök.
M.ö.o. virðist mér þarna fara hreinn pópúlismi af hálfu Trumps.
Að þetta komi fram skömmu í kjölfar þess að hann fór að lofa nýjum skattalækkunum.
Gæti bent til þess að hann sé órólegur með stöðu flokksins í núverandi kosningabaráttu.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:54 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fáránlegt að fá tvöfaldan ríkisborgararétt fyrir það eitt að fæðast í USA. Þið Trumphatarar verðið að finna eitthvað annnað. Hvað varð um Gleðikonuna og Creepy Porn Lawyerinn?
Guðmundur Böðvarsson, 30.10.2018 kl. 22:25
Guðmundur Böðvarsson, stjórnarskráin er eins og hún er burtséð frá hvaða skoðun menn hafa á einstaka ákvæðum - hún er auðvitað samin fyrir meir en 200 árum, löngu áður en slíkar pælingar risu - en þau ákvæði gilda samt sem áður hvort sem mönnum líkar betur eða verr.
Skv. nýlegum fréttum er sérstakur saksóknari að skrifa skýrsluna sína stóru - hann væntanlega skilar henni til þingsins þegar hún er tilbúin, þá væntanlega kemur allt fram.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 30.10.2018 kl. 22:46
Það er að vísu rétt að menn túlka þetta eins og þú segir, Einar. En það hefur ekki alltaf verið þannig. Til dæmis þurfti sérstök lög til þess að veita Indíánum ríkisborgararétt: https://en.wikipedia.org/wiki/Indian_Citizenship_Act Indíánar höfðu EKKI fengið ríkisborgararétt áður bara vegna þess að þeir voru fæddir innan landamæra BNA, jafnvel þó að þeir væru frumbyggjar heimsálfunar(!)
Reyndar er orðalagið ekki eins skýrt og menn vilja halda fram. Til dæmis mætti færa fram eftirfarandi rök:
Hvað merkir feitletraða klausan? Það getur ekki einfaldlega verið að vitnað sé í að lög BNA gilda um einstaklinginn þar sem hann er staddur í BNA vegna þess að það væri tvítekning. Þess vegna hlýtur að vera að talað sé um lagalegt valdsvið yfir einstaklingnum sem slíkum - ekki bara búseta, heldur einhvers konar lagalegt réttindakerfi, svo sem grænt kort o.s.frv. En það er ljóst að 14. Ábætirinn er klaufalega skrifaður.
Það má benda ennfremur er þetta:
1873 opinion of the Attorney General
In 1873, The Attorney General of the United States published the following legal opinion concerning the Fourteenth Amendment:
The word 'jurisdiction' must be understood to mean absolute and complete jurisdiction, such as the United States had over its citizens before the adoption of this amendment. Aliens, among whom are persons born here and naturalized abroad, dwelling or being in this country, are subject to the jurisdiction of the United States only to a limited extent. Political and military rights and duties do not pertain to them
Þvínæst:
Feitletraða gildir ekki fyrir lögum ef menn eru með ólöglega "domecil and residence". Allavega mætti færa rök að því. Þeir sem eru með slíka "domecil and residence"með löglegum hætti mætti segja að heyri undir laga og réttindakerfi BNA, enda hafa þau fengið slíka vistarveru lagalega.
Það má benda á að þeir sem eru að starfa fyrir sendiráð fá ekki sjálfkrafa ríkisborgararétt fyrir börnin sín. Þess vegna virðist það skrýtið að ætla að allir aðrir fái það sjálfkrafa bara vegna viðbótar #14. Ef stjórnarskráin trompar allt annað, hvernig má þá vera að þarna sé leyfileg undantekning sem ekki er minnst á í stjórnarskránni? Það er vegna þess að ekki er gert ráð fyrir sjálfkrafa ríkisborgararétti. Ellegar, ef ein undantekning er leyfileg eru fleiri leyfilegar, en það merkir að reglan er ekki algild.
Alltént: það er ljóst að Trump er að þessu gangngert til að koma því fyrir SCOTUS, en hvort það gagnist kemur í ljós. Að minnsta kosti kemur fram umræða um það hvort eðlilegt sé að menn geti bara sniglast inn í landið og átt barn, og þess vegna heimtað að fá að vera áfram vegna þess að ríkisborgari (barnið) sé fjölskylda manns. Og kannski kemur þá 28. ábætirinn. 14x2 = 28.
Egill Vondi, 31.10.2018 kl. 20:28
Egill Vondi, nokkrir veikleikar á þessu hjá þér - sendiráð teljast ekki umráðasvæði ríkis þar sem þau eru heldur þess ríkis þeirra sendiráð á í hlut, þannig ef t.d. barn fæðist á umráðasvæði sendiráðs frakklans sem er þá innan lóðamarka þess sendiráðs - þá er það barn þar með ekki fætt innan umráðasvæðis laga Bandaríkjanna.
--Þá er fullkomlega eðlilegt að börn fædd á sendiráðslóðum séu ekki sjálfkrafa ríkisborgarar:
--Fyrir utan skilst mér, að dæmi séu um að ef barn t.d. sendiherra sé fætt á spítala utan sendiráðslóðar - hafi fæðingadeild sú eða nánar tiltekið herbergið þ.s. barnið fæðist, verið tímabundið í samkomulagi við bandar. yfirvöld - verið skilgreint lagalegt umráðasvæði þess lands sem á í hlut afkvæmi þeirra sendiherra er þá að fæðast.
**M.ö.o. hafi verið beitt trixum sem slíkum, til að ákvæðið virkist ekki í slíkum afmörkuðum tilvikum.
------------
Ég tel það alfarið fráleitt sbr. skoðunina frá 1873, að sérhver sá sem er staddur í Bandar. en ekki ríkisborgari burtséð frá efnum og ástæðum þess að sá er þar - sé ekki fullkomlega undir lagaumhverfi Bandaríkjanna; enda hafa Bandar. aldrei hikað við það að láta fullt vald laga bitna á sérhverjum þeim sem staddur er í Bandar. og ekki er sendiherra eða starfsmaður sendiráðs með dyplómatapassa - ef sá brýtur lög lands Bandar. innan þeirra landamæra.
--Það eru held ég afar mörg fordæmi fyrir slíkri beitingu Bandar. á viðurlögum gegn slíkum einstaklingu - þannig að ég sé ekki að nokkur vafi geti verið um þá túlkun, að einungis í þeim undantekningum að í hlut eiga einstaklingar sem njóta dyplómatískrar friðhelgi -- gildi fullt lagaumhverfi Bandaríkjanna um viðkomandi.
Varðandi spurninguna um það hvort barn er "ankeri" skilst mér - að það virkist einungis frá þeim degi sem sá er lögráða, sbr. þá hefur sá einstaklingur sjálfkrafa rétt til búsetu í Bandar. - getur óskað þess formlega að foreldrar sínir fái landvist, þó þeirra landvist skilst mér sé ekki sjálkrafa réttur -- hafi sá þó þann rétt að fá þá kröfu tekna til formlegrar meðferðar.
--Barnið sé þó án vafa líklega ríkisborgari - sennilega má strax reka foreldrana úr landi, þ.e. kjölfar þess að barnið fæðist, barnið skilst mér má vera í landinu - enda eftir allt saman ríkisborgari; og væri þá komið í fóstur - ef móðirin óskar þess ekki að taka barnið með sér - er henni væri vísað úr landi.
--Ef barnið fylgdi móðurinni úr landi - væri það samt ríkisborgari, og gæti síðar lögráða snúið til Bandar. og þegið allan þann rétt sem bandar. ríkisborgari hefur.
--Þá væri það á ábyrgð yfirvalda, sett í fóstur.
Bandar. fái alltaf þá þessi börn - en ekki endilega foreldrana. Það sé "optional" ekki "mandatory."
Þetta sé líklega ekki það stór hópur þessi börn að það e-h verulega íþyngi Bandr.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 31.10.2018 kl. 23:07
Egill Vondi, "and subject to the jurisdiction thereof,"
Tel alveg öruggt að það orðalag vísar til þess sem á íslensku líklegast nefnist -- lögsaga Bandaríkjanna, eða m.ö.o. umráðasvæði lagaumhverfis Bandaríkjanna. "Jurisdiction" sé vanalega þítt skv. orðinu "lögsaga" sem á Íslandi þíðir þ.s. greinilega er vísað til Bandaríkjanna sjálfra - þess landsvæðis þar sem lög Bandaríkjanna gilda, m.ö.o. innan landamæra Bandaríkjanna. "Thereof" vísar greinilega til þess sem kom á undan, það sem sagt var á undan var "United States" þannig að ég sé ekki að það sé óskýrt: -> Á undan sagt Bandaríkin síðan vísað til lögsögu þeirra. Þannig ég kem ekki auga á neitt óskýrt atriði -: Barn sem fæðis innan lögsögu Bandaríkjanna sé ríkisborgari. Lögsaga Bandaríkjanna nær að sjálfsögðu yfir allt það land sem er innan landamæra Bandaríkjanna - auk innan svokallaðra lögsögumarka á sjó. Þá gæti væntanlega barn tæknilega fæðst í skipi ef það er innan alþjóðlega viðurkenndrar lögsögu og verið skv. því sjálkrafa þegn Bandaríkjanna. Væntanlega gildir sama ef barn fæðist í flugvél meðan sú er yfir landsvæði Bandar. og kominn yfir landhelgi þess.
--Þannig ergo eins og ég sagði í textanum að ofan - kem ég ekki auga á nokkra smugu fyrir DT að sleppa ódýrar en með því að hefja formlegt stjórnarskrár-breytingaferli, er getur tekið nokkur ár, og er að sjálfsögðu fullkomlega óvist að beri árangur.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 31.10.2018 kl. 23:21
Varðandi sendiráð:
Orðalagið er "and are not employed in any diplomatic or official capacity under the Emperor of China", ekki "are located in the embassy of the Empire of China when the child is born". Það er að segja að börn sendierindreka fá ekki ríkisborgararétt, þó að þau fæðist utan sendiráðsins, t.d. í spítala fyrir utan sendiráðið.
Ég tel það alfarið fráleitt sbr. skoðunina frá 1873, að sérhver sá sem er staddur í Bandar. en ekki ríkisborgari burtséð frá efnum og ástæðum þess að sá er þar - sé ekki fullkomlega undir lagaumhverfi Bandaríkjanna; enda hafa Bandar. aldrei hikað við það að láta fullt vald laga bitna á sérhverjum þeim sem staddur er í Bandar. og ekki er sendiherra eða starfsmaður sendiráðs með dyplómatapassa - ef sá brýtur lög lands Bandar. innan þeirra landamæra.
Það er að vísu rétt að lögin eiga við slíkt fólk almennt, en slíkur einstaklingur er ekki undir öllum forráðum Bandaríkjana, enda nefndi ríkissaksóknarinn sérstaklega eftirfarandi: Political and military rights and duties do not pertain to them. Sem sagt þau gete ekki kosið, né verið kosin, né gegnt herskyldu.
Alltént var punkturinn sá að túlkun 14. viðauka hefur ekki alltaf verið með sama móti. Þess vegna er ekki fráleitt að það geti breyst aftur (þó það sé að sjálfsögðu ekki sjálfgefið).
Reyndar skilst mér að hæstiréttur BNA hafi aldrei í raun gefið upp endanlegann úrskurð um hvað 14. viðaukinn merkir, og þar sem Kavanagh er nýkominn þar inn gæti það orðið athyglisvert hvað setur. Ef Trump gerir þetta má gera ráð fyir að einhver dómstóllinn reyni að hnekkja tilskipuninni með úrskurði (t.d. Ninth Cirquit Court) og þá fer þetta til hæstaréttar í fyrsta sinn i rúmlega 150 ár. Það kemur í ljós hvort hæstirétturinn nýki muni samþykkja þetta. Annars þarf nýjan viðauka (sem gerist ekki í bráð ef Fulltrúadeildin verður í höndum Demokrata).
Varðandi spurninguna um það hvort barn er "ankeri" skilst mér - að það virkist einungis frá þeim degi sem sá er lögráða, sbr. þá hefur sá einstaklingur sjálfkrafa rétt til búsetu í Bandar. - getur óskað þess formlega að foreldrar sínir fái landvist, þó þeirra landvist skilst mér sé ekki sjálkrafa réttur -- hafi sá þó þann rétt að fá þá kröfu tekna til formlegrar meðferðar.
--Barnið sé þó án vafa líklega ríkisborgari - sennilega má strax reka foreldrana úr landi, þ.e. kjölfar þess að barnið fæðist, barnið skilst mér má vera í landinu - enda eftir allt saman ríkisborgari; og væri þá komið í fóstur - ef móðirin óskar þess ekki að taka barnið með sér - er henni væri vísað úr landi.
Þetta er einmitt það sem Demokratar eru að berjast gegn, sem sagt þeir vilja nota akkerisbörnin til að leyfa þessu fólki að vera áfram. Aukinheldur vilja þeir ekki að mönnum sé meinað að koma yfir landamærin á annað borð. Þess vegna er þessi barátta svo hatrömm.
Þetta sé líklega ekki það stór hópur þessi börn að það e-h verulega íþyngi Bandr.
Það eru að minnsta kosti ellefu miljón ólöglegir innflytjendur í BNA, og hugsanlega miklu fleiri.
Egill Vondi, 1.11.2018 kl. 10:54
Egill Vondi, "Alltént var punkturinn sá að túlkun 14. viðauka hefur ekki alltaf verið með sama móti."
Það var ástæðan fyrir dómnum 1898.
"slíkt fólk almennt, en slíkur einstaklingur er ekki undir öllum forráðum Bandaríkjana, enda nefndi ríkissaksóknarinn sérstaklega eftirfarandi: Political and military rights and duties do not pertain to them. Sem sagt þau gete ekki kosið, né verið kosin, né gegnt herskyldu."
Að hafa ekki réttindi - er ekki sama og vera takmarkað undir lagalegu forræði. Þegar við erum að tala um lagalegt forræði - er það almennt talið eiga við, lagaleg úrræði er tengjast brotum af einhverju tagi.
--M.ö.o. geta ríkisins til að beita þá einstaklinga úrræðum laga ef viðkomandi tengist einhverju sem þar er ólöglegt, sé í engu skert.
Það sé enginn vafi að þeir aðilar innan Bandar. sem viðhalda aðhaldi laga - hafi ap fullu og ölli leiti sama rétt til að taka í lurginn á þeim einstaklingum, og ef viðkomandi væri ríkisborgari.
--Ég held að herkvaðning hafi aldrei verið refsing í Bandar.
"Reyndar skilst mér að hæstiréttur BNA hafi aldrei í raun gefið upp endanlegann úrskurð um hvað 14. viðaukinn merkir,"
Hvenær er úrskurður endanlegur? Hann getur alltaf gefið út nýjan -- hinn bóginn kem ég ekki auga á neitt óskýrt atriði í þessari grein Stjórnarsrkárinnar, sem mér virðist hafa í nokkru óljósa merkingu.
Þannig að ég sé í reynd egnan möguleika fyrir réttinn að úrskurða með öðrum hætti.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 1.11.2018 kl. 12:55
Egill Vondi, "Það eru að minnsta kosti ellefu miljón ólöglegir innflytjendur í BNA, og hugsanlega miklu fleiri." En yfir hvað langan tíma? Fólk sem hefur verið þarna í áratugi er sennilega löngu fullvirkt á vinnumarkaði. Þá borgar það skatta - skildur en fær ekki að kjósa, er eigi siður bundið öllum viðurlögum laga.
Þ.e. það sem mér virðist augljósa atriðið -- ef öll viðurlög laga eiga við þig.
Þá eigi einnig stjórnarskrár-ákvæðið við þig og þín börn er fæðast innan Bandar.
Ef það væri mikið atvinnuleysis-vandamál í Bandar. er væri krónískt alltaf til staðar -- þá mundi ég hafa meiri samúð með þeirri hugun að þessi hópur sé byrði. En þegar fjöldinn er þetta mikill - er klárlega megin þorri þeirra í vinnu. Skv. hafræðilegri sýn ef slík sín væri notuð, þá er hópur með fasta vinnu - sem þarf að borga a.m.k. til síns sveitafélags, ekki nettó byrði.
--Annað gildi í Evr. þ.e. víða er krónískt atvinnuleysi - þá er mun sennilegra að aðkomufólk sé raunveruleg samfélagsleg byrði.
Mér hefur virst klárt að þannig sé mun síður í Bandar. að aðkomufólk verði byrði.
--Með lágu atvinnuleysi - ættu heimamenn rökrétt ekki samt sem áður að eiga í alvarlegum vandræðum að finna vinnu.
Byrði kenningin standist miklu betur í Evr. samhengi.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 1.11.2018 kl. 13:24
Það verður sérstak flug til Bandaríkjanna fyrir konur sem eru að fara að fæðast.
Merry, 1.11.2018 kl. 14:32
Merry, þú gleymir því atriði að ef þú kemur með þeim hætti án VISA ertu sendur rakleiðis til baka með næstu vél.
Þú þarft að smygla þér yfir landamærin. Þ.e. ekki svo auðvelt fyrir konu komin 8-9 mánuði á leið.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 1.11.2018 kl. 20:27
Sæll Einar
Það verður alltaf einhver til að gefa þeim lyftu til landamærin.
Merry, 1.11.2018 kl. 21:21
Það kemur í ljós hvað setur. Að minnsta kosti hefur þetta komið umæðuni aftur á blað
.
.
Það var ástæðan fyrir dómnum 1898.
Meðal annars. En löggjöfin 1924 sem veitti Indíánum ríkisborgararétt þótti samt nauðsynleg, sem þýðir að það merkti ekki upprunalega það sem þú heldur fram.
Að hafa ekki réttindi - er ekki sama og vera takmarkað undir lagalegu forræði. Þegar við erum að tala um lagalegt forræði - er það almennt talið eiga við, lagaleg úrræði er tengjast brotum af einhverju tagi.
--M.ö.o. geta ríkisins til að beita þá einstaklinga úrræðum laga ef viðkomandi tengist einhverju sem þar er ólöglegt, sé í engu skert.
Nú ertu að beita hártogunum, og þannig lagað skiptir ekki máli. Ríkissaksóknari BNA sagði þetta, og ég tel hann vera fróðari um slík mál en mig og þig. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það.
Í raun varðar mig lítið hverning þú telur eðlilegt að þetta sé skilgreint. Það eina sem ég hef áhuga á er að benda á að 14. viðaukinn hefur ekki alltaf verið túlkaður eins og hann hefur verið túlkaður núna. Það með er mögulegt að breyta túlkuninni, til dæmis má breyta henni aftur í fyrra horf - fræðilega séð. Viðhorf Íhaldsmanna í BNA er almennt að það beri ekki að breyta túlkun á merkingu laganna með dómsúrskurði frá því sem var þegar lögin voru sett. Það er vegna þess að hæstaréttadómarar eru ekki kjörnir, og breyting á lögum og stjórnarskrá á að vera í höndum löggjafavaldsins, sem er kosið af almenningi. Þetta er í andstöðu við viðhorf vinstrimanna, sem sagt að dómstólar eru verkfæri til að leiðrétta samfélagið samkvæmt sannfæringu dómara. Svo er fordæmishefðin, sem var áður ríkjandi hjá íhaldsmönnum þar til að þeir áttuðu sig á því að þannig þokast hlutirnir smám saman vinstrimönnum í vil.
Hvenær er úrskurður endanlegur? Hann getur alltaf gefið út nýjan -- hinn bóginn kem ég ekki auga á neitt óskýrt atriði í þessari grein Stjórnarsrkárinnar, sem mér virðist hafa í nokkru óljósa merkingu.
Samt hafa margir haldið öðru fram, og tók langann tíma að komast að núverandi niðurstöðu.
Og svo þetta:
I have offered is simply declaratory of what I regard as the law of the land already, that every person born within the limits of the United States, and subject to their jurisdiction, is by virtue of natural law and national law a citizen of the United States. This will not, of course, include persons born in the United States who are foreigners, aliens, who belong to the families of ambassadors or foreign ministers accredited tot he Government of the United States, but will include every other class of person.
- Jacob M Howard (MI)
Maðurinn sem skrifaði greinina var sjálfur á því að þetta ætti "að sjálfsögðu" ekki við alla. Eins og ég sagði - illa skrifað.
En yfir hvað langan tíma? Fólk sem hefur verið þarna í áratugi er sennilega löngu fullvirkt á vinnumarkaði. Þá borgar það skatta - skildur en fær ekki að kjósa, er eigi siður bundið öllum viðurlögum laga.
Ekki nauðsynlega ef það hefur ekki verið skráð. Ef þú ert ekki skráður ertu á svörtu.
Ef það væri mikið atvinnuleysis-vandamál í Bandar. er væri krónískt alltaf til staðar -- þá mundi ég hafa meiri samúð með þeirri hugun að þessi hópur sé byrði. En þegar fjöldinn er þetta mikill - er klárlega megin þorri þeirra í vinnu. Skv. hafræðilegri sýn ef slík sín væri notuð, þá er hópur með fasta vinnu - sem þarf að borga a.m.k. til síns sveitafélags, ekki nettó byrði.
Málið snýst ekki um nettóbyrði, heldur hagsmuni verkalýðsins. Trump vann kosningarnar vegna þess að hann fór til vinstri við Demkrataflokkin svokallaða, að minnsta kosti hvað snertir atvinnumál. Reyndar snertir það líka landsmenningu og reglu laganna, en það er jafnóðum hægristefna.
Ég get alltént ekki séð að ólöglegur innflytjendastraumur sé æskilegur fyrir nokkuð land hvort sem menn hafa marga innflytjendur eða fáa. Með lögum skal land byggja, þrátt fyrir allt.
Egill Vondi, 2.11.2018 kl. 09:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning