29.10.2018 | 20:14
Afsögn Merkelar í kjölfar slæmrar kosninganiðurstöðu í Hessen, að sjálfsögðu vekur spurningar - hver tekur við og hvaða stefna mun ráða?
Þeir sem hafa verið háværastir innan Kristilegra Demókrata gegn Merkel, hafa verið gagnrýnendur á hægri væng flokksins er hafa lengi gagnrýnt sókn Merkelar inn á hina pólitísku miðju Þýskalands. Aðilar eins og Jens Spahn virðast þeirrar skoðunar að Merkel hafi leitt flokkinn inn í öngstræti, og eina leiðin til baka sé að færa flokkinn verulega til hægri. Spahn virðist fremur andvígur Múslimum yfirleitt - sem yfirlýstur hommi telur hann fjölgun Múslima stuðla að aukinni hómófópíu, eiginlega virðist hann finna slíkri fjölgun allt til foráttu. Þannig það mætti kalla þetta -- leiðin til móts við AfD!
Síðan er það einhverju leiti andstæðan, persóna sem gjarnan er uppnefnd -- litla Merkel, þ.e. kona með það þægilega nafn, Annegret Kramp-Karrenbauer -- væntanlega yrði skammstöfunin AKK notuð ef hún yrði leiðtogi. Hún virðist hafa veitt tillögu um lágmarkslaun stuðning, almennt stutt réttindi verkafólks - en í annan stað talað fyrir hefðbundnum gildum. En rétt að benda á, að þeir sem eru aldir upp af foringja - verða ekki endilega eins og foringinn.
--Má ryfja upp, að Helmut Kohl valdi með sambærilegum hætti Merkel, og óhætt að segja að Merkel hafi ekki fylgt stefnu Kohls.
--Kannski veit Merkel að AKK er frekar vinstra megin í samhengi flokksins.
Germany's under-fire Merkel plans era-ending exit in 2021
Með Merkel ekki lengur starfandi leiðtoga flokksins stendur stjórnin enn veikari en fyrir.
Það er því ekki neitt öruggt hún endist til 2021, þó það geti farið svo!
Það þíðir auðvitað flokkurinn getur ekki tekið endalausan tíma í leiðtogaskipti.
Vandamálið með - sókn á móti AfD, er hve lítið fylgi AfD raunverulega hefur!
- En í Hessen fékk AfD 13% sannarlega mikil aukning miðað við áður - fyrir skömmu fékk hann einnig 10% í Bæjaralandi, þar einnig drjúg viðbót.
- En á sama tíma, fengu Grænir 19% vs. 18%.
Málið er að Grænir settu sig upp sem hreint andstöðuafl við AfD.
Þannig að ef AfD hafði stefnu - þá tóku Grænir þveröfuga stefnu.
--Sú niðurstaða að í báðum kosningum nýlega afstöðnum fengu Grænir töluvert meira fylgi.
--Virðist mér ekki benda til þess að sú hugmynd Jens Spahn að sækja á móti AfD sé líkleg til að skila flokknum aftur rúmum 40% atkvæða.
Jafnvel þó Kristilegir hirtu öll atvkæði er renna til AfD.
En Kristilegir mundu alveg örugglega tapa einhverjum atkvæðum á móti, ef flokkurinn mundi sækja frá miðjunni yfir til hægri -- miðjufólk sem þá líklega yrði heimilislaust.
--Mig grunar að þýskir Kratar mundu hirða það miðjufylgi, og geta náð einhverju verulegu leiti sínum fyrra styrk - ef Kristilegir afsöluðu sé miðjunni með slíkum hætti.
Líkleg niðurstaða -- vinstri stjórn Krata og Græningja.
Væri líklega sókn inn í pólitíska útlegð um töluvert árabil.
Spurning hver annar gæti þá orðið leiðtogi?
Ég held að fleira mæli gegn þeim sem eru lengst til hægri í flokknum og voru gagnrýnastir á Merkel í gegnum árin -- að þeir hafi pyrrað fylgismenn Merkelar verulega, en Merkel virðist hafa haft mjög sterka fylgismenn þó hún einnig hafi haft öfluga andstæðinga. Þó fylgismönnum hafi fækkað, sé hún líklega þrátt fyrir allt -- ennþá vinsælasti pólitíkus Kristilegra Demókrata.
--Punkturinn er sá, þeir sem gengu harðast gegn henni, gætu átt erfitt með að sameina flokkinn.
Á móti mundu andstæðingar Merkelar -- sennilega snúast andverðir gegn líklegri tilraun hennar til að koma sínum manni eða sinni konu að.
--Það gæti hugsanlega þítt, að litla Merkel gæti hugsanlega ekki heldur sameinað flokkinn.
Það gæti þítt, að leita þyrfti að -- leiðtoga sem menn gætu sæst sig við.
Armin Laschet, sem fer fyrir Norður-Rín og Vestfalíu, er líklega of mikið þekktur sem stuðningsmaður Merkelar í gegnum árin.
Sumir nefna Friedrich Merz, sem áður var áhrifamikill þingmaður flokksins - en yfirgaf hann í tíð Merkelar, fór þess í stað í viðskipti og hefur þar gengið vel.
--En sannast sagna grunar mig, að leiðtogakjörið geti reynst afar opið.
--Mig grunar hörð átök framan af þegar sennilega þeir lengst til hægri innan flokksins, gera tilraun til að ná honum yfir -- þá líklega með harðri andstöðu þeirra er mætti nefna, Merkel sinna.
Ef ég geri ráð fyrir því að hægri mennirnir nái ekki flokknum, að þeir hugsanlega í staðinn ná að hindra að Merkel sinnar geti einnig náð sínum manni eða sinni persónu.
--Gæti allt málið gal opnast.
Niðurstaða
Hörð innanflokks átök gætu auðvitað reitt duglega fylgið frekar af Kristilegum - sem ca. nú eru í 26% yfir landið í heild. En mig grunar að líkur geti einmitt verið á hörðum innan flokks átökum. Deilurnar verði grunn deilur um framtíðar stefnu flokksins og hans framtíðarsýn almennt.
Eins og ég gaf í skyn, grunar mig að hægri fylkingin nái ekki völdum eins og hún líklega stefnir að -- það klárlega veiki hana að fylgi AfD er ekki í raun það sterkt.
Það getur verið að henni takist á móti að hindra að Merkel komi sinni manneskju inn í staðinn.
--Þá gæti skapast óskastaða andstæðinga flokksins.
Besti punkturinn fyrir þýska krata að ganga úr stjórninni, og knýja fram kosningar - gæti einmitt verið á slíkum punkti ef Kristilegir væru splundraðir af innan flokks deilum, og án leiðtoga.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 3
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 857481
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning