Viðbrögð Donalds Trumps við morðinu á Jamal Khashoggi vöktu óskipta athygli

Svar Trumps er þannig séð einfaldlega með þeim hætti - að peningar skipti miklu meira máli. Trump virðist samt sem áður sammála því, að Khashoggi líklega hafi verið myrtur af Saudum í kjölfar þess að Kashoggi í sl. viku leitaði til sendiráðs Saudi-Arabíu innan Tyrklands - eftir það hefur hann horfið sporlaust. Fljótlega fóru stjórnvöld í Ankara að segja - yfirvöld í Saudi-Arabíu hafa myrt Kashoggi.
--Nú virðast málin líta þannig, að flestir meta þau gögn sem tyrknesk stjórnvöld hafa sett fram í málinu - trúverðug.
--Þegar meira að segja DT virðist trúa þessu, þá virðist þar með engin ástæða lengur til þess að álíta það sérdeilist umdeilt - að stjórnvöld Saudi-Arabíu létu myrða Kashoggi í sendiráði sínu í Tyrklandi.

Donald Trump: 

  1. "We’ll have to see what happens. A lot of work is being done on that, and we’re going to have to see what happens. I don’t like stopping massive amounts of money that’s being poured into our country on – I know they’re talking about different kinds of sanctions, but they’re spending $110 billion on military equipment and on things that create jobs, like jobs and others, for this country."
  2. "I don’t like the concept of stopping an investment of $110 billion into the United States…. I will tell you, upfront, right now, and I’ll say it in front of senators: They’re spending $110 billion purchasing military equipment and other things…. I would not be in favor of stopping a country from spending $110 billion – which is an all-time record."

OK - hver er sannleikurinn varðandi þessa 110 milljarða sölu, skv. upplýsingum bandarískra fjölmiðla, liggur engan vegin fyrir sala á vopnum að upphæðum er nálgast 110ma.$.

  1. "The Saudis have purchased a Terminal High Altitude Area Defense anti-ballistic-missile system for about $15 billion...
  2. "...the State Department has announced $4 billion in other completed and approved arms sales."

Það mundi leggjast á 19ma.$ m.ö.o. ca. 1/6 af þeirri upphæð sem DT hefur ítrekað þessa viku.
Auðvitað er vitað að DT er ekki nákvæmur þegar kemur að sannleik mála - það er samt oft áhugavert að sjá gjána sem gjarnan kemur fram í því sem hann heldur gjarnan fram, samanborið við það sem er raunveruleiki máls.

--Í raun og veru skiptir engu máli þessi fullyrðing - það sem liggur í orðum Trumps er það að þó svo hann sé sammála því að Saudar hafi myrt einstakling með köldu blóði í sendiráði Saudi-Arabíu í Tyrklandi, og Trump mislíki það.
--Þá finnst honum það greinilega ekki það atriði vega þungt - að hann ætli sér ekki að halda áfram með þá stefnumótun sína, að styrkja bandalag Bandaríkjanna og Saudi-Arabíu.

Sem felur að sjálfsögðu það í sér, að leiða hjá sér hegðan Saudi-arabísku valdafjölskyldunnar, sem fjármagnar hættulega íslamista-hópa víða um heim - og heldur uppi stríði í Yemen, þar sem enginn vafi virðist á að flugher Saudi-Arabíu hefur drepið mikinn fjölda almennra borgara.

Þetta auðvitað fær mann til að íhuga, hvort hugsanlega Saud fjölskyldan - hefur mútað hugsanlega Trump fjölskylduveldinu. En móralskur standards Donalds Trumps virðist ekki á hærra plani en svo, að hann líklega mundi ekki sjá nokkurt athugavert við það að þyggja mútur. Svo fremi það sé gert með þeim hætti, að það valdi honum ekki persónulegum vandræðum.
--En ákafi Trumps í því að styðja áframhald núverandi stefnu, sem mætti kalla - fylgisspekt Bandaríkjanna við stefnu Saud fjölskylduveldisins í Mið-Austurlöndum, gæti hugsanlega bent til þess að Saud fjölskyldan hafi boðið Trumpurum eitthvað mjög bitastætt.

En sá stuðningur gagnast í raun og veru Bandaríkjunum sem slíkum afar lítið ef nokkuð. Með því að fylgja stefnu Saud fjölskyldunnar gegn Íran - er Donald Trump að hækka heims olíuverð, sem sannarlega gagnast Saud fjölskyldunni -- samtímis og Bandaríkin sjálf tapa á þeim hækkunum; til viðbótar er það rót sem fylgir stefnu Saud fjölskyldunnar innan Mið-Austurlanda, líklegt til þess að leiða fram frekari slíkar hækkanir en hitt.
--M.ö.o. sé ég ekki að DT með stefnu um náið bandalag við Ibn Saud fjölskylduna, sé í raun og veru með slíkri ákvörðun um fylgispekt - að vinna bandarísku þjóðinni gagn.

Það auðvitað eykur frekar illan grun að sjálfsögðu!
En Saud fjölskyldan er yfrið nægilega auðug til að geta veitt Trump fjölskyldunni slíkar mútur, að um væri að ræða upphæðir umfram þeirra núverandi fjölskyldu-auð. 
--Mundi DT ekki grípa slíkt báðum höndum? Það er einmitt það sem ég held.

Fyrir Saud fjölskylduna væri gróði af háu olíuverði slíkur - að nokkurra ma.$ mútur til fjölskyldu-sjóðs Trumps fjölskyldunnar, væri tittlingaskítur í samanburði.

 

 

Niðurstaða

Ég er farinn að gruna að þegar öll kurl koma til grafar fyrir einhverja rest, reynist Trump hugsanlega spilltasti forseti í nútímasögu Bandaríkjanna. En það mundi úr þessu ekki koma mér á óvart, ef skömmu eftir að forsetatíð Trumps klárast - komi í ljós smám saman að auður Trumparanna hafi vaxið mjög verulega.

Svör Trumps beina augljósum grun að því, hvaða tak Saud fjölskyldan hefur á Trump.
En 110ma.$ upphæðin - er 100% fabúla!

En klárlega liggur Trump mikið niðri fyrir að enginn raunverulegur skuggi falli á samskiptin við Saudi-Arabíu - burtséð frá því hversu langt frá því að þjóna hagsmunum Bandaríkjanna hegðan Saud fjölskyldunnar virðist vera.

Þegar menn hegða sér með skýrum hætti gegn hagsmunum eigin lands.
Er eðlilegt að gruna spillingu!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Stundumm gæti maður haldið að þú værir fæddur í gær eða værir nýlentur hérna á jörðinni.

Þessi viðbrögð eru ekkert nýtt. Þetta hefur verið svona í meira en 40 ár.

Bandaríkjamenn anda aldrei einu orði gegn Saudum og hafa ekki gert í áratugi,af skiljanlegum ástæðum. Saudar halda Bandaríkjamönnum á floti.

Kannski er 9/11 eitt skýrasta dæmið um þetta.

Tvíburaturnarnir voru sprengdir upp af Saudi Aröbum sem voru innblásinr af Whabiisma ,sem á uppruna sinn í Saudi Arabiu. Þessi viðbjóður á uppruna sinn í Saudi Arabiu og er fjármagnaður af klerkastéttinni þar. Wahabismi fær líka sína andlegu næringu frá Saudum. Foringi samtakanna sem stóðu fyrir þessu var Saudui Arabi og kom frá Saudi Arabisku elítunni.

Bandarísk stjórnvöld önduðu aldrei einu orði gegn ríkinu þar sem allur pakkinn átti uppruna sinn. Þess í stað notuðu þau samúðarbylgjuna sem myndaðist ,til að tortíma hverju ríkinu á fætur öðru á fölskum forsemdum.Ríkjum  sem ekkert höfðu til saka unnið. Oftar en ekki í náinnii samvinnu við þá sem drápu þeirra eigið fólk svo þúsundum skiftir.

Saudi Arabia og Bandaríkin hafa verið saumuð saman á mjöðmunum í næstum fimmtíu ár og þessar tvær glæpaklíkur hafa gengið algerlega samstíga í ótal glæpaverkum í gegnumm það tímabil.

Velkominn til jarðar.

Borgþór Jónsson, 13.10.2018 kl. 17:19

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson, eitt stórt geisp. Fullkomlega sprenghlægileg hugmynd Saudar haldi Bandar. uppi.
Veikleiki Bandar. hefur alltaf legið í lýðræðinu sjálfu - að fjársterkir aðilar geta keypt sér fylgis-spekt stjórnmálamanna. Hinn bóginn eru fjársterkar klíkur í Bandar. það margar og hagsmunir þeirra misvísandi. Að oftast nær toga þær í misvísandi áttir.

Þetta sést vel á stjórnmála-umræðunni í Bandar. þ.s. klárt sést að auðugir hópar Bandaríkjamanna eru klofnir milli þeirra er styðja núverandi stjórn - stefnu hennar, og þeirra sem eru henni andstæðir.
--Að flestu leiti virðist val hópa auðugra ráðast af eigin hagsmunum, eftir því hverjir hagsmunir þeirra fyrirtækja sem þeir tengjast - eru.

Hinn bóginn eru fyrirtæki langt í frá einu aðilarnir sem geta spilað þann leik - að kaupa sér áhrif innan bandaríska þingsins.
Erlent ríki hafa beitt sér með sambærilegum hætti - langvarandi áhrif gyðinga sem styðja Ísrael er gott dæmi.
--Að sjálfsögðu ekki eina dæmið.


Varðandi áhrif Sauda í síðustu tíð, virðist áhugavert bandalag þeirra við vissa hópa gyðinga er styðja Ísrael - marka tíðindi.
--Það bandalag er nýlegt, þ.e. gerist eftir mistök Bush 2003 er hann gereyddi arabíska ríkinu í Írak - sem leiddi fjölmennasta hópinn þar í landi, shíta til valda -- það raskaði öllu valdajafnvægi í Mið-Austurlöndum, þ.s. áhrif Írans stórfellt hafa vaxið æ síðan.
**Það virðist að samtök Gyðinga og Saudar nú vinni saman í því að nota áhrif sín á bandar. stjórnmál, til að fá Bandaríkin -- til liðs við sérhagsmuni þeirra tilteknu tveggja landa.

Í tíð Trumps virðist þetta bera nokkurn árangur. 

Hvernig þær tilraunir gyðinga og Ísraels eiga eftir að verka innan bandarískra stjórnmála, er langt í frá augljóst -- en klárlega eru hagsmunir þeirra gyðinga er styðja Ísrael og Sauda; í beinni andstöðu.

En flestir auðugir hópar í Bandar. mundu bíða tjón - ef olíuverð heldur áfram að hækka.
--Sem eru greinilegir hagsmuni Sauda.

Hinn bóginn, eru undantekningar til - hópar auðugra Bandaríkjamanna er tengjast olíu-iðnaðinum.
---------------

Mjög sennilegt að þeir hópar auðugra þeirra hagsmunir skaðast af núverandi stefnu.
Muni styðja Demókrata með digrum fjárframlögum í kosningum í haust.

Í þessa sinn fara hagsmunir þeirra sem eru andstæðir stefnu Trump - greinilega saman við hagsmuni flestra Bandaríkjamanna.

--Ég nenni ekki að ræða sýn þína á Bandaríkin, hún er greinilega fullkomlega út í hött.
--Eiginlega eins og fullkomlega fáránleg draumsýn þín um Rússland.
Land sem raunverulega er stjórnað af ræningja-elítu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.10.2018 kl. 21:11

3 Smámynd: Örn Einar Hansen

Einar, Bergþór hittir naglann á höfuðið ... og ég tek undir þetta hjá honum. Maður gæti haldið að þú værir fæddur í gær. Rússa hatrinu hjá þér, má líkja við gyðingahatri ... ég er ekki að segja að rússar séu saklausir, heldur að ganga út frá því að allt illt komi frá þeim, er hreint gyðingahatur.

Hvað varðar Saudi Arabíu, þá er þetta alveg rétt ... þetta ríki er það ógeðslegasta sem til er á jörðinni. Maður getur spurt sjálfan sig hvor "klerkastjórnin*" sé verri, Íran eða Saudi ... annar heggur haus frá vinstri til hægri, og augljóslega kennt ISIS hvernig eigi að fara að verkinu, hinir "hengja" öfugugga uppi í trjám. Bæði ríkin hengja, kirkja, myrða og drepa ... eftir duttlungum klerka eða prinsa.

Og þú geispar? 

Örn Einar Hansen, 13.10.2018 kl. 22:36

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarne Örn Hansen, afskaplega heimskuleg athugasemd - það snýst ekki um hatur á Rússlandi að benda á að landinu því er stjórnað af glæpamanni sem hefur framið röð alvarlegra glæpa í formi stórfelldra fjöldamorða á hans valdaferli - að auk þessa skipulega rænir og ruplar mafían sem hann hefur umkrings sig af -- sitt eigið land í fullkomnu miskunnarleysi.

Vænanlega mundi þér ekki detta í hug, að það sé hatur á Saudi-Arabíu, að þykja stjórnin þar einnig herfilega slæm.
**Málið er að stjórnin í Rússlandi, hópurinn sem þar stjórnar - er a.m.k. eins ógeðslegur og sá er stjórnar í Saudi-Arabíu.
**Um það atriði, virðist þið félagar Boggi - haldnir fullkominni og hreint stórfurðulegri blindu.

Þarna fara tvö raunveruleg glæparíki meðan þeim er stjórnað af núverandi stjórnendum.
------------------

Í Bandaríkjunum skiptast á góðir eða slæmir stjórnendur -- forsetinn á undan var hreint ágætur.
En þau eru það óheppin - að í dag situr sennilega sá versti forseti sem þar hefur setið sl. 90 ár.
--Á undan Obama var annar slæmur forseti.
**En þar á undan þokkalegur forseti.

Kosturinn við Bandaríkin - er a.m.k. sá að slæmir stjórnendur sitja einungis 8 ár að hámarki.
Síðan eiga bandrískir kjósendur valið aftur -- þeir mega eiga það að ca. helmingi tilvika, kjósa þeir bærilega forseta.

Bandaríkin geta verið sæmilega þolanlegt ríki, þegar þar situr þokkalegur landstjórnandi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.10.2018 kl. 04:57

5 Smámynd: Borgþór Jónsson

Okkur getur greint á um ástæður,en það sem ég var að benda á var að það Saudi Arabar njóta algerrar friðhelgi í Bandaríkjunum og hafa gert lengi.

Alveg sama þó þeir drepi Bandaríkjamenn í stórum stíl.

9/11 var eins nálægt því að vera árás Sauda á Bandaríkin og hægt, er án þess að vera beinlínis árás Saudi Arabiska hersins.

Þetta hryðjuverkalið er nátengt Saudi Arabisku trúarelítunni og á framfæri Saudi Arabísku prinsanna.

Bandaríkjamenn önduðu ekki út einu orði um þetta, og þá var enginn Trump. Bandaríkjamenn hafa heldur ekki dregið af sér í gegnum árin að ausa vopnum í þetta ríki,sama hvað.

Þetta er því ekkert nýtt.

.

Athugasemd mín gekk út á að þú vildir tengja þetta sérstaklega við Trup,sem er ekki rétt. Þetta er ófremdarástand sem hefur staðið í áratugi.

.

Bandaríski herinn getur ekki lengur gert árásir á önnur ríki af ýmsum ástæðum þannig að síðustu stríð Bandaríkjanna hafa verið háð með svonefndum hryðjuverkamönnum.

Ástæðan fyrir að Bandaríkjamenn geta þetta ekki ,er að ríki eru sífellt betur búin til að verjast slíkum árásum. Þegar ríki getur varið sig að einhverju marki,verður mannfall í Bandaríska hernum og Bandarískur almenningur sættir sig alls ekki við það. Almenningur rís þá upp gegn stríðinu.

Þess vegna hefur orðið til frasinn "No boots on the ground",sem þýðir eifaldlega. Þið getið verið alveg róleg,það verður ekkert Bandarískt mannfall.

Þetta sagði Obama alltaf og þó hann hafi að sjálfsögðu logið þessu var þetta nóg til að friða Bandarísku þjóðina.

Bandaríkjamenn almennt sjá ekkert athugavert við að herinn þeirra fari og drepi fólk í öðrum löndum,aðeins ef þeirra menn falla ekki að neinu marki.

Það er hinsvegar ekki hægt að heija stríð án hermanna,þannig að Bandaríkjamenn styðjast nú við allskonar öfgahópa til að sjá um landhernaðinn. Öfga Islamista og Nasista,til dæmis.

Þetta er ein ástæðan fyrir vanheilögu sambandi Sauda og Bandaríkjamanna, og líka að það eru nú þungvopnaðar Nasistasveitir í Evrópu. Saudar geta skaffað óþjóðalýð í endalausu upplagi. Bandaríkjamenn Frakkar og Bretar sjá svo um sprengjuregnið og stuðning fjölmiðla.

Það er út af þessu sem heiftin í Bandaríkjamönnum og er svona ofboðsleg vegna atburðanna í Sýrlandi.

Rússar eru hægt og bítandi að útrýma landher Bandaríkjanna sem þeir hafa komið upp með óhemju kostnaði. En Bandaríkjamenn er þrautseigir.Þeir hafa nú hernumið hluta af Sýrlandi þar sem þeir eru nú að rækta upp nýjann stofn öfgamanna sem ætlunin er að þjóni þeim í framtíðinni. Eins hefur þeim tekist að fresta atlögunni að  liði þeirra í Idlib,hvað sem síðar verður. 

.

Í dag eru Bandaríkin ,Saudar og Quatar í rólegheitum að fremja þjóðarmorð í Yemen. Hægt og hljótt ,í skjóli fjölmiðlaþagnar. Það eru sömu örlögin og þeir ætluðu Sýrlendingum.

Í Sýrlandi mistókst þetta fyrir skelegga framgöngu Vladimir Putins.

Það er frekar ólíklegt úr þessu að Bandaríkjamönnum takist að útrýma þeirri þjóð ,jafnvel þó þeir njóti aðstoðar Frakka og Breta.

.

1,2 milljónir Sýrlendinga hafa nú snúið heim eftir þessar hamfarir,þar af 250.000 frá Evrópu. Þetta fólk er að fara inn á svæðinn sem Rússar hafa frelsað. Þeir eru ekkii að fara inn á hernumbda svæðið þar sem Bandaríkjamenn stjórna. Þeir ru heldur ekki á leið til Idlib til hryðjuverkaliðsins.

Fólk greiðir atkvæði með fótunum.

Það er alveg sama hvað Guardian og Whasington Post segja. Lygarnar úr þeim passa einfaldlega ekkii við það sem er að gereast í raunheimi. 

Bandaríkjamenn gera hinsvegar allt sem í þeirra valdi á alþjóðavettvangi til að koma í veg fyrir að þessu fólki berist aðstoð sem það þarf svo átakanlega á að halda. Þeir vilja að fólkið kveljist sem mest. Þeir eru ekki góðir taparar.

Borgþór Jónsson, 14.10.2018 kl. 10:43

6 Smámynd: Örn Einar Hansen

Ég styð alegerlega Bergþór í þessu dæmi ... en vil bæta við, að það er leiðinlegt að vita hversu langt bandaríkin hafa fallið.

Örn Einar Hansen, 14.10.2018 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 857481

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband