10.10.2018 | 22:15
Spurning hvort Bandaríkjastjórn er að vega að hlutleysi AGS?
Ég tók eftir sérkennilegum orðum, Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna - en þau orð voru ekki mörg sem hann beindi að AGS. En tveir atburðir hafa verið í gangi!
--Í annan stað, hefur Pakistan óskað eftir aðstoð AGS.
--Síðan er AGS að leita eftir stuðningi ríkisstjórnar Bandaríkjanna við sjóðinn.
Steven Mnuchin: "To the extent that there is lending from the IMF, we are going to want to make sure we know where that lending is going, and that it is not being used to bail out other creditors,"
Mnuchin getur ekki - ekki vitað, hvert hlutverk AGS er. Þ.e. AGS veitir lán, til þess að ríki lendi ekki í þeim vandræðum - að geta ekki staðið við útistandandi skuldbindingar.
Það þíðir nákvæmlega það, að ríkin eru að taka AGS lán - svo þau geti staðið við önnur útistandandi lán, sem eru að valda þeim vandræðum.
- AGS - heitir -: International Monetary Fund (IMF) á ensku, ekki US-Monetary Fund (USMF).
- Þekkt er að Kína fyrir þrem árum, stofnaði sinn eigin alþjóða lánveitingasjóð, man ekki nafnið á honum akkúrat núna -- en nokkur fjöldi þjóða ákvað að gerast meðlimir að þeim sjóð, þar á meðal helstu meðlimaríki - ESB.
Punkturinn er sá, að það að Pakistan leiti til AGS eða IMF, sem Pakistan hefur sem meðlimaríki AGS - fullan rétt til, er þyrnir í augum Bandaríkjastjórnar.
Það stafar af því, að Pakistan hefur tekið þátt í svokölluðu "belt and road" áætlun Kína - kínverkir verktakar hafa staðið fyrir margvíslegum umfangsmiklum samgönguframkvæmdum, meira að segja í einhverjum tilvikum reist hafnir.
--En þó Kína fjármagni verkin, skuldar Pakistan Kína þær framkvæmdir.
--Þá verður það þyrnir í augum Bandaríkjastjórnar, vegna viðskiptaátaka þeirra sem núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur hafið að eigin vali gagnvart Kína.
- Hinn bóginn, mundi það augljóslega stórfellt skaða orðstír AGS - ef Bandaríkjastjórn, leitast við að trufla málaleitan Pakistans gagnvart AGS.
--En skuldir þessar við Kína virðast a.m.k. hluti vandræða Pakistans nú. - En formlega er ástæða málaleitunar Pakistans sú, að gjaldeyrisvarasjóður landsins er að þurrkast upp - og landið gæti innan skamms lent í greiðsluvanda almennt að erlendum skuldbindingum.
Það er algerlega eðlilegt sjónarmið, að AGS aðstoði Pakistan stjórn við það verk - að endursemja um skuldbindingar -- rétt að taka það fram!
Hinn bóginn væri það stórskaðlegt fyrir sjóðinn orðstír hans, ef það ætti að beita einn tiltekinn kröfuhafa - allt öðrum úrræðum en öllum öðrum sem Pakistan skuldar.
--Eðlilegt væri að Pakistan endursemdi með aðstoð AGS við alla helstu eigendur skulda.
--Án þess að nokkur einstakur þeirra sé tekinn öðrum fremur í bakaríið.
En þegar AGS lánar - þá að sjálfsögðu rennur a.m.k. hluti þess fjár beint til þeirra sem landið skuldar -- slíkt er alltaf óhjákvæmilegt.
M.ö.o. Mnuchin geti ekki krafist þess - að bandarískt fé, renni ekki til þeirra sem Pakistan skuldar, þ.s. eftir allt saman -- er það sjálfur tilgangur AGS og þar með tilgangur þeirra landa er veita AGS fé, einmitt það að það fé renni til að tryggja á endanum öruggar greiðslur þess lands gagnvart sínum skuldurum.
Niðurstaða
Ég vil meina það væri mistök hjá Bandaríkjastjórn - ef hún mundi gera AGS það ókleyft að starfa sem almennur lánasjóður fyrir alþjóðakerfi heimsins. En um leið ef Bandaríkjastjórn mundi fara ákveða - til hvaða aðila fé mætti fara, þ.e. hlutast til um það hverjir fengu greitt.
--M.ö.o. að ef Bandaríkjastjórn væri einhverra hluta ósátt við einhvern aðila, og að þá þvingaði Bandaríkjastjórn það fram - að land er leitaði til sjóðsins yrði að láta greiðslur til slíks aðila - fara í þrot.
--Þá mundi Bandaríkjastjórn, einfaldlega gera sjóðinn - að sínu stjórntæki. Þannig a.m.k. hefur hann ekki verið rekinn fram að þessu.
Hans "mission" er sú að vera óháður lánasjóður, m.ö.o. ekki undir stjórn einhvers tiltekins ríkis -- skv. því að hann hafi málum skv. óhlutdrægni reglu, þá getur hann haft trúverðugleika.
Annar er hann yrði einfaldlega að stjórntæki bandaríska ríkisins - þá þíddi það um leið, að enginn gæti leitað til hans er ætti í deilu af nokkru hinu minnsta tagi við Bandaríkin.
--Það væri hið sama og eyðileggja sjóðinn!
Hann mundi þá að sjálfsögðu missa marga sína helstu viðskiptavini -- afleiðingin yrði líklega sú, að margar fleiri þjóðir en hingað hafa gert -- mundu gerast meðlimir að sjóðnum sem Kína stofnaði - mig rámar fyrir þrem árum.
--Mér virðist Bandaríkin einungis tapa á því að rústa AGS.
M.ö.o. að það væri einkar ósnjallt á endanum að hlutast til um mál Pakistans og AGS.
Listinn að neðan sýnir m.a. eignahlutfall hvers ríkis að AGS:
IMF Members' Quotas and Voting Power, and IMF Board of Governors
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 857482
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"hlutast til um það hverjir fengu greitt"
Þetta er eitthvað, sem átti að gera fyrir löngu ... en spurning hvort Bandaríkin geti nokkru breitt um nú, því það sé of seint að taka fyrir rassinn þegar allt er komið í buxurnar.
Örn Einar Hansen, 12.10.2018 kl. 17:52
Bjarne Örn Hansen, svo þú ert að meina - að þessir sjóðir eigi að vera - stjórntæki risaveldanna sbr. sá kínverski stjórntæki Kína og Bandar. eigi að stýra IMF eins og þeim sýnist.
--Áhugaverð skoðun ef ég skil þig rétt.
--Slík hegðan að sjálfsögðu leiddi til þess, að enginn gæti leitað til slíkra sjóða - er væru í viðskiptum við nokkurn þann, sem öðru risaveldinu líkaði ekki við.
**Sem mundi að sjálfsögðu leiða til þess, að fjöldi landa mundi líklega sjóða saman -- einn sjóðinn enn, t.d. ESB í samvinnu við Indland, og kannski S-Ameríku.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 12.10.2018 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning