Örugglega stórfrétt vikunnar í bandarísku samhengi, að Robert Mueller sé nú búinn að hafa sigur í enn einni rimmunni. Sú við Robert Manafort var sérdeilis hörð. Á föstudag hinn bóginn, lagði hann niður skottið -- viðurkenndi sekt um þau 4 ákæruatriði, sem undirréttur hafði nýverið dæmt hann sekann.
--Í staðinn virðist að önnur 8 ákæruatriði verði felld niður.
--Síðan háð því að hvaða marki hann reynist samvinnuþíður Mueller, þá getur hann átt von á afslætti af heildarrefsingu fyrir atriðin 4 sem hann samþykkir sekt um.
Trump - Manafort hlið við hlið þegar allt lék í lyndi
Trump ex-campaign head Manafort changes mind, cooperates in Russia probe
Manafort to co-operate with Mueller probeff
- "Manafort made millions of dollars working in Ukraine before taking an unpaid position with Trumps campaign for five months."
- "He led the campaign when Trump was selected as the Republican presidential nominee at the party convention."
- "Manafort was present at a June, 2016, Trump Tower meeting with a Russian lawyer at which his son expected to receive possibly damaging information about election opponent Clinton."
- "The plea agreement requires him to cooperate completely with the government, which includes giving interviews without his attorney present and testifying before any grand juries or at any trials."
Hversu alvarlegt þetta er fyrir Trump er algerlega óþekkt!
Manafort er greinilega hankaður á skattalagabrotum tengdum tekjum sem hann aflaði sér í vinnu fyrir stjórnvöld Úkraínu - árin fyrir svokallaða Úkraínukrísu, m.ö.o. hann hafi falið á annan tug milljóna dollara í tekjum fyrir bandarískum skatt-yfirvöldum.
--Skattalagabrot eru alltaf litin alvarlegum augum af bandarískum yfirvöldum.
En hvort hann veit eitthvað sem skiptir máli - er annað mál.
En vart hefur Mueller samþykkt að veita honum "plea bargain" ef hann metur Manafort ekki hafa neitt í pokahorninu - og Manafort hefur þurft að sýna honum eitthvað bitastætt, til að fá slíkt samkomulag fram.
Þekktu staðreyndirnar eru þær, að Manafort var um nokkra hríð, kosningastjóri Trumps.
Og Manafort var á frægum Trump turns fundi, þ.s. Donald Trump yngri, Jared Kushner - hittu rússneskan lögfræðing, sem var að bjóða til sölu meintar skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton.
--Það sem þeir sem á þeim fundi voru hafa hingað til allir neitað, er að kaup slíkra upplýsinga hafi farið fram.
Hinn bóginn er það brot á bandarískum kosningalögum, að kaupa upplýsingar af erlendum ríkisborgara með það markmið í huga - að hafa áhrif á kosningahegðan innan Bandaríkjanna.
--Það er aftur á móti löglegt, að kaupa "dirt" af öðrum bandarískum einstakling.
- Ef Mueller fær Manafort til að vitna um að - ólögleg kaup af slíku tagi hafi farið fram á þeim fundi, sérstaklega ef Manafort hefur einhver gögn í höndum -- gæti Mueller hjólað í Jared Kushner, eiginmann Invönku Trump dóttur forseta Bandaríkjanna eða jafnvel Donald Trump yngra, son forseta Bandaríkjanna.
--Fyrir utan þetta, er það einnig spurning - hvað annað hugsanlega Manafort veit og enn frekar, hvað Manafort hugsanlega getur sannað!
Talsmaður Hvíta-hússins var ekki sein að neita því að málið tengdist hugsanlega forsetanum!
Sarah Sanders - "This had absolutely nothing to do with the president or his victorious 2016 presidential campaign,..." - "It is totally unrelated."
Niðurstaða
Hvort sem mönnum líkar verr eða betur, þá virðist Robert Mueller vegna vel í sinni rannsókn upp á síðkastið - hann er nú komin með röð "plea bargain" samninga við margvíslega einstaklinga sem tengjast Trump með einum eða öðrum hætti.
--Nú mætti Mueller far að sína spilin, því eitthvað bitastætt hlýtur að felast í öllum þessum vitnisburðum sem hann nú ræður yfir. Annars væri hann vart að þessu.
--Spurning, mun Donald Trump fyrir rest yfirgefa Hvítahúsið í handjárnum?
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 859323
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað er að frétta af Rússarannsókninni?
Guðmundur Böðvarsson, 15.9.2018 kl. 07:50
Guðmundur Böðvarsson, það eru svo margar rannsóknir í gangi, þú þarft eiginlega að vera nákvæmari. T.d. er alveg sjálfstæð rannsókn FBI sem kemur Trump ekki við, sem snýr að hópi rússn. hakkara. Það eru nokkrar aðrar rannsóknir í gangi sem tengjast rússn. aðilum.
--Spurningin er frekar, hvaða rannsókn áttu við?
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 15.9.2018 kl. 10:40
FBI hefur ekki undan að reka fólk sem hefur brotið lög við að koma höggi á Trump.
Guðmundur Böðvarsson, 15.9.2018 kl. 11:30
Á hvaða hátt vegnar honum vel? Ef þú telur "velmegun" í þessu samhengi, vera að grafa undan Bandaríkjunum ... ok, þá gengur honum vel.
Bandaríkin eru búinn að vera, orðin að aumingjaveldi ... drullusokka, sem geta ekkert annað gert en að vorkenna sjálfum sér. Ó, aumingja ég ... Pútin var vondur við mig ... almáttugur. Ég verð að biðja Saudi Araba, sjálfa forstjóra djöfulsins í þessum heimi um hjálp. Með tilstilli konungaveldisins Saudi Arabíu, þar sem þrælar eru leifðir, menn eru myrtir, konur eru þrælar og þrælahald er sjálfsagt ... fæ ég peninga og hjálp til að ... hvað?
Hver sá, sem þyggur peninga frá mönnum eins og Soros, eða Saudi aröbum eru ... ekki dómbærir um aðra.
Örn Einar Hansen, 15.9.2018 kl. 20:05
Ég verð að segja að maður getur ekki annað en glaðst við að sjá þennan glæpalýð tæta glyrnurnar úr hver öðrum.
Ég var samt hálfpartinn að vona að Trump mundi halda út lengur svo að mafían mundi tortíma sjálfri sér algerlega. Illu heilli virðist ekki stefna í það.
Við verðum að bíða aðeins lengur eftir að kamarinn hrynji ,en þetta er ágæt byrjun.
Það góða við þetta að nú eru allir nema þeir allra barnalegustu búnir að sjá hverskonar ormagryfja þetta er og eru að leita leiða til að fjarlægja sig frá þessu.
Þó að Obama eða einhver líkur honum komi aftur til valda,breytir það engu. Menn eru búnir að sjá á bakvið leiktjöldin og það verður ekki aftur snúið.
Það eru viss teikn á lofti um að Bandaríkin muni liðast í sundur í kjölfarið á þessu sem yrði alveg frábær lausn.
Gott mál.
Borgþór Jónsson, 16.9.2018 kl. 14:48
Bjarne Örn Hansen, "Ef þú telur "velmegun" í þessu samhengi, vera að grafa undan Bandaríkjunum ... ok, þá gengur honum vel." Sé ekki með hvaða hætti velmegun Bandar. er háð því að Trump sé við völd. Hagvöxtur var búinn að vera samfellt 6 ár ofan við núll - þegar hann tekur við jan. 2017.
--Eins og vanalega færir þú engin rök fyrir því sem þú segir.
Af hverju ættu Bandar. ekki að þyggja fé frá Saudi-Arabíu eða frá Soros? Lönd í viðskiptum almennt séð þyggja alltaf peninga - alveg sama eiginlega hvaðan.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 16.9.2018 kl. 19:38
Svei
Halldór Jónsson, 16.9.2018 kl. 19:38
Borgþór Jónsson, auðvitað - eina leiðin til að Rússl. eflist, er sundrung andstæðinga. Því sannarlega er dauð hönd Pútíns það um megn - að efla Rússland innan frá. Eins og Kína hefur gert sl. 30 ár.
--Þ.e. eiginlega orðið full sannað í dag, að Pútín er gersamlega gagnslaus leiðtogi fyrir hagsmuni rússn. almennings.
--Gaman alltaf að því, hvernig þú ávallt lýsir Bandar. eins og Rússlandi - þannig þú veist hvernig Rússl. raunverulega er -- en varpar því alltaf yfir á Bandar.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 16.9.2018 kl. 19:41
Það er vissulega rétt hjá þér að það væri auðveldara fyrir Rússa að þróast ef þeir væru ekki undir stöðugum efnahagsárásum. Þær hafa nú staðið í áratug.
Hinsvegar gengur þeim ágætlega þrátt fyrir þetta.
.
En það eru ekki bara Rússar sem þjást út af þessu,og kannski þjást þeir jafnvel minna en vestur Evrópsk ríki
Ég var að horfa á heimildarmynd um hvernig Bandaríkjamenn stela stórfyrirtækjum og sameina þau sínum eigin. Þetta er gert með samvinnu Bandaríska ríkisins og Bandarísks stórfyrirtækis.
Eins og þú ættir að vita eru engin skil á milli Bandarískra stjórnvalda ,og stórkapítalsins. Stjórnarfari Bandaríkjanna svipar mjög til stjórnarfarsins í Rússlandi undir Yeltsin,enda var hann kosinn þar til valda af bandarísku mafíunni.
.
Þetta er gert þannig að viðkomandi stórfyrirtæki, í þessu tilfelli General Electrick, velur sér fórnarlamb. Í þessu tilfelli var það Franskt fyrirtæki,Alston, sem var stærsti samkeppnisaðili General Electric á því sviði.
Nú er komið að Bandarískum stjórnvöldum að hrella viðkomandi fyrirtæki. Í þessu tilfelli endaði það með því að fyrirtækinu var hótað svo háum sektum að augljóst mátti telja að það mundi varla lifa af. Ef ég man rétt var upphæðin 700 milljóniir dollara
Það ber að gæta sérstaklega að því að þarna var bara um hótanir að ræða,engann dóm eða úrskurð af neinu tagi.
Fjárfestar gerðu sér að sjálfsögðu grein fyrir að fyrirtækið væri að fara undir vegna árása Bandarískra stjórnvalda og verðmæti þess féll gríðarlega.
Jafnframt var haft í hótunum við stjórnendur fyrirtækisins um fangelsisdóma og sektir.
Nú er komið að Generel Electric,sem býðst nú til að kaupa fyrirtækið.
Þetta gengur að sjálfsögðu eftir og General Electric "semur" svo um sektina. Allir fangelsisdómar eru nú gleymdir með öllu og allt fellur í ljúfa löð.
General Electric hefur eignast fjögur Evrópsk fyrirtæki með þessum hætti.
Sumir telja að Airbus sé núna í svona ferli og Boeing sé sá sem pantaði aðgerðina. Nú er að sjá hvað gerist.
.
Þetta geta þeir hinsvegar ekki gert við Rússnesk fyrirtæki. Rússland er sjálfstætt ríki.
Frakkland er hinsvegar leppríki og Franski fjármálaráðherrann fékk ekkert að gert þó hann reyndi.Það var einfaldlega ekki hlustað á vælið í honum.
Þrátt fyrir stöðuga þjófnaði á fjármunum annarra ríkja er þessi skítakamar samt að lognast útaf vegna gegndarlausar spillingar og útþaninnar hernaðarvélar.
Það verður ekki neinn smáræðis happdrættisvinningur þegar þetta lognast loksins útaf.
Borgþór Jónsson, 16.9.2018 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning