Trump þakkar Kim Jong Un leiðtoga Norður-Kóreu fyrir að segjast hafa trú á Trump

Áhugaverðar skeytasendingar - en viðbrögð Trumps komu eftir að Kim Jong Un sendi bréf til forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in. 

  1. Í því bréfi segist Kim vilja kjarnorku-afvæðast fyrir lok kjörtímabils Trumps 2020.
    --En þetta er í fyrsta sinn sem leiðtogi NK gefur upp einhverja tímalínu.
  2. Síðan er hann sagður hafa sagst hafa - sömu trú á Donald Trump forseta og áður.

North Korea's Kim sets denuclearization time line, prompting thanks from Trump

A North Korea nuclear deal looks more likely to happen now

"Kim told South Korean officials his faith in Trump was “unchanged” and that he wanted denuclearization of the Korean peninsula and an end to hostile relations with the United States before Trump’s first term ends in early 2021, Chung said."

Donald Trump and Kim Jong-un shake hands.

Það líkaði Donald Trump greinilega að heyra, sbr:


Donald J. Trump✔@realDonaldTrump
 
"Kim Jong Un of North Korea proclaims “unwavering faith in President Trump.” Thank you to Chairman Kim. We will get it done together!"


Dálítið sterklega orðuð túlkun hjá Trump.

En það segir ekki endilega mikið um það - hver trú Kims á Donald Trump er.
Að hann segi trú sína á honum - óskerta.

 

Varðandi það hvort samkomulag er líklegt!

Höfum í huga að í ár er 2018 og þ.e. kominn - september. 
--M.ö.o. ca. 2 ár eftir af kjörtímabili Donalds Trumps.
--Er formlega er lokið í janúar 2021.
Punkturinn er sá, að það samkomulag sem þarf að gera við Norður-Kóreu, er óskaplega flókið.

Mín tilfinning er - það er ekki nægur tími til stefnu.
Það fer einnig eftir því akkúrat hvers Bandaríkin munu krefjast.

Kim Jong Un - virðist vilja formlegt og endalegt friðarsamkomulag á Kóreuskaga.
Það sé sú öryggistrygging sem hann óskar - í stað þess sem má vera hann gefi eftir.

En Bandaríkin vilja væntanlega ekki ganga frá því samkomulagi - fyrr en Kim hefur a.m.k. stigið einhver, óafturkræf skref.
Og Kim er tregur til að stíga - óafturkræft skref, fyrr en hann hefur eitthvað fast í hendi fyrir sinn snúð.
--Og núverandi Bandaríkjastjórn er skipuð harðlínumönnum, sem vilja eiginlega að NK gefi allt eftir fyrst - áður en Bandaríkin gefi nokkuð á móti.

  • Það sem menn úti í fjölmiðlaheimi er farið að gruna - er!
  • Að Kim telji - að með því að hitta Trump aftur í einrúmi.
    --Verði hægt hugsanlega að höggva á hnútinn.

En DT er þekktur fyrir að skipta um skoðun. Það má því vel vera - að nú sé að hefjast herferð frá Kim Jong Un - að sleikja Donald Trump upp með orðum, í von um að fá hann til að samþykkja annan leiðtogafund.

 

Niðurstaða

Það er lítið um málið í raun og veru að segja. Forseti SK og leiðtogi NK ætla að hittast á þriggja daga fundi í þessum mánuði. Það er sennilegt að á þeim fundum ræði þeir tveir með hvaða hætti hugsanlega verði unnt að ná fram samkomulagi um frið.

Hinn bóginn, jafnvel þó Kóreuríkin geti nú ræðst saman - þá leysir það ekki endilega málin milli Bandaríkjanna og NK.
--Bandaríkin vilja losna við öll kjarnorkuvopn NK - allan búnað NK til gerðar smíði kjarnorkuvopna og einnig allar langdrægar eldflaugar auk búnaðar til smíði þeirra.

Afstaða ríkisstjórnar Bandaríkjanna hefur hingað til verið sú, að Kim þurfi að stíga stór óafturkræf skref - áður en til greina komi af hálfu Bandaríkjanna að stíga lokaskref af sinni hálfu.

Augljóslega á hinn bóginn, hefði þá Kim enga tryggingu fyrir því - ef hann stígur óafturkræf skref af fyrra bragði, að það leiddi þá til þess að Bandaríkin gerðu þá slíkt hið sama á móti.

--Það leiðir hugan að því, að ég sagði tímann líklega ónógan sem eftir er.
--En líkur virðast á að praktískt samkomulag væri tafsamt í smíðum, þyrfti að framkvæmast í skrefum - síðan í hvert sinn þyrfti að staðfesta skref hefði verið stigið af beggja hálfu. Ekki fyrr en staðfestingar beggja mundu liggja fyrir, væri unnt að stíga næsta skref - síðan aftur staðfestingarferli af beggja hálfu, o.s.frv.

M.ö.o. samtímis tafsamt í smíðum og framkvæmd.
Það má vera að það sé veðmál Kim Jong Un - að hann geti látið málið falla á tíma.
Að hann treysti á að Donald Trump nái ekki kjöri!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 859313

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband