3.9.2018 | 16:56
Ekkert slor nýr Rússnesk smíðaður lúxusbíll Pútíns - sömu helgi og bifreiðasýning var í Moskvu voru aldraðir Rússar að mótmæla
Sjálfsagt heyrðu einhverjir aldraðir Rússar væru að mótmæla - fyrirhuguðum breytingum á fyrirkomulagi greiðsla ellilífeyris, ekki síst breytingum á því - á hvaða aldri einstaklingur kemst á ellilífeyri.
--Pútín hefur sagt breytingar nauðsynlegar vegna fyrirséðs kostnaðarauka fyrir stjórnvöld, af völdum fjölgunar Rússa í sem komast á ellílífeyrisaldur.
Despite Putin's concessions, Russians protest pension reform law
En það gæti verið að einhverjir meðal hinna öldruðu hafi einnig reiðst yfir nýrri flottræfilsbifreið leiðtogans - Aurus Senat!
Limminn hans Pútíns - videó, eins og sést er hann langur
Sennilega standard týpan sem venjulegir ríkir Rússar kaupa - sjá myndband!
Ef marka má fréttir, er Senat bifreiðin þróuð af "NAMI" sem er rannsóknarsetur rússneskra stjórnvalda - fyrir þróun bifreiða. Og Aurus virðist -- alfarið nýtt lúxusbifreiðamerki.
- Það þíðir væntanlega, að bifreiðin hefur ekki nokkurn fyrir-rennara, þ.e. allt er nýtt, sbr. vél - kram - innrétting - undirvagn, o.s.frv.
- Miðað við hvað kostar að þróa nýjar bifreiðar á Vesturlöndum frá grunni - þá meina ég, allt nýtt -- er líklegur þróunarkostnaður yfir milljarði dollara, jafnvel - nokkrir.
--Óþekkt er hve margir verða seldir per ár, en ólíklegt virðist að þeir verði seldir í einhverju verulegu magni. - Á mannamáli eins og ég skil hagfræði - þíðir það, að kostnaður nýja bílsins hans Pútíns hlýtur að vera margfaldur líklega samanborið við -- sennilega þá bifreið sem t.d. Donald Trump notast við.
--En forsetabifreiðar Bandaríkjaforseta hafa alltaf verið á grunni einhverrar bifreiðar þegar í framleiðslu - þó mjög mikið breyttri frá upphaflegri gerð.
--En samt, við það að nota mjög tjúnnaða standard vél - standard strúktúr sem þó er lengdur og sérstyrktur, þó bætt sé við margvíslegum sér búnaði; þá ætti að sparast heilmikill peningur.
--Samanborið við það, að bifreið sé ekki á grunni bifreiðar sem áður hefur verið til, en ef allt kramið er nýtt - allt sem fer í bifreiðina er það einnig; þá er væntanlega um að ræða mjög verulegan þróunarkostnað -- sem leggst þá allur á þau örfáu eintök er verða smíðuð fyrir rússnesku plútókratana. - Skv. upplýsingum WikiPedia, er bifreiðin hans Pútíns -- 6,5 tonn, og með um 600 hestafla vél, þróun hennar var hafin 2013 -- ekki fylgir hve mörgum milljörðum var varið í það.
- Venjulegi Senatinn - kvá verða settur í almenna framleiðslu fyrir litlar 160.000$ og verður boðinn til sölu í Asíu og Mið-Austurlöndum.
--Síðar verði boðið upp á fleiri bifreiðar á sama grunni, t.d. stóran lúxus jeppling.
Kannski smá von að eitthvað náist inn til baka fyrir þróunarkostnaðinum!
Það verður að koma í ljós, hvernig það gengur að selja ofurlúxus bifreið frá Rússlandi.
Það sem ég er að segja, að á sama tíma og Pútín er að segja við gamla fólkið -- ríkið þarf að spara, hefur það verið að verja virkilegum haug af peningum í þetta - gæluverkefni.
Og ég gæti trúað því að þær fréttir hafi hleypt einhverjum gömlum kappi í kinn.
Mótmæli í Rússlandi
Mynd af mótmælum á Spáni fyrir nokkrum árum
Það er ekkert sérstaklega óalgengt að fyrirhugaðar skerðingar í tengslum við ellilífeyri leiði til fjöldamótmæla - slík mótmæli hafa undanfarin ár farið fram í nokkrum fjölda landa; enda Rússland langt í frá eina landið - sem býr við hækkandi meðalaldur íbúa.
Niðurstaða
Þó nýi lúxusbíllinn sé flottur - þá stórfellt efa ég að hugmyndin um lúxusbifreiðaframleiðslu sé til komin í öðrum tilgangi, en þeim að gera tilraun til þess - að hala inn peningum á móti þeim mikla pening sem farið hefur í að þróa bifreið fyrir Pútín alveg frá grunni alfarið innlennt smíðaða skv. bestu stöðlum.
--Rússneskir bílar hafa sannarlega verið seldir út fyrir landsteina sérstaklega árum áður.
--En í gamla daga voru þetta ódýrir bílar fyrir pöpulinn, eiginlega keyptir vegna þess að þeir voru ódýrir - gjarnan ódýrari en aðrir fáanlegir.
--Að sama skapi voru þeir ekki að háum gæðastandard.
Fyrir bragðið grunar mig að það geti verið nokkuð á brattann að sækja jafnvel þó í þessu tilviki séu framleiðslugæði ef til vill - fyrsta flokks, að ná fram þeim sölum sem stefnt er að. Þar sem að fyrir lúxur kaupendur, skiptir ímynd ef eitthvað er - meira máli, en fyrir venjulegt fólk. Eftir áralanga fjarveru almennt séð frá mörkuðum, séu Rússneskir bílar líklega besta falli lítt til ekki þekktir - gamla ímyndin mundi frekar skemma fyrir.
Það gæti þurft að verja miklu fé til kynningar. Síðan er þetta tegund sem enginn hefur frétt af, þó Pútín sé á einu eintaki!
--Mig grunar að þessu fé öllu hefði verið betur varið til innanlandsmála í Rússlandi.
--Ekki gleyma því, að Pútín er að biðja gamla fólkið að sætta sig við hertar sultarólar.
--Því ríkið þurfi að spara fé -- -- en greinilega þarf ekki að spara fé fyrir gæluverkefni ríka fólksins með sambönd innan stjórnkerfisins.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:17 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Pólitík er stundum skrýtin Einar.
Allir flokkar vita að það þarf að hækka lífeyrisaldur í Rússlandi og trúlega næstum allur almenningur,en það sem við erum að horfa á á þessari mynd er Kommúnistaflokkurinn að reyna að fiska atkvæði út að aðgerð sem þeir sjálfir vita að er óhjákvæmileg og eru vafalaust hlynntir.
.
Af því að þér láðist að upplýsa lesendur þína um hvernig þessum málum er háttað,langar mig að bæta úr því.
Konur Í Rússlandi geta hafið töku lífeyris 55 ára gamlar ,en kjósi þær að halda áfram að vinna fá þær hluta lífeyrisins ofan á launin og þegar þær hefja síðan lífeyristöku verður lífeyririn hærri en ef byrjað er 55 ára.
Sama gildir um karla nema þar er aldurinn 60 ára. Konur geta því hafið lífeyristöku 12 árum fyrr en Íslenkar konur og karlar 7 árum fyrr. Þetta á sér sögulegar skýringar sem ég ætla ekkii að fara út í núna. Þetta fyrirkomulag var viðhaft víða í Austurevrópuríkjunum ,en hefur nú verið breytt nánast allstaðar nema í Kashakstan og hluta til í Úkrainu.
.
Meginefni frumvarpsins er að lífeyristökualdur hækkar hjá konum í 63 ár,en hjá körlum í 65 ár.
Fyrir utan almenn svekkelsi hefur þetta vakið úlfúð.
Fyrir utan þá sem eru að reyna slá pólitískar keilur,hefur gremja almennings aðallega beinst gegn því að lífeyrisaldur kvenna hækkar um 8 ár ,en karla um 5 ár.
Þetta er samt í sjálfu sér rökrétt,af því að konur eru verulega langlífari en karlar í Rússlandi,en þessar elskur þurfa jú alltaf smá meðgjöf.
.
En nú kemur kaflinn sem á sennilega eftir að valda þér nokkrum vonbrigðum.
Eins og þú kannski manst er Putin óflokksbundinn síðan á síðasta kjörtímabili. Frumvarpið er lagt fram af forsætisráðherra Rússlands,Mededev og mótmælagöngurnar beinast ekki gegn Putin. Reiðin er trúlega líka ekki nærri eins mikil og menn eru að vona.
Putin getur eftir því sem ég veit best sett fram frumvörp,en svo er ekki um þetta sérstaka frumvarp.
.
Putin er hinsvegar ekki hlynntur frumvarpinu í núverandi mynd og hefur lagt fram mildandi hugmyndir til breytinga á því. Þetta eru að mínum dómi afar góðar hugmyndir,en þær gera ráð fyrir að lífeirisaldur beggja kynja verði hækkaður jafnt,um fimm ár ,og að inn komi ákvæði um lengd starfsæfi sem eru mjög til bóta fyrir láglaunafólk.Þetta eins og margt annað af hugmyndum Putins,er eitthvað sem menn ættu að hugleiða hér á landi. Tíl dæmis væri ég kominn á lífeyristökualdur samkvæmt þessum reglum,enda hófst atvinnuþáttaka mín þegar ég var mjög ungur.
Mér finnst líklegt að frumvarpið verði samþykkt með þessum breytingum og að flestir verði sáttir við það.
Putin kemur því að venju eins og riddari á hvítum hesti og ríður burt sem hetja. Kallinn er frábær stjórnmálamaður.
.
Ég sé því miður ekki að þér verði að ósk þinni og Putin hrekist frá völdum af þessum sökum og langsótt tenging þín við bíl Putins fellur dauð og ómerk.
Annars horfði ég á ágæta heimildarmynd um fæðingu þessa bíls. Hönnunarkostnaður og frumsmíðin voru afar kostnaðarsöm,en það er ekki allt sem sýnist í þessu.
Bíllinn er ekki smíðaður allur í einni verksmiðju. Framleiðslu íhlutanna er dreift á marga aðila,og framlögin sem komu í sambandi við það, hafa leitt til allskonar tækniframfara hjá þessum framleiðendum ,sem síðan mun væntanlega skila margföldum hagnaði fyrir landið í heild, jafnvel þó að það seljist enginn bíll. Nýjir möguleikar,ný tækni og ný þekking hafa skapast í þessum fyrirtækjum. Ég get sent þér slóð á myndina ef þú vilt,það er afar ánægjulegt að sjá hvað það hefur tekist vel til með þetta verkefni.
Ágætt dæmi um þetta er stór leðurverksmiðja sem framleiddi leðrið í bílinn. Til að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til leðurs í bíl af þessu tagi,þurfa að fara fram yfirgripsmiklar prófanir af öllu tagi. Til að svo mætti verða þurfti að auka mjög búnað á rannsóknarstofum sem gerði aftur mögulegt að stapíla gæði leðursins.
Nú getur þessi leðurverksmiðja sent frá sér vottað gæðaleður um allann heim. Næst þegar þú kaupir Lamborghini, dýrann Bens eða flýgur á Business class ,er ekki útilokað að þú sitir á leðri frá þessari verksmiðju.
Borgþór Jónsson, 4.9.2018 kl. 20:30
"Putin kemur því að venju eins og riddari á hvítum hesti og ríður burt sem hetja. Kallinn er frábær stjórnmálamaður." -- Ha, ha, ha, ha, ha -- í Rússlandi gerist ekkert ekki hefur áður notið samþykki hans, þetta rugl að hann sé óflokksbundinn, hann ræður öllu - allir þræðir valda í hans hendi, það skipti engu þó formlega sé hann ekki meðlimur þessa flokks, hann stjórnar honum samt -- hann að sjálfsögðu getur ekki annað en hafa samþykkt frumvarpið í fyrri mynd.
--En þykist yfir þetta hafinn -- þetta dæmigerða sjónarspil hans, leikrit sem hann heldur alltaf á lofti.
--Síðan þetta bráðfyndna leikrit sem hann viðheldur stöðugt, um - hetjuna Pútín --> Hann greinilega þjáist af alverlegri minnimátterkennd, an þ.e. dæmigert fyrir einstaklinga sem mikla minnimáttarkennd - að þeir þurfa alltaf að heyra reglulega, að þeir séu - æðislegir; það bætir þeirra sálarangist - en þ.s. þeir sannfærast aldrei alveg, þá þarf alltaf að endurtaka leikinn.
--Þannig endurtekur hann sí og æ - sviðsetningar þ.s. leitast er við að upphefja hann.
En maðurinn er eins langt frá því að vera snillingur - sem hann lætur upphefja sig til að vera; tja eins og gilti um Mussolini --> En Mussolini viðhélt að mörgu leiti, sambærilegri dýrkun á honum sjálfum, þ.s. hann átti að hafa meinta snilld - hinn mikli leiðtogi, o.s.frv.
Málið er að einræðisherrar - virðast hafa mikla þörf fyrir slíka leikritagerð, sjálfsupphafningar - en að sjálfsögðu, býr undir niðri hjá þeim -- sú sálarangist að þeir séu í reynd ekkert sértakir.
--Sem er að sjálfsögðu sannleikur máls.
Magnað að fylgjast með blindum aðdáendum sem láta slíka foringja-dýrkun leiða sig.
"Nú getur þessi leðurverksmiðja sent frá sér vottað gæðaleður um allann heim. Næst þegar þú kaupir Lamborghini, dýrann Bens eða flýgur á Business class ,er ekki útilokað að þú sitir á leðri frá þessari verksmiðju."
Ha, ha, ha, ha, ha -- þú ert alltaf jafn kostulegur, hvernig þú afsakar stöðugt sóunina í þessu landi. Þarna er eins og þú lýsir -- búið að sóa mörgum milljörðum dollara að andvirði.
--Eins og þú lýsir, sennilega áætlaði ég þetta varlega - sem nokkra milljarða.
--Nær líklegar yfir tug milljarða dollara.
Sem nýtist Rússlandi nákvæmlega ekki neitt -- allt gert fyrir hirðinga í kringum foringjann.
Meðan fé er ausið úr ríkissjóði - í fullkomlega gagnslaus gæluverkefni af þessu tagi.
--Er ellilífeyrisþegum sagt, að það þurfi að spara.
--Á sama tíma, heldur vegakerfið enn áfram að vera í ólestri - heilbrigðistkerfið er enn í dag mun lakara en í V-Evr. og sama gildir um skólakerfið.
Þessi framleiðsla á ofurlúxusbíl -- sem aldrei mun gagnast Rússlandi í nokkru, er dæmi um stórskostlega sóun á almannafé -- sem betur hefði verið varið til þess að bæta þá þætti sem ég nefndi.
--Þetta sýnir vel hversu gersamlega gagnslaust fyrir almenning það stjórnarfer er - sem Pútín viðheldur.
--Hann er farinn að hegða sér eins og Loðvíkarnir í Frakklandi á öldum áður, þ.s. aðallinn í kringum hann fær að ausa fé úr sameiginlegum sjóðum - endalaus í margvísleg fullkomlega gagnslaus gæluverkefni.
Meðan að þörfum verkefnum fyrir almenning -- er einfaldlega ekki sinnt.
Þess slags stjórnarfar - á ekkert annað skilið en fullkomna fyrirlitningu.
--Dagurinn sem þessu stjórnarfari verður bylt - með sambærilegum hætti og forna stjórnarfarinu í Frakklandi, verður góður dagur.
Ég vona það sannrlega að þessi gegndarlausi fjáraustur í gæluverkefni - meðan þörf verkefni fyrir rússn. almenning sitja á hakanum -- leiði loksins til alvöru reiðibylgju.
--En þörf er komin fyrir að rússn. almenningur - hendi þessum andskotum út.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 4.9.2018 kl. 22:06
Ég verð að segja að þú ert ekki mikill mannþekkjari Einar.
Ég hugsa að þú verðir líka að bíða aðeins eftir reiðibylgjunni. Putin er alltaf að verða vinsælli og vinsælli meðal Rússnesku þjóðarinnar.
Það er eins og þú gleymir alltaf að það eru Rússneskir kjósendur sem velja forseta Rússlannds en ekki CIA. Það er CIA sem velur forseta Bandaríkjanna.
Ég held að þú ættir að kynna þér þær reglur sem fjalla um þetta efni.
Vissulega er mikil reiðibylgja innan CIA ,en ekki reyna að halda niðri í þér andan meðan þú bíður eftir Rússneskri reiðibylgju. Þú gætir auðveldlega kafnað.
Putin er þeirrar gerðar að eftir því sem menn kynnast honum meira,því hrifnari eru menn af honum.
.
Þeir sem þekkja bara hinn vestræna strámann sem er kallaður Putin eru ekki eins hrifnir og leggja til hans ótt og títt,enda strámaður þessi illur viðurkynningar og hið versta fól.
Þeir sem eru lítilla sanda og sæva eiga oft svolítið bágt í samskiftum við Putin.
Borgþór Jónsson, 5.9.2018 kl. 01:16
Vil Kannski bæta því við að þú ert heldur ekkert sérstaklega góður með tölur.
"búið að sóa mörgum milljörðum dollara að andvirði"
Trúir þú virkilega þessari vitleysu að hönnun á einhverri bíltík kosti milljarða dollara.
Hún hefði kannski kostað það hjá Boeing,en í Rússlandi kostaði þetta 197 milljónir dollara.
Þetta er ekki sérlega mikið fyrir svona trog,og skilar sér alveg örugglega.
Mér skilst að svona götubíll sé til sölu á um 200.000 dollara.
Þú getur keyft svona bíl í fjórum útfærslum,ef þú átt pening. Forsetagerðina,jeppa,sendiferðabíl og hefðbundinn sedan.
Þessi bíll á eftir að renna út fyrir þennan pening.
Nú er bara að fara að safna.
Borgþór Jónsson, 5.9.2018 kl. 02:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning