Michael Cohen gæti reynst vera raunveruleg ógn við Donald Trump

Skv. fréttum dagins hefur komið í ljós að þegar Cohen samdi við saksókn er hann lýsti sig sekan um eftirfarandi - 

"Cohen pleaded guilty to five counts of tax fraud, one count of making false statements to a financial institution, one count of willfully causing an unlawful corporate campaign contribution and one count of making an excessive campaign contribution." 

- þá fylgdu því ásakanir á Donald Trump af hans hálfu, að Trump hafi skipað honum að inna af hendi þær greiðslur - er teljast ólöglegar, sem Cohen viðurkenndi sig sekan um að hafa framkvæmt.

Greinilegt af viðbrögðum Trumps að - Cohen er ekki lengur vinur hans:

Donald J. Trump@realDonaldTrump
"If anyone is looking for a good lawyer, I would strongly suggest that you don’t retain the services of Michael Cohen!"
12:44 PM - Aug 22, 2018

Donald Trump á hinn bóginn fór fögrum orðum um Paul Manafort er skv. fréttum dagsins, hefur ákveðið að áfrýja þeim 8-ákæruatriðum er hann var fundinn sekur um í undirrétti.

 
Donald J. Trump@realDonaldTrump
"I feel very badly for Paul Manafort and his wonderful family. “Justice” took a 12 year old tax case, among other things, applied tremendous pressure on him and, unlike Michael Cohen, he refused to “break” - make up stories in order to get a “deal.” Such respect for a brave man!"
1:21 PM - Aug 22, 2018

Eitt viðbótar Twít vakti athygli:

Donald J. Trump‏@realDonaldTrump
"Michael Cohen plead guilty to two counts of campaign finance violations that are not a crime. President Obama had a big campaign finance violation and it was easily settled!"

Greinilega ekki afstaða bandarískra dómsyfirvalda og saksóknar - að þau atriði varði ekki við lög.

Trump slams Cohen, lauds Manafort after twin legal blows

Trump says found out about payments made by Cohen after the fact

Skv. fréttum, neitar Trump að hafa vitað fyrirfram um þær greiðslur - þannig orð stendur gegn orði, nema Cohen eigi í fórum sínum upptöku af samtali við Trump - þ.s. fram kemur annað.
--Rétt að benda á, að það væri mjög veik staða fyrir yfirvöld, að hafa samþykkt "plea bargain" við Cohen - ef slík upptaka væri ekki til.

Í orðum verjanda Micheal Cohen - virðist felast augljós hótun gegn Donald Trump: Cohen co-operation may lead to rougher waters for Trump.

"Cohen . . . is now liberated to tell the truth, everything about Donald Trump that he knows,..." - "From this point on, you’re going to see a liberated Michael Cohen speaking truth to power."

Í þessari dramatísku framsetningu í viðtali - virðist ljóst að verjandi Cohens álítur besta spil síns skjólstæðings vera; að höfða til sérstaks saksóknara Robert Mueller.

What’s next for Mueller’s investigation after Manafort’s conviction?

Í orðum sínum hljómar verjandi Cohens - dálítið eins og, sölumaður :)

The Most Damaging Thing That's Happened to Trump

  1. Hinn bóginn er ég sammála því sem ályktað er í hlekknum að ofan, að það sem vekur mesta undrun við mál Cohens -- er, að saksóknara-yfirvöld skuli hafa samþykkt "plea bargain."
  2. En kjarni þess samkomulags, virðist byggjast á ásökunum Cohens gegn Trump -- það virðist ósennilegt að þau yfirvöld í NewYork hefðu samþykkt þetta; ef þau hefðu ekki trúað ásökunum Cohens.
  • Þá er stóra spurningin, hvað hefur Cohen undir erminni - sem sannfærði saksóknarayfirvöld í NewYork að gera við hann slíkan samning?
  • En vitað er að Cohen tók fjölda upptaka af samtölum við sinn fyrrum skjólstæðing og samstarfsmann til 12 ára - Donald Trump.

Spurning hvort allar þær upptökur voru á skrifstofunni hans er leitað var þar af yfirvöldum? Kannski varðveitti hann einhverjar upptökur á öðrum stað!
--En mér virðist órökrétt af yfirvöldum að gera slíkan samning - ef þetta væri einungis, orð gegn orði.

PS: Sá þessa frétt á FoxNews: Michael Cohen admits violating campaign finance laws in plea deal
--Fox segir "plea bargain" samkomulag kveða á um mesta lagi 3ja. ára fangelsi fyrir Cohen.
--En vörn að öðru leiti að sjálfsögðu gagnvart saksókn svo hann þori að opna sig upp á gátt.

 

Niðurstaða

Kannski eftir allt saman er Micheal Cohen stærsta einstaka ógnin við Donald Trump - en það virkilega áhugaverða við "plea bargain" samkomulag Cohens við saksókn í NewYork virðist sú staðreynd -- að það samkomulag virðist á grunni ásakana Cohens gegn Donald Trump.
Ef maður gerir ráð fyrir því, að þeir sem gerðu það samkomulag við Cohen - séu ekki fífl og fáráðlingar, þá sýndi Cohen þeim fram á með einhverjum hætti - sem sannfærði þá einstaklinga - að hann hefði gögn í sínum fórum til staðfestingar á sínum ásökunum.
En mér virðist órökrétt af saksókn að semja við Cohen með slíkum hætti, ef einungis væri um að ræða - orð gegn orði.

M.ö.o. ef ásakanir Cohens eru studdar af gögnum, sem hann getur komið á framfæri við þar til bær yfirvöld - þá væri kominn til sögunnar glæpur sem unnt væri að sanna að líkindum; sem Donald Trump forseti væri bein tengdur við.
--Það þíddi, að þá væri komin næg lagaleg ástæða fyrir "impeachment."

A.m.k. virðast saksóknara-yfirvöld í NewYork raunverulega trúa því að forsetinn sé "crook."

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill Vondi

Sem sagt, eins og mig og marga aðra grunaði, Mueller er fiska eftir hverju til að króa Manafort og/eða Cohen og fá þá til að "uppljóstra" um eitthvað um Trump sem kemur ekki Rússum eða meintu kosningasvindli þeirra neitt við. Menn hlakka yfir þessu venga þess að málið snýst einungis um að koma Trump frá völdum, ekki að tryggja kosningakerfið - það hefur bókstaflega ekkert verið gert í því. Eða í það minnsta að láta Trump líta illa út rétt fyrir kosningar 2018 - til að koma Demokrötum inn á þing.

Og jú Mueller er lygamörður eins og fortíð hans ber með sér:

https://www.youtube.com/watch?v=mNeqrTbkZmM

Mueller er í Bushklíkuni og þau hata Trump fyrir að hafa trompað JEB litla, enda lýstu þau yfir stuðningi við Hillary í kosningunum, þrátt fyrir að vera Repúblikanar. Þau eru Aldrei-Trumparar, nýfrjálshyggjumenn, hnattvæðingarsinnar og "neoconservatives" (sem sagt íhlutunarsinnar), sem hata Trump fyrir að skamma fyrir skyjaborgini og frama Fjölskyldunar.

En ekkert af þessu skiptir neinu máli. Það eina sem málið snýst um er hvort Demokratar ná meirihlutafylgi í öldungadeildinni, allt annað er aukaatriði.

.

PS: Það má til gamans benda á að fylgi Trumps meðal svartra Bandaríkjamanna hefur vaxið úr 8% fylgi í kosningunum (sem var hátt miðað við það sem Romney fékk - ef ég man rétt 1%) og upp í 36% samkvæmt Rasmussen. Þó að Rassmussen sýnir niðurstöður sem hallast til hægri voru þeir nær útkomu kosninganna 2016 en samkeppnisaðilarnir. Ef öldungadeildin heldur velli og þessar tölur halda sínu striki getur jafnvel orðið erfitt fyrir Demokrata að fella Trump í kosningunum 2020.

Egill Vondi, 23.8.2018 kl. 01:13

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Egill Vondi, afar neikvæðar túlkanir - en það má allt eins túlka það svo að Mueller sé að þessu vegna þess hann sé sannfærður um sekt Trumps þegar kemur að glæpum, en líklegast virðist að hann sé að rannsaka glæpi heilt yfir sviðið. 
--Til þess að þvinga menn á endanum til að opna sig varðandi það sem þeir vita um Trump,til þess að koma Trump - á einhverjum enda í fangelsi, hugsanlega mjög langan dóm.
--Þetta virðast mér standard lögregluaðferðir sem t.d. eru notaðar víða um heim gegn mafíósum og öðrum stærri glæpamönnum, að leita uppi smærri fiska sem eru innviðir í þeirra samtökum eða fyirtækjum - veita þeim vernd gegn því að þeir veiti upplýsingar; en vegna þess að þeir eru líka "crooked" þá þarf að rannsaka glæpi þeirra - finna sannanlega glæpi á þá, annars opna slíkir aðilar sig ekki.
--Þess vegnna rannsaki líklega Mueller mikið af glæpum sem tengjast ekki Trump beint, því þetta sé - aðferð hjá Mueller í mörgum skrefum, þ.s. fyrri skrefin snúist um að ná tangarhaldi á smærri fiskum er vita um Trump --> Þar um virðist Mueller hafa náð nokkrum árangri.
--Þetta er hvað mér virðast aðgerðir Mueller vera, að á endanum beini hann sér að Trump; það sé - lengri tíma markmiðið.

Það er að segja, Cohen virðist happafengur fyrir þá sem eru að rannsaka aðila nærri Trump - þar eð hann vann persónulega fyrir Trump í 12 ár, og veit því algerlega örugglega margt --> Eins og bent á að ofan, órökrétt væri fyrir yfirvöld að semja við hann, ef hann hefði ekki bitastæða hluti í pokahorninu.
--Það getur þítt, að þeir geti vaðið með beinni hætti - ívið fyrr í Trump, en hefur virst um skeið að væri líklega mögulegt.

Ég er nokkuð viss að markmið Mueller - er ekki að koma Trump einungis frá, heldur tryggja honum langan fangelsisdóm.

Hinn bóginn ef Trump er sekur um slík glæpsamleg athæfi að unnt er að koma honum í áratuga fangelsi!
--Þá flokkast þetta undir réttmæta lögregluaðgerð.

Pólitíkin sé þá á hinn veginn - hjá þeim sem stöðugt tönnslast á meintum pólitískum tilgangi Muellers.
--En er það ekki einmitt klassísk pólitísk ófræingar-aðdráttun?

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 23.8.2018 kl. 08:40

3 Smámynd: Borgþór Jónsson

Það sem er ekemmtilegt við þþessa rannsókn er að þrátt fyrir hálfs annars árs baráttu hefur Muller ekki fundið neitt saknæmt í fari Trumps, Ekki neitt. Það er hreint með ólíkindum hvað Trump virðist vera heiðarlegur

Hinsvegar er búið að róta upp svo miklum skít um mafíuna sem stjórnar Bandaríkjunum,þar með talið Muller sjálfan,að þeir geta ekki hætt.

Ef rannsókninni er lokað ,hætta gögnin sem hefur verið aflað að vera leynileg rannsóknargögn og verða gögn sem eru opin almenningi. Þetta má ekki geraast af því að hugsanlega gæti þetta leitt til þes að hinir raunverulegu glæpir yrðu rannsakaðir.

Borgþór Jónsson, 23.8.2018 kl. 12:44

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson,  geisp.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 23.8.2018 kl. 12:52

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson, tökum Ísland sem dæmi tók nokkur ár frá hruni að rannsaka fjármálaglæpi tengda bönkunum áður en kom að fyrsta dómi.
Þegar um er að ræða flókna glæpi - þegar viðkomandi hafa starfsmenn og lögfræðinga að auki vinnandi fyrir þá í því að fela glæpina fyrir lögregluyfirvöldum, er það ekki sjaldgæft að rannsóknir taki nokkur ár áður en þær skila fullnaðarniðurstöðu.

Var afar barnaleg athugasemd.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 23.8.2018 kl. 13:05

6 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

MNueller var ekki skipaður til að eltast við panamaprinsa og smáglæpamenn.

Guðmundur Böðvarsson, 23.8.2018 kl. 16:32

7 Smámynd: Borgþór Jónsson

Svona rólegur maður.

Það hafa einfaldlega ekki komið fram neinar vísbenndingar um að hann hafi brotið af sér. Þó að hann hafi talað við einhvern eða að tengdasonur hans hafi talað við einhvern,er það einfalldlega ekki lögbrot. Ef það væri talið að hann hafi brotið eitthvað af sér  væri löngu búið að leka því.

Þangað til annað kemur í ljós verð ég að draga þá ályktun að Trump sé hugsanlega heiðarlegasti núlifandi Bandaríkjamaðurinn og án nokkurs vafa sá heiðarlegasti í stjórnkefinu. Það þarf nú reyndar ekki mikið til.

Hitt er svo annað mál að hann er vesalingur sem á ekkert erindi í forsetaembættið. Hann er þó skárri en kerlingarsauðurinn sem var í framboði á móti honum. Margfaldur stríðsglæpamaður og utanríkisráðherra undir morðóðasta foreta Bandaríkjanna í áratugi.

Borgþór Jónsson, 23.8.2018 kl. 16:43

8 Smámynd: Egill Vondi

Einar, það er nokkuð skondið að sjá þig saka aðra um "pólitíska ófræingar-aðdráttun" þar sem þú beinir spjótum þínum linnulaust að Trump og túlkar ávallt allt á versta veg fyrir hann.laughing

.

Hinn bóginn ef Trump er sekur um slík glæpsamleg athæfi að unnt er að koma honum í áratuga fangelsi!
--Þá flokkast þetta undir réttmæta lögregluaðgerð.

Það er spurning, enda hefur maður heyrt ýmislegt um þessar greiðslur. Er raunverulega ólöglegt að greiða einhverjum pening til að þau fari ekki að kjafta í fjölmiðla? Subbulegt er það, en er það ólöglegt?

http://thehill.com/opinion/judiciary/403072-did-president-trump-violate-campaign-finance-laws

Ekki veit ég það persónulega, en þetta virðist allt frekar skrýtið.

Egill Vondi, 23.8.2018 kl. 19:42

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Egill Vondi, það er nær alltaf réttmætt af lögreglu að rannsaka - líklega glæpi. Lögregla þarf að hafa e-h fyrir sér að sjálfsögðu -- það liggja t.d. yfrið nægar upplýsingar fyrir um frægan fund er haldinn var í Trump turni 2016, vegna leka á e-mailum sonar Trumps, Donald Trump jr. 
--Að hann var greinilega á mjög gráu svæði, líklega svörtu.

Síðan hafa a.m.k. þrír fyrrum samstarfsmenn Trumps, fengið svokallað "plea bargain" í tengslum við þær rannsóknir - þó það sé ekki gefið upp hvað þeir sögðu; er réttmætt að gera ráð fyrir því að þegar rannsókn heldur áfram þaðan í frá - að rannsóknin sé að gera það á grundvelli gagna.

Þvert á móti virðast mér ásakanir þeirra sem fullyrða rannsóknina pólitíska eða nornaveiðar - greinilega ekki sanngjarnar; þ.s. ekkert liggi fyrir sem geri slíka ályktun sanngjarna.

Ég er ekki - að leggja allt út á versta veg, heldur á álykta um málið með fullkomlega sanngjörnum hætti.
Enda væri ekki slík yfirgrips mikil rannsókn í gangi, ef verið væri að eltast við smáglæpi - upp á örfá ár í fangelsi.

Ég geri ráð fyrir meðan sanngjarnar vísbendingar benda ekki til nokkurs annars, að rannsóknin sé yfirgripsmikil - vegna þess að margt hafi komið í ljós, bendi aftur á "plea bargain" samkomulög - er virðast sennilega hafa veitt upplýsingar; síðan hefur rannsóknin greinilega stöðugt verið að vinda upp á sig - stöðugt að afla frekari gagna, vítt um viðskiptasögu forsetans sem og þeirra er standa honum nærri.

M.ö.o. beri þetta allt með sér að vera rannsókn sem stefnir að saksókn á endanum - og að rökrétt sé að ætla að glæpirnir séu ekki metnir smáir því rökrétt að tala um - áratugafangelsi.

Það er ekki að færa allt á versta veg - heldur rökrétt ályktun af gríðarlegu umfangi rannsóknarinnar, og þeim fjölda "plea bargain" samninga er hafa þegar verið gerðir -- nú hefur nýlega enn einn slíkur bæst við í sarpinn.

Michael Cohen.

"Er raunverulega ólöglegt að greiða einhverjum pening til að þau fari ekki að kjafta í fjölmiðla? Subbulegt er það, en er það ólöglegt?"

Það væri ekki verið að veita Cohen "plea bargain" því tengdu, ef það væri löglegt.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 23.8.2018 kl. 22:00

10 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson, "Það hafa einfaldlega ekki komið fram neinar vísbenndingar um að hann hafi brotið af sér. "  Alltaf jafn mikill grínisti. Þvert á móti liggur mjög mikið fyrir af gögnum er benda til þess.
--Það eina sem er rétt í þessu hjá þér, að það liggja fyrir fáar sannanir - a.m.k. opinberlega.
Hinn bóginn hefur lítt verið birt af því sem tekið var af skrifstofu Cohens.
Nær ekkert hefur verið sagt um það, hvað þeir fyrrum starfsmenn Trumps - er hafa samþykkt "plea bargain" hafa sagt.
--M.ö.o. heldur Mueller spilunum fast að sér.

Þvert á móti er umfang rannsóknarinnar slíkt og fjöldi "plea bargain" að slík rannsókn færi ekki fram, og stæði ekki heldur þetta lengi -- nema að mjög mikið af vísbendingum liggi þegar fyrir.
--Líklegast er Mueller að elta alla þræði út á enda, til að viða sér öllum þeim vísbendingum og sönnunum sem hann getur aflað.

Þ.s. á endanum þ.e. ekki hann heldur bandaríska þingið sem tekur ákvörðun - þá er þetta það hlutverk sem hann hefur; að afla þeirra ganga sem hann getur.
--Síðan afhendir hann þau gögn þinginu ásamt hans greinargerð um útkomu rannsóknar.
--Síðan er það þingið sem ákveður hvað skal gera við þær niðurstöður.

Mueller afhendir örugglega ekki gögnin, fyrr en hann hefur lokið því að elta alla þræði út á enda.
Hann ætlar sér greinilega ekki að ljúka rannsókn, fyrr en hann hefur allar þær sannanir sem hann getur mögulega viðað að sér.
--Væntanlega lekur þetta allt mjög fljótlega eftir að gögnin eru öll komin til þingsins.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 23.8.2018 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband