Forseti Kólumbíu veitir 400 þúsund flóttamönnum frá Venezúela 2ja ára dvalarleyfi

Juan Manuel Santos er að ljúka sínum ferli sem forseti landsins - hættir nk. þriðjudag. Skv. fréttum er yfir milljón flóttamenn frá Venezúela í landinu: Santos grants 440,000 Venezuela refugees two-year help
--Dvalarleyfinu fylgir réttur til vinnu, til þess að leita læknishjálpar og til að leita menntunar.

Mynd sýnir þróun gengis Bolivares gagnvart Dollar

Eitt af því sorglega í Venezúela er að aðgengi að Bandaríkjadollar skilur nú oft milli lífs og dauða!

Fólk sem hefur flúið Venezúela heldur nú uppi fjölda manns, með því að vinna vinna í nágrannlandi Venezúela og senda peningana heim til sinna skildmenna!

In socialist Venezuela, the U.S. dollar becomes king

  1. "Evelyn Berroterán, a 43-year-old living in Guarenas, a poor suburb east of Caracas, had cut her intake down to two meals a day. Then her 27-year-old son joined an exodus of Venezuelans from the country and settled in Ecuador, which adopted the U.S. dollar as its currency in 2000. He landed a job in a brick factory and began sending home $50 a month."
  2. Suddenly, everything changed. Berroterán began eating three meals a day again, and buying chicken and beef. She quit her job as a street vendor in downtown Caracas, and could even afford to splurge on something that had previously been a luxury — toothpaste."We don’t live like rich people, but to be honest, my son is saving our lives,” she said"

Einn Bandaríkja-dollar er í dag ca. 3,6 milljón Bolivares á svartamarkaðsgengi.

Venezuela Eases Currency Controls Amid Economic Meltdown

Í síðustu viku bárust fréttir af því að ríkisstjórn Venezúela væri að íhuga að strika - 6 núll af Bolivares.

Meira eða minna allur infrastrúktúr landsins er að hrynja: Maduro brought face-to-face with Venezuela blackout woes.

Rafmagnsskorturinn er ekki vegna - orkuskorts í landi sem enn hefur gríðarlegar birgðir af olíu ofan í jörðu, heldur vegna - skorts á viðhaldi mannvirkja sem tengjast orkukerfinu.

Vaxandi ástæða skorts á viðhaldi, að starfsmenn séu flúnir úr landi. En verðbólgubálið geri launin stöðugt að engu -- verðbólga lauslega áætluð nærri milljón prósentum.

--Fólk sem ekki hefur aðgengi að peningum sendir heim af ættingjum flúnir úr landi.
--Búi við hungur, að eiga ekki fyrir nema hluta þeirrar næringar sem hver og einn daglega þarf á að halda.

Á þessu ári blasi við hratt vaxandi flóttamanna-vandi, þar sem örvæntingarfullir íbúar Venezúela flýi á náðir nágrannalanda í hratt vaxandi mæli - og séu tilbúnir að vinna fyrir nánast hvað sem er.

  • Það sé hugsanlegt að þetta eigi eftir að valda - andúð í þeim löndum, svipaðri þeirri er brast fram í Evrópu í kjölfar Sýrlandsstríðsins - þegar 6 milljón Sýrlendingar lögðu á flótta; og streymdu m.a. til Evrópu.

En ég hugsa að þessi landflótti eigi enn eftir að versna og það mikið.
Flóttinn frá Venezúela gæti orðið stærra vandamál en flóttinn frá Sýrlandi.
Og þó hefur ekki verið neitt stríð í Venezúela - sem er það magnaðasta af öllu við ástandið.
Að Venezúela býr við hörmungarástand líkt því að stríð hafi lagt landið í rúst.

 

Niðurstaða

Venezúela er í dag orðið a.m.k. eins slæmt og verstu dæmi efnahagslegra hörmunga sem þekkt eru, sbr. ef jafnað er við óðaverðbólguna í Þýskalandi ca. 1926 eða ástandið í Zimbabwe þegar óðaverðólgan og efnahagsóreiðan náði þar hámarki undir Mugabe.

Zimbabwe virðist þó nærtækari samlíkin, ekki vegna þess að það er lengra í burtu í tíma - heldur vegna þess að hvað er að gerast virðist líkara. 

S-Afríka tók við milljónum íbúa Zimbabwe - sem líklega einnig sendu peninga heim til ættingja. Spurning hvort að slíkar heimsendingar duga til að stjórnin í Caracas lafi.

En Mugabe eins og allir ættu að muna, hvarf ekki frá völdum fyrr en á sl. ári - þá ekki sjálfviljugur, og það var mörgum árum eftir að versta efnahagsóreiðan var afstaðin. En mikilvægt var að Mugabe reyndist er á hólminn kom, nægilega eftirgefanlegur, til að það fékkst gripið til aðgerða er á endanum komu lágmarks stjórn á hagkerfið.

Hinn bóginn virðist mér veruleikafyrring stjórnenda í Caracas nær alger enn. Því á ég von á því enn a.m.k. að Venezúela endi á verri stað.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 895
  • Frá upphafi: 858703

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 784
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband