Trump segist til í viðræðna við Íran án skilyrða!

Í þetta sinn er ég ágætlega sáttur við afstöðu Donalds Trump, en hann segir að ekkert sé að því að hitta fólk og ræða málin - hann sé því tilbúinn að hitta forseta Írans augliti til auglitis í þeim tilgangi að ræða deilur ríkisstjórnar Bandaríkjanna við írönsk stjórnvöld.

Trump says he is willing to talk to Iran's leader without preconditions

Trump offers to meet Iran leaders without preconditions

 

Donald Trump:

  1. "I would certainly meet with Iran if they wanted to meet. I don’t know that they are ready yet," - "I’d meet with anybody. I believe in meetings,"
  2. "I think it is an appropriate thing to do. If we could work something out that is meaningful, not the waste of paper that the other deal was, I would certainly be willing to meet."
  3. "They are having a hard time right now. But I ended the Iran deal. It was a ridiculous deal. I do believe that they will probably end up wanting to meet."

Ég held samt sem áður að út frá orðum Trumps - séu litlar líkur á slíkum fundi, a.m.k. enn sem komið er.

Rétt að muna að 6-velda Írans samkomulagið frá 2015 sem Trump slóg af -- að þá hafði Íran búið við harðar refsiaðgerðir Bandaríkjanna samfellt frá 1979 eða 36 ár.

Á því árabili hafði Íran þróað eldflaugar sem draga til S-Evrópu, og var líklega komið nærri því að smíða kjarnorkusprengju.

--Íran hefur ekki sprengjuna ennþá - en klárlega er ekkert tæknilega sem hindrar Íran í því að klára það verk.

 

Ég er enn að velta fyrir mér hvað Xi Jinping gerir!

En tæknilega getur Kína líklega keypt alla íranska olíu með eigin gjaldmiðli - haft opna gjaldeyrislínu milli Írans og Kína - þar sem Kína á nóg af framleiddum iðnvarningi á móti.
Væri tæknilega mjög auðvelt fyrir löndin tvö að koma á fót lokuðu hagkerfi sín á milli.

Íran hefur eiginlega verið að panta eða heimta fyrirgreiðslu frá öðrum aðildarlöndum Írans samkomuagsins - eftir að Trump tók Bandaríkin út úr því.

  1. Ég held að hvort tveggja ESB og Kína - vilji forða því að Íran endurræsi sitt kjarnorkuprógramm.
  2. Því það mundi líklega magna upp stríðshættu milli Bandar. og Írans.

--Það sem Kína er líklega ekki síst að horfa til, ESB sennilega líka.

Er heims olíuverð, en verðlag á olíu mundi án nokkurs vafa hækka mjög mikið, ef mundi skella á stríð við Persaflóa.

Það væri mjög skaðlegt fyrir efnahag Kína sem og efnahag ESB.
--Auðvitað, einnig fyrir efnahag Bandar.

  • Þannig ég á von á því Íran fái fyrirgreiðslu.

En að á sama tíma sé - Xi hikandi, út af möguleikanum að slík fyrirgreiðsla geri samskiptin við Bandaríkin, enn verri en nú þegar er. Væntanlega sé Xi að í og með meta hvort þau samskipti séu að versna með varanlegum hætti, eða hvort raunhæft sé að færa þau til baka.

Hversu langt Xi gengur til móts við Íran, getur mótast af því - hversu líklegt Xi metur það að samskiptin við Bandaríkin geti batnað á ný vs. að þau versni jafnvel enn frekar.

Ef Xi sannfærist að þau séu á varalegri leið til hins mun verra!
Gæti það leitt til áhugaverðra tíðinda í samskiptum Írans við Kína.

 

Niðurstaða

Eins og ég hef áður bent á sé ég mikið tækifæri fyrir Kína í deilu Bandaríkjanna við Íran. Á sama tíma, mundi í því felast veruleg áhætta fyrir Kína þegar kemur að samskiptum við Bandaríkin - ef Kína mundi gera tilraun til að láta þau tækifæri verða að veruleika.

Með vissum hætti má túlka það svo að -- reipitog geti verið að myndast milli Bandaríkjanna og Kína um Íran. Og að með aðgerðum sínum, gæti Trump -- elft möguleika Kína á því að hreppa það, hnoss.

Það sem stjórnvöld Írans þurfa á að halda til að halda fólkinu heima fyrir í Íran góðu, er efling efnahags Írans.

Góð samskipti við Vesturlönd vissulega geta skilað slíkri útkomu - en einungis á þeim grunni, eins og má lesa úr ummælum Trumps - að Íran gefi nánast all það eftir sem ríkisstjórn Bandaríkjanna krefur Íran um.

Tæknilega getur verið að opnast á þann möguleika, að Íran fái kínverskar fjárfestingar í staðinn, og mjög náin tengls við hagkerfi Kína. Hinn bóginn, þíddi það væntanlega einhvers konar leppríkisfyrirkomulag Írans við Kína.

M.ö.o. hangir verðmiði á báðum valkostum fyrir Íran.
Og auðvitað einnig verðmiði fyrir Kína, ef Xi mundi ríða á það vað.

--Eins og ég benti á, þá mun Xi líklega í því samhengi vega og meta líkur þess að samskiptin við Bandaríkin - séu að versna hvort sem er.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband