Trump kemur sér í bobba í opinberri heimsókn í Bretlandi

Þetta er ekki of harkalegt, en ég er búinn að tékka á viðtalinu í - The Sun - og hann sannarlega segir hluti sem erfitt er að kalla annað en sem fremur harkalega gagnrýni á May.
--En - The Sun - birtir myndband sem hægt er að horfa á!

THE SUN'S TRUMP EXCLUSIVE INTERVIEW

Síðan talaði Trump um "fake news" þegar spurningum var beint að honum út af þessu!

Trump calls Sun interview ‘fake news’ despite his comments being taped

Í seinna myndbandinu - er tekinn bútur af löngum fréttamannafundi þar sem May stóð honum við hlið og bæði svöruðu spurningum fréttamanna!

Eins og kemur fram í svörum Trumps - dregur hann mjög í land, vill eiginlega ekki meina hann hafi verið að gagnrýna.

Frétt The Sun: Donald Trump told Theresa May how to do Brexit ‘but she wrecked it’ – and says the US trade deal is off

Á fréttamannafundinum leitaðist Trump að því er virðist til við að bæta fyrir mistök sín!

Trump vows 'great' trade deal with UK, abruptly changing tack on May's Brexit plan

"Once the Brexit process is concluded and perhaps the UK has left the EU, I don’t know what they’re going to do but whatever you do is OK with me, that’s your decision," - "Whatever you do is OK with us, just make sure we can trade together, that’s all that matters. The United States looks forward to finalizing a great bilateral trade agreement with the United Kingdom. This is an incredible opportunity for our two countries and we will seize it fully,"

Þessi orð koma einnig fram í síðari myndbandshlekknum að ofan!

Sannarlega getur karlinn hlaupið á sig, að láta taka viðtal við sig rétt áður en hann hittir May formlega - og láta það sem kemur fram í viðtalinu á vef The Sun detta út úr sér!

En það er almennt ekki talið viðeigandi að gagnrýna harkalega þann leiðtoga sem þú ert að heimsækja - ef um opinbera heimsókn er að ræða!

Í seinna viðtalinu er ekki laust við að Trump hljómi nokkuð vandræðalegur.
Ég held það sé það næsta sem ég hef heyrt hann komast því að biðjast afsökunar!

 

Niðurstaða

Einn af mörgum göllum Trumps virðist að manni virðist hann of oft - tala fyrst og hugsa síðar! Í fæstum tilvikum hefur það nokkrar hinar minnstu afleiðingar - en miðað við seinna viðtalið. Hljómar sem að karlinum hafi sjálfum verið brugðið við það sem hann sagði þarna fyrr um daginn -- hann hafi í reynd ekki viljað segja þá hluti nærri svo harkalega!

Ég er ekki frá því hann hljómi nánast sakbitinn þarna í seinna myndbandinu.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband