Trump ítrekar tollhótun gagnvart ESB í kjölfar þess að sambandið formlega svaraði tollum Trumps á ál og stál með tollum á móti á bandarískan varning

Trump virðist greinilega ætla að halda sig við það - að bæta í sérhvert sinn við viðbótar tollum á þau lönd sem hann hefur hafið viðskiptastríð við -- þegar þau lönd tolla á móti hans tollum.
--Þannig eru viðskiptaátökin greinilega komin í "tit for tat" ferli!

Donalt Trump: "Based on the Tariffs and Trade Barriers long placed on the U.S. & its great companies and workers by the European Union, if these Tariffs and Barriers are not soon broken down and removed, we will be placing a 20% Tariff on all of their cars coming into the U.S. Build them here!"

Eini tollurinn sem ég man eftir í fljótu bragði er 10% tollur ESB á bifreiðar - meðan tollur Bandaríkjanna hef ég heyrt er um 2,5%. Hinn bóginn heimilar WTO 10% toll á innfluttar bifreiðar, þannig að ekki er um brot á gildandi viðskiptasamningum!
--Þannig séð banna þeir ekki að lönd hafi lægri tolla en það hámark sem þeir heimila.

Hinn bóginn eins og sést er Trump að hóta 2-földum tolli, sem er skýrt brot á reglum "WTO."
Ekki liggur enn fyrir með hvaða hætti ESB mundi svara slíkum tolli á bifreiðar!

Trump Tariff Threat on European Cars Escalates Global Trade War

Trump car tariffs could run European convertibles off U.S. road

 

Það er hugsanlegt Trump vonist til að kljúfa samstöðu ESB landa með þessum tollhótunum!

En tollurinn bitnar fyrst og fremst á þýskum hagsmunum - bifreiðaframleiðendur í Þýskalandi hafa þegar verið að væla yfir svipaðri hótun sem kom fram frá Trump nokkru fyrr, en þá vísa ég til tilskipunar frá Trump fyrir nokkru síðan er hann skipaði viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna að rannsaka hvort og að hvaða marki bifreiðainnflutningur væri skaðlegur fyrir öryggi Bandaríkjanna!
--Sem er sami frasi og Trump beitti er hann lagði á tolla á ál og stál!

Ég held að enginn utan Bandaríkjanna taki það atriði alvarlega að innflutningur á áli og stáli hafi raunverulega ógnað öryggi Bandaríkjanna! Það sé ósennilegt að nokkur utan Bandaríkjanna taki það heldur alvarlega að bifreiðainnflutningur skaði öryggi Bandaríkjanna.

Hótun um 20% toll virðist samt ný hótun - ekki endilega tengjast þeirri fyrri.
Punkturinn hjá mér er sá, að þýskir bifreiðaframleiðendur voru þegar farnir að væla í þýskum stjórnvöldum að gera allt til að semja við Trump.
--Það geti mjög vel útskýrt hugsanlegar vonir Trumps um að rjúfa samstöðu innan ESB um skipulagðar gagnaðgerðir gegn tollum Trumps.

  • Hinn bóginn getur Þýskaland ekki treyst því, að Trump mundi samt ekki leggja á 20% toll á þeirra bifreiðainnflutning síðar -- þó þjóðverjar lyppuðust niður!

En Trump virðist raunverulega trúa á þá aðferð að setja upp tollvernd, til að vernda innlenda framleiðslu - til að styrkja innlenda framleiðslu.
--Nefnist á ensku "import substitution."

Þar sem Trump hefur oft talað fyrir þeirri aðferð, svo langt a.m.k. aftur sem til kosningaherferðar hans er hann var enn að berjast í samhengi prófkjörsbaráttu innan Repúblikanaflokksins.
--Þá virðist mér afar sennilegt að Trump mundi samt sem áður leggja toll á bifreiðainnflutning frá ESB á einhverjum enda, þannig að eftirgjöf væri þá tilgangslítil eða tilgangslaus.

 

Niðurstaða

Trump er greinilega ákveðinn að kynda frekar undir þeim viðskiptastríðum sem hann hefur hafið -- allt í senn við Kína - ESB - Kanada - Mexíkó, samanlagt miklu meir en helmingur heildarinnflutnings til Bandaríkjanna.

Hann greinilega ætlar í sérhvert sinn að svara tollaðgerðum sem löndin sem hann hefur hafið viðskiptastríð við beita á móti hans tollum -- með nýjum tollum.

Skv. því er virðist staðföst trú hans að Bandaríkin óhjákvæmilega vinni viðskiptstríð.
Hann sem sagt heldur að Bandaríkin geti alltaf skaðað mótaðilann meir en Bandaríkin skaðast!

Hinn bóginn virðist sem að hann reikni ekki með "cumulative" eða samansöfnuðum skaða Bandaríkjanna þ.e. að sérhvert viðskiptastríð skaðar Bandaríkin, en til samans skaða tvö viðskiptastríð Bandaríkin meir en eitt, sem þíðir auðvitað að fjögur viðskiptastríð skaða Bandaríkin töluvert meir en 1.

Mig grunar að Trump og ríkisstjórn hans - vanmeti þessi samlegðaráhrif!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband