Trump hótar viðbótar tolla á Kína upp á 200 milljarða dollara / Mig grunar Kína hafi raunverulega sterkari spil en Trump

Sl. föstudag þegar Trump kynnti 25% toll á innflutning frá Kína að árlegu andvirði 50 milljarða dollara - þá hótaði Kína strax sama dag að svara ofangreindum tollumr Trumps með samskonar tollum á innflutning frá Bandaríkjunum að sama árlegu andvirði.
Þegar Trump frétti sl. föstudag af þeirri hótun Kína, þá hótaði hann strax sama dag að ef Kína stæði við slíka hótun um gagntolla að bæta strax þá við tollum á Kína á innflutning að verðmæti 100 milljarða dollara.
--Kína hefur síðan opinberlega tilkynnt lista yfir tollaðar vörur frá Bandaríkjunum skv. sinni hótun, sem ekki hefur enn formlega tekið gildi - en gerir innan skamms.

 

Trump á mánudag bætti síðan um betur á sína hótun, og hótar tollum á innflutning frá Kína að verðmæti 200 milljarða dollara:
Trump threatens to hit China with new tariffs on $200 billion in goods.

Donald Trump: "After the legal process is complete, these tariffs will go into effect if China refuses to change its practices, and also if it insists on going forward with the new tariffs that it has recently announced,"

Einn áhugaverður munur að tollurinn á þetta marga vöruflokka á að vera einungis 10%.
--Sem gæti bent til - tilraunar til að lágmarka verðlagshækkanir er óhjákvæmilega yrðu.
--En það er nánast ekki nokkur möguleiki annar en að svo víðtækir tollar skili sér beint til neytenda -- 10% er þá ekki svo rosalega mikil verðlagsbreyting.

  • Hinn bóginn, gæti Trump bætt við viðbótar tollum á sömu vöruflokka síðar!

Trump greinilega telur Bandaríkin í rétti sbr:

Donald Trump: "China apparently has no intention of changing its unfair practices related to the acquisition of American intellectual property and technology. Rather than altering those practices, it is now threatening United States companies, workers, and farmers who have done nothing wrong,..."

Þetta sýnir mæta vel að ábendingar mínar um afstöðu Trump eru réttar!

Nefnilega að Trump trúir á fórnarlambs kenningu sína, að Bandaríkin hafi árum saman verið fórnarlamb -- viðskipta sinna við mikilvæg viðskiptalönd, þar á meðal Kína. Og að í tilviki Kína, sé hann einungis -- að rétta hlut Bandaríkjanna!

Þar sem að aðgerðir Bandaríkjanna séu réttmætar skv. hans trú -- þá sé svar Kína í sérhvert sinn, ný rangindi er verði að svara!

  • En að á sama tíma, líti Kína öðrum augum á málið -- álítur sig undir ósanngjarnri árás Trumps, og sín svör eðlileg viðbrögð við aðgerðum Trumps.
    --Og auðvitað, að sérhver aðgerð Trumps -- sé atlaga gegn Kína.

--Líklega líta öll löndin sem Trump viðhefur nú viðskiptastríð við, sambærilegum augum á aðgerðir Trumps - þ.e. þær séu atlaga Bandaríkjanna gegn sér, ósanngjörn atlaga þar fyrir utan.

  1. Þetta sé hvað líklega geri þessar deilur erfiðar -- að annars vegar ríkisstjórn Bandaríkjanna - virkilega trúir sig vera í rétti.
  2. Samtímis, og mótaðilar ríkisstjórnar Bandaríkjanna hins vegar -- virkilega líta sig vera órétti beitta.

--Reiðlileg viðbrögð allra aðila hvort sem Trump og ríkisstjórn hans, eða ríkisstjórnir þeirra landa sem ríkisstjórn Trumps á nú í deilum við -- sýna að þetta sé rétt greining.

  • Ekki gott þar af leiðandi að vita hvernig þetta endar!

 

En það má vera að Donald Trump vanmeti hversu langt Kína getur getur gengið!

Stærsta spilið sem Kína ræður yfir - er án nokkurs vafa umfangsmikil starfsemi bandarískra fyrirtækja innan Kína - sérstaklega Apple.inc.

Á sama tíma, sé það hótun sem vart verði beitt nema að stjórnvöld Kína -- hafi fá önnur spil eftir, m.ö.o. að bæði löndin hafi nokkurn veginn spilað tolla leiðina á enda!

  1. En Kína getur sannarlega gert eignir Apple.inc í Kína upptækar, og fært keppninautum Apple innan Kína til eignar -- en það þíddi að sjálfsögðu fullkomlega varanleg vinslit við Bandaríkin.
  2. Þannig Kína gerir þetta ekki, nema að samskiptin við Bandaríkin séu álitin orðin það slæm þegar, að ekki sé líklega fær leið til baka.
  • Hinn bóginn, er vægara að beita þessu -- sem hótun.

Þegar tollahótanir ná endapunkti -- má vera að mál gangi alla leið á þennan lokapunkt.
Sem ef hrint yrði í framkvæmd -- þíddi án nokkurs vafa varanleg vinslit og kalt-stríð þaðan í frá -- en Kína hefur þetta samt uppi í ermi.

Og þetta er virkilega öflug hótun, en Apple er ekki eina bandaríska fyrirtækið með starfsemi í Kína er framleiðir fyrir heimsmarkað og Kína markað.

Þetta auðvitað beinir aftur spurningunni að því, hvort Trump raunverulega hefur þegar á botni er hvolft, eins öflugar viðskiptahótanir og Kína hefur?

 

Niðurstaða

Ég held að það sé raunveruleg hætta að viðskiptastríð það sem Trump hefur hafið gegn Kína lykti með upphafi formlegs kalds stríðs -- en við erum ekki þar enn. Hinn bóginn, grunar mig að Trump og co. vanmeti hversu öflugar hótanir Kína hefur til umráða. Sannarlega er vörusala Kína til Bandaríkjanna mun verðmætari en vörusala Bandaríkjanna til Kína. En viðskipti Bandaríkjanna og Kína felast ekki eingöngu í vörusölu -- heldur að auki í umfangsmikilli starfsemi nokkurra bandarískra risafyrirtækja innan Kína.
--Í alvöru talað, hvernig getur ríkisstjórn Trump haldið að sú starfsemi sé algerlega heilög, ef Trump hótar stöðvun útflutnings Kína til Bandaríkjanna?
--Ég reikna með því, ef Kína beinir hótunum að starfsemi bandarískra fyrirtækja innan Kína -- að sjálfsögðu fyrst hótað áður en framkvæmt, þá myndist strax óskaplega öflugur þrýstingur frá stærstu fyrirtækjum viðskiptalífs Bandaríkjanna á ríkisstjórn Bandaríkjanna!

Spurning hvort að það verður þá ekki Trump sem bakkar fyrir rest?

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

Hvernig dettur þér í hug, að Kína hafi sterkari spil maður.

ZTE fer á hausinn ... Huawei er í hættu.

Xi Jin Ping, er maður sem ætlar að styrkja Kína sem heimsveldi ... og hefur í bígerð að gera Kína að "ráðandi" heimsveldi innan 50 ára.  Veiki punktur Xi Jin Ping, er "efnahagurinn". Allt er orðið mörgum sinnum dýrara í Kína í dag. Mörgum sinnum ... kínverjar eru orðnir "vanir" góðum efnahag, og þegar harðna fer í álinn ... mun illa fara fyrir Xi Jin Ping.

Þetta er planið ... spurningin er, hvort Trump geti "staðið" við það sem hann segir. Því hann á við marga harðsvíraða miljarðamæringa að etja í þessu dæmi. Sem hafa auðgast á því að flytja "eitrið" úr verksmiðjum frá USA til Kína.

Xi Jin Ping væri betra að semja ... því hann mun fá Kína á móti sér innan árs.

Örn Einar Hansen, 19.6.2018 kl. 16:45

2 Smámynd: Örn Einar Hansen

Annað í dæminu, Kína er búið að ákveða að kaupa gas frá USA ... Trump vill "meir" af Kína, en bara kaup á gasi og að þeir leggi leiðslurnar til Alaska.

Örn Einar Hansen, 19.6.2018 kl. 16:48

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarne Örn Hansen, ég velti fyrir mér stundum hvaða draumaheimi þú lyfir í -- leiðslur frá Kína til Alaska, ha - ha - ha. Ekki fræðilegur möguleiki -- dettur þér aldrei í hug að líta á kort?

Það gerir Kína lítið til þó ZTE hætti starfsemi. Huawai er með stóran markað innan Kína, Asíu, S-Ameríku og Afríku. Það fyrirtæki er í nákvæmlegra engri hættu.

Að sjálfsögðu er allt margfalt dýrara í dag, en launin eru einnig margfalt hærri -- framleiðslan líka miklu meiri. Blasir ekki við að efnahagurinn sé í viðkvæmri stöðu.

Þú getur algerlega fullvissað þig um, Xi fer ekki að gefa eftir Trump, það væri það allra síðasta sem hann mundi gera.
Xi hefur einfaldlega ekki efni á að virðast veikur. Með vissum hætti eru Xi og Trump spegilmynd, báðir leggja áherslu á að vinna þ.e. hafa betur - fyrir hvorn þeirra væri stórfelldur pólit. ósigur veikleikamerki er gæti leitt til falls.

Ég kem ekki auga á nokkuð sem Trump getur gert Kína, sem klárlega mundi knýja Kína til uppgjafar -- þó Trump lokaði alfarið á viðskipti; Kína hafi þá mjög öfluga hótun á móti - þ.e. hóta fullri eignaupptöku eigna bandar. fyrirtækja innan Kína. Það væri mjög stór blóðtaka fyrir nokkur af hinum bandarísku alþjóðlegu risafyrirtækjum.
--Sérstaklega yrði Apple fyrir miklu áfalli þá. Ég held nær allir "i-phone" séu smíðaðir í verksmiðjum í eigu Apple í Kína.
--Þannig Apple mundi þá í kjölfarið líklega skorta framleiðslugetu til að geta viðhaldið markaðsstöðu sinni í alþjóðasamhengi, þannig að stór hluti markaðar Apple mundi þá fara til keppinauta.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.6.2018 kl. 23:50

4 Smámynd: Borgþór Jónsson

En hvað um tolla á Bandarískar olíuvörur? Xi er að láta prufukeyra það í umræðunni.

Gæti verið að fyrirhuguð framleiðsluauknung Sauda og Rússa tengist þessu?.

Ég held að tollar á olíuvörur sem eru settir á þegar framboð er mikið ,fari ekki út í verðlagið.

Bandaríkjamenn gætu því sitið uppi með lágt olíuverð og skerta samkeppnishæfni vegna tolla.

Borgþór Jónsson, 20.6.2018 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband