15.6.2018 | 14:25
Trump ræsir formlega viðskiptastríð gagnvart Kína!
Skv. nýjustu fréttum hefur Trump fyrirskipað tolla á vörur frá Kína áætlað andvirði 50ma.dollara.
--Stjórnöld Kína hafa þegar sagt að tollumt Trumps verði svarað um hæl!
China retaliates against US tariffs on $50bn of imports
China promises fast response as Trump readies tariffs
Trump sets $50 billion in China tariffs with Beijing ready to strike back
Trump approves US tariffs on $50bn in Chinese imports
Trump virðist hafa ákveðið að setja 25% toll á um 800 vöruflokka frá Kína að andvirði 50ma.dollara.
Reiknað er með því að ríkisstjórn Trumps - muni fjölga tilvikum þegar kínverskum aðilum er bannað að fjárfesta innan Bandaríkjanna, sem og vöruflokkum sem Kína er bannað að kaupa frá Bandaríkjunum.
""If the United States takes unilateral, protectionist measures, harming Chinas interests, we will quickly react and take necessary steps to resolutely protect our fair, legitimate rights," Chinese Foreign Ministry spokesman Geng Shuang"
Skv. fréttum hefur ríkisstjórn Bandaríkjanna fókusað á vöruflokka - þar sem Kína á innan við 40% af markaðnum innan Bandaríkjanna, svo það sé hugsanlegt að mögulegt sé fyrir innflytjendur að skipta um viðskiptaaðila - og fyrir bandaríska neytendur kaupa vörur frá landi sem ekki er tollað.
--Hinn bóginn er innan við 40% samt afar stór markaðshlutdeild.
--Og óvíst að 3-ja land gæti mætt með skömmum fyrirvara slíkri aukinni eftirspurn.
- Kína hefur skv. nýjustu fréttum ákveðið að svara hinum nýju tollum Trumps, með tollum á móti að jafnvirði þ.e. 50ma.dollara þá væntanlega.
- Trump svaraði strax með hótun um enn frekari tolla - ef Kína tollar á móti:
"Mr Trump warned on Friday..."The United States will pursue additional tariffs if China engages in retaliatory measures, such as imposing new tariffs on United States goods, services, or agricultural products; raising non-tariff barriers; or taking punitive actions against American exporters or American companies operating in China, he said."
"US officials have been putting the final touches on a list of a further $100bn in Chinese imports to target for tariffs in the event of Chinese retaliation..."
Eftir því sem vöruflokkum sem eru tollaðir fjölgar enn frekar - þá vaxa áhrif viðskiptastríðsins við Kína á bandaríska neytendur - þ.e. verð hækka!
En verðin hækka strax, á meðan að óvíst er að önnur viðskiptalönd geti tekið yfir markaðinn í staðinn - vegna umfangs viðskipta Kína við Bandaríkin sé um mjög mikið magn að ræða.
--Þ.e. ósennilegt að önnur lönd hafi þá framleiðslugetu t.d.
Þegar vöruverð hækkar í Bandaríkunum sjálfum - minnkar kaupmáttur neytenda, þar með minnkar að líkindum neysla -- vegna þess hve neysla er mikill þáttur í bandarískum hagvexti; hefur útbreiðsla tolla lamandi áhrif á hagvöxt.
""The US Chamber of Commerce, the countrys largest business group, said the new tariffs would place the "cost of Chinas unfair trade practices squarely on the shoulders of American consumers, manufacturers, farmers, and ranchers."
Tollur virkar eins og skattur á neyslu!
Síðan bætist við að Trump hefur ekki einungis hafið viðskiptastríð gagnvart Kína heldur að auki samtímis - gagnvart Kanada, Mexíkó og ESB aðildarlöndum. Þegar tillit er tekið til þeirra viðskiptastríða - þá auðvitað hafa þau einnig sín neikvæðu áhrif á neyslu innan Bandaríkjanna, því á hagvöxt innan Bandaríkjanna!
--Það sé vel mögulegt með því að valda stigvaxandi efnahagstjóni, að snúa hagvexti í samdrátt!
Niðurstaða
Þrjú stór viðskiptastríð blasa nú við - þ.e. Bandaríkin vs. Kanada og Mexíkó, Bandaríkin vs. ESB, og Bandaríkin vs. Kína.
--Uppgefin ástæða tolla er í öll skipti trú Donalds Trump og stuðningsmanna, að Bandaríkin séu fórnarlamb ranginda í viðskiptum.
Það þíði að í augum Trumps og stuðningsmanna, snúist aðgerðirnar um að leiðrétta rangindi.
Hinn bóginn líta þjóðirnar í viðskiptastríði við Bandaríkin, á tolla Trumps sem nokkurs konar árás á sig - að þær séu rangindum beittar.
--Að svo klárlega sé, sést á reiðum viðbrögðum landstjórnenda þeirra landa sem í hlut eiga.
Eins og viðbrögðin sýna, blasa við mótvægis tollar - við tolla Trumps, sem Trump og stuðningsmenn sjálfir álíta mótvægistolla!
Vegna þess að Trump og stuðningsmenn álíta Bandaríkin í rétti, að þau séu að rétta sinn hlut - þá óhjákvæmilega líklega sjái þeir mótvægistolla hinna landanna, sem ný rangindi sem þurfi að svara.
Auðvitað, ef Trump svarar þeim að sínu mati meintu rangindum með nýjum tollum, þá væntanlega aftur telja sig þjóðirnar rangindum beittar og þurfa að svara aftur fyrir sitt leiti.
--Þannig virðist mér nú blasa við spírall af dýpkandi viðskiptastríðum, sem ég efa að verði stoppaður úr þessu - því að afstaða aðila skapi sjálfvirka hringrás vegna þeirrar sýnar að vera rangindum beittir.
Það sem ég gruna að heimurinn standi fyrir, ég hef nefnt það áður, sé tilraun Bandaríkjanna að -- endurreisa háa tollmúra utan um sig.
En á meðan er ég á því að hinar þjóðirnar muni ekki tolla hverjar gegn annarri, þannig að lágtollaumhverfi haldist annars staðar!
--Þá verði spurningunni svarað með rauntilraun, hvort það sé snjallt að hafa háa tolla eða lága!
Ég er þeirrar skoðunar að ósennilegt sé að Bandaríkin blómstri að baki tollmúrum.
Frekar er ég þeirrar skoðunar að endurreint hárra tollmúra um Bandaríkin mundu valda mjög umtalsverðri og fremur snöggri efnahagslegri hnignun.
Meðan að sambærileg hnignun mundi ekki verða annars staðar, svo lengi sem viðskiptastríðið sé einungis viðskiptastríð Bandaríkjanna við önnur lönd - en ekki allra gegn öllum.
--Ef svo fer sem ég tel mun líklegra, þá sennilega falla Bandaríkin frá stefnu Trumps eftir þessa rauntilraun - sennilega frekar fljótlega eða 2021 vegna slæmra efnahagsáhrifa af tilrauninni.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 19:13 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er í lagi á meðan að það eru ekki sprengjustríð.
Jón Þórhallsson, 15.6.2018 kl. 20:59
Þar sem að kína framleiðir ál með kolum
að þá gerir ekkert til að USA setji ofur-tolla á það ál.
---------------------------------------------------------
Er búið að taka stöðuna á því hvort og hvernig
tollar hafi áhrif á ál-sölu frá íslandi?
Jón Þórhallsson, 16.6.2018 kl. 19:42
Ál sem framleitt er hér á Íslandi er selt til Evrópusambandsríkjanna og til að mynda notað þar í bíla sem meðal annars eru seldir til Kína.
Ál og kísiljárn er selt héðan nær eingöngu til Evrópska efnahagssvæðisins og við Íslendingar ráðum engu um það, þar sem framleiðslan hér er í erlendum verksmiðjum.
Þorsteinn Briem, 17.6.2018 kl. 15:44
Um 84% af öllum útflutningi okkar Íslendinga voru seld til Evrópska efnahagssvæðisins árið 2009, þar af um 80% af öllum sjávarafurðum okkar og 90% af öllum iðnaðarvörum.
Einungis 3,9% af öllum vöruútflutningi okkar Íslendinga fór til Bandaríkjanna árið 2009, 2,3% til Kína en 1,2% til Rússlands og 0,5% til Kanada.
16.4.2015:
"Þrátt fyrir gildistöku fríverslunarsamnings Íslands við Kína um mitt síðasta ár dróst útflutningur þangað saman um tæpan þriðjung milli áranna 2013 og 2014."
Þorsteinn Briem, 17.6.2018 kl. 15:49
Tökum þessu viðskiftastríði fagnandi.
Við ættum auðveldlega að geta grætt stóra peninga á því. Ekki klúðra því með heimskupörum - eins og að vera í einhverju liði.
Ásgrímur Hartmannsson, 17.6.2018 kl. 19:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning