24.5.2018 | 11:28
Donald Trump setur upp nýjar toll hótanir gagnvart heimsbyggðinni
Sjálfsagt hefur einhver heyrt að Trump hefur skipað Wilbur Ross, að rannsaka hvort innflutningur bifreiða til Bandaríkjanna - ógni þjóðaröryggi.
Rétt að nefna, að rúmur helmingur bifreiða-innflutnings er í gegnum NAFTA samandið milli Kanada og Mexíkó - þá er í flestum tilvikum að ræða, verksmiðjur í eigu General Motors, Ford Motor Corporation eða Fiat/Crysler.
Hinn bóginn er mikill innflutningur að auki frá Þýskalandi - Japan og Suður-Kóreu.
Skv. reglum Heims-viðskiptastofnunarinnar, má viðhafa 10% toll.
Bandaríkin að sjálfsögðu hafa engan toll milli NAFTA landa, enda sérstakt frýverslunarsvæði.
En það má fastlega reikna með að nýr - Trump tollur, mundi vera lagður á NAFTA lönd, sem önnur.
--Þannig að hótunin virðist beinast einkum að Kanada og Mexíkó.
--En samningar um breytingar á NAFTA, hafa ekki gengið vel fram að þessu.
Samningamenn Mexíkó og Kanada, virðast hafa staðið fastir fyrir!
Þrátt fyrir heilt ár við samninga, sé enn víð gjá á milli aðila.
--Trump er sennilega orðinn frústreraður á stappinu.
--Og vill væntanlega nú þvinga fram niðurstöðu!
Donald Trump launches US probe into car imports
U.S. launches auto import probe, China says will defend interests
----------------------------------
Wilbur Ross - "There is evidence suggesting that, for decades, imports from abroad have eroded our domestic auto industry," - "The Department of Commerce will conduct a thorough, fair and transparent investigation into whether such imports are weakening our internal economy and may impair the national security."
Donald Trump - "There will be big news coming soon for our great American Autoworkers. After many decades of losing your jobs to other countries, you have waited long enough!"
- "The US imported 8.27m cars and light trucks last year, worth $191.7bn."
- "More than half those cars (4.27m) came from fellow North American Free Trade Agreement members Mexico and Canada."
Dan DiMicco - "What was it that gave us the ability to outmanoeuvre Germany and Japan [in the second world war]? It was our auto industry. It was our industrial might. Everything was here,..." - "Its having the ability to have the supply chains here if, God forbid, you get into a conflict and dont have the supply chains we need,..." - "Every war weve fought since world war two has been a conventional war. And in a conventional war the strongest economy wins."
--Fyrrum forstjóri Nucor Steel, og stuðningsmaður Trumps.
Ég verð að segja að mér finnst það pínulítið langsótt að þetta sé þjóðaröryggismál!
En NAFTA þíðir, að Kanada - Mexíkó og Bandaríkin, virka sem eitt hagkerfi. Þróunin hefur verið sú, að framleiðslukeðjurnar teygja sig þvers og kruss yfir landamæri landanna þriggja.
Ég meina, vél getur verið framleidd í Mexíkó, en notað parta frá Bandaríkjunum og Kanada, eða framleidd í Bandar. og notað hluti framleiddir í Mesíkó og Kanada.
- Ég verð að segja, að ég á afar erfitt með að ímynda mér það ástand.
- Að Bandaríkin lentu sitt hvoru megin í stríði -- við Kanada eða Mexíkó.
En það sé eina leiðin fyrir mig að koma auga á það hvernig í ósköpunum það mundi geta varðað við þjóðaröryggi, að framleiðslukeðjur bandarísku bifreiðaframleiðendanna ná þvert yfir landamæri NAFTA landanna þriggja.
En til þess að það yrði þjóðaröryggismál - þyrfti að vera hætta á að Bandaríkin gætu ekki treyst á að varningur framleiddur í Kanada eða Mexíkó - fengi að streyma óhindrað yfir landamæri landanna.
Og ég á afar erfitt með að ímynda mér, að líkur séu á að Kanada eða Mexíkó - stoppi innflutning til Bandaríkjanna á íhlutum í tæki eða á heilum farartækjum.
--Stríð T.D. að sjálfsögðu þíðir - algert rof á samskiptum, þar á meðal - viðskipta.
Niðurstaða
Það sem ég held að sé málið - er að samningaviðræður við Mexíkó og Kanada um breytingar á NAFTA virðast hafa gengið afar illa.
Meir en helmingur bifreiða innflutnings til Bandaríkjanna sé frá verksmiðjum í Mexíkó og Kanada. Vegna þess að NAFTA er fríverslunarsvæði, sé enginn tollur milli landanna þriggja.
Trump sé einfaldlega að - hóta að leggja toll á bifreiða innflutning frá Kanada og Mexíkó. Þó að sá tollur gilti einnig fyrir önnur lönd - hefði hann mest hlutfallsleg áhrif á Kanada og Mexíkó - þ.s. tollar eru "0."
Samningakröfur Bandaríkjanna:
What are the 5 most contentious U.S. NAFTA proposals?.
US' NAFTA demands: the moronic and the simply misguided
Samningamenn Bandar. virðast enn hanga á "sunset clause" þ.e. að NAFTA verði að endursemja um á 5-ára fresti, annars falli NAFTA sjálfkrafa niður - augljóslega mundi sú tillaga fullkomlega eyðileggja NAFTA. Þar sem að ekkert fyrirtæki gæti gert áætlanir fram í tímann.
--Það geta menn allt eins formlega slegið NAFTA af.
Ég held að það hafi ca. verið svör samningamanna Mexíkó og Kanada.
--Þetta er langt í frá eina umdeilda krafan.
Einfaldlega sú tillaga sem er - mest absúrd.
- Vandræði við núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna - virðist ríkjandi sannfæring, að Bandaríkin séu það stór - það mikilvæg, að þau geti þvingað önnur lönd til þess að sætta sig við miklu mun óhagstæðari viðskiptakjör en fram að þessu.
Kröfur gagnvart NAFTA ríkjum virðast á þann veg, að leitast við að fá Kanada og Mexíkó til að sætta sig við -- einhliða óhagstæðari viðskiptakjör. Þ.e. að þau verði áfram eins hagstæð fyrir Bandaríkin við Mexíkó og Kanada. En aftur á móti, verulega óhagstæðari en áður í hina áttina fyrir Mexíkó og Kanada.
--Trump virðist frústreraður, því samningamenn Kanada og Mexíkó virðast ekki hafa samþykkt slíkar kröfur a.m.k. fram að þessu.
Þrátt fyrir rúmt ár við samninga, virðist enn víð gjá til staðar.
--Mexíkó og Kanada virðast ekki þau "pushovers" sem Trump og fylgismenn virðast hafa haldið.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 11:32 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð Grein Einar en samt er það orðið ansi hart þegar þjóðhöfðingjar mega ekki verja hagsmuni sinnar þjóðar.
Ég vona alltaf það besta fyrir Ísland og að allar þjóðir megi verja sína hagsmuni og hafa vinninginn þar.
Valdimar Samúelsson, 24.5.2018 kl. 16:03
Valdimar Samúelsson, Kanada og Mexíkó eru sannarlega að verja sína.
Ég er annars þeirrar skoðunar að Trump sé að greina bandaríska hagsmuni með röngum hætti - þessi barátta hans fyrir minnkuðum viðskiptahalla sé misskilningur, röng hagfræði.
--Það sé ekki rétt að NAFTA hafi verið slæmur samningur fyrir Bandar.
--En Bandar. hafa grætt mjög mikið í landbúnaðargeiranum, e-h um 1/3 heildarútflutnings Bandar. á landbúnaðarvarningi, fer til Kanada og Mexíkó -- sá útflutningur er mun meiri í dag en fyrir tíð NAFTA.
Ég stórfellt efa það sé rétt, að nettó hafi Bandar. tapað störfum.
--Ef Bandar. hafa áhyggjur af viðskiptahalla, sé mjög auðvelt að minnka hann með aðgerðum heima fyrir - þá meina ég ekki, með tollaðgerðum.
En það væri unnt fyrir Bandar. að minnka viðskiptahalla, einfaldlega með því - að taka upp virðisauka-skatt eins og Ísland.
--Taka upp samræmdan neysluskatt, og hafa hann nægilega háan til að minnka heildarneyslu.
Ef neysluskattlagning er há - þá þurfa fyrirtæki að beina sjónum að útflutningi, vegna þess að ef eftirspurn innan hagkerfisins er - bæld, þá þurfa fyrirtækin að leita út fyrir eftir eftirspurninni.
--Þannig hefur Evrópa þetta.
Vandi við tollar - er að þeir kalla á tolla annarra landa á móti.
--Þeir bæla neyslu, það eru þeirra megin áhrif.
--En Bandar. fá t.d. ekki tekjur af tolli sem annað land leggur á - á móti.
En neysluskattlagning rennur beint til þeirra sem hafa réttinn til að skattleggja.
--Og neysluskattlagning veldur engum deilum við önnur ríki.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 24.5.2018 kl. 18:04
Einar já þetta getur verið rétt hjá þér en versta er eð hvert ríki er með sinn virðiraukaskatt og sum engan eins og RI on NH en ríkin sjálf ráða þeim málum.
Það er alltaf spurningar í þessari hagfræði og það eru svo margar skoðanir í gangi. Sjáum til og eins ot Trump sjálfur segir. Lets see..
Valdimar Samúelsson, 24.5.2018 kl. 18:41
Ég er nú ekkert svo viss um, að þetta sé röng hagfræði hjá manninum. Við verðum að athuga það, að hér er mögulega um rangtúlkun fjölmiðla að ræða. Hugsum okkur að verið sé að reyna að "grafa undan" iðnaði í Bandaríkjunum. Þá greiða erlendir aðilar undir bifreiðar sínar, og selja þær ódýrt í gegnum Kanada og/eða Mexíkó.
Sko, þegar EU var satt á laggirnar þá keyptu Bandaríkjamenn Volvo/Saab í akkúrat sama tilgangi. Til að geta "forðast" tolla við EU.
Kína gerði einnig það sama hér áður, þegar tollar Evrópu voru miklir. Þá fluttu þeir inn til Spánar, og síðan innan EU.
Örn Einar Hansen, 25.5.2018 kl. 11:02
Ég er hræddur um að Kanadamenn og Mexikó eigi sér ekki mikla von í þessum viðræðum. Þau eru satt að segja í mjög óvenjulegri aðstöðu. Útflutningur Mexikó og Kanada er 80 og 76% til Bandaríkjanna.
Þetta er nánast dæmalaust meðal ríkja og örugglega dæmalaust meðal iðnríkja.
Þessi ríki eru reyndar líka mikilvæg fyrir Bandaríkin ,en þau taka við 35% af útflutningi Bandaríkjanna, 16 og 19%
Borgþór Jónsson, 25.5.2018 kl. 18:35
Bjarne Örn Hansen, það er svakalegt hvernig þú ítrekað kemur upp um þína fáfræði -- Bandaríkin hafa síðan á 3. áratug 20. aldar, rekið bifreiðaverksmiðjur í Evrópu. Þ.e. einungis 2-ár síðan GM seldi sínar verksmiðjur -- þ.e. Opel í Þýskalandi. Ford á enn sínar, þ.e. Ford í Evrópu. Fyrir ca. þrem áratugum, seldi Crysler sína starfsemi í Evrópu til Peugeot - þ.e. Sinca. Þeir bílar voru ekki framleiddir lengi eftir yfirtöku Peugeot.
Volvo og SAAB skiptu afar litlu máli. Enda með brotabrot af sölu miðað við Opel eða Ford í Evrópu.
NAFTA þíðir að sjálfsögðu innflutningur er frjáls til Bandar. Þ.e. ekki "hostile move" ef t.d. Japan setur upp verksmiðju í Mexíkó. Þ.e. rugl hugsun að halda slíkt.
Það þíðir að efnahagur Mexíkó batnar -- Bandaríkin græða á því með öðrum hætti, með því að þá kaupir Mexíkó enn meir af landabúnaðarvörum.
Frjáls verslun er ekki "zero sum game." Bættur efnahagur Mexíkó og Kanada, er ekki tap Bandaríkjanna. Það er hluti af rugl hugsun Trumps, að halda slíkt sé satt.
Bættur efnahagur þeirra, þíðir að þau lönd kaupa meira af Bandaríkjunum - þ.e. margt annað sem Bandaríkin hafa en bifreiðar.
NAFTA hefur bætt efnahag allra landanna þriggja - þ.e. Bandar. - Kanada og Mexíkó.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 25.5.2018 kl. 23:03
Borgþór Jónsson, skv. þinni kenningu ættu þeir löngu vera búnir að leggja niður skottið fyrir Trump. Af hverju afa þeir þá ekki gert það?
Þú þarft að átta þig á einu, að þó Trump segi upp NAFTA -- þá eru löndin þrjú meðlimir að "WTO" þannig að þá gilda "WTO" reglur í staðinn.
Það leiðir til tolla þeirra á milli - en það eru lágir tollar, ekki háir.
Megin munurinn liggi í öðru, því að skv. núverandi fyrirkomulagi þarf ekki innflutningspappíra til að flytja varning á milli. Ef NAFTA er slegið af, verða sett tollhlið - það þíðir tafir.
Megin munurinn liggi í þeim tafakostnaði fyrir fyrirtæki, að varningur geti tafist um einhverjar klukkustundir á landamærunum. Það mun vera vesen fyrir fyrirtæki sem starfa þvert á landamæri og nota búnað framleiddur þvert á landamæri í sínum viðskiptum, í sinni starfsemi.
--En þetta er enginn dauði fyrir þeirra hagkerfi.
--Það þíðir, að hótanir Trumps hafa takmarkað vægi.
Þ.e. ekki m.ö.o. rosalega alvarlegt fyrir þau þó Trump segði upp NAFTA. Varningur færi áfram á milli landanna eftir sem áður. Ég efa að verksmiðjurnar í Mexíkó mundu loka.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 25.5.2018 kl. 23:13
Ég var svo sem ekki að segja að þeir væru varnarlausir,en þetta hlýtur samt að vera frekar óþægileg staða.
Þetta er raunar afar furðulegt að þessi staða skuli vera uppi. Ég renndi aðeins yfir þetta ,og ég held að það sé ekkert iðnríki sem hefur svona takmarkaðann kúnnahóp eins og Mexikó og Kandada.
Raunar ekkert nálægt því.
Ímyndaðu þér bara stöðuna fyrir þessi ríki ef Bandaríkin settu á þá refsiaðgerðir eins og þeim er svo tamt.
Þessi atburðarás er að sjálfsögðu ekkert sérstaklega líkleg,en margt ólíklegra hefur samt gerst.
Svo verðurðu að hafa í huga að alþjóðalög eða samningar eru ekki lengur nein vörn gagnvart Bandaríkjunum,þeim dettur ekki í hug að fara eftir þeim.
Allar refsiaðgerðir Bandaríkjanna gegn öðrum ríkjum eru brot á alþjóðalögum, að undanskildri Norður Kóreu. (SÞ)
Allar innrásir Bandaríkjanna í önnur ríki eru brot á alþjóðalögum.
.
Að lokum get ég ekki stillt mig um að senda þér link á umsögn Cristine Lagarde um Rússneska efnahagsstjórn. Við Cristine tölum alveg einum munni. Við Cristine erum sammála um að Rússlandi hafi verið stjórnað af einstakri snilld. Hún er ekkert að skafa utan af því,hún kallar þetta eitt aðdáunarverðasta efnahagsmodel sem hægt er að hugsa sér.
Reyndar er öll ræðan athyglisverð og vert að hlusta á hana.
Og hafðu þetta.
https://youtu.be/cM0mOYWEYWE?t=112
Í dag lýkur stæðstu ráðstefnu í heimi sem fjallar um efnahags og öryggismál,í Pétursborg. 10.000 fulltrúar frá 100 löndum taka þátt í ráðstefnunni. Þangað sækja þjóðhöfðingjar ,viðskiftamógúlar,fréttamenn,embættismenn og fleiri og fleiri.
Í gær sátu fyrir svörumm í panel, Forseti Rússlands (gullveðlaunahafi í efnahagsstjórn) Macron forseti Frakklands. Abe forsætisráðherra Japan ,Cristine Lagarde forstöðukona IMF, og varaforseti Kína.
Auk þess voru þar fjármála og utanríkisráðherra Þýskalands og fleiri þjóðhöfðingjar og stjórnmálaforingjar.
Þeir sem mættu ekki voru Bandarískir,Breskir,Kanadískir og Ástralskir stjórnmála og embættismenn. Reyndar koma bisnismenn og frá þessum ríkjum.
Ég held reyndar að embættismönnum þessara ríkja sé bannað að fara þarna,eins og í Sovétríkjunum forðum. Allavega frá Bretlandi og Bandaríkjunum
Mér finnst þetta benda til að hinn enskumælandi heimur sé að einangrast. Ef þeir taka ekki þátt í helstu atburðum kemur smá saman að því að þeir verða utanveltu.
Það sem mér finnst einna furðulegast við þetta allt saman er þögn fjölmiðla. Þarna voru saman komnir margir mjög áhrifamiklir menn og konur og töluðu frammi fyrir öllum um áherslur sínar og væntingar.
En það kemur ekki stafkrókur frá fjölmiðlum. Ekki sem ég hef séð alla vega. Það er eins og ekkert hafi átt sér stað.
Þetta er í raun verulega óhugnanlegt því þetta er nákvæmlega eins og Sovéska samfélagið virkaði. Sovéskum þegnum var einfaldlega meinað að fylgjast með hvað gerðist í heiminum utan hringsins. Ef eitthvað var ekki pólitískt rétt,var það einfaldlega ekki til.
Trúlega eigum við samt eftir að fá álitsgreinar sem segja okkur hvað ráðstefnan hafi verið ömurleg. Vantað klósettpappíer í eitt herberegið,maturinn hafi verið vondur eða hurðarhúnninn í eldhúsinu hafi snúið öfugt.
Fjölmiðlarnir okkar hafa því miður fleiri einkenni þessa tímabils. Til dæmis flytja þeir í sífellu allskonar uppspuna sem enginn fótur er fyrir,vikum og mánuðum saman.
Þetta er ekki gott Einar.
Borgþór Jónsson, 26.5.2018 kl. 02:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning