15.5.2018 | 21:55
Maður veltir fyrir sér hvort að Ísraelar hafi virkilega þurft að skjóta fólk er reyndi að klifra yfir girðingu á landamærum Gaza og Ísraels?
Eins og frést hefur, létust 51 á mánudag í mjög fjölmennum mótmælum á Gaza - þegar hópar fólks í yngri kanntinum, ítrekað gerðu tilraunir til að komast yfir eða í gegnum girðingu sem girðir Gaza svæðið þ.s. rúmlega 2-milljónir Palestínumanna búa í einangrun frá Ísrael!
Drápin voru víða fordæmd eins og fréttir hafa tjáð á þriðjudag!
Á sama tíma, fullyrða ísraelsk stjórnvöld að 24 af 51 hafi verið meðlimir Hamaz!
Þeir sem voru að fylgjast með - af hálfu alþjóða pressunnar, sáu ekki vopn borin af þeim sem reyndu að klifra yfir eða klippa sig í gegnum landamæragirðinguna!
Ísraelskir hermenn!
- Það er áhugavert að sjá útbúnað hermannanna - einn virðist halda á vopni sem líklega varpar táragashylkjum, meðan hinir greinlega bera - venjulega hríðskotaryffla!
- Maður veltir fyrir sér, af hverju Ísrael beitir hermönnum búnum með þessum hætti.
- Í stað t.d. óeirðalögreglu með hjálma - í eldföstum búningum - kylfur - táragas - vantsdælur, o.s.frv.
Eins og Ísraelar bregðast við, þá greinilega er stefnan sú, að ekki sé óhætt að heimila þá nálægð milli mótmælenda - og sveita á vegum yfirvalda, sem óhjákvæmilega fylgdi klassískum lögregluaðgerðum!
Mótmælendur eru metnir það hættulegir, að þeir eru skotnir - frekar en að heimila nokkrum þeirra að komast yfir eða í gegnum girðinguna!
Höfum í huga að jafnvel þó að þarna hafi farið fram meðlimir m.a. í Hamaz - þíðir það ekki endilega mjög mikið -- en líklega eru margir íbúa á Gaza, Hamaz meðlimir án þess að vera við það endilega hættulegri en aðrir.
--En ísraelsk yfirvöld virðast gera ráð fyrir, sjálfsmorðs-sprengjum.
--En þ.e. það eina sem getur hugsanlega réttlætt slíka nálgun, að skjóta fólk frekar en að stöðva það með öðrum hætti!
En þegar fjölmenn mótmæli eiga sér stað t.d. í Evrópu, og þau verða róstursöm - þá er grjótkast og stimpingar öruggar, og mótolof kokteilar sennilegir!
--Oftast nær fylgi slíku meiðingar - en ekki manntjón.
Ísraelsk yfirvöld hefðu getað látið reyna á það, að beita sambærilegum meðölum, að í stað þess að skjóta þá sem reyndu að komast yfir, að mæta þeim með klassískri óeirðalögreglu.
--Slíkt hefði sennilega ekki leitt til mannfalls!
En það hefði þítt, að ef einhver meðal ungmennanna hefði borið sprengju, hefði viðkomandi getað hugsanlega drepið einhverja óeirðarlögreglumenn -- auðvitað fjölda annarra.
--Ekki gott að meta líkur slíks!
Mér virðist sennilegt að það komi betur út fyrir Hamaz, að þeir sem taka þátt í hinum skipulögðu mótmæla-aðgerðum, séu alfarið óvopnaðir.
--Ef málið sé hugsað út frá áróðurshliðinni.
Ef Hamaz beitti sjálfsmorðs sprengju, mundi hreyfingin þegar í stað - tapa mikilli af þeirri samúð sem dráp Ísraela hafa framkallað!
--En ég get auðvitað ekki fyrirfram sannað slíkt.
Ísraelar virðast frekar vilja drepa 50 - Palestínumenn, en taka áhættu á að einn Ísraeli falli!
Niðurstaða
Staða mála á Gaza er auðvitað sorgleg. Þar hefst fólk við í sárri fátækt án mikils við að vera. Ungt fólk hefur lítið að gera nema mæla göturnar, og þegar menn hafa lítið fyrir stafni - er auðvelt að laðast að öfgum, sérstaklega þegar það fer saman við sára fátækt og almennt vonleysi.
Þannig hafi Ísrael með einangrun sinni á Gaza, tryggt ákveðinn vítahring - þ.s. fátæktin og vonleysið íti undir fylgi fólksins þar við öfgahreyfingar. Og tryggi þar með áhrifastöðu þeirra hreyfinga meðal íbúa svæðisins.
Ísraelar halda svæðinu einangruðu svo lengi segja þeir, sem að svæðinu sé stjórnað af samtökum er vilja Ísrael feigt.
Skv. því eru mál stödd í klassísku "catch 22."
Almennt séð virðist staða Palestínumanna nær fullkomlega vonlaus, Ísraelar með öll tögl og haldir, samtímis því að Ísrael sé lítt undir þrístingi um að breyta ástandinu í annað form.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 16.5.2018 kl. 00:17 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 856024
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Var þetta ekki svipað og þegar mótmælendur reyndu að brjótast inn í þinghúsið, lögreglustöðina, seðlabankann á sínum tíma? Þeir voru auðvitað bara skotnir á færi, eða var það ekki annars?
Þorsteinn Siglaugsson, 15.5.2018 kl. 23:00
Þorsteinn Siglaugsson, ágætur punktur - hinn bóginn vænti lögreglan þess væntanlega ekki að líkur væru á sjálfsmorðstilræðum af þeirra hálfu -- það sé það eina sem ég get komið auga á sem hugsanlega réttlætingu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 16.5.2018 kl. 00:16
Þessir fyrrverandi Hamas skólanemendur eru heilaþvegnir og þjálfaðir í svona vopnlaus mótmæli. Munið orðið sleepers eru menn kannski búnir að gleyma þeim eftir að ISIS tók við að drepa alla.
Þeir eru drápsvélar í eðli sínu og við öll vitum að ef þeir kæmust inn til Ísrael þá er það hnífurinn sem ræður för.
Valdimar Samúelsson, 16.5.2018 kl. 10:15
Nákvæmlega valdimar. Heilaþvegnir drepavélar.
Merry, 16.5.2018 kl. 10:44
Merry Ég man að það var mikið talað um þetta fyrir 10/15 árum og nú eru þessir menn í sínum blóma ef svo skildi kalla.
Valdimar Samúelsson, 16.5.2018 kl. 12:39
Upplýsum fólkið, Nikola og Jesú og fjölvídda heim vísindanna inn í skólana. Alls ekki lifa í þröngu þrívíðu, tíma efnisheims trúnni, sem heldur okkur í stanslausu stríðsástandi. Ekki borga til að halda vandræðunum áfram, heldur til að leysa málin strax
Göngum á fjölvídda vegum, gangi ykkur allt í haginn.
Egilsstaðir, 16.05.2018 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 16.5.2018 kl. 12:44
"Ísraelar virðast frekar vilja drepa 50 - Palestínumenn, en taka áhættu á að einn Ísraeli falli!"
Auðvitað. Hvað er svo óskiljanlegt við það viðhorf? Getur þú ekki samsamað þig með þeirri hugmyndafræði? Ég get það.
Þetta er ekki leikur. Þetta snýst um peninga og völd fyrir Hamas, um að vera ekki myrtir fyrir Ísraela.
Ásgrímur Hartmannsson, 16.5.2018 kl. 15:33
Ásgrímur Hartmannsson, þú ert klárlega með sömu afstöðu og landstjórnendur í Ísrael. Hinn bóginn er yfirleitt afstaðan á Vesturlöndum sú - að láta lögreglu og hermenn taka áhættuna, frekar en mótmælendur - burtséð frá því hverju er mótmælt og einnig burtséð frá hverjir eru að mótmæla -- ég hef aldrei heyrt þess nokkur dæmi að mótmælendur séu skotnir á færi þegar þeir gera tilraun til að ryðjast inn á bannsvæði.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 16.5.2018 kl. 16:23
https://youtu.be/yk8sm9YLRv4
Merry, 16.5.2018 kl. 17:47
Merry, það hvetur ætíð einhver til mótmæla - það á við um öll mótmæli. Burtséð frá hverju er mótmælt og í hvaða landi. Rétturinn til að mótmæla, þíðir einmitt það - að aðilar mega hvetja til mótmæla, standa fyrir þeim, o.s.frv.
--Svo hver er punkturinn akkúrat með þessari innsendingu?
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 16.5.2018 kl. 18:08
Grjótkast og mótótovsprengjuvarp í París veldur gríðarlegum skemmdum. En þetta er alls ekki sambærilegt! Þarna eru hryðjuverkasamtök að etja hundruðum þúsunda í það að ryðjast yfir alþjóðleg landamæri í þeim tilgangi að eyðileggja landið hinum megin! Ísraelskar fjölskyldur búa í nokkurra mínútna göngufæri við landamærin. Óeirðaseggirnir eru ekki óvopnaðir. Þeir hafa frá fæðingu verið aldir upp í glóandi hatri á gyðingum. Á eftir þeim fyrstu sem kæmust í gegn fylgdu terroristar með hnífa, skotvopn og sprengjur. Til þess kveiktu þeir líka í þúsundum bíldekkja, til að enginn gæti séð þá fara yfir. Allt er þetta áróðursleikrit Hamas til að breiða yfir eigin spillingu og vanmátt að stjórna svæðinu, sem þeir gera reyndar ólöglega. Á kostnað ungmenna Gasa sem Hamas notar sem fallbyssufóður.
Sæmundur G. Halldórsson , 16.5.2018 kl. 22:11
Sæmundur G. Halldórsson, það fundust engin vopn eða sprengiefni á þeim sem voru skotnir. Einungis fámennur hópur reyndi slíkan ruðning -- það sást á þeim myndum sem fréttamenn tóku.
Miðað við þetta, hefði enginn þurft að tína lífi - ef Ísraelar hefðu beitt hefðbundinni óeirðalögreglu.
Það sem þú heldur fram, eru hreinar getgátur án nokkurra sannana!
Miðað við sannanir, að enginn sást með vopn á meðal mótmælenda, að engin vopn fundust á þeim er voru skotnir, né heldur sprengiefni - virðist hættan hafa verið ofmetin.
--Miðað við fyrirliggjandi sönnunargögn, þurfti enginn að láta lífið ef Ísraelar hefðu beitt klassískum lögregluaðferðum.
Það liggja engar sannanir fyrir sem styðja þínar getgátur.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 17.5.2018 kl. 00:01
Þú virðist gleyma því að eingöngu Hamas er til frásagnar! Á landinu sem Hamas stjórnar, Gasaströnd, er enginn Ísraeli, og herinn hefur ekki komið þar inn síðan sumarið 2014. Hins vegar liggja fyrir upptökur sjónvarpsmanna, þar sem margt sést sem kannski átti ekki að sjást. Aðallega liggja fyrir yfirlýsingar ýmissa leiðtoga Hamas um tilgang þessa tiltækis. En aðalmálið er þó að varla er hægt að beita hefðbundnum aðferðum lögreglu á alþjóðlegum landamærum, þar sem yfirvöld geta ekki farið yfir og hafa því mjög takmarkaða stjórn á aðstæðum. Ef þau gera það væri það innrás og öll veröldin myndi fordæma Ísraela fyrir vikið. Þegar Hamas reynir að ryðjast inn í kjarnaland Ísrael, virðist það hins vegar vera í góðu lagi!
Framar öllu virðist vera ljóst að um er að ræða nýjan kafla í valdabaráttu Hamas við Al Fatah. Þeir sprengdu sjálfir aðallandamærastöð, þar sem allar birgðir fara inn á svæðið. Þar hafði Al Fatah tekið toll af vörunum samkvæmt samkomulagi. Nú verður allt að fara í gegnum landamærastöð sem Hamas ræður yfir!
Sæmundur G. Halldórsson , 17.5.2018 kl. 01:31
Sæmundur G. Halldórsson, ég var ekki að tala um að Ísraelar sendu lögreglulið inn á svæðið. Enda snerust aðgerðirnar eingöngu um að - halda fólkinu inni á svæðinu.
Ef maður hefur í huga hæfni nútíma löggæslu til "crown control" gátu sveitir lögreglu tekið sér stöðu rétt handan girðingar og handtekið jafn óðum sérhvern þann er hefði gert tilraun til að fara yfir landamærin.
--Jafnvel þó öll þvagan hefði farið af stað, hefði það einungis verið spurning um fjölda lögreglumann með skildi.
--Umfangið var ekkert stærra en t.d. löggregla í Pasís hefur stundum þurft að glíma við, þegar fjölmenn mótmæli hafa skollið yfir - t.d. síðast er Frakkaforseti reyndi að breyta reglum um ellilífeyri, þá fór milljón Frakka út á götur Parísar síðast.
--Nútíma lögregla ræður alveg við slíkt umfang!
--Múgurinn var ekkert fjölmennari en slíkar aðferðir duga á, dæmi þess til sönnunar eru fjölmörg.
Ísraelar sjálfir vilja ekki taka svæðið að sér!
En þeir þurftu ekki tæknilega að stoppa óvopnaðan múg með skotvopnum.
Ef göt hefðu komið á girðinguna, hefði verið unnt að laga þau að nýju.
Vissulega manaði Hamas múginn til þessa - og mjög líklega í þeirri von að Ísraelar mundu gera einmitt þ.s. þeir gerðu.
En þ.e. einmitt málið, að Ísraelar líklega þurftu ekki að beita aðferðum sem sköpuðu slíkt mannfalla til að stöðva þann múg sem Hamas hafði til safnað.
Þegar Ísrael valdi þessa aðferðafræði, gaf Ísrael Hamas -- slatta af áróðurspunktum.
--Ef Ísrael vill veikja Hamas, er þetta ekki aðferðin.
--Með þessu, jók Ísrael án nokkurs vafa töluvert fylgi Hamas meðal Palestínumanna almennt, og einnig meðal íbúa Gaza.
Það getur verið að Ísraelum sé þannig séð slétt sama - þeir séu þannig séð búnir að afskrifa Gaza, séu sáttir við að halda því í hervkí til enda eilífðar - eða a.m.k. líta mál þannig út.
--Auðvitað er þetta einnig liður í valdabaráttu við Fatah.
--En hafðu í huga, að Ísraelar voru einmitt að spila inn í þá valdabaráttu með því að nota aðferðir er stuðluðu að þessu mannfalli um daginn, þegar sambærileg mótmæli t.d. í Evrópu mundu ekki skapa mannfall.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 17.5.2018 kl. 09:04
Einar Björn.
Eftir lestur ítarlegrar (venju skv) færslu þinnar og eftirfarandi athugasemda, þá verða ég að hrósa þér fyrir hófsemi og hlutlausa rökfestu í andsvörum þínum.
Framarlega í hópi einarðra stuðningsmanna Ísraela á blogginu er áberandi andlits og huglaus Merry nokkur, sem líklega er þó ekkert annað en gríma kollhúfu og þýðingarforrits, eða hvað sýnist þér Einar?
Jónatan Karlsson, 17.5.2018 kl. 11:50
Ég er áfram sannfærður um að þetta sé ekki sambærilegt! Ég þekki nógu vel til í París til þess. Þó að milljón manns þrammi um götur borgarinnar í mótmælagöngu, er það ekki óvígur her sem vill eyðileggja borgina og helst drepa íbúa hennar! Þetta eru sjálfir íbúarnir. Þeir eru heima hjá sér! Því miður hafa þessi síðustu ár óeirðaseggir hengt sig utan í allar friðsamar mótmælaaðgerðir. Dólgar sem brjóta og bramla allt sem fyrir verður. Þeir eru undir einu prómilli mótmælenda og hafa allt annað erindi en hinir.
Auðvitað má gagnrýna framgöngu ísraelskra yfirvalda og það þarf að gera það þegar ástæða er til. Spurningin sem fyrir mér vakir er: hvað annað gátu þeir gert til að hindra innrás fjandsamlegra afla? Er ekki líklegt að fjöldi terrorista hefði komið í kjölfarið á þúsundum manna sem skyndilega væru innan um almenning Ísraelsmegin? Það er það sem Hamas hefur sjálft lýst yfir að væri tilgangurinn! Hamas segir að 50 hinna föllnu (langflestir) séu sínir hermenn!
Hvað gerðist á milli ársins 2000 og 2013? Palestínumenn myrtu 1340 manns í Ísrael! http://www.mfa.gov.il/mfa/foreignpolicy/terrorism/palestinian/pages/victims%20of%20palestinian%20violence%20and%20terrorism%20sinc.aspx
Gyðingar í landinu eru u.þ.b. jafn margir og Danir. Hvað myndu Danir gera ef þúsundir landsmanna þeirra væru myrtir á nokkrum árum af óvinaþjóð? Mikilvægasta aðgerð Ísraela var að draga sig algerlega út úr Gasa árið 2005 og byggja traust landamæri. Sama tilgangi þjónar öryggisveggurinn í kringum Vesturbakkann. Palestínumenn hafa fengið fimm tilboð um að stofna eigið ríki, síðast 2008. Arafat fékk boð um 96% Vesturbakkans og skipti á landi fyrir það sem upp á vantaði. Alltaf kusu þeir ofbeldi. Eins sorglegt og ástandið er og hræðilegt fyrir íbúana, er ekki annað hægt en að kenna hatursfullum og spilltum leiðtogum Palestínumanna um að ekki nást samningar!
Um vegginn sjá: https://en.wikipedia.org/wiki/Israeli_West_Bank_barrier
Sæmundur G. Halldórsson , 17.5.2018 kl. 13:02
Einar
Þú hefur ekki hugmynd hvernig er hægt að búa í þetta land - eða hvað ?
Og núna hefur Hamas sagt af þessa 60 sem var drepinn var 50 að þeim Hamas hermenn. Israelar er ekki vitlaus.
Merry, 17.5.2018 kl. 22:35
https://youtu.be/CFFqwXt9i7k
Merry, 17.5.2018 kl. 22:42
Jónatan Karlsson og Einar
Ef ég var frá Palestina og ekki fullbúinn að læra Íslensku mun það breyta eitthvað ? Ég hef búið hér í 23 ár , er með 3 Íslensku börn, en er ennþá ekki að skrifa alveg eins og Íslending. Að ég fæ aðstóð af google translate sést greinilega. Ég þarf ekki samúð þína vegna þess - ég er einfaldlega að reyna að vera hluti af þessari bloggsíðu.
Merry, 17.5.2018 kl. 23:03
Sæmundur G. Halldórsson, það eru vangaveltur - en ég ítreka að miðað við reynslu af óeirðum annars staðar, er ekki ástæða að ætla að ómögulegt hafi verið að einmitt - hindra þvöguna í að þröngva sér í gegn. En aðferðir óeirðalögreglu eru þekktar, sbr. lögreglumenn taka sér stöðu með skildi, hjálma og hvað annað sem þeir þurfa - en gjarnan hafa þeir einnig dælubíla með öflugum vatnsslöngum, og auðvitað geta þeir beitt.
Ég sé ekki að markmið þvögunnar skipti miklu máli, en vopnlaus þvaga hversu reið sem hún er - er varnarlítil gegn táragasi, öflugar vatnsdælur láta fólk missa fótanna og aflið nægir til þess að fólk hrekst undan - lögreglumennirnir auðvitað meta stöðuna hvort best er að standa fast, leggja skildi upp að hverjum öðrum, eða ráðast fram gegn þvögunni.
En hafðu í huga, að ef aðferðin er að klifra yfir - getur þvagan ekki ruðst sérlega hratt fram, það mundi gera lögreglu sæmilega þægilegt fyrir, að pikka liðið upp jafnóðum og þeir næðu yfir - ef leitast er við að klippa göt, þá auðvitað getur lögreglan barið til slíkra með kylfum - beitt táragasi - piparúða - vantdælu, jafnvel rafloststæki.
En meðan girðingin heldur mestu leiti -- mundi ég stórfellt efa að öll þvagan færi af stað, og vel skipulögð lögregla ætti að geta varið hana sæmilega með öllum því sem hún ræður yfir, og þó þvagan reyndi öll að klifra - mundi girðingin tefja liðið, og lögregla sennilega mundi koma sér fyrir nærri henni - til að grípa jafnóðum sérhvern sem reynir slíkt.
Með öðum orðum, virðist mér sennilegt að óeirðalögregla hefði átt að ráða við málið.
Þannig að slíkt væri sennilega ekki snjall leikur hjá þeim, þó hann sé mögulegur.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 18.5.2018 kl. 00:53
Merry, skv. tölum ísraelskra yfirvalda, voru 24 meðlimir Hamaz af 62 sem létust -- af hverju ættu þau að ljúga upp lægri tölu þ.e. 24.
Hamas official: 50 of the 62 Gazans killed in border violence
Hinn bóginn, er rétt að benda á að Hamas stjórnar Gaza svæði - að Hamaz rekur þar alla hluti. Þ.e. heilsugæslu með læknum og hjúkrunarfólki, barnaskóla, sér um resktur sveitafélaga þar.
Með öðrum orðum, starfa þarna líklega afar margir sem meðlimir Hamaz - sem eru "non combat."
Það getur meira en verið, að ekki sé unnt að fá starf - nema í gegnum Hamaz. Þannig að nær allir verði að vera meðlimir sem þarna búa.
--Það væri nokkurs konar form af þvingun.
Það sé því m.ö.o. óvíst að það hafi djúpa merkingu, ef einhver er Hamaz meðlimur.
--Hinn bóginn, séu meðlimir hernaðarams Hamaz líklega allir - ofstækismenn.
Þannig séð - sé því ekki útilokað að Hamaz telji sig eiga alla þá sem féllu - vegna þess einfaldlega, að það geti verið að nær allir íbúar séu meðlimir því þeir verði að vera það, vegna þess að Hamaz stjórni svæðinu, ráði þar með yfir lífi og limum þeirra.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 18.5.2018 kl. 01:06
Merry, hlekkurinn þinn virðist ekki virka.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 18.5.2018 kl. 01:07
Þetta virkar Einar.
Merry, 18.5.2018 kl. 13:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning