Viðbrögð Írans við afsögn Trumps á kjarnorkusamningum virðast með áhugaverðum hætti - varfærin

Forseti Írans ítrekaði ummæli sín sem hann lét eftir sér er fregnir bárust fyrst af uppsögn Trumps á kjarnorkusamningum - af hálfu Bandaríkjanna, að Íran mundi standa við samninginn, ef aðrar aðildarþjóðir hans gerðu Íran það mögulegt.
--Augljóslega er hann að óska eftir aðgerðum af þeirra hálfu svo Íran geti átt viðskipti á alþjóðamörkuðum þrátt fyrir viðskiptabann Donalds Trumps, er hefst eftir tæpa 90 daga.

Image result for rouhani

Utanríkisráðherra Írans var staddur í Peking!

Við blaðamenn sagði utanríkisráðherrann eftirfarandi á sunnudag í Peking.

Javad Zarif - "We hope that with this visit to China and other countries we will be able to construct a clear future design for the comprehensive agreement."

En Zarif fór strax af stað er fréttist af riftun Trumps, ætlar að ræða við ríkisstjórnir allra aðildarlanda kjarnorkusamkomulagsins við Íran frá 2015.

Utanríkisráðherra Kína sagði eftirfarandi við blaðamenn.

Wang Yi - "China is willing to maintain communication and coordination with all relevant parties, including Iran, and take an objective, fair and responsible attitude to continue to safeguard the ...agreement,..."

Skv. fréttum höfðu ríkisstjórnir Frakklands, Bretlands og Þýskalands strax samband við írönsk stjórnvöld í gegnum síma - skilaboðin svipuð, að stjórnvöld ríkjanna væru tilbúin að vinna með stjórnvöldum Írans að leita leiða til að tryggja framtíð samkomulagsins.

Engvar þessara yfirlýsinga virðast gefa skýrar vísbendingar um leiðir að markmiðinu!
En það liggur alveg nægilega skýrt fyrir - hvað Íran þarf á að halda!
Það er, að tryggja aðgengi að mörkuðum - og til þess eru ekki óendanlegar leiðir!
--Íran þarf m.ö.o. að geta selt sína olíu, og fá greitt í gjaldmiðli sem Íran getur átt viðskipti með, og í ljósi yfirvofandi viðskiptabannsa-aðgerða Trumps, þarf aðgengi að öðrum gjaldmiðli en dollar.

Tæknilega er unnt að nota evru eða remninbi. 
Hvor gjaldmiðillinn um sig er nægilega stór, að hvorum tveggja standa stór viðskiptasvæði er hafa upp á margt að bjóða - hinn bóginn eru mörg evrópsk fyrirtæki í miklum viðskiptum við Bandaríkin, þau fyrirtæki sem geta ekki án Bandaríkjamarkaðar verið - mundu vera treg til að stunda Íransviðskipti.
--Þannig séð gildir það sama um Kína, að mikil viðskipti eru við Bandaríkin.

Mig grunar samt sem áður, að Kína eigi auðveldar með að bjóða Íran það sem Íran þarf á að halda!

 

Viðbrögð Íranskra stjórnvalda fram að þessu eru greinilega skynsöm!

Stjórnvöld í Ísrael og fylgismenn ríkisstjórnar Trumps - tala gjarnan um Íran sem hættulegt hryðjuverkaríki, og mætti ætla af þeirri orðaræðu að stjórnendur Írans séu brjálaðir öfgamenn.

Augljós yfirvegun íranskra stjórnvalda sýnir hve langt frá sanni þær fullyrðingar eru.

  1. Það er alveg rétt af írönskum stjórnvöldum, að láta á það reyna - hvað ríkin sem standa enn að kjarnorkusamkomulaginu, geta boðið Íran.
    --Það eru enn eftir allt saman tæpir 90 dagar til stefnu.
  2. Það er því fullkomlega rökrétt, að bíða og sjá hvað hugsanlega kemur fram.
    --Enda einungis unnt fyrir Íran að segja upp samkomulaginu fyrir sitt leiti, í eitt skipti.

Eins og ég hef margsinnis bent á, virðist mér það geta verið áhugaverður gambíttur fyrir Kína - að bjóða Íran vernd:

Er stefna Donalds Trumps gagnvart Íran - gjöf til Kína?.

Að sjálfsögðu veit ég ekki frekar en þeir sem lesa þetta pár mitt, hvort Kína lætur verða af slíku! En mér virðast möguleikar Kína klárlega vera fyrir hendi.
--Og það sem meira er, Trump að vissu leiti sjálfur er að skapa þá möguleika!

 

Niðurstaða

Augljós varfærin yfirvegun stjórnvalda Írans gagnvart ákvörðun Donalds Trumps í sl. viku um uppsögn kjarnorkusamkomulagsins frá 2015 fyrir hönd Bandaríkjanna, sýnir töluverða aðrar mynd af írönskum stjórnvöldum - en andstæðingaríki Írans gjarnan draga upp.

Þegar Saudar eða Ísraelar eða núverandi landstjórnendur í Washington tala, þá er talað um landstjórnendur Írans sem a.m.k. hálfbrjálaða öfgamenn, miðpunkt hins illa í Mið-Austurlöndum, hættu sem verði að kveða niður.

Það er áhugavert að bera þessi viðbrögð saman við íhugula varfærni Rouhani!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband