Spurning hvort uppsögn Donalds Trumps á Írans samningnum - færir Evrópu, Kína og Rússland nær hverju öðru. En forseti Írans hefur boðið Evrópu, Kína og Rússlandi til samninga!

Tilboð Rouhani forseta er einfalt og skýrt, að ef Evrópa, Rússland og Kína geta tryggt að Íran hafi aðgengi að heimsmörkuðum - þá muni Íran áfram standa við kjarnorkusamninginn!

  1. Hassan Rouhani - If we achieve the deal’s goals in cooperation with other members of the deal, it will remain in place..."
  2. By exiting the deal, America has officially undermined its commitment to an international treaty,..."
  3. "I have ordered the foreign ministry to negotiate with the European countries, China and Russia in coming weeks."
  4. "If at the end of this short period we conclude that we can fully benefit from the JCPOA (Joint Comprehensive Plan of Action) with the cooperation of all countries, the deal would remain,..."

Málið er ekki flókið, Íran þarf aðgengi að alþjóðamörkuðum fyrir sínar vörur - sbr. olíu og gas, en einnig landbúnaðarvöru og hvað annað sem Íran framleiðir.
Samtímis óhindrað aðgengi að því að afla sér nauðsynlegs varnings til innflutnings.

  • En Trump hefur sagst munu setja á þær grimmustu refsiaðgerðir sem hann getur.
  1. Þær fela í sér að Bandaríkin refsa fyrirtækjum sem eiga viðskipti við Bandaríkin - fyrir viðskipti við Íran.
    --Mjög öflug fæling á stór alþjóðafyrirtæki er vilja geta skipt við Bandaríkin.
  2. Og þau munu leitast við að hindra viðskipti Írans á olíu og gasi - eins og þau geta.
    --Spurning hvort að Íran getur fengið - evruviðskipti t.d. - spurning einnig um viðskipti í gjaldmiðli Kína.

Trump abandons 'defective' Iran nuclear deal, to revive sanctions

Donald Trump pulls US out of Iran nuclear deal

"The sanctions include prohibitions on Iranians accessing US dollars, and the Trump administration will resume efforts to prevent Iranian oil from circulating on the international market."

Refsiaðgerðirnar taka gildi eftir 90 daga!

Það er sá tími sem Íran hefur til að finna leiðir í viðræðum við Evrópu - Rússland og Kína!

  1. Evrópa ræður auðvitað yfir eigin gjaldmiðlum - sá stærsti, Evran.
  2. Kína hefur sitt - renminbi.
  • Ég hugsa Rúbblan sé síður áhugaverð.

--En sameiginlega, ættu Evrópulönd og Kína - að geta veitt Íran töluverða aðstoð.
--Þetta er auðvitað gegn því, að Íran standi áfram við samninginn!

En annars hefur Íran raunverulega ekki ástæðu til þess!

 

Niðurstaða

Það yrði virkilega forvitnileg útkoma, ef Rouhani verður að ósk sinni - og samvinna við Evrópu, Rússland og Kína; finnur leiðir til að veita Íran það markaðs-aðgengi sem Íran þarf á að halda!
Evrópa vill auðvitað ólm halda Íran í samningnum, því rökrétt að ætla að Evrópulönd mundi leggja á sig að finna leiðir! En ástæða þess er augljós, að Íran ræður yfir eldflaugum er geta náð til Suður-Evrópu. Ef Íran eignast kjarnorkuvopn gæti Íran þá tæknilega gert kjarnorkuárás á Suður-Evrópu. Síðan, er rökrétt að Evrópa óttist hugsanleg kjarnorkuvopnakapphlaup innan Mið-Austurlanda, sem eru einungis steinsnar frá Evrópu handa Miðjarðarhafs, sem sagt nægilega nærri til þess að slíkt kjarnorkuvopnakapphlaup gæti reynst Evrópu afar hugsanlega skeinuhætt.

Það sé alveg ljóst að hin meðlimalöndin af samningnum ætla ekki að hefja eigin aðgerðir gegn Íran, en ef hinum löndunum tekst að leita leiða til að veita Íran því sem Íran þarf á að halda!

Mundi það marka vissa einangrun Bandaríkjanna!
Spurning hvort það gæti verið upphaf á einhverju nýju!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Góðan daginn Einar.

Í dag er Victory day eða день победы eins og vinir okkar fyrir austan segja. Það er enn tími ef þú hefur gleymt að senda Rússneskum vinum þínum fallega kveðju.

.

Varðandi Íran.

Ég held að framvindan verði þannig að Evrópubúar reyni að halda í samninginn eins lengi og hægt er,þar að segja ,þeir segja honum ekki upp.

Hinsvegar munu þeir vera ófærir um að standa við saminginn vegna efnahagsþvingana Bandaríkjamanna og hann mun falla með þeim hætti. Íranir munu því væntanlega halda áfram vegferð sinni til kjarnorkuvopna innan ekki mjög langs tíma.

Samband Evrópu og Bandaríkjanna er í dag ,svipað og samband Austur Evrópu og Sovétríkjanna. 

Þú mátt ekki gleynma að efnahagur margra Evrópuríkja hangir á nástái, til dæmis Frakklands,Grikklands,Ítalíu,Spánar og fleiri. Þessi ríki eru ekki í neinum færum til að andæfa Bandaríkjunum hið minnsta. Minnsti andvari frá Bandaríkjunum mun samstundis leggja þessi ríki í rúst og það dylst engum að ef þau óhlíðnast er engrar miskunnar að vænta.

.

Rússland og Kína eru einu ríkin sem geta hugsanlega bjargað Írönum úr þessari klemmu en það er óséð hvort þau vilja fórna hagsmunum sínum á það altari. Kína gæti til dæmis dregið úr olíuviðskiftum sínum við Saudi Arabíu og beint viðskiftum til Íran og greitt með eiginn gjaldmiðli en að sjálfsögðu mundi það kosta þá einhverjar refsiaðgerðir frá Bandaríkjunum. Það er því óvíst að þeir vilji leggja í þann leiðangur. Mér finnst satt að segja líklegast að Íran sé á leið í efnahagslega einangrun.

.

Það eru spennandi tímar.

Borgþór Jónsson, 9.5.2018 kl. 11:01

2 Smámynd: Borgþór Jónsson

Það er greinilegt að Mogginn ræður ekki við rússnesku. :))

Borgþór Jónsson, 9.5.2018 kl. 11:04

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson, nei þ.e. nákvæmlega ekki neitt líkt með samskiptum Bandar. og Evr. og Sovétríkjanna og svokallaðra Warsjárbandalagsríkja.
--En þú fullkomlega er ósamkvæmur sjálfum þér, en ef það væri með þeim hætti - væri Evr. ekki að gera tilraun til þess að viðhalda samningnum við Íran - augljóslega í andstöðu við núverandi ríkisstjórn Bandar.
--Erlendar fréttir benda t.d. til þess að Evrópa sé að skoða að aðgengi Írans að Evru - í því skyni að gera Íran mögulegt að halda í samninginn.

Slíkt er ekki, leppríkjahegðan. Og mér finnst alls ekki ólíklegt, að Evrópa sé til í að gera tilraunina í samvinnu við Kína -- enda greinilega vaxa þá líkur þess, að dæmið geti gengið upp, örugglega a.m.k. 2-faldast þær líkur.
Að sjálfsögðu er ekkert fyrirfram gefið að slík tilraun gangi upp, og það getur vel verið að Íran segi samningnum upp og hefji kjarnorkuvæðingu að nýju.

En ég sé ekki ástæðu til að fyrifram afskrifa þá tilraun sem Evrópa var þegar farin að alvarlega skoða, áður en Íran hafði formlegt samband.
En Evrópa hefur fulla ástæðu til að ganga þarna þvert á vilja Bandar.stjórnar, vegna mjög skýrra eigin hagsmuna.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.5.2018 kl. 12:34

4 Smámynd: Örn Einar Hansen

Evrópa er öll "leppríki" Bandaríkjanna. Fréttirnar sem þú færð, eru einhliða áróður og ekki staðreyndir.

Evópa, eins og Bergþór bendir á ... eru ekki fær um að halda samninginn, þó þau vilja.

Rússland er búið að loka öllum samskiptum við vesturveldinn, Netanyahu flaug í hvelli til Moskvu eins og barinn hundur til að "semja" við Pútinn "Poosey".  Rússar eru búnir að flytja þungaflutninga milli Rùsslands og Sýrlands undanfarnar tvær vikur (hver veit, kanski eru þeir að fara þaðan ... og láta ruslið eftir í höndum EU og US).  Rússar eru hættir að selja olíuna til Evrópu og munu einbeita sér að Asíu ... eins og þeir áttu að gera strax.  Stór hluti þeirra vopna sem hafa fundist, eru Kínversk ... þeir munu, ásamt Kínverjum ... grafa upp hverjir voru "kaupendur" þessarra vopna.

Evrópa, er dauð ... hvað verður af Íran, er algerlega í höndum Rússa og Kínverja.

Örn Einar Hansen, 9.5.2018 kl. 19:47

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarne Örn Hansen, geisp.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.5.2018 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband